Skatta-Kata

Mengaðar upplýsingar brengla sýn á veruleikann

Falsfréttir og kosningaáróður dynja á fólki í gegnum samfélagsmiðla og erfitt getur reynst að greina hið sanna og rétta frá hinu logna. Þessi menning hefur rutt sér til rúms á Íslandi og mikilvægt er að fólk sé meðvitað um hvað það les á netinu.

Gríð­ar­lega mikið hefur verið fjallað um fals­fréttir und­an­farin miss­eri. Á sam­fé­lags­miðlum dynja fréttir á fólki og getur reynst erfitt að greina á milli hvað sé satt og hvað ekki. Einnig hefur borið á kosn­inga­á­róðri en tölu­vert hefur verið fjallað um hann í fjöl­miðlum eftir nýyf­ir­staðnar kosn­ing­ar. En hvaðan koma þessar fals­fréttir og kosn­inga­á­róð­ur­inn og hvað er hægt að gera?

Fals­fréttir eru, eins og nafnið gefur til kynna, fréttir sem ekki eru sann­ar. Þær stað­hæf­ingar sem haldið er fram í þeim fréttum stand­ast því enga skoðun og er rök­stuðn­ingur ýmist ekki til staðar eða ein­fald­lega rang­ur. Þegar fals­fréttir eru farnar á flug er erfitt að stöðva útbreiðslu þeirra.

„Upp­lýs­inga­meng­un“ nýtt fyr­ir­bæri

Skýrsla sem kom út á vegum Evr­ópu­ráðs í sept­em­ber síð­ast­liðnum gefur góða mynd af svo­kall­aðri upp­lýs­inga­óreiðu þar sem farið er í saumana á sam­fé­lags­hjúpum og berg­máls­her­bergj­um. Með til­komu sam­fé­lags­miðla hafa hlut­irnir breyst til muna og segir í skýrsl­unni að nú séum við að horfa upp á algjör­lega nýtt fyr­ir­bæri sem lýsi sér í flóknum vef ­þar sem menguð skila­boð eru búin til, þeim dreift og þeirra neytt. Þau eru hýst á ótelj­andi vef­þjónum og fram­leidd í feikna­miklu magni.

Í henni kemur enn fremur fram að erfitt sé að meta áhrif slíkrar „upp­lýs­inga-­meng­un­ar“ á frétta­efni enda séu sér­fræð­ingar ein­ungis á byrj­un­ar­stigi að skilja hvernig hún virk­ar. Eftir for­seta­kosn­ingar í Banda­ríkj­unum og Brex­it-­kosn­ingar í Bret­landi hefur fólk staðið á gati enda komu úrslitin mörgum gríð­ar­lega mikið á óvart.

Skýrslu­höf­undar forð­ast að nota orðið fals­fréttir vegna þess að þeir telja það ekki ná yfir fyr­ir­bærið og segja þeir að staðan sé mun flókn­ari en svo. Í öðru lagi hafi stjórn­mála­menn um allan heim notað orðið til að lýsa fréttum sem ekki eru þeim í hag.

Áróður þeirra sem standa fyrir nanflausum níðsíðum á samfélagsmiðlum beinist ekki einvörðungu að andstæðingum í stjórnmálum. Hann beinist líka að fjölmiðlum sem fjalla um þá stjórnmálamenn sem nafnlausu síðurnar styðja.
Facebook-síðan Kosningar 2017

Til­finn­ingar gegna lyk­il­hlut­verki

Gjald­fell­ing orða getur einmitt haft það í för með sér að upp­runa­leg merk­ing breng­list og falskar fréttir verði til um falskar frétt­ir. Þess vegna er mik­il­vægt að nota orðið ekki um of og skella því á allar upp­lýs­ingar sem koma frá frétta­stofum og miðl­um.

Lyk­il­at­rið­ið, að mati skýrslu­höf­unda, er að skilja hvernig sam­skipti virka á sam­fé­lags­miðl­um. Þau séu ekki ein­fald­lega upp­lýs­inga­skipti milli tveggja aðila. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að tjá­skipti hafa lyk­il­hlut­verki að gegna þegar koma á sam­eig­in­legum skoð­unum á fram­færi. Ekki er aðeins um upp­lýs­ingar að ræða heldur drama - „fram­setn­ingu á þeim öflum sem takast á í ver­öld­inn­i“,“ segir í skýrsl­unni.

Áhrifa­mesta efnið er það sem spilar á til­finn­ingar fólks, þar sem ýtt er undir kenndir á borð við yfir­burða­til­finn­ingu, reiði og hræðslu. Ef slíkar til­finn­ingar eru til staðar þá deilir fólk frekar efni sín á milli og innan síns hóps. Til­finn­inga­þrungið efni dreif­ist hraðar og betur þar sem læk, deil­ingar og athuga­semdir leika stórt hlut­verk. Þetta ger­ist þrátt fyrir mót­að­gerðir til að sporna við fölskum upp­lýs­ing­um.

Upp­lýs­ingum um fals­fréttir safnað saman

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur opnað fyrir sam­ráð um aðgerðir til að sporna við fölskum fréttum og mis­vísandi upp­lýs­ing­um. Hægt er að senda inn upp­lýs­ingar á vef­síðu þeirra frá 13. nóv­em­ber síð­ast­liðnum til 23. febr­úar 2018. Stjórnin mun birta nið­ur­stöð­urnar stuttu eftir að frestur rennur út og áhuga­vert verður að sjá þær.

Hún mun safna upp­lýs­ingum frá ein­stak­ling­um, sam­fé­lags­miðl­um, fjöl­miðl­um, háskól­um, sem og opin­berum stofn­un­um. Til­gang­ur­inn er að kort­leggja fals­frétt­ir, skil­grein­ingar á þeim, mat á áhrifum þeirra og dreif­ingu og að koma á mót­að­gerðum til að sporna við þeim og frek­ari dreif­ingu þeirra.

Stuðningsmenn Donalds Trump.
EPA

FBI rann­sakar Rússa

Kosn­inga­á­róður er vel þekktur erlendis og eru níð­aug­lýs­ingar algengar fyrir kosn­ing­ar, til að mynda í Banda­ríkj­unum og Bret­landi. Iðu­lega fyrir stórar kosn­ingar sjást aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðlum og á streymi­veitum á borð við YouTu­be, þar sem áróð­urs­mynd­böndum er dreift.

Erfitt hefur reynst að kom­ast að upp­runa flestra þess­ara mynd­banda en þess má geta að alrík­is­lög­regla Banda­ríkj­anna hefur nú hafið rann­sókn á aðild fjöl­miðla á vegum rúss­neskra stjórn­valda í aðdrag­anda for­seta­kosn­inga þar í landi á síð­asta ári. Grunur leikur á að ákveðnir aðilar hafi eytt miklum fjár­munum í aug­lýs­ingar til að hafa áhrif á kosn­ing­arn­ar, Trump í vil.

Vanda­málið er því aug­ljós­lega alþjóð­legt og breið­ist út með auk­inni tækni og notkun sam­fé­lags­miðla.

Vinstri græn fengu slæma útreið

Fyrir síð­ustu kosn­ingar í októ­ber bar nokkuð á aug­lýs­ingum sem kalla mætti kosn­inga­á­róður en tölu­vert var fjallað um þær í íslenskum fjöl­miðlum í kjöl­far­ið. Sumar þess­ara aug­lýs­inga birt­ust á YouTu­be-­mynd­böndum og var spjót­unum helst beint að Katrínu Jak­obs­dóttur og flokknum hennar Vinstri hreyf­ing­unni - grænu fram­boði. Ekki er vitað hverjir greiddu fyrir þessar aug­lýs­ingar en ljóst er að fylgj­endur hægri vængs stjórn­mál­anna eru þar að baki. Þórður Þór­ar­ins­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæð­is­flokks­ins, neit­aði að flokk­ur­inn stæði þar að baki þegar Vísir innti hann um svör.

Einnig bar á slíkum aug­lýs­ingum á Face­book þar sem kost­aðar aug­lýs­ingar birt­ust fyrir augum fólks rétt fyrir kosn­ing­ar. Fram kom í frétt Stund­ar­innar í byrjun nóv­em­ber að Face­book ætli ekki að leyfa slíkar aug­lýs­ingar en fyr­ir­tækið ætli þó ekki að bregð­ast við fyrir næst­kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í vor. Framundan séu aðgerðir hjá Face­book til að knýja þá sem birta stjórn­mála­tengdar aug­lýs­ingar til þess að gefa upp hverjir greiða fyrir aug­lýs­ing­arn­ar. Það sé reyndar lög­bundið í Banda­ríkj­unum en á Íslandi séu ekki slík lög til stað­ar. Hins vegar séu hér­lendis við lýði lög um fjár­mál stjórn­mála­flokka sem knýja þá til að gefa upp hvaða lög­að­ilar styrkja þá beint. Þau lög nái þó ekki yfir umfangs­miklar, nafn­lausar áróð­urs­aug­lýs­ingar sem beint er gegn póli­tískum and­stæð­ing­um.

Myndbönd birtust á streymiveitunni YouTube fyrir kosningarnar þar sem formaður VG var uppnefndur.
Skjáskot úr YouTube-myndbandi

Stjórn­mála­flokkar taki höndum saman

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, furð­aði sig á árás­ar­aug­lýs­ingum í kosn­inga­bárátt­unni síð­ustu í pistli sem hann skrif­aði á blogg­síðu sína. Hann segir slíkar aug­lýs­ingar við­bjóð og spyr hver rétt­læt­ingin sé. Hann sagði slík vinnu­brögð bera öll merki full­kom­ins virð­ing­ar­leysis fyrir bæði kjós­endum og lýð­ræð­inu sjálfu og að þar hafi verið höfðað til lægsta sam­eig­in­lega sam­nefn­ar­ans og þeirra sömu frum­hvata sem leiða af sér ein­elti, ofbeldi og aðra mann­vonsku.

Í lok pistils­ins kall­aði hann eftir því að for­ystu­fólk allra stjórn­mála­flokka tæki höndum saman og hafn­aði þessum vinnu­brögðum alfarið og liti á þetta sem innra vanda­mál sem eigi að leysa.

Til þess að sporna við aug­lýs­ingum til dæmis fyrir næstu kosn­ingar væri ráð að huga að lögum varð­andi slíkar aug­lýs­ingar og hvort þeir sem standa að baki þurfi að gera grein fyrir aðkomu sinni. Einnig hvort stjórn­mála­flokkar sam­mælist um að for­dæma slíkar aug­lýs­ingar hvaðan sem þær koma, hægri eða vinstri. Í þriðja lagi að almenn­ingur verði vak­andi fyrir þeim upp­lýs­ingum sem ber­ast í gegnum sam­fé­lags­miðla, að trúa ekki hverju sem er og beita gagn­rýn­inni hugsun á þær frétt­ir, aug­lýs­ingar og mynd­bönd sem poppa upp í frum­skógi nets­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar