Landsvirkjun spyr hvort Norðurál sé að þvinga niður raforkuverð

Landsvirkjun hafnar ásökunum Norðuráls um misnotkun á markaðsstöðu og segir þær keimlíkar hótunum sem móðurfyrirtæki þess hefur beitt orkusölum í Bandaríkjunum.

Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar
Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar
Auglýsing

Lands­virkjun vísar ásök­unum frá Norð­ur­áli um mis­notkun á mark­aðs­stöðu sinni á bug seg­ist hafa farið eftir lögum í einu og öllu í starf­semi sinni, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem fyr­ir­tækið sendi frá sér rétt í þessu. 

Kjarn­inn fjall­aði fyrr í dag um til­kynn­ingu frá Norð­ur­áli, þar sem álfyr­ir­tækið sagð­ist hafa sent erindi til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og óskað íhlut­unar þess, vegna þess sem það telur vera mis­­­notkun Lands­­virkj­unar á mark­aðs­ráð­andi stöðu á skamm­­tíma­­mark­aði með raf­­orku.

Sam­kvæmt Norð­ur­áli var verðið sem Lands­virkjun rukk­aði fyrir orku­notkun álfyr­ir­tæk­is­ins hærra en það sem það hafði keypt frá minni orku­fram­leið­anda, auk þess sem það var yfir verði á Nor­ræna skamm­tíma­mark­aðn­um, Nord Pool. 

Auglýsing

Lands­virkjun segir hins vegar í til­kynn­ingu sinni að fyr­ir­tækið fari ávallt eftir ákvörðun sam­keppn­islaga í starf­semi sinni, m.a. þeim ákvæðum sem banna mark­aðs­ráð­andi fyr­ir­tækjum að selja orku undir kostn­að­ar­verði og hafa þannig nei­kvæð áhrif á sam­keppn­i. 

Enn fremur bætir Lands­virkjun við að erindi Norð­ur­áls hald­ist í hendur við til­kynn­ingu móð­ur­fé­lags þess, Cent­ury Alu­mini­um, í gær þar sem til­kynnt var að álveri fyr­ir­tæk­is­ins í Suð­ur­-Kar­ólínu yrði lokað í des­em­ber nk. ef ekki feng­ist lægra raf­orku­verð. Að mati orku­fyr­ir­tæk­is­ins vekur það óneit­an­lega spurn­ingu um hvort erindið sé liður í áætlun móð­ur­fé­lags­ins um að þvinga niður raf­orku­verð á starfs­svæðum sín­um.

Til­kynn­ingu Lands­virkj­unar má lesa í heild sinni hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
Kjarninn 18. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
Kjarninn 18. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
Kjarninn 18. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
Kjarninn 18. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?
Kjarninn 18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
Kjarninn 18. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent