„Þurfum að búa okkur undir breyttan heim“

Samkvæmt nýrri skýrslu sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar býr 3,3 miljarðar manna við aðstæður sem eru mjög viðkvæmar gagnvart loftslagsbreytingum og hátt hlutfall dýrategunda er sömuleiðis viðkvæmt.

Eldar í Ástralíu des 2019
Auglýsing

Aftaka­at­burðir tengdir lofts­lags­breyt­ing­um, aukin tíðni þeirra, kraftur og tíma­lengd, eru í auknum mæli rakin til lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um. Þetta eru öfgar á borð við aftaka­hita á landi og legi, flóða, svæð­is­bund­inna þurrka, bruna og aftaka­veð­urs. Þessir atburðir hafa valdið víð­tækum og langvar­andi áhrifum á vist­kerfi, fólk, byggð­ar­lög og inn­viði. Þar á meðal er aukin dán­ar­tíðni fólks og fjölda­dauða teg­unda á landi og í hafi, dauði hlýsjáv­ar­kór­alla, dauði þara­skóga og auk­inn dauði trjáa.

Þetta kemur fram í nýrri mat­skýrslu sér­fræð­inga­hóps milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) sem kom út í dag. Skýrslan er afrakstur vinnu­hóps sem leggur mat á áhrif lofts­lags­breyt­inga á líf­ríki og sam­fé­lög og skoðar mögu­leika á aðlög­un, auk þess að leggja grunn að nauð­syn­legum aðgerðum til þess að aðlag­ast lofts­lags­breyt­ing­um.

Þá segir í skýrsl­unni að orðið hafi svæð­is­bundin aukn­ing gróð­ur­elda, sem og aukn­ing í áhrifum af slíkum atburð­um. Tap og tjón í nátt­úr­legum og mann­gerðum kerfum hafi auk­ist vegna aukn­ingar á hita­belt­is­stormum af manna­völd­um, hækk­unar sjáv­ar­stöðu og mik­illar úrkomu.

Auglýsing

Mik­il­vægt að sam­fé­lög um allan heim grípi til aðgerða

„Þessi skýrsla IPCC dregur skýrt fram mik­il­vægi þess að sam­fé­lög um heim allan grípi til aðgerða til að sporna við lofts­lags­breyt­ing­um, ekki bara til að draga úr losun og fjar­lægja gróð­ur­húsa­loft­teg­undir úr and­rúms­loft­inu, heldur líka til að aðlag­ast óum­flýj­an­legum áhrifum lofts­lags­breyt­inga. Við þurfum að búa okkur undir breyttan heim,“ segir Anna Hulda Ólafs­dótt­ir, for­stöðu­maður skrif­stofu lofts­lags­þjón­ustu og aðlög­unar á Veð­ur­stofu Íslands, sem var ein af full­trúum Íslands sem sátu nýaf­staðið sam­þykkt­ar­þing milli­ríkja­nefndar sam­ein­uðu þjóð­anna um skýrsl­una.

Anna Hulda Ólafsdóttir Mynd: Aðsend

Fram kemur í skýrsl­unni að áhrif á nátt­úru­leg og mann­gerð kerfi af völdum hæg­gengra ferla, svo sem súrn­unar sjáv­ar, hækk­unar sjáv­ar­stöðu og minnk­andi úrkomu, hafi verið rakin til lofts­lags­breyt­inga af manna­völd­um.

„Lofts­lags­breyt­ingar hafa valdið umtals­verðu tjóni, og óaft­ur­kræfu tapi á líf­ríki á landi, strand­svæð­um, í ferskvatni og hafi (mikil vissa). Sam­setn­ing vist­kerfa, virkni, seigla og aðlög­un­ar­hæfni innan þeirra hefur hrakað (mikil vissa), sem hefur haft í för með sér nei­kvæð félags­hag­fræði­legar afleið­ingar (mikil vissa). Um það bil helm­ingur þeirra teg­unda sem metnar voru á heims­vísu, hafa fært sig nær pól­unum eða, þær teg­undir sem eru á landi, einnig í meiri hæð (mjög mikil vissa). Stað­bund­inn aldauða má í hund­ruð til­fella má rekja til auk­inna öfga í hita­stigi (mikil vissu). Sumt tjón sökum lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum er nú þegar óaft­ur­kræft, svo sem útdauði að minnsta kosti tveggja teg­unda (miðl­ungs vissa). Önnur áhrif eru á barmi þess að vera óaft­ur­kræf, svo sem breyt­ingar á vatnaf­ari vegna hörf­unar jökla, og breyt­ingar á vist­kerfum til fjalla (miðl­ungs vissa) og á norð­ur­skauti vegna þiðn­unar sífrera (mikil vissa).“

Veð­ur­at­burðir hafa dregið úr hag­vexti til skemmri tíma

Þá kemur enn fremur fram að nei­kvæð hag­fræði­leg áhrif og tjón sem rekja má til lofts­lags­breyt­inga og öfga í veð­ur­fari, hafi verið stað­fest í auknum mæli. Vart hafi orðið við fjár­hags­legt tjón í greinum sem verða fyrir beinum áhrifum frá lofts­lagi, með stað­bundnum áhrifum á land­bún­að, skóg­rækt, fisk­veið­ar, orku­bú­skap og ferða­þjón­ustu og með minnk­andi fram­leiðni starfa utandyra.

„Sumir aftaka veð­ur­at­burðir hafa dregið úr hag­vexti til skemmri tíma. Mynstur þró­unar og aðrir þættir sem ekki tengj­ast lofts­lagi hafa átt þátt í því að eignir eru í auknum mæli ber­skjald­aðar gagn­vart váat­burðum sem eykur þannig tjón. Upp­skeru­brest­ur, áhrif á heilsu manna og fæðu­ör­yggi, eyði­legg­ing heim­ila og inn­viða, tjón á eignum og tap­aðar tekj­ur, hefur haft áhrif á afkomu ein­stak­linga, sem hefur haft nei­kvæð áhrif á félags­jöfnuð og jöfnuð milli kynja.“

Þá segir að tjón­næmi líf­kerfa og fólks gagn­vart lofts­lags­breyt­ingum sé mjög ólíkt innan svæða og milli þeirra, sem drifið áfram af félags­hag­fræði­legri þró­un, mis­skipt­ingu, jað­ar­setn­ingu, heims­valda­stefnu og stjórn­mál­um. 3,3 milj­arðar manna lifi við aðstæður sem gera þá mjög við­kvæma gagn­vart lofts­lags­breyt­ing­um.

Hátt hlut­fall dýra­teg­unda sé jafn­framt við­kvæmt fyrir lofts­lags­breyt­ing­um. Varn­ar­leysi manna og vist­kerfa magni upp hvort ann­að. Ósjálf­bær þróun auki varn­ar­leysi vist­kerfa og manna gagn­vart lofts­lags­vánni.

Hraði lofts­lags­breyt­inga ræð­ast mjög af þeim aðlög­un­ar­að­gerðum sem gripið verður til í nálægri fram­tíð

Við það að hlýnun jarðar nær eða fer fram úr 1,5°C í nálægri fram­tíð (2021-2040), mun óum­flýj­an­leg fjölgun lofts­lagstengra nátt­úr­vá­r­at­burða hafa í för með sér margs­konar áhættu fyrir vist­kerfi og mann­fólk. Áhættan mun ráð­ast af þróun tjón­næmis, sem og félags­hag­fræði­legri þróun og þróun aðlög­un­ar, að því er fram kemur í skýrsl­unni.

Umfang og hraði lofts­lags­breyt­inga og áhættan sem þeim breyt­ingum fylgir, ráð­ist mjög svo af þeim aðlög­un­ar­að­gerðum sem gripið verður til í nálægri fram­tíð (2021 til 2040) og hvað verður gert til að draga úr los­un. Það tjón og þau nei­kvæðu áhrif sem spár gera ráð fyr­ir, auk­ist við hvert stig hlýn­un­ar.

Aukn­ing á þurrk­um, flóðum og hækkun sjáv­ar­stöðu muni minnka fæðu­ör­yggi

Í skýrsl­unni segir að lofts­lags­breyt­ingar muni hafa í för með sér aukin áhrif á fram­leiðslu mat­væla og aðgang að þeim, sér­stak­lega á við­kvæmum svæð­um, sem grefi undan fæðu­ör­yggi og nær­ingu. Aukn­ing á þurrk­um, flóðum og hækkun sjáv­ar­stöðu muni minnka fæðu­ör­yggi. Tíð­ari þurrkar og flóð og meiri hækkun sjáv­ar­stöðu, muni minnka fæðu­ör­yggi.

„Hlýnun jarðar um 2°C eða meira er spáð fyrir 2050, áhætta varð­andi fæðu­ör­yggi verður orðin alls­ráð­andi, sem leiða mun til vannær­ingar og skorts á snefil­efnum ,einkum í Afr­íku sunnan Sahara, Suð­ur­-Asíu, Mið-Am­er­íku og smærri eyríkjum (mikil vissa). Hlýnun mun í auknum mæli veikja virkni innan vist­kerfa, svo sem frjóvgun og jarð­efna­sam­setn­ingu, auka ágengni frá skað­völdum og sjúk­dóm­um, og minka lífmassa sjáv­ar­dýra, sem mun grafa undan fæðu­öflun á landi og í hafi (miðl­ungs vissa). Við hlýnun um 3°C eða meira mun tjón­næmi gagn­vart lofts­lagsvá aukast til muna (mikil vissa) og auka á mis­skipt­ingu milli svæða (mikil vissa),“ segir í skýrsl­unni.

Lofts­lags­breyt­ingar munu hafa áhrif á hvata sem valda átökum – svo sem fátækt

Aukn­ing verður í fólks­flutn­ingum með tíð­ari flóð­um, hita­belt­is­stormum, þurrkum og í vax­andi mæli vegna, hækk­andi sjáv­ar­stöðu, sam­kvæmt skýrslu­höf­und­um. Hins vegar muni fólks­flutn­ingar og átök, jafn­vel til lengri tíma lit­ið, vera áfram drifin af félags­hag­fræði­legum og stjórn­mála­legum þátt­um. Umfang fólks­flutn­inga muni ákvarð­ast af getu til aðlög­un­ar, fólks­fjölgun og stefnu­mörkun er varðar þróun og fólks­flutn­inga. Á sama hátt, munu lofts­lags­breyt­ingar hafa áhrif á hvata sem valda átök­um, svo sem fátækt; hvort til átaka kemur muni ráð­ast af hvernig stjórn­mál og efna­hags­mál þró­ast og sögu átaka.

Nei­kvæð áhrif lofts­lags­vár og til­heyr­andi áhætta hafi nú keðju­verk­andi áhrif á milli geira og á milli svæða og munu valda vendi­punktum í við­kvæmum vist­kerfum og keðju­verk­andi nei­kvæðum áhrifum og tjóni við strendur og í þétt­býli sem og til fjalla. Á mörgum svæðum hafi gróð­ur­eldar haft áhrif á vist­kerfi, dýra­teg­und­ir, fólk og eignir þeirra, efna­hags­starf­semi og heilsu. Í borgum og byggð­ar­lögum hafi lofts­lags­á­hrif valdið tjóni og nei­kvæðum áhrifum á mik­il­vægum innviðum svo sem vatns­veitum og fæðu­kerfum og einnig haft áhrif á efna­hags­starf­semi, að því marki að áhrifa gæti utan þess svæðis sem varð fyrir lofts­lags­vánni.

Á Amazon-­svæð­inu munu keðju­verk­andi áhrif, bæði frá lofts­lagstengdum áhrifa­þáttum og ann­ars konar áhrifa­þátt­um, valda óaft­ur­kræfum og alvar­legum skaða á virkni vist­kerfa og líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika þeirra við 2°C hlýnun jarðar eða meira. Óum­flýj­an­leg hækkun sjáv­ar­stöðu muni valda keðju­verk­andi og sam­verk­andi áhrifum með eyði­legg­ingu á vist­kerfi við strend­ur, valda seltu í grunn­vatni, flóðum og tjóni á innviðum við strend­ur, með keðju­verk­andi áhrifum á lífs­við­ur­væri, heilsu, vel­ferð, fæðu- og vatns­fram­boð sem og gild­is­mat og við­horf innan sam­fé­laga í nálægri og fjar­lægri fram­tíð.

Ef frek­ari seinkun verður á sam­hentum aðgerðum glat­ast tæki­færið til að skapa líf­væn­legri og sjálf­bæra fram­tíð

Anna Hulda bendir á að nið­ur­staða skýrsl­unnar sé meðal ann­ars sú að talið sé enn mik­il­væg­ara en áður að aðlögun að áhrifum lofts­lags­breyt­inga sé mik­il­vægur þáttur í heild­ar­stefnu sam­fé­laga um heim all­an.

„Þegar því er náð, erum við farin að nálg­ast það sem kall­ast „lofts­lags­þolin þró­un“ og með „lofts­lags­þoli“ er átt við sam­safn­aðan við­náms­þrótt sam­fé­lags eða hluta þess gagn­vart áhrifum lofts­lags­breyt­inga,“ segir hún. „Eins og segir í skýrsl­unni þá eru lofts­lags­breyt­ingar ógn við vel­ferð fólks, dýra og heilsu jarð­ar. Ef frek­ari seinkun verður á sam­hentum aðgerðum á heims­vísu glat­ast tæki­færið til að skapa líf­væn­legri og sjálf­bæra fram­tíð.“

Í skýrsl­unni segir að stutt sé við lofts­lags­þolna þróun þegar stjórn­völd, almenn­ingur og einka­geir­inn taka ákvarð­anir sem felur í sér for­gangs­röðun gagn­vart jafn­ræði og rétt­læti og því að draga úr áhættu og þegar ákvörð­un­ar­ferli, fjár­mögnun og aðgerðir eru sam­þættar milli allra stiga stjórn­sýslu, á milli atvinnu­geira til langs og skamms tíma. Lofts­lags­þolin þróun byggi á stuðn­ingi stjórn­valda á öllum stigum með því að vinna með almenn­ingi, félaga­sam­tök­um, mennta­geir­an­um, stofn­un­um, fjöl­miðl­um, fjár­festum og fyr­ir­tækj­um; og með því að þróa sam­vinnu á milli stofn­ana og jað­ar­settra hópa, svo sem kvenna, ungs fólks, frum­byggja, smárra sam­fé­laga og þjóð­ern­is­minni­hluta. Slík sam­vinna nái mestum árangri þegar hún er studd af öfl­ugri stjórn­málafor­ystu, stofn­un­um, aðgengi að fjár­magni, mann­afli, bún­aði, upp­lýs­ingum og hag­nýtum lausn­um.

Mik­il­vægt að standa vörð um vist­kerfi og líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika

Í skýrsl­unni kemur enn fremur fram að það sé grund­vall­ar­at­riði lofts­lags­þol­innar þró­unar að standa vörð um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika og vist­kerfi. Nýlegar rann­sóknir sýni að til að við­halda lofts­lags­þoli vist­kerfa og líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika, þurfi að vernda um það bil 30 til 50 pró­sent af land­svæði, ferskvatni og hafi á jörð­inni með öfl­ugum hætti, þar á meðal vist­kerfa sem hafa orðið fyrir litlum áhrif af manna­völd­um.

Lofts­lags­breyt­ingar hafi nú þegar raskað mann­gerðum og nátt­úru­legum kerfum og sú þróun sem á sér stað nú, ýti ekki undir lofts­lags­þolna þró­un. Þær ákvarð­anir sem verða teknar og fram­kvæmdar næsta ára­tug­inn, munu ákvarða árangur lofts­lags­þol­innar þró­unar til lengri tíma lit­ið. Mik­il­vægt sé að átta sig á því að horfur um árangur í lofts­lag­þol­inni þróun versna ef ekki verður dregið hratt úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, sér­stak­lega ef horft er til þess mögu­leika að hlýnun jarðar fari fram úr 1,5°C í nálægri fram­tíð.

Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eru flestar á smáum skala

Til að aðlag­ast áhrifum lofts­lags­breyt­inga sem þegar eru merkj­an­leg, þarf að draga úr áhættu og tjón­næmi, mest­megnis með breyt­ingum á núver­andi kerf­um, segir í skýrsl­unni. Margir mögu­leikar til aðlög­unar séu til staðar og not­aðir til að taka á þeim áhrifum lofts­lag­breyt­inga sem spáð er, en fram­kvæmd aðlög­un­ar­að­gera sé háð getu og skil­virkni stjórn­valda og ferla við ákvarð­ana­töku. Þetta, ásamt aðstæðum sem skapa tæki­færi, geti einnig ýtt undir lofts­lags­þolna þró­un.

Fram kemur að merkj­an­legar fram­farir og aukn­ing sé í skipu­lagi og fram­kvæmd aðlög­unar á öllum svæð­um. Aukin vit­und almenn­ings og stjórn­mála­manna um áhrif lofts­lags­breyt­inga og áhættu sem þeim fylgja, hafi orðið til þess að að minnsta kosti 170 lönd hafa sett aðlögun inn í lofts­lags­stefnu sína og margar borgir horfa nú til lofts­lags­breyt­inga þegar kemur að skipu­lags­mál­um.

Anna Hulda segir að þrátt fyrir fram­farir í aðlögun sé hún ekki komin á það stig sem þarf til að draga frekar úr áhættu vegna áhrifa lofts­lags­breyt­inga.

„Í auknum mæli er verið að nota ýmis tól við ákvörð­un­ar­töku, s.s. líkön og sviðs­mynd­ir, en slík tól eru hluti af því sem kall­ast lofts­lags­þjón­usta. Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til eru þó flestar á smáum skala og afmörkuð við það að draga úr aðsteðj­andi hættu og við­brögð við núver­andi hættu. Sam­kvæmt skýrsl­unni eru stærstu glopp­urnar í þeim sam­fé­lögum þar sem tekjur fólks eru lægstar, en eru jafn­framt oft þau sam­fé­lög sem eru hvað útsett­ust fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga. Ef ekki verður bætt í aðgerðir þá mun þessum gloppum því miður fjölga og þær stækka“ segir hún.

Áhrifa­rík­ustu kost­irnir byggja á sam­þættum aðgerðum milli geira sem taka á félags­legum ójöfn­uði

Fram kemur í til­kynn­ingu skrif­stofu lofts­lags­þjón­ustu og aðlög­unar um skýrsl­una að lofts­lags­að­gerðir skipt­ist fyrst og fremst í tvennt. „Ann­ars vegar mót­væg­is­að­gerðir sem snúa að því að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eða fjar­lægja þær úr and­rúms­loft­inu og hins vegar aðlög­un­ar­að­gerð­ir. Aðlög­un­arða­gerðir snúa þá fyrst og fremst að því að búa okkur undir breyttan heim með því að auka lofts­lags­þol með þeim hætti að draga úr tjón­næmi vegna loft­lags­breyt­inga sem vænta má í fram­tíð­inni. En vissu­lega er tjón­næmi í fram­tíð­inni einnig háð efna­hags­þró­un, en mik­il­vægt er að taka til­lit til áhrifa lofts­lags­breyt­inga við skipu­lag og hag­stjórn og auka þannig mögu­leik­ann á aðlög­un­ar­getu og lofts­lags­þoli.“

Anna Hulda segir að hag­kvæm­ustu og áhrifa­rík­ustu kost­irnir hvað varðar aðlögun byggi á sam­þættum aðgerðum milli geira sem taka á félags­legum ójöfn­uði og taka einnig ólíkt á mis­mun­andi áhætt­um.

„Að­lögun er oft­ast nær við­brögð við fleiri þáttum en lofts­lags­breyt­ingum einum og sér og geta tengst stjórnun á t.d. bættum almanna­vörn­um. Aðlög­un­ar­að­gerðir hafa það mark­mið að draga úr – eða seinka – áhrifum lofts­lags­breyt­inga upp að því marki sem mögu­legt er. En ef horft er til þess sem fram kemur í skýrslu IPCC sem var gefin út í dag, er lík­legt er að áhrif lofts­lags­breyt­inga muni að lokum verða meiri en aðlög­un­ar­geta sam­fé­lags­legra og nátt­úru­legra kerfa ræður við,“ segir hún.

Mik­il­væg skref hafa verið tekin á Íslandi hvað varðar aðlögun

Fram kemur í til­kynn­ing­unni að staða Íslands í aðlög­un­ar­málum hafi notið fram­gangs á und­an­förnum árum og miss­er­um. Þar beri hæst að nefna hvít­bók um aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum sem unnin var af starfs­hópi árið 2021 og sam­svar­andi stefnu sem byggð var á hvít­bók­inni og svo stofnun skrif­stofu lofts­lags­þjón­ustu og aðlög­unar hjá Veð­ur­stofu Íslands árið 2021.

„Skrif­stofu lofts­lags­þjón­ustu og aðlög­unar verður vett­vangur sem mun þjón­usta brýn verk­efni á sviði aðlög­un­ar, leggja til sviðs­myndir að lofts­lags­breyt­ingum og áhrifum þeirra, auk vökt­unar á afleið­ing­um,“ segir Anna Hulda sem gegnt hefur starfi for­stöðu­manns frá stofnun skrif­stof­unnar haustið 2021.

„Skrif­stofan er vett­vangur fyrir vís­inda­sam­fé­lag­ið, fag­stofn­anir og hag­að­ila hvað varðar aðlögun auk þess mun skrif­stofan sinna sam­starfi á þessu sviði við alþjóða­stofn­anir og sinna miðlun um áhrif lofts­lags­breyt­inga til hags­muna­að­ila og almenn­ings. Í þessu sam­hengi er hægt að tala um að skrif­stofa lofts­lags­þjón­ustu og aðlög­unar sé „brú milli vís­inda og sam­fé­lags“. Hjá syst­ur­stofn­unum okkar erlendis eru þetta svokölluð Climate Service Centres – sem er þá meðal ann­ars „lofts­lags­þjón­usta“, sem styður aðlögun þess­ara ríkja. Mark­miðið með slíkum skrif­stofum er ekki síst að ná fram meiri virð­is­auka í þeirri þekk­ingu sem liggur í fag­stofn­unum og miðla henni af meiri krafti en áður,“ segir hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar