Leggja á ný til stofnun starfshóps sem á að bregðast við upplýsingaóreiðu

Þingmenn sem sitja í Íslandsdeild Norðurlandaráðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um skipan starfshóps sem á að móta aðgerðir gegn upplýsingaóreiðu á Íslandi og auka upplýsinga- og tæknilæsi allra aldurshópa, ekki síst eldra fólks.

„Mikilvægi miðlalæsis hefur því aldrei verið meira, en í hugtakinu felst að einstaklingur geti aðgreint falsfréttir frá raunverulegum fréttum,“ segir í tillögu þingmannanna.
„Mikilvægi miðlalæsis hefur því aldrei verið meira, en í hugtakinu felst að einstaklingur geti aðgreint falsfréttir frá raunverulegum fréttum,“ segir í tillögu þingmannanna.
Auglýsing

Þing­menn sem sitja í Íslands­deild Norð­ur­landa­ráðs hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að for­sæt­is­ráð­herra verði falið að skipa starfs­hóp til að móta stefnu um við­brögð við upp­lýs­inga­óreið­u. ­Svipuð þings­á­lykt­un­ar­til­laga var lögð fram á síð­asta þingi, en hefur nú breyst nokk­uð.

Sam­kvæmt eldri til­lögu átti starfs­hóp­ur­inn sjálfur að kort­leggja dreif­ingu upp­lýs­inga­óreiðu á Íslandi, en sam­kvæmt nýju til­lög­unni er téðum starfs­hópi ein­ungis ætlað að leggja til leiðir um hvernig það skuli gert. Einnig er nú sett í verka­hring starfs­hóps­ins að leggja til aðgerðir og skipu­lag á sviði miðla- og upp­lýs­inga­læsis sem nái til allra ald­urs­hópa.

Sam­kvæmt til­lögu þing­mann­anna á starfs­hóp­ur­inn að skila til­lögum sínum til ráð­herra í síð­asta lagi í mars 2022 og ráð­herra að kynna stefnu sem byggi á til­lög­unum ekki síðar en 1. nóv­em­ber 2022. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að und­an­farin ár hafi borið meira á því að vill­andi og falskar upp­lýs­ingar séu í dreif­ingu og sífellt erf­ið­ara reyn­ist að greina á milli raun­veru­legra frétta og fals­frétta.

Auglýsing

„Mik­il­vægi miðla­læsis hefur því aldrei verið meira, en í hug­tak­inu felst að ein­stak­lingur geti aðgreint fals­fréttir frá raun­veru­legum frétt­u­m,“ segir í til­lögu þing­mann­anna. Þar segir einnig að hér á landi hafi verið mest áhersla á að efla tækni- og upp­lýs­inga­læsi barna og ung­menna, en að erlendar rann­sóknir sýni fram á að fólk 65 ára og eldra sé lík­leg­ast til að deila fals­fréttum á sam­fé­lags­miðl­um.Í grein­ar­gerð segir einnig að upp­lýs­inga­óreiða komi helst til tals þegar fjallað sé um umdeild sam­fé­lags­leg mál­efni.

„Mark­miðið er að dreifa áróðri eða hafa vill­andi áhrif á sam­fé­lags­lega umræðu. Upp­lýs­inga­óreiða hefur áhrif á getu almenn­ings til að afla sér réttra upp­lýs­inga um stefnu og ákvarð­anir stjórn­valda og annað sem varðar hags­muni hans. Hún eitrar sam­fé­lags­lega umræðu, eykur spennu á milli ólíkra þjóð­fé­lags­hópa og grefur undan kosn­inga­kerf­um, sem haft getur alvar­leg áhrif á þjóðar­ör­ygg­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar segir einnig ljóst að mun minna sé vitað um hversu mikil upp­lýs­inga­óreiða er hér­lendis en víða erlend­is, þar sem hún hafi verið kort­lögð í meira mæli. „Nauð­syn­legt er að stemma stigu við þessu og kort­leggja dreif­ing­una hér á land­i.“

COVID-19 upp­lýs­inga­óreiðu­hópur þegar að störfum

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð ákvað í vor að koma á fót vinnu­hópi til að kort­leggja birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera til­lögur um aðgerðir til þess að sporna við henni.

Á meðal þess sem upp­lýs­inga­óreiðu­hóp­ur­inn hefur gert til þessa er að koma á sam­starfi við rit­nefnd COVID-19 verk­efnis Vís­inda­vefs Háskóla Íslands, en á Vís­inda­vefnum hafa verið sett fram svör við fjöl­mörgum spurn­ingum um veiru­far­ald­ur­inn.

Þingsályktunartillagan

Alþingi ályktar að fela for­sæt­is­ráð­herra að skipa starfs­hóp til að móta stefnu um við­brögð við upp­lýs­inga­óreiðu.

    Verk­efni starfs­hóps­ins verði að:

     a.      leggja til leiðir til að kort­leggja dreif­ingu upp­lýs­inga­óreiðu hér á landi,

     b.      skil­greina ábyrgð­ar­svið stofn­ana hér­lendis og hvaða aðili skuli sjá um sam­þætt­ingu verk­efna á þessu sviði,

     c.      gera úttekt á lagaum­hverf­inu og leggja til nauð­syn­legar laga­breyt­ing­ar,

     d.      leggja til aðgerðir og skipu­lag á sviði miðla- og upp­lýs­inga­læsis sem nái til allra ald­urs­hópa.

    ­Starfs­hóp­ur­inn skili skýrslu með til­lögum til ráð­herra eigi síðar en 1. mars 2022. Ráð­herra kynni stefnu sem byggð verði á til­lögum starfs­hóps­ins fyrir Alþingi eigi síðar en 1. nóv­em­ber 2022.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent