Fyrsta svarta konan tilnefnd til hæstaréttar Bandaríkjanna

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Ketanji Brown Jackson sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna. Verði tilnefning forsetans samþykkt verður hún fyrsta svarta konan til þess að taka sæti í réttinum.

Verði tilnefning Jackson samþykkt mun hún taka sæti Stephen G. Breyer hæstaréttardómara.
Verði tilnefning Jackson samþykkt mun hún taka sæti Stephen G. Breyer hæstaréttardómara.
Auglýsing

Á kosn­inga­fundi í Suð­ur­-Kar­ólínu­ríki fyrir tveimur árum lof­aði Joe Biden, þáver­andi for­seta­efni Demókra­ta­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, því að hann myndi til­nefna fyrstu svörtu kon­una sem dóm­ara við hæsta­rétt lands­ins. Nú hefur for­set­inn staðið við lof­orð sitt í kjöl­far þess að hæsta­rétt­ar­dóm­ar­inn Stephen G. Breyer til­kynnti í síð­asta mán­uði áætlun sína um að setj­ast í helgan stein.

Við til­kynn­ingu til­nefn­ingar Jackson, þar sem einnig var við­stödd Kamala Harris, fyrsta svarta konan til að gegna emb­ætti vara­for­seta Banda­ríkj­anna, sagði Biden að of lengi hafi rík­is­stjórnir og dóm­stólar Banda­ríkj­anna ekki end­ur­speglað banda­rísku þjóð­ina.

Verði til­nefn­ing Jackson sam­þykkt mun hún taka sæti Breyer, en líkt og hann er hún frjáls­lynd í túlkun sinni á stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna og sinnti hún raunar starfi aðstoð­ar­manns hans við hæsta­rétt á tíma­bil­inu 1999-2000.

Jackson var fyrst skipuð dóm­­ari við al­­rík­­is­­dóm­stól árið 2013, og hlaut svo stuðn­ing þriggja öld­unga­deild­ar­þing­manna repúblík­ana þegar hún var skipuð dóm­­ari við áfrýj­un­­ar­­dóm­stól Was­hing­t­on um­­dæm­is á síð­asta ári. Óvíst er hvort þeir muni allir styðja hana við kosn­ingu öld­unga­deild­ar­þings­ins, sem er jafnt skipað þing­mönnum repúblík­ana og demókrata, um skipan hennar í hæsta­rétt sem fram fer í apr­íl. Repúblikanar geta þó ekki komið í veg fyrir skip­un­ina ef allir 50 öld­unga­deild­ar­þing­menn demókrata sam­þykkja hana, en þá ætti Kamala Harris vara­for­seti úrslita­at­kvæð­ið.

Auglýsing

Jackson stund­aði nám við laga­deild Harvar­d-há­skóla, en það er meðal þess sem nokkrir þing­menn repúblík­ana hafa gagn­rýnt eftir að til­kynnt var um til­nefn­ingu henn­ar. Segja þeir nóg komið af skipun hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem nemið hafa við svo­kall­aða „Ivy Leagu­e“-há­skóla. Hljóti Jackson skipun verður hún ein af fjórum dóm­urum við hæsta­rétt sem nam við Harvard, en þar af voru tveir skip­aðir af for­setum úr röðum repúblík­ana.

Jackson fædd­ist í Was­hington D.C. en ólst upp í Miami í Flór­ída. For­eldrar Jackson eru báðir kenn­arar við almenn­ings­skóla og bróðir hennar hefur starfað fyrir lög­regl­una í Baltimore. Þá var frændi hennar lög­reglu­stjóri í Miami. Annar frændi henn­ar, Thomas Brown, var hins vegar dæmdur í lífs­tíð­ar­fang­elsi fyrir vörslu mik­ils magns af kóka­íni og ásetn­ing um að selja það til gróða í októ­ber 1989. Hann var lát­inn laus í nóv­em­ber 2017 þegar þáver­andi for­seti, Barack Obama, mild­aði refs­ingu hans og fjölda ann­arra sem höfðu verið dæmdir undir svoköll­uðum þriggja brota lögum sem urðu til þess að fjöld­inn allur af frið­sam­legum (e. non-vi­olent) glæpa­mönnum voru dæmdir í lífs­tíð­ar­fang­elsi. Brown lést fjórum mán­uðum eftir að hann var lát­inn laus.

Sam­kvæmt umfjöllun New York Times þykir Jackson hafa ein­staka sýn á stjórn­ar­skrána og sér­stakan hæfi­leika til að setja sig í ann­arra spor, ekki síst eftir að hafa starfað sem skip­aður verj­andi (e. public def­end­er), sem er óvenju­legt fyrir hæsta­rétt­ar­dóm­ara.

„Ef ég verð svo heppin að vera stað­fest sem næsti dóm­ari við hæsta­rétt Banda­ríkj­anna get ég aðeins vonað að líf mitt og starfs­fer­ill, ást mín á föð­ur­land­inu og stjórn­ar­skrá þess og skuld­bind­ing mín til þess að við­halda lögum og reglu og þeim helgu gildum sem land þetta var byggt, muni verða kom­andi kyn­slóðum inn­blást­ur,” sagði Jackson við til­nefn­ing­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent