Leggja á ný til stofnun starfshóps sem á að bregðast við upplýsingaóreiðu

Þingmenn sem sitja í Íslandsdeild Norðurlandaráðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um skipan starfshóps sem á að móta aðgerðir gegn upplýsingaóreiðu á Íslandi og auka upplýsinga- og tæknilæsi allra aldurshópa, ekki síst eldra fólks.

„Mikilvægi miðlalæsis hefur því aldrei verið meira, en í hugtakinu felst að einstaklingur geti aðgreint falsfréttir frá raunverulegum fréttum,“ segir í tillögu þingmannanna.
„Mikilvægi miðlalæsis hefur því aldrei verið meira, en í hugtakinu felst að einstaklingur geti aðgreint falsfréttir frá raunverulegum fréttum,“ segir í tillögu þingmannanna.
Auglýsing

Þing­menn sem sitja í Íslands­deild Norð­ur­landa­ráðs hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að for­sæt­is­ráð­herra verði falið að skipa starfs­hóp til að móta stefnu um við­brögð við upp­lýs­inga­óreið­u. ­Svipuð þings­á­lykt­un­ar­til­laga var lögð fram á síð­asta þingi, en hefur nú breyst nokk­uð.

Sam­kvæmt eldri til­lögu átti starfs­hóp­ur­inn sjálfur að kort­leggja dreif­ingu upp­lýs­inga­óreiðu á Íslandi, en sam­kvæmt nýju til­lög­unni er téðum starfs­hópi ein­ungis ætlað að leggja til leiðir um hvernig það skuli gert. Einnig er nú sett í verka­hring starfs­hóps­ins að leggja til aðgerðir og skipu­lag á sviði miðla- og upp­lýs­inga­læsis sem nái til allra ald­urs­hópa.

Sam­kvæmt til­lögu þing­mann­anna á starfs­hóp­ur­inn að skila til­lögum sínum til ráð­herra í síð­asta lagi í mars 2022 og ráð­herra að kynna stefnu sem byggi á til­lög­unum ekki síðar en 1. nóv­em­ber 2022. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að und­an­farin ár hafi borið meira á því að vill­andi og falskar upp­lýs­ingar séu í dreif­ingu og sífellt erf­ið­ara reyn­ist að greina á milli raun­veru­legra frétta og fals­frétta.

Auglýsing

„Mik­il­vægi miðla­læsis hefur því aldrei verið meira, en í hug­tak­inu felst að ein­stak­lingur geti aðgreint fals­fréttir frá raun­veru­legum frétt­u­m,“ segir í til­lögu þing­mann­anna. Þar segir einnig að hér á landi hafi verið mest áhersla á að efla tækni- og upp­lýs­inga­læsi barna og ung­menna, en að erlendar rann­sóknir sýni fram á að fólk 65 ára og eldra sé lík­leg­ast til að deila fals­fréttum á sam­fé­lags­miðl­um.Í grein­ar­gerð segir einnig að upp­lýs­inga­óreiða komi helst til tals þegar fjallað sé um umdeild sam­fé­lags­leg mál­efni.

„Mark­miðið er að dreifa áróðri eða hafa vill­andi áhrif á sam­fé­lags­lega umræðu. Upp­lýs­inga­óreiða hefur áhrif á getu almenn­ings til að afla sér réttra upp­lýs­inga um stefnu og ákvarð­anir stjórn­valda og annað sem varðar hags­muni hans. Hún eitrar sam­fé­lags­lega umræðu, eykur spennu á milli ólíkra þjóð­fé­lags­hópa og grefur undan kosn­inga­kerf­um, sem haft getur alvar­leg áhrif á þjóðar­ör­ygg­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar segir einnig ljóst að mun minna sé vitað um hversu mikil upp­lýs­inga­óreiða er hér­lendis en víða erlend­is, þar sem hún hafi verið kort­lögð í meira mæli. „Nauð­syn­legt er að stemma stigu við þessu og kort­leggja dreif­ing­una hér á land­i.“

COVID-19 upp­lýs­inga­óreiðu­hópur þegar að störfum

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð ákvað í vor að koma á fót vinnu­hópi til að kort­leggja birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera til­lögur um aðgerðir til þess að sporna við henni.

Á meðal þess sem upp­lýs­inga­óreiðu­hóp­ur­inn hefur gert til þessa er að koma á sam­starfi við rit­nefnd COVID-19 verk­efnis Vís­inda­vefs Háskóla Íslands, en á Vís­inda­vefnum hafa verið sett fram svör við fjöl­mörgum spurn­ingum um veiru­far­ald­ur­inn.

Þingsályktunartillagan

Alþingi ályktar að fela for­sæt­is­ráð­herra að skipa starfs­hóp til að móta stefnu um við­brögð við upp­lýs­inga­óreiðu.

    Verk­efni starfs­hóps­ins verði að:

     a.      leggja til leiðir til að kort­leggja dreif­ingu upp­lýs­inga­óreiðu hér á landi,

     b.      skil­greina ábyrgð­ar­svið stofn­ana hér­lendis og hvaða aðili skuli sjá um sam­þætt­ingu verk­efna á þessu sviði,

     c.      gera úttekt á lagaum­hverf­inu og leggja til nauð­syn­legar laga­breyt­ing­ar,

     d.      leggja til aðgerðir og skipu­lag á sviði miðla- og upp­lýs­inga­læsis sem nái til allra ald­urs­hópa.

    ­Starfs­hóp­ur­inn skili skýrslu með til­lögum til ráð­herra eigi síðar en 1. mars 2022. Ráð­herra kynni stefnu sem byggð verði á til­lögum starfs­hóps­ins fyrir Alþingi eigi síðar en 1. nóv­em­ber 2022.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent