Landsvirkjun stórgræðir á álverðstengingu

Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkissjóðs nemur 15 milljörðum króna í ár, sem er helmingi meira en í fyrra. Forstjóri félagsins segir bættan rekstur vera vegna alþjóðlegra verðhækkana á áli og orkusamninga sem taka mið af því.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Lands­virkjun skil­aði 19,3 millj­arða króna hagn­aði í fyrra og hyggst greiða út 15 millj­arða króna til rík­is­sjóðs í arð. Sam­kvæmt Herði Arn­ar­syni, for­stjóra félags­ins, má rekja bætta afkomu þess til mik­ils bata í rekstr­ar­um­hverfi stórnot­enda á orku hér­lend­is, meðal ann­ars vegna verð­hækk­ana á áli og orku á alþjóða­vísu. Þetta kemur fram í nýbirtum árs­reikn­ingi Lands­virkj­unar.

Hækkun álverðs meg­in­á­stæða rekstr­ar­bata

Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um má rekja stóran hluta af hag­vexti síð­asta árs til verð­hækk­unar á áli og öðrum mál­um, en hún leiddi til tekju­aukn­ingar sem nemur 2,6 pró­sentum af lands­fram­leiðslu í fyrra.

Álverin eru á meðal stærstu við­skipta­vina Lands­virkj­un­ar, en orku­samn­ingar þeirra taka mið af heims­mark­aðs­verði á áli. Vegna þess hækk­aði með­al­verðið á orku til stórnot­enda Lands­virkj­unar um 55 pró­sent í fyrra, á meðan með­al­verðið til heim­ila og smærri fyr­ir­tækja hélst óbreytt frá fyrra ári.

Auglýsing

Rio Tin­to, sem er eig­andi álvers­ins í Straums­vík, barð­ist fyrir því fyrir tveimur árum síðan að raf­orku­samn­ingar við Lands­virkjun skyldu vera tengdir við heims­mark­aðs­verð á áli.

Rio Tinto vildi teng­ingu við álverð

Í febr­úar 2020 sendi Rio Tinto frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem sagt var frá því að fyr­ir­tækið leit­aði allra leiða til að gera álverið arð­bært og sam­keppn­is­hæft á alþjóða­mörk­uð­um, meðal ann­ars við stjórn­völd og Lands­virkj­un. Þá væri gert ráð fyrir því að rekstur álvers­ins yrði áfram óarð­bær til skemmri og með­la­langs tíma, sökum ósam­keppn­is­hæfs orku­verðs og lágs verðs á áli í sögu­legu sam­hengi.

Í júlí 2020 sendi Rio Tinto for­m­­­lega kvörtun til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þess að fyr­ir­tækið taldi Lands­­­virkjun hafa yfir­­­­­burða­­­stöðu gagn­vart álver­inu. Þar kom fram að ef Lands­­­virkjun myndi ekki láta af „skað­­­legri hátt­­­semi sinn­i“ myndi Rio Tinto segja upp orku­­­samn­ingi sínum við Lands­­­virkjun og loka álver­inu.

Rio Tinto hætti hins vegar við þau áform í fyrra, þegar fyr­ir­tækið náði saman við Lands­virkjun um að tengja orku­verð við heims­mark­aðs­verð á áli. Sam­hliða und­ir­ritun samn­ings­ins dró álfyr­ir­tækið kvörtun sína til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til baka.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent