Segja Hvít-Rússa ætla að senda hermenn inn í Úkraínu

Áform stjórnvalda í Hvíta-Rússlandi að senda hermenn inn í Úkraínu til stuðnings rússneskum hersveitum gætu sett fyrirætlanir um viðræður milli Rússa og Úkraínumanna í uppnám. „Það er fullljóst að stjórnin í Minsk er orðin framlenging af Kreml.“

Sprengju var varpað á olíubirgðastöð rétt utan við Kænugarð í gær.
Sprengju var varpað á olíubirgðastöð rétt utan við Kænugarð í gær.
Auglýsing

Stjórn­völd í Hvíta-Rúss­landi eru að und­ir­búa sig fyrir að senda her­menn til Úkra­ínu til stuðn­ings rúss­neska inn­rás­ar­lið­inu. Í frétt Was­hington Post segir að inn­rás Hvít-Rússa gæti jafn­vel haf­ist í dag, mánu­dag. Þetta hefur dag­blaðið eftir banda­rískum emb­ætt­is­manni. Áformin ógna fyr­ir­hug­uðum við­ræðum stjórn­valda í Úkra­ínu og Rúss­landi sem til stendur að eigi sér stað skammt frá landa­mær­unum að Hvíta-Rúss­landi. Volody­myr Zel­en­sky, for­seti Úkra­ínu féllst á við­ræður í gær, þ.e.a.s. að senda sendi­nefnd á fund rúss­neskrar sendi­nefnd­ar.

Auglýsing

„Það er núna full­ljóst að stjórnin í Minsk er orðin fram­leng­ing af stjórn­inni í Kreml,“ hefur Was­hington Post eftir emb­ætt­is­mann­in­um.

Fjöl­mið­ill í Kænu­garði var fyrstur til að greina frá áformum Hvít-Rússa og í frétt hans kom fram að flug­vél sem notuð er til her­flutn­inga eigi að flytja fall­hlífa­sveit til Úkra­ínu.

Alex­ander Lúk­asjenkó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, er náinn banda­maður Vla­dimírs Pútín Rúss­lands­for­seta.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu. Mynd: EPA

„Við verðum ánægð ef nið­ur­staða þess­ara við­ræðna verður friður og lok stríðs­ins,“ sagði Sergei Kyslytsya, sendi­herra Úkra­ínu gagn­vart Sam­ein­uðu þjóð­un­um, í yfir­lýs­ingu í gær­kvöldi. „En ég legg áfram áherslu á að við munum ekki gef­ast upp. Við munum ekki gefa tommu af land­svæði okkar eft­ir.“

Rúss­neski her­inn gerði eld­flauga­árásir víða í Úkra­ínu í nótt að sögn for­seta­skrif­stofu lands­ins. Árásir voru gerðar í höf­uð­borg­inni Kænu­garði sem og að minnsta kosti þremur öðrum borg­um. New York Times greinir frá þessu en í frétt blaðs­ins klukkan 6.30 í morgun að íslenskum tíma voru ekki frek­ari upp­lýs­ingar fram komnar um árás­irn­ar.

Úkra­ínski her­inn seg­ist þó hafa náð að hægja á sókn rúss­neskra her­sveita í morg­un. Yfir­maður hers­ins sakar Rússa um að ráð­ast á borg­ara­leg skot­mörk, s.s. flug­velli og aðra mik­il­væga inn­viði sem sé brot á alþjóða­lög­um. „Á sama tíma hafa allar til­raunir rúss­nesku inn­rás­armann­anna til að ná hern­að­ar­legum mark­miðum sínum mis­tekist,“ sagði í til­kynn­ingu frá úkra­ínska hernum nú í morg­un.

Úkra­ína er eitt af okkur

„Úkra­ína er eitt af okkur og við viljum þau inn í sam­band­ið,“ segir Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópus­bands­ins. Stjórnin ákvað í gær að senda vopn til Úkra­ínu og að banna rúss­neskum loft­förum að koma inn fyrir landa­mæri ríkja ESB.

Í gær höfðu að minnsta kosti 350 almennir borg­arar í Úkra­ínu fallið að sögn yfir­valda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent