Kortleggja umfang upplýsingaóreiðu hér á landi í tengslum við COVID-19

Þjóðaröryggisráð hefur komið á fót níu manna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðsins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðsins.
Auglýsing

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð hefur ákveðið að koma á fót vinnu­hóp til að kort­leggja birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera til­lögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Í til­kynn­ing­unni segir að íslensk stjórn­völd séu nú í sam­starfi við önnur EES-­ríki um að sporna gegn upp­lýs­inga­óreiðu og rang­færslum í tengslum við COVID-19. „Sjaldan hefur verið mik­il­væg­ara að almenn­ingur hafi aðgang að réttum upp­lýs­ingum eins og nú í tengslum við þennan heims­far­aldur sem nú geis­ar.“

Í vinnu­hópnum eru þau Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, Kjartan Hreinn Njáls­son frá Land­lækn­is­emb­ætt­inu, Jón Gunnar Ólafs­son, doktor í fjöl­miðla­fræði, Anna Lísa Björns­dótt­ir, sam­skipta­miðla­fræð­ing­ur, Guð­rún Hálf­dán­ar­dótt­ir, blaða­mað­ur, María Mjöll Jóns­dóttir frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, Sig­urður Emil Páls­son frá sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu, Þor­geir Ólafs­son frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu og Þór­unn J. Haf­stein, rit­ari þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, sem leiðir starf hóps­ins.

Auglýsing

„Upp­lýs­inga­meng­un“ til­tölu­lega nýtt fyr­ir­bæri

Kjarn­inn fjall­aði um skýrslu sem kom út á vegum Evr­ópu­ráðs í sept­em­ber 2017 en hún gaf góða mynd af svo­kall­aðri upp­lýs­inga­óreiðu þar sem farið var í saumana á sam­fé­lags­hjúpum og berg­máls­her­bergj­um. Með til­komu sam­fé­lags­miðla hafa hlut­irnir breyst til muna og sagði í skýrsl­unni að nú værum við að horfa upp á algjör­lega nýtt fyr­ir­bæri sem lýsti sér í flóknum vef ­þar sem menguð skila­boð eru búin til, þeim dreift og þeirra neytt. Þau væru hýst á ótelj­andi vef­þjónum og fram­leidd í feikna­miklu magni.

Í henni kom enn fremur fram að erfitt væri að meta áhrif slíkrar „upp­lýs­inga-­meng­un­ar“ á frétta­efni enda væru sér­fræð­ingar ein­ungis á byrj­un­ar­stigi að skilja hvernig hún virk­ar. Eftir for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum og Brex­it-­kosn­ingar í Bret­landi stóð fólk til að mynda á gati enda komu úrslitin mörgum gríð­ar­lega mikið á óvart.

Skýrslu­höf­undar forð­uð­ust að nota orðið fals­fréttir vegna þess að þeir töldu það ekki ná yfir fyr­ir­bærið og sögðu þeir að staðan væri mun flókn­ari en svo. Í öðru lagi hefðu stjórn­mála­menn um allan heim notað orðið til að lýsa fréttum sem ekki eru þeim í hag.

Til­finn­ingar gegna lyk­il­hlut­verki

Gjald­fell­ing orða getur einmitt haft það í för með sér að upp­runa­leg merk­ing breng­list og falskar fréttir verði til um falskar frétt­ir. Þess vegna er mik­il­vægt að nota orðið ekki um of og skella því á allar upp­lýs­ingar sem koma frá frétta­stofum og miðl­um.

Lyk­il­at­rið­ið, að mati skýrslu­höf­unda, var að skilja hvernig sam­skipti virka á sam­fé­lags­miðl­um. Þau væru ekki ein­fald­lega upp­lýs­inga­skipti milli tveggja aðila. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að tjá­skipti hafa lyk­il­hlut­verki að gegna þegar koma á sam­eig­in­legum skoð­unum á fram­færi. Ekki er aðeins um upp­lýs­ingar að ræða heldur drama - „fram­setn­ingu á þeim öflum sem takast á í ver­öld­inn­i“,“ sagði í skýrsl­unni.

Áhrifa­mesta efnið er það sem spilar á til­finn­ingar fólks, þar sem ýtt er undir kenndir á borð við yfir­burða­til­finn­ingu, reiði og hræðslu. Ef slíkar til­finn­ingar eru til staðar þá deilir fólk frekar efni sín á milli og innan síns hóps. Til­finn­inga­þrungið efni dreif­ist hraðar og betur þar sem læk, deil­ingar og athuga­semdir leika stórt hlut­verk. Þetta ger­ist þrátt fyrir mót­að­gerðir til að sporna við fölskum upp­lýs­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent