Kortleggja umfang upplýsingaóreiðu hér á landi í tengslum við COVID-19

Þjóðaröryggisráð hefur komið á fót níu manna vinnuhóp til að kortleggja birtingarmyndir og umfang upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 og gera tillögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðsins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður þjóðaröryggisráðsins.
Auglýsing

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð hefur ákveðið að koma á fót vinnu­hóp til að kort­leggja birt­ing­ar­myndir og umfang upp­lýs­inga­óreiðu í tengslum við COVID-19 hér á landi og gera til­lögur um aðgerðir til þess að sporna gegn henni. Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag.

Í til­kynn­ing­unni segir að íslensk stjórn­völd séu nú í sam­starfi við önnur EES-­ríki um að sporna gegn upp­lýs­inga­óreiðu og rang­færslum í tengslum við COVID-19. „Sjaldan hefur verið mik­il­væg­ara að almenn­ingur hafi aðgang að réttum upp­lýs­ingum eins og nú í tengslum við þennan heims­far­aldur sem nú geis­ar.“

Í vinnu­hópnum eru þau Elfa Ýr Gylfa­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fjöl­miðla­nefnd­ar, Kjartan Hreinn Njáls­son frá Land­lækn­is­emb­ætt­inu, Jón Gunnar Ólafs­son, doktor í fjöl­miðla­fræði, Anna Lísa Björns­dótt­ir, sam­skipta­miðla­fræð­ing­ur, Guð­rún Hálf­dán­ar­dótt­ir, blaða­mað­ur, María Mjöll Jóns­dóttir frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, Sig­urður Emil Páls­son frá sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu, Þor­geir Ólafs­son frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu og Þór­unn J. Haf­stein, rit­ari þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, sem leiðir starf hóps­ins.

Auglýsing

„Upp­lýs­inga­meng­un“ til­tölu­lega nýtt fyr­ir­bæri

Kjarn­inn fjall­aði um skýrslu sem kom út á vegum Evr­ópu­ráðs í sept­em­ber 2017 en hún gaf góða mynd af svo­kall­aðri upp­lýs­inga­óreiðu þar sem farið var í saumana á sam­fé­lags­hjúpum og berg­máls­her­bergj­um. Með til­komu sam­fé­lags­miðla hafa hlut­irnir breyst til muna og sagði í skýrsl­unni að nú værum við að horfa upp á algjör­lega nýtt fyr­ir­bæri sem lýsti sér í flóknum vef ­þar sem menguð skila­boð eru búin til, þeim dreift og þeirra neytt. Þau væru hýst á ótelj­andi vef­þjónum og fram­leidd í feikna­miklu magni.

Í henni kom enn fremur fram að erfitt væri að meta áhrif slíkrar „upp­lýs­inga-­meng­un­ar“ á frétta­efni enda væru sér­fræð­ingar ein­ungis á byrj­un­ar­stigi að skilja hvernig hún virk­ar. Eftir for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum og Brex­it-­kosn­ingar í Bret­landi stóð fólk til að mynda á gati enda komu úrslitin mörgum gríð­ar­lega mikið á óvart.

Skýrslu­höf­undar forð­uð­ust að nota orðið fals­fréttir vegna þess að þeir töldu það ekki ná yfir fyr­ir­bærið og sögðu þeir að staðan væri mun flókn­ari en svo. Í öðru lagi hefðu stjórn­mála­menn um allan heim notað orðið til að lýsa fréttum sem ekki eru þeim í hag.

Til­finn­ingar gegna lyk­il­hlut­verki

Gjald­fell­ing orða getur einmitt haft það í för með sér að upp­runa­leg merk­ing breng­list og falskar fréttir verði til um falskar frétt­ir. Þess vegna er mik­il­vægt að nota orðið ekki um of og skella því á allar upp­lýs­ingar sem koma frá frétta­stofum og miðl­um.

Lyk­il­at­rið­ið, að mati skýrslu­höf­unda, var að skilja hvernig sam­skipti virka á sam­fé­lags­miðl­um. Þau væru ekki ein­fald­lega upp­lýs­inga­skipti milli tveggja aðila. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að tjá­skipti hafa lyk­il­hlut­verki að gegna þegar koma á sam­eig­in­legum skoð­unum á fram­færi. Ekki er aðeins um upp­lýs­ingar að ræða heldur drama - „fram­setn­ingu á þeim öflum sem takast á í ver­öld­inn­i“,“ sagði í skýrsl­unni.

Áhrifa­mesta efnið er það sem spilar á til­finn­ingar fólks, þar sem ýtt er undir kenndir á borð við yfir­burða­til­finn­ingu, reiði og hræðslu. Ef slíkar til­finn­ingar eru til staðar þá deilir fólk frekar efni sín á milli og innan síns hóps. Til­finn­inga­þrungið efni dreif­ist hraðar og betur þar sem læk, deil­ingar og athuga­semdir leika stórt hlut­verk. Þetta ger­ist þrátt fyrir mót­að­gerðir til að sporna við fölskum upp­lýs­ing­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent