Leggja á ný til stofnun starfshóps sem á að bregðast við upplýsingaóreiðu

Þingmenn sem sitja í Íslandsdeild Norðurlandaráðs hafa lagt fram þingsályktunartillögu um skipan starfshóps sem á að móta aðgerðir gegn upplýsingaóreiðu á Íslandi og auka upplýsinga- og tæknilæsi allra aldurshópa, ekki síst eldra fólks.

„Mikilvægi miðlalæsis hefur því aldrei verið meira, en í hugtakinu felst að einstaklingur geti aðgreint falsfréttir frá raunverulegum fréttum,“ segir í tillögu þingmannanna.
„Mikilvægi miðlalæsis hefur því aldrei verið meira, en í hugtakinu felst að einstaklingur geti aðgreint falsfréttir frá raunverulegum fréttum,“ segir í tillögu þingmannanna.
Auglýsing

Þing­menn sem sitja í Íslands­deild Norð­ur­landa­ráðs hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um að for­sæt­is­ráð­herra verði falið að skipa starfs­hóp til að móta stefnu um við­brögð við upp­lýs­inga­óreið­u. ­Svipuð þings­á­lykt­un­ar­til­laga var lögð fram á síð­asta þingi, en hefur nú breyst nokk­uð.

Sam­kvæmt eldri til­lögu átti starfs­hóp­ur­inn sjálfur að kort­leggja dreif­ingu upp­lýs­inga­óreiðu á Íslandi, en sam­kvæmt nýju til­lög­unni er téðum starfs­hópi ein­ungis ætlað að leggja til leiðir um hvernig það skuli gert. Einnig er nú sett í verka­hring starfs­hóps­ins að leggja til aðgerðir og skipu­lag á sviði miðla- og upp­lýs­inga­læsis sem nái til allra ald­urs­hópa.

Sam­kvæmt til­lögu þing­mann­anna á starfs­hóp­ur­inn að skila til­lögum sínum til ráð­herra í síð­asta lagi í mars 2022 og ráð­herra að kynna stefnu sem byggi á til­lög­unum ekki síðar en 1. nóv­em­ber 2022. Í grein­ar­gerð með til­lög­unni segir að und­an­farin ár hafi borið meira á því að vill­andi og falskar upp­lýs­ingar séu í dreif­ingu og sífellt erf­ið­ara reyn­ist að greina á milli raun­veru­legra frétta og fals­frétta.

Auglýsing

„Mik­il­vægi miðla­læsis hefur því aldrei verið meira, en í hug­tak­inu felst að ein­stak­lingur geti aðgreint fals­fréttir frá raun­veru­legum frétt­u­m,“ segir í til­lögu þing­mann­anna. Þar segir einnig að hér á landi hafi verið mest áhersla á að efla tækni- og upp­lýs­inga­læsi barna og ung­menna, en að erlendar rann­sóknir sýni fram á að fólk 65 ára og eldra sé lík­leg­ast til að deila fals­fréttum á sam­fé­lags­miðl­um.Í grein­ar­gerð segir einnig að upp­lýs­inga­óreiða komi helst til tals þegar fjallað sé um umdeild sam­fé­lags­leg mál­efni.

„Mark­miðið er að dreifa áróðri eða hafa vill­andi áhrif á sam­fé­lags­lega umræðu. Upp­lýs­inga­óreiða hefur áhrif á getu almenn­ings til að afla sér réttra upp­lýs­inga um stefnu og ákvarð­anir stjórn­valda og annað sem varðar hags­muni hans. Hún eitrar sam­fé­lags­lega umræðu, eykur spennu á milli ólíkra þjóð­fé­lags­hópa og grefur undan kosn­inga­kerf­um, sem haft getur alvar­leg áhrif á þjóðar­ör­ygg­i,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Þar segir einnig ljóst að mun minna sé vitað um hversu mikil upp­lýs­inga­óreiða er hér­lendis en víða erlend­is, þar sem hún hafi verið kort­lögð í meira mæli. „Nauð­syn­legt er að stemma stigu við þessu og kort­leggja dreif­ing­una hér á land­i.“

COVID-19 upp­lýs­inga­óreiðu­hópur þegar að störfum

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð ákvað í vor að koma á fót vinnu­hópi til að kort­leggja birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera til­lögur um aðgerðir til þess að sporna við henni.

Á meðal þess sem upp­lýs­inga­óreiðu­hóp­ur­inn hefur gert til þessa er að koma á sam­starfi við rit­nefnd COVID-19 verk­efnis Vís­inda­vefs Háskóla Íslands, en á Vís­inda­vefnum hafa verið sett fram svör við fjöl­mörgum spurn­ingum um veiru­far­ald­ur­inn.

Þingsályktunartillagan

Alþingi ályktar að fela for­sæt­is­ráð­herra að skipa starfs­hóp til að móta stefnu um við­brögð við upp­lýs­inga­óreiðu.

    Verk­efni starfs­hóps­ins verði að:

     a.      leggja til leiðir til að kort­leggja dreif­ingu upp­lýs­inga­óreiðu hér á landi,

     b.      skil­greina ábyrgð­ar­svið stofn­ana hér­lendis og hvaða aðili skuli sjá um sam­þætt­ingu verk­efna á þessu sviði,

     c.      gera úttekt á lagaum­hverf­inu og leggja til nauð­syn­legar laga­breyt­ing­ar,

     d.      leggja til aðgerðir og skipu­lag á sviði miðla- og upp­lýs­inga­læsis sem nái til allra ald­urs­hópa.

    ­Starfs­hóp­ur­inn skili skýrslu með til­lögum til ráð­herra eigi síðar en 1. mars 2022. Ráð­herra kynni stefnu sem byggð verði á til­lögum starfs­hóps­ins fyrir Alþingi eigi síðar en 1. nóv­em­ber 2022.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Firra“ að lausnin á kreppunni sé að skerða kjör láglaunafólks
Efling mótmælir orðum framkvæmdastjóra SA harðlega og segir að honum sé nær að biðla til stéttbræðra sinna um að fjárfesta meira í atvinnuþróun eða auka neyslu í stað þess „að vega að verkafólki með laun undir opinberum framfærsluviðmiðum“.
Kjarninn 1. desember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent