Norðurál telur Landsvirkjun misnota stöðu sína og leitar til Samkeppniseftirlitsins

Norðurál telur að Landsvirkjun hafi „sem markaðsráðandi aðili á markaði með skammtímaorku misnotað stöðu sína gagnvart Norðuráli með því að krefjast ósanngjarns og óhóflegs endurgjalds fyrir umframorku“ og leitar eftir áliti frá SKE um málið.

Norðurál
Auglýsing

Norð­urál hefur sent erindi til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og óskað íhlut­unar þess, vegna þess sem Norð­urál telur vera mis­notkun Lands­virkj­unar á mark­aðs­ráð­andi stöðu á skamm­tíma­mark­aði með raf­orku. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Norð­ur­áli.

Í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins segir að Norð­urál hafi í all­nokkur ár ekki haft nægj­an­lega orku í gegnum lang­tíma­samn­inga til að halda uppi fullri fram­leiðslu í álveri sínu á Grund­ar­tanga og hafi tíma­bundið þurft að kaupa orku á skamm­tíma­mark­aði til að fylla upp í skerð­ingar vegna við­halds hjá öðrum orku­fram­leið­endum sem Norð­urál kaupir orku af.

Einnig segir að í byrjun sum­ars hafi þessi staða komið upp og álverið þurft að kaupa raf­orku á skamm­tíma­mark­aði til að forð­ast tjón í kerskála og til að geta haldið uppi fullri fram­leiðslu. 

Auglýsing

„Nær öll raf­orka á íslenska skamm­tíma­mark­aðnum er fram­leidd af Lands­virkj­un. Eft­ir­spurn eftir raf­orku hafði dreg­ist saman á Íslandi og staða í lónum Lands­virkj­unar var yfir með­al­lagi. Við slíkar aðstæður ætti verð að vera lægra en ella. Það verð sem Lands­virkjun vildi fá var hins vegar yfir því verði sem Norð­urál keypti frá minni orku­fram­leið­anda, að því marki sem sá hafði slíka orku til reiðu, var yfir með­al­verði Lands­virkj­unar árin á undan og yfir verði á Nor­ræna skamm­tíma­mark­aðn­um, Nord Pool,“ segir í til­kynn­ingu Norð­ur­áls.

Norð­urál telur þannig að Lands­virkjun hafi „sem mark­aðs­ráð­andi aðili á mark­aði með skamm­tíma­orku mis­notað stöðu sína gagn­vart Norð­ur­áli með því að krefj­ast ósann­gjarns og óhóf­legs end­ur­gjalds fyrir umframorku.“

„Það er eðli­legur hluti af við­skiptum fyr­ir­tækja á Íslandi að þurfa öðru hverju að leita til opin­berra aðila eins og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til að greiða úr deilu­málum og fá sinn hlut rétt­an. Ég legg hins vegar áherslu á að sam­starfið við Lands­virkjun hefur almennt verið mjög gott hingað til og ég vænti þess að svo verði áfram,“ er haft eftir Gunn­ari Guð­laugs­syni for­stjóra Norð­ur­áls í til­kynn­ing­unni.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent