Óvissu um starfsemi álversins í Straumsvík eytt með breyttum samningi við Landsvirkjun

Landsvirkjun og Rio Tinto ná saman um að breyta raforkusamningi álversins í Straumsvík. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi segir að þetta eyði óvissu um starfsemina.

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir samkomulagið.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir samkomulagið.
Auglýsing

Lands­virkjun og Rio Tin­to, eig­andi álvers­ins í Straums­vík, hafa náð sam­komu­lagi um að breyta raf­orku­samn­ingi milli fyr­ir­tækj­anna sem gerður var árið 2010. Sam­hliða þessu hefur Rio Tinto sam­þykkt að draga kvörtun sína til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins varð­andi orku­sölu til álvers­ins, sem lögð var fram í fyrra­sum­ar, til­bak­a. 

Í til­kynn­ingu frá báðum fyr­ir­tækj­unum kemur fram að grunnur þess verðs sem Rio Tinto greiðir fyrir raf­orku frá Lands­virkjun muni breyt­ast. Hann verður áfram bund­inn Banda­ríkja­dal og tengdur banda­rískri vísi­tölu neyslu­verðs (CPI), en verður nú að litlum hluta einnig tengdur álverði. Sú teng­ing var afnumin í samn­ingnum 2010. 

Samn­ing­ur­inn mun áfram kveða á um sölu á 390 MW eða 3.415 GWst á ári og gildir til árs­ins 2036. Sam­komu­lagið er við­auki við gild­andi samn­ing frá 2010. Trún­að­ar­á­kvæði þess samn­ings eru enn í gildi og samn­ing­ur­inn verður því ekki opin­ber­aður að svo stöddu.

Auglýsing
Í febr­­úar í fyrra sendi Rio Tinto frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem sagt var frá því að fyr­ir­tækið leit­aði allra leiða til þess að gera álverið arð­­bært og sam­keppn­is­hæft á alþjóða­­mörk­uð­um, meðal ann­­ars með sam­tali við stjórn­­völd og Lands­­virkj­un. Þá væri gert ráð fyrir því að rekstur álver­s­ins yrði áfram óarð­­bær til skemmri og með­al­langs tíma sökum ósam­keppn­is­hæfs orku­verðs og lágs verðs á áli í sög­u­­legu sam­hengi.

Í júlí 2020 sendi Rio Tinto for­m­­lega kvörtun til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þess að fyr­ir­tækið taldi Lands­­virkjun hafa yfir­­­burða­­stöðu gagn­vart álver­inu. Þar kom fram að ef Lands­­virkjun myndi ekki láta af „skað­­legri hátt­­semi sinn­i“  myndi Rio Tinto segja upp orku­­samn­ingi sínum við Lands­­virkjun og loka álver­inu.

Nú virð­ast öll slík lok­unar­á­form hafa verið sett á hill­una. Í frétta­til­kynn­ing­unni sem send var út í dag er haft eftir Rann­veigu Rist, for­stjóra Rio Tinto á Íslandi, að samn­ing­ur­inn við Lands­virkjun væri ánægju­leg tíð­indi „sem eyða óvissu um starf­sem­ina í Straums­vík, um leið og sam­keppn­is­hæfni okkar batn­ar.“

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir að nið­ur­staðan sé báðum aðilum í hag. „Mark­mið Lands­virkj­unar er, líkt og áður, að tryggja fyr­ir­sjá­an­legar tekjur um leið og við tökum til­lit til breyt­inga á alþjóð­legum mörk­uðum og á þörfum við­skipta­vina okk­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Kjarninn 26. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
Loðin svör um endurgreiðslur til neytenda berast frá N1 Rafmagni
Óskir um útskýringar á því af hverju N1 Rafmagn, sem hefur frá sumrinu 2020 rukkað þrautavaraviðskiptavini meira fyrir rafmagn en almenna viðskiptavini, ætli einungis að endurgreiða mismun undanfarinna tveggja mánaða, skila loðnum svörum.
Kjarninn 26. janúar 2022
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent