Vilja virkjanir í Skagafirði úr vernd í biðflokk

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill að Alþingi færi fjóra virkjanakosti í jökulám í Skagafirði úr verndarflokki í biðflokk er kemur að afgreiðslu rammaáætlunar. Virkjanirnar yrðu í óbyggðu víðerni og í ám sem eru vinsælar til flúðasiglinga.

Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra er lítt raskað.
Jökulsárnar í Skagafirði eiga upptök í Hofsjökli og vatnasvið þeirra er lítt raskað.
Auglýsing

Meiri­hluti byggð­ar­ráðs Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar fer fram á að Alþingi breyti fram­kominni þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar á þann veg að Skaga­fjarð­ar­virkj­anir fari í bið­flokk og verði þar með rann­sak­aðar til fulls, sem aftur verði grund­völlur ákvarð­ana­töku síðar meir um hvort þessir kostir verði hag­nýttir til orku­öfl­unar eða þeir látnir njóta vernd­ar.

­Þrjár virkj­ana­hug­myndir í Hér­aðs­vötn­um, Skata­staða­virkj­anir C og D og Vill­inga­nes­virkjun eru í vernd­ar­flokki þings­á­lykt­un­ar­til­lögu ramma­á­ætl­unar sem Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra hefur mælt fyrir á Alþingi. Hann er fjórði umhverf­is­ráð­herr­ann sem leggur fram sömu til­lög­una sem byggir á loka­skýrslu og til­lögu verk­efn­is­stjórnar sem skilað var í ágúst árið 2016.

Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar frá því í nóv­em­ber er að finna lof­orð um að lokið verði við þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar. Því er hins vegar bætt við, í sömu setn­ingu, að kostum í bið­flokki verði fjölg­að.

Hægt er að hreyfa við flokkun virkj­ana­kosta í ramma­á­ætlun svo lengi sem Orku­stofnun hefur ekki gefið út virkj­ana­leyfi fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki og svæði í vernd­ar­flokki hafi ekki verið frið­lýst með lög­um.

Auglýsing

Í nýrri umsögn byggð­ar­ráðs sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar við þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una er bent á að einn virkj­ana­kostur á vatna­sviði á Norð­ur­landi vestra sé í orku­nýt­ing­ar­flokki og einn virkj­ana­kostur í vind­orku. Er þar um að ræða ann­ars vegar veitu­leið Blöndu­virkj­unar og hins vegar Blöndu­lund, kosti á vegum Lands­virkj­un­ar. Fjórar séu hins vegar í vernd­ar­flokki, allir einnig á vegum Lands­virkj­un­ar, en auk virkj­anna í Hér­aðs­vötnum er kost­ur­inn Blanda – veita úr Vest­ari Jök­ulsá, sem er reyndar einnig á vatna­sviði Hér­aðs­vatna, þar einnig að finna.

Svokölluð Skata­staða­virkjun C er í bið­flokki núgild­andi ramma­á­ætl­unar sem sam­þykkt var á Alþingi árið 2013 þar sem talin var þörf á frek­ari upp­lýs­ingum um áhrif á líf­ríki flæði­engja nærri árós­um. Vatna­svið Hér­aðs­vatna fékk hins vegar hæsta verð­mæta­mat allra land­svæða sem fjallað var um af fag­hópi þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar.

Kort úr kynningarefni Landsvirkjunar á annarri Skatastaðavirkjuninni. Mynd: Landsvirkjun

Virkj­un­ar­kost­ur­inn er á svæði sem er óbyggt víð­erni sam­kvæmt laga­legri skil­grein­ingu. Virkjun á svæð­inu myndi hafa í för með sér umtals­vert rask á hálendi, svo og á sífrera­rústum og fleiri fyr­ir­bærum sem Íslend­ingar bera alþjóð­lega ábyrgð á. Virkjun myndi slíta sundur vist­kerfi og sam­fé­lög líf­vera, hafa mikil nei­kvæð áhrif á vist­gerðir með veru­legt vernd­ar­gildi skv. nátt­úru­vernd­ar­lögum og valda mik­illi röskun vegna breyt­inga á rennsli og fram­burði, sér­stak­lega á flæði­engjum sem hafa mikið vist­fræði­legt gildi og eru þær umfangs­mestu á land­inu. Þá gætu fram­kvæmd­irnar spillt stórum minja­heildum í Aust­ur- og Vest­ur­dal frá árunum 870-1400, sem jafn­vel eru ein­stakar á heims­vísu. Einnig yrði mikil skerð­ing á sjón­rænni fjöl­breytni og á fágætum lands­lags­gerð­um.

Í nið­ur­stöðum ann­ars fag­hóps kemur fram að jök­ulsárnar í Skaga­firði séu bestu ár á land­inu, og jafn­vel í Evr­ópu, til flúða­sigl­inga og að Jök­ulsá eystri sé sú eina á land­inu þar sem hægt er að fara í tveggja daga sigl­ingu. Árnar séu því mjög mik­il­vægar fyrir ferða­þjón­ustu bæði á lands­vísu og í hér­aði. Virkjun þess­ara vatns­falla myndi því í raun hafa meiri áhrif en með­al­tal áhrifa­ein­kunna fag­hóps­ins gefur til kynna.

Í kynn­ingu Lands­virkj­unar á Skata­staða­virkj­unum kemur fram að minna rennsli að sum­ar­lagi geti haft áhrif á fljóta­sigl­ingar í Aust­ari Jök­ulsá en „að­gengi að hálend­inu mun batna til muna“.

Héraðsvötn í Skagafirði. Mynd: Skagafjordur.is

Í kafla um set­myndum og aur­burð segir að stór hluti aurs í Aust­ari Jök­ulsá muni falla út í Bug­slóni (lík­lega minnst 80 pró­sent) og sömu­leiðis mun eitt­hvað draga úr fram­burði aurs í Vest­ari Jök­ulsá vegna Fossá­ar­veitu. „Minni fram­burður gró­f­efnis gæti minnkað eða stöðvað fram­gang strandar við botn Skaga­fjarð­ar.“ Lónið yrði 26 fer­kíló­metr­ar, lengd stíflu 2,4 km og mesta hæð stíflu 75 metr­ar. Til sam­an­burðar er Hall­gríms­kirkja 74,5 metrar á hæð.

Skata­staða­virkjun D er til­brigði við Skata­staða­virkjun C. Með henni yrði lægra fall virkjað og þannig haldið opnum mögu­leika á annarri virkjun í Hér­aðs­vötn­um, Vill­inga­nes­virkj­un. Báðir þessir kostir eru einnig í bið­flokki núgild­andi ramma­á­ætl­un­ar.

Fjórði virkj­ana­kost­ur­inn í Skaga­firði sem er í vernd­ar­flokki þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­ar, Blanda – veita úr Vest­ari Jök­ulsá, var ekki kom­inn til sög­unnar er 2. áfangi var sam­þykkt­ur.

Úr kynningu Landsvirkjunar á rennslisbreytingum í Jökulsá Austari með tilkomu Skatastaðavirkjunar. Mynd: Landsvirkjun

Byggð­ar­ráðið bendir á í umsögn sinni að með því að setja virkj­ana­kost­ina fjóra í vernd­ar­flokk er stjórn­völdum ekki lengur heim­ilt að veita leyfi tengd orku­rann­sókn­um. „Með öðrum orð­um, nái til­laga ráð­herra fram að ganga, verður með öllu óheim­ilt um ófyr­ir­séða fram­tíð að stunda orku­rann­sóknir á þeim virkj­un­ar­kostum sem lagðir eru til að fari í vernd­ar­flokk á Norð­ur­landi vestra, nema fyrir Orku­stofnun til að geta sinnt lög­bundnu hlut­verki sínu, í sam­an­burð­ar­til­gangi eða öðrum almennum til­gang­i,“ segir í umsögn­inni. „Er grafal­var­legt að umhverf­is­ráð­herra horfi í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sinni með öllu fram hjá þeirri stað­reynd að orku­skortur hefur orðið víða um land og að virkj­anir og flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku anna ekki eft­ir­spurn víða á lands­byggð­inni. Orku­skortur kann því að hamla bæði atvinnu­upp­bygg­ingu og orku­skipt­um, s.s. raf­bíla­væð­ing­u.“

Auglýsing

Gísli Sig­urðs­son Sjálf­stæð­is­flokki og Ingi­björg Huld Þórð­ar­dóttir Fram­sókn­ar­flokki sam­þykktu bókun byggð­ar­ráðs­ins þar sem farið var fram á að Alþingi breyti þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni á þann veg að Skaga­fjarð­ar­virkj­an­irnar fari í bið­flokk ramma­á­ætl­un­ar. Ólafur Bjarni Har­alds­son, full­trúi Byggða­list­ans, sat hjá. Álf­hildur Leifs­dótt­ir, full­trúi Vinstri grænna og óháðra sat einnig hjá en lét bóka að hún fagn­aði til­lögu verk­efn­is­stjórnar að færa Hér­aðs­vötn í vernd­ar­flokk. „Hér­aðs­vötnin eru verð­mæt nátt­úru­auð­lind fyrir hér­aðið og koma til með að auka verð­mæti sitt óspillt til fram­tíð­ar.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent