Kortleggja umfang upplýsingaóreiðu hér á landi í tengslum við COVID-19

Þjóðaröryggisráð hefur komið á fót níu manna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðsins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðsins.
Auglýsing

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð hefur ákveðið að koma á fót vinnu­hóp til að kort­leggja birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera til­lögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Í til­kynn­ing­unni segir að íslensk stjórn­völd séu nú í sam­starfi við önnur EES-­ríki um að sporna gegn upp­lýs­inga­óreiðu og rang­færslum í tengslum við COVID-19. „Sjaldan hefur verið mik­il­væg­ara að almenn­ingur hafi aðgang að réttum upp­lýs­ingum eins og nú í tengslum við þennan heims­far­aldur sem nú geis­ar.“

Í vinnu­hópnum eru þau Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, Kjartan Hreinn Njáls­son frá Land­lækn­is­emb­ætt­inu, Jón Gunnar Ólafs­son, doktor í fjöl­miðla­fræði, Anna Lísa Björns­dótt­ir, sam­skipta­miðla­fræð­ing­ur, Guð­rún Hálf­dán­ar­dótt­ir, blaða­mað­ur, María Mjöll Jóns­dóttir frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, Sig­urður Emil Páls­son frá sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu, Þor­geir Ólafs­son frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu og Þór­unn J. Haf­stein, rit­ari þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, sem leiðir starf hóps­ins.

Auglýsing

„Upp­lýs­inga­meng­un“ til­tölu­lega nýtt fyr­ir­bæri

Kjarn­inn fjall­aði um skýrslu sem kom út á vegum Evr­ópu­ráðs í sept­em­ber 2017 en hún gaf góða mynd af svo­kall­aðri upp­lýs­inga­óreiðu þar sem farið var í saumana á sam­fé­lags­hjúpum og berg­máls­her­bergj­um. Með til­komu sam­fé­lags­miðla hafa hlut­irnir breyst til muna og sagði í skýrsl­unni að nú værum við að horfa upp á algjör­lega nýtt fyr­ir­bæri sem lýsti sér í flóknum vef ­þar sem menguð skila­boð eru búin til, þeim dreift og þeirra neytt. Þau væru hýst á ótelj­andi vef­þjónum og fram­leidd í feikna­miklu magni.

Í henni kom enn fremur fram að erfitt væri að meta áhrif slíkrar „upp­lýs­inga-­meng­un­ar“ á frétta­efni enda væru sér­fræð­ingar ein­ungis á byrj­un­ar­stigi að skilja hvernig hún virk­ar. Eftir for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum og Brex­it-­kosn­ingar í Bret­landi stóð fólk til að mynda á gati enda komu úrslitin mörgum gríð­ar­lega mikið á óvart.

Skýrslu­höf­undar forð­uð­ust að nota orðið fals­fréttir vegna þess að þeir töldu það ekki ná yfir fyr­ir­bærið og sögðu þeir að staðan væri mun flókn­ari en svo. Í öðru lagi hefðu stjórn­mála­menn um allan heim notað orðið til að lýsa fréttum sem ekki eru þeim í hag.

Til­finn­ingar gegna lyk­il­hlut­verki

Gjald­fell­ing orða getur einmitt haft það í för með sér að upp­runa­leg merk­ing breng­list og falskar fréttir verði til um falskar frétt­ir. Þess vegna er mik­il­vægt að nota orðið ekki um of og skella því á allar upp­lýs­ingar sem koma frá frétta­stofum og miðl­um.

Lyk­il­at­rið­ið, að mati skýrslu­höf­unda, var að skilja hvernig sam­skipti virka á sam­fé­lags­miðl­um. Þau væru ekki ein­fald­lega upp­lýs­inga­skipti milli tveggja aðila. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að tjá­skipti hafa lyk­il­hlut­verki að gegna þegar koma á sam­eig­in­legum skoð­unum á fram­færi. Ekki er aðeins um upp­lýs­ingar að ræða heldur drama - „fram­setn­ingu á þeim öflum sem takast á í ver­öld­inn­i“,“ sagði í skýrsl­unni.

Áhrifa­mesta efnið er það sem spilar á til­finn­ingar fólks, þar sem ýtt er undir kenndir á borð við yfir­burða­til­finn­ingu, reiði og hræðslu. Ef slíkar til­finn­ingar eru til staðar þá deilir fólk frekar efni sín á milli og innan síns hóps. Til­finn­inga­þrungið efni dreif­ist hraðar og betur þar sem læk, deil­ingar og athuga­semdir leika stórt hlut­verk. Þetta ger­ist þrátt fyrir mót­að­gerðir til að sporna við fölskum upp­lýs­ing­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent