Óvissu um starfsemi álversins í Straumsvík eytt með breyttum samningi við Landsvirkjun

Landsvirkjun og Rio Tinto ná saman um að breyta raforkusamningi álversins í Straumsvík. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi segir að þetta eyði óvissu um starfsemina.

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir samkomulagið.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir samkomulagið.
Auglýsing

Lands­virkjun og Rio Tin­to, eig­andi álvers­ins í Straums­vík, hafa náð sam­komu­lagi um að breyta raf­orku­samn­ingi milli fyr­ir­tækj­anna sem gerður var árið 2010. Sam­hliða þessu hefur Rio Tinto sam­þykkt að draga kvörtun sína til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins varð­andi orku­sölu til álvers­ins, sem lögð var fram í fyrra­sum­ar, til­bak­a. 

Í til­kynn­ingu frá báðum fyr­ir­tækj­unum kemur fram að grunnur þess verðs sem Rio Tinto greiðir fyrir raf­orku frá Lands­virkjun muni breyt­ast. Hann verður áfram bund­inn Banda­ríkja­dal og tengdur banda­rískri vísi­tölu neyslu­verðs (CPI), en verður nú að litlum hluta einnig tengdur álverði. Sú teng­ing var afnumin í samn­ingnum 2010. 

Samn­ing­ur­inn mun áfram kveða á um sölu á 390 MW eða 3.415 GWst á ári og gildir til árs­ins 2036. Sam­komu­lagið er við­auki við gild­andi samn­ing frá 2010. Trún­að­ar­á­kvæði þess samn­ings eru enn í gildi og samn­ing­ur­inn verður því ekki opin­ber­aður að svo stöddu.

Auglýsing
Í febr­­úar í fyrra sendi Rio Tinto frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem sagt var frá því að fyr­ir­tækið leit­aði allra leiða til þess að gera álverið arð­­bært og sam­keppn­is­hæft á alþjóða­­mörk­uð­um, meðal ann­­ars með sam­tali við stjórn­­völd og Lands­­virkj­un. Þá væri gert ráð fyrir því að rekstur álver­s­ins yrði áfram óarð­­bær til skemmri og með­al­langs tíma sökum ósam­keppn­is­hæfs orku­verðs og lágs verðs á áli í sög­u­­legu sam­hengi.

Í júlí 2020 sendi Rio Tinto for­m­­lega kvörtun til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þess að fyr­ir­tækið taldi Lands­­virkjun hafa yfir­­­burða­­stöðu gagn­vart álver­inu. Þar kom fram að ef Lands­­virkjun myndi ekki láta af „skað­­legri hátt­­semi sinn­i“  myndi Rio Tinto segja upp orku­­samn­ingi sínum við Lands­­virkjun og loka álver­inu.

Nú virð­ast öll slík lok­unar­á­form hafa verið sett á hill­una. Í frétta­til­kynn­ing­unni sem send var út í dag er haft eftir Rann­veigu Rist, for­stjóra Rio Tinto á Íslandi, að samn­ing­ur­inn við Lands­virkjun væri ánægju­leg tíð­indi „sem eyða óvissu um starf­sem­ina í Straums­vík, um leið og sam­keppn­is­hæfni okkar batn­ar.“

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir að nið­ur­staðan sé báðum aðilum í hag. „Mark­mið Lands­virkj­unar er, líkt og áður, að tryggja fyr­ir­sjá­an­legar tekjur um leið og við tökum til­lit til breyt­inga á alþjóð­legum mörk­uðum og á þörfum við­skipta­vina okk­ar.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent