Kortleggja umfang upplýsingaóreiðu hér á landi í tengslum við COVID-19

Þjóðaröryggisráð hefur komið á fót níu manna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðsins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðsins.
Auglýsing

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð hefur ákveðið að koma á fót vinnu­hóp til að kort­leggja birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera til­lögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Í til­kynn­ing­unni segir að íslensk stjórn­völd séu nú í sam­starfi við önnur EES-­ríki um að sporna gegn upp­lýs­inga­óreiðu og rang­færslum í tengslum við COVID-19. „Sjaldan hefur verið mik­il­væg­ara að almenn­ingur hafi aðgang að réttum upp­lýs­ingum eins og nú í tengslum við þennan heims­far­aldur sem nú geis­ar.“

Í vinnu­hópnum eru þau Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, Kjartan Hreinn Njáls­son frá Land­lækn­is­emb­ætt­inu, Jón Gunnar Ólafs­son, doktor í fjöl­miðla­fræði, Anna Lísa Björns­dótt­ir, sam­skipta­miðla­fræð­ing­ur, Guð­rún Hálf­dán­ar­dótt­ir, blaða­mað­ur, María Mjöll Jóns­dóttir frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, Sig­urður Emil Páls­son frá sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu, Þor­geir Ólafs­son frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu og Þór­unn J. Haf­stein, rit­ari þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, sem leiðir starf hóps­ins.

Auglýsing

„Upp­lýs­inga­meng­un“ til­tölu­lega nýtt fyr­ir­bæri

Kjarn­inn fjall­aði um skýrslu sem kom út á vegum Evr­ópu­ráðs í sept­em­ber 2017 en hún gaf góða mynd af svo­kall­aðri upp­lýs­inga­óreiðu þar sem farið var í saumana á sam­fé­lags­hjúpum og berg­máls­her­bergj­um. Með til­komu sam­fé­lags­miðla hafa hlut­irnir breyst til muna og sagði í skýrsl­unni að nú værum við að horfa upp á algjör­lega nýtt fyr­ir­bæri sem lýsti sér í flóknum vef ­þar sem menguð skila­boð eru búin til, þeim dreift og þeirra neytt. Þau væru hýst á ótelj­andi vef­þjónum og fram­leidd í feikna­miklu magni.

Í henni kom enn fremur fram að erfitt væri að meta áhrif slíkrar „upp­lýs­inga-­meng­un­ar“ á frétta­efni enda væru sér­fræð­ingar ein­ungis á byrj­un­ar­stigi að skilja hvernig hún virk­ar. Eftir for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum og Brex­it-­kosn­ingar í Bret­landi stóð fólk til að mynda á gati enda komu úrslitin mörgum gríð­ar­lega mikið á óvart.

Skýrslu­höf­undar forð­uð­ust að nota orðið fals­fréttir vegna þess að þeir töldu það ekki ná yfir fyr­ir­bærið og sögðu þeir að staðan væri mun flókn­ari en svo. Í öðru lagi hefðu stjórn­mála­menn um allan heim notað orðið til að lýsa fréttum sem ekki eru þeim í hag.

Til­finn­ingar gegna lyk­il­hlut­verki

Gjald­fell­ing orða getur einmitt haft það í för með sér að upp­runa­leg merk­ing breng­list og falskar fréttir verði til um falskar frétt­ir. Þess vegna er mik­il­vægt að nota orðið ekki um of og skella því á allar upp­lýs­ingar sem koma frá frétta­stofum og miðl­um.

Lyk­il­at­rið­ið, að mati skýrslu­höf­unda, var að skilja hvernig sam­skipti virka á sam­fé­lags­miðl­um. Þau væru ekki ein­fald­lega upp­lýs­inga­skipti milli tveggja aðila. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að tjá­skipti hafa lyk­il­hlut­verki að gegna þegar koma á sam­eig­in­legum skoð­unum á fram­færi. Ekki er aðeins um upp­lýs­ingar að ræða heldur drama - „fram­setn­ingu á þeim öflum sem takast á í ver­öld­inn­i“,“ sagði í skýrsl­unni.

Áhrifa­mesta efnið er það sem spilar á til­finn­ingar fólks, þar sem ýtt er undir kenndir á borð við yfir­burða­til­finn­ingu, reiði og hræðslu. Ef slíkar til­finn­ingar eru til staðar þá deilir fólk frekar efni sín á milli og innan síns hóps. Til­finn­inga­þrungið efni dreif­ist hraðar og betur þar sem læk, deil­ingar og athuga­semdir leika stórt hlut­verk. Þetta ger­ist þrátt fyrir mót­að­gerðir til að sporna við fölskum upp­lýs­ing­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent