Norðurál telur Landsvirkjun misnota stöðu sína og leitar til Samkeppniseftirlitsins

Norðurál telur að Landsvirkjun hafi „sem markaðsráðandi aðili á markaði með skammtímaorku misnotað stöðu sína gagnvart Norðuráli með því að krefjast ósanngjarns og óhóflegs endurgjalds fyrir umframorku“ og leitar eftir áliti frá SKE um málið.

Norðurál
Auglýsing

Norð­urál hefur sent erindi til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og óskað íhlut­unar þess, vegna þess sem Norð­urál telur vera mis­notkun Lands­virkj­unar á mark­aðs­ráð­andi stöðu á skamm­tíma­mark­aði með raf­orku. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Norð­ur­áli.

Í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins segir að Norð­urál hafi í all­nokkur ár ekki haft nægj­an­lega orku í gegnum lang­tíma­samn­inga til að halda uppi fullri fram­leiðslu í álveri sínu á Grund­ar­tanga og hafi tíma­bundið þurft að kaupa orku á skamm­tíma­mark­aði til að fylla upp í skerð­ingar vegna við­halds hjá öðrum orku­fram­leið­endum sem Norð­urál kaupir orku af.

Einnig segir að í byrjun sum­ars hafi þessi staða komið upp og álverið þurft að kaupa raf­orku á skamm­tíma­mark­aði til að forð­ast tjón í kerskála og til að geta haldið uppi fullri fram­leiðslu. 

Auglýsing

„Nær öll raf­orka á íslenska skamm­tíma­mark­aðnum er fram­leidd af Lands­virkj­un. Eft­ir­spurn eftir raf­orku hafði dreg­ist saman á Íslandi og staða í lónum Lands­virkj­unar var yfir með­al­lagi. Við slíkar aðstæður ætti verð að vera lægra en ella. Það verð sem Lands­virkjun vildi fá var hins vegar yfir því verði sem Norð­urál keypti frá minni orku­fram­leið­anda, að því marki sem sá hafði slíka orku til reiðu, var yfir með­al­verði Lands­virkj­unar árin á undan og yfir verði á Nor­ræna skamm­tíma­mark­aðn­um, Nord Pool,“ segir í til­kynn­ingu Norð­ur­áls.

Norð­urál telur þannig að Lands­virkjun hafi „sem mark­aðs­ráð­andi aðili á mark­aði með skamm­tíma­orku mis­notað stöðu sína gagn­vart Norð­ur­áli með því að krefj­ast ósann­gjarns og óhóf­legs end­ur­gjalds fyrir umframorku.“

„Það er eðli­legur hluti af við­skiptum fyr­ir­tækja á Íslandi að þurfa öðru hverju að leita til opin­berra aðila eins og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til að greiða úr deilu­málum og fá sinn hlut rétt­an. Ég legg hins vegar áherslu á að sam­starfið við Lands­virkjun hefur almennt verið mjög gott hingað til og ég vænti þess að svo verði áfram,“ er haft eftir Gunn­ari Guð­laugs­syni for­stjóra Norð­ur­áls í til­kynn­ing­unni.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent