Korta selt – Verðið í samræmi við bókfært virði

Kvika banki og hópur meðfjárfesta tók yfir greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta haustið 2017, þegar það hafði tapað öllu eigin fé sínu. Í gær var tilkynnt um sölu á fyrirtækinu til Rapyd.

Jakob Ásmundsson, forstjóri Korta.
Jakob Ásmundsson, forstjóri Korta.
Auglýsing

Alþjóð­lega fjár­tækni­fyr­ir­tækið Rapyd, sem hefur höf­uð­stöðvar í London, hefur keypt alla hluti í greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Korta. Kaupin eru gerð með fyr­ir­vara um sam­þykki Seðla­banka Íslands.

Stærsti eig­andi Korta fyrir söl­una var Kvika banki, með 44,5 pró­sent eign­ar­hlut. Aðrir eig­endur voru íslenskir fjár­festar sem tóku þátt í að kaupa Korta haustið 2017 með því að end­ur­fjár­magn­aða það árið 2017 í kjöl­far þess að félag­ið, sem hét áður Korta­þjón­ust­an, tap­aði öllu eigin fé sínu sam­hliða gjald­þroti flug­fé­lags­ins Mon­arch.

Í til­kynn­ingu sem Kvika sendi til Kaup­hallar í gær­kvöldi segir að allir hlut­hafar í Korta séu aðilar að sölu­samn­ingn­um. „Kaup­verðið greið­ist með reiðu­fé. Hluti kaup­verðs tekur mið af rekstri Korta á þessu ári og því liggur ekki fyrir hvert end­an­legt kaup­verð verður fyrr en í upp­hafi næsta árs. Núver­andi mat bank­ans á kaup­verði fyrir eign­ar­hlut bank­ans í Korta er að það verði í sam­ræmi við bók­fært virði hlut­ar­ins um sl. ára­mót og hafi því ekki áhrif á afkomu bank­ans á þessu rekstr­ar­ári.“

Auglýsing
Þar er haft eftir Magn­úsi Inga Ein­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra banka­sviðs Kviku og stjórn­ar­for­manni Korta, að við­skiptin væru við­ur­kenn­ing á því góða starfi sem unnið hafi verið í Korta und­an­farin miss­eri. „Korta hefur verið í mik­illi sókn og til marks um það þá óx hlut­deild félags­ins á inn­an­lands­mark­aði um yfir 60% á síð­asta ári. Með nýjan og fram­sæk­inn eig­anda á sviði fjár­tækni á bak við sig eru mikil og spenn­andi tæki­færi til enn frek­ari sókn­ar.“

Í til­kynn­ingu sem Korta sendi frá sér í gær segðir að Rapyd sé með höf­uð­stöðvar í London og bjóði upp á fjár­tækni­lausnir sem geri kaup­mönnum kleift að taka við rúm­lega 900 greiðslu­lausnum í yfir 100 lönd­um. 

Arik Shtilman, for­stjóri Rapyd, segir að með kaup­unum opn­ist tæki­færi fyrir Korta til þess að veita íslenskum fyr­ir­tækjum þjón­ustu á sviði greiðslu­miðl­unar með bættu vöru­fram­boði og fjár­tækni­lausnum frá Rapyd. „Korta passar vel í okkar stefnu við að stækka frekar innan Evr­ópu og við hyggj­umst efla starf­semi Korta í Reykja­vík. Við hlökkum til að vinna með Korta teym­inu til að auka frek­ari vöxt og útrás á Íslandi og víð­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent