Landsvirkjun spyr hvort Norðurál sé að þvinga niður raforkuverð

Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um misnotkun á markaðsstöðu og segir þær keimlíkar hótunum sem móðurfyrirtæki þess hefur beitt orkusölum í Bandaríkjunum.

Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar
Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar
Auglýsing

Landsvirkjun vísar ásökunum frá Norðuráli um misnotkun á markaðsstöðu sinni á bug segist hafa farið eftir lögum í einu og öllu í starfsemi sinni, samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér rétt í þessu. 

Kjarninn fjallaði fyrr í dag um tilkynningu frá Norðuráli, þar sem álfyrirtækið sagðist hafa sent erindi til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og óskað íhlut­unar þess, vegna þess sem það telur vera mis­notkun Lands­virkj­unar á mark­aðs­ráð­andi stöðu á skamm­tíma­mark­aði með raf­orku.

Samkvæmt Norðuráli var verðið sem Landsvirkjun rukkaði fyrir orkunotkun álfyrirtækisins hærra en það sem það hafði keypt frá minni orkuframleiðanda, auk þess sem það var yfir verði á Norræna skammtímamarkaðnum, Nord Pool. 

Auglýsing

Landsvirkjun segir hins vegar í tilkynningu sinni að fyrirtækið fari ávallt eftir ákvörðun samkeppnislaga í starfsemi sinni, m.a. þeim ákvæðum sem banna markaðsráðandi fyrirtækjum að selja orku undir kostnaðarverði og hafa þannig neikvæð áhrif á samkeppni. 

Enn fremur bætir Landsvirkjun við að erindi Norðuráls haldist í hendur við tilkynningu móðurfélags þess, Century Aluminium, í gær þar sem tilkynnt var að álveri fyrirtækisins í Suður-Karólínu yrði lokað í desember nk. ef ekki fengist lægra raforkuverð. Að mati orkufyrirtækisins vekur það óneitanlega spurningu um hvort erindið sé liður í áætlun móðurfélagsins um að þvinga niður raforkuverð á starfssvæðum sínum.

Tilkynningu Landsvirkjunar má lesa í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent