Salan á eignarhlutum í Landsvirkjun var „algjört hneyksli“

Ef Reykjavíkurborg ætti enn 44,5 prósenta hlut sinn í Landsvirkjun hefði borgin fyrir skatt fengið sex til sjö milljarða króna í arð fyrir síðasta ár. Salan var „ algjört hneyksli“ segir borgarstjóri.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir að rúm­lega tvö­földun hagn­aðar Lands­virkj­unar milli ára und­ir­striki að salan á eign­ar­hlutum Reykja­vík­ur­borgar og Akur­eyr­ar­bæjar í fyr­ir­tæk­inu árið 2006 hafi verið „al­gjört hneyksli“. Borgin fékk ríf­lega 27 millj­arða króna fyrir söl­una árið 2006 og Akur­eyr­ar­bær rúm­lega þrjá millj­arða. Greiðsl­urnar voru í formi líf­eyr­is­skuld­bind­inga.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag. Ef Reykja­vík­ur­borg ætti enn hlut sinn hefði hún fengið fyrir skatt 6-7 millj­arða í arð fyrir síð­asta ár og Akur­eyr­ar­bær 750 millj­ónir króna. „Sala meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks á 46 pró­senta hluta Reykja­vík­ur­borgar í Lands­virkjun var algert hneyksli. Verðið var allt of lág­t,“ segir Dagur í Frétta­blað­inu í dag. „Borgin fékk innan við 30 millj­arða í sinn hlut fyrir Lands­virkjun á sínum tíma sem er mörg hund­ruð millj­arða virð­i.“

Auglýsing

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Lands­virkj­unar 2021 nam hagn­aður fyrir óinn­leysta fjár­magnsliði tæpum 30 millj­örðum króna og er lagt til að greiddir verði 15 millj­arðar í arð vegna afkomu árs­ins. Dagur segir söl­una „eitt versta dæmið og sann­ar­lega það stærsta um fjár­mála­af­glöp á sveit­ar­stjórn­ar­stigi á Ísland­i“. Það sé skylda Sjálf­stæð­is­flokks­ins að gera málið „al­menni­lega upp“ og biðj­ast afsök­un­ar.

Eini full­trú­inn í bæj­ar­stjórn Akur­eyr­ar­bæjar sem greiddi atkvæði gegn söl­unni á sínum tíma, Oddur Helgi Hall­dórs­son, odd­viti L-list­ans, segir við Frétta­blaðið að í ljósi þeirra tekna sem fyr­ir­séðar voru vegna Kára­hnjúka­virkj­unar hefðu „við­vör­un­ar­bjöllur átt að hringja“.

Er eign­ar­hlutur Akur­eyr­ar­bæjar og Reykja­víkur var seldur var Vil­hjálmur Þ. Vil­hjálms­son borg­ar­stjóri í Reykja­vík og Krist­ján Þór Júl­í­us­son bæj­ar­stjóri á Akur­eyri. „Þetta eru dýr­ustu mis­tök í stjórnun Akur­eyr­ar­bæjar frá upp­hafi,“ hefur Frétta­blaðið eftir Oddi Helga.

Á fundi borg­ar­ráðs í nóv­em­ber árið 2006 var hart tek­ist á um söl­una. Samn­ingur um kaup rík­is­ins á hlut Reykja­vík­ur­borgar í Lands­virkjun var lagður fram til sam­þykkt­ar. Full­trúar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Oddný Sturlu­dóttir og Dagur B. Egg­erts­son, lögðu til að samn­ing­ur­inn yrði tek­inn upp en sú til­laga var felld með fjórum atkvæðum Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks gegn þremur atkvæðum Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar.

Í bókun Odd­nýjar og Dags sagði að illa hefði verið haldið á hags­munum Reykja­vík­ur­borgar og borg­ar­búa í við­ræðum við rík­ið. Verðið sem feng­ist fyrir fyr­ir­tækið væri fjarri því að vera ásætt­an­legt, greiðslu­formið vont og fyr­ir­varar um einka­væð­ingu héldu ekki. Svo sagði: „Borg­ar­ráðs­full­trúar Sam­fylk­ing­ar­innar ítreka þá afstöðu að Reykja­vík­ur­borg geti ekki til fram­tíðar verið eig­andi að meg­in­hluta helstu orku­fyr­ir­tækja lands­ins. Þess vegna var sala Lands­virkj­unar sett í form­legt ferli á síð­asta kjör­tíma­bil­i.“ Þórólfur Árna­son og Stein­unn Val­dís Ósk­ars­dóttir voru borg­ar­stjórar frá 2003 og fram á mitt ár 2006.

Þær við­ræður hefðu hins vegar strandað vegna „óá­byrgra yfir­lýs­inga“ um einka­væð­ingu fyr­ir­tæk­is­ins og hins vegar vegna þess að ríki og borg hafi ekki náð saman um verð, sögðu borg­ar­ráðs­full­trú­arnir Dagur og Odd­ný.

Svandís Svavarsdóttir var borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík er salan á hlut borgarinnar í Landsvirkjun fór fram. Hún mótmælti henni harðlega. Mynd: Bára Huld Beck

Borg­ar­ráðs­full­trúi Vinstri grænna, Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, núver­andi mat­væla­ráð­herra, lét bóka að hún tæki undir til­lögu Sam­fylk­ingar þess efnis að samn­ingar um söl­una yrðu teknir upp. Sagði hún þá stjórn­un­ar­hætti sem end­ur­spegl­uð­ust í samn­ing­unum ámæl­is­verða. „Árétt­aðar eru þær skoð­anir Vinstri grænna að sala í því póli­tíska umhverfi sem nú ríkir er ekki í þágu almanna­hags­muna þar sem fyr­ir­varar um einka­væð­ingu halda ekki. Rík­is­stjórn Íslands hefur um ára­bil gengið erinda mark­aðs­sjón­ar­miða fremur en sam­fé­lags­ins alls og er full ástæða til að ætla að slík sjón­ar­mið verði ofan á varð­andi þróun orku­geirans. Vinstri græn munu áfram standa vörð um hags­muni almenn­ings í þessu máli sem öðrum hvort sem er á vett­vangi sveit­ar­fé­laga eða rík­is,“ sagði Svan­dís í bókun sinni.

Meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sam­þykkti svo sölu á hlut borg­ar­innar í Lands­virkjun á fundi borg­ar­stjórnar 21. nóv­em­ber 2006. Full­trúar Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Frjáls­lyndra greiddu atkvæði gegn söl­unni. „Með sam­þykkt borg­ar­stjórnar í dag er stigið skrefi nær þeim mark­miðum stjórn­valda, með Sjálf­stæð­is­flokk­inn í far­ar­broddi, að einka­væða Lands­virkj­un,“ sagði í bókun full­trúa VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent