Óvissu um starfsemi álversins í Straumsvík eytt með breyttum samningi við Landsvirkjun

Landsvirkjun og Rio Tinto ná saman um að breyta raforkusamningi álversins í Straumsvík. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi segir að þetta eyði óvissu um starfsemina.

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir samkomulagið.
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, skrifa undir samkomulagið.
Auglýsing

Lands­virkjun og Rio Tin­to, eig­andi álvers­ins í Straums­vík, hafa náð sam­komu­lagi um að breyta raf­orku­samn­ingi milli fyr­ir­tækj­anna sem gerður var árið 2010. Sam­hliða þessu hefur Rio Tinto sam­þykkt að draga kvörtun sína til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins varð­andi orku­sölu til álvers­ins, sem lögð var fram í fyrra­sum­ar, til­bak­a. 

Í til­kynn­ingu frá báðum fyr­ir­tækj­unum kemur fram að grunnur þess verðs sem Rio Tinto greiðir fyrir raf­orku frá Lands­virkjun muni breyt­ast. Hann verður áfram bund­inn Banda­ríkja­dal og tengdur banda­rískri vísi­tölu neyslu­verðs (CPI), en verður nú að litlum hluta einnig tengdur álverði. Sú teng­ing var afnumin í samn­ingnum 2010. 

Samn­ing­ur­inn mun áfram kveða á um sölu á 390 MW eða 3.415 GWst á ári og gildir til árs­ins 2036. Sam­komu­lagið er við­auki við gild­andi samn­ing frá 2010. Trún­að­ar­á­kvæði þess samn­ings eru enn í gildi og samn­ing­ur­inn verður því ekki opin­ber­aður að svo stöddu.

Auglýsing
Í febr­­úar í fyrra sendi Rio Tinto frá sér frétta­til­kynn­ingu þar sem sagt var frá því að fyr­ir­tækið leit­aði allra leiða til þess að gera álverið arð­­bært og sam­keppn­is­hæft á alþjóða­­mörk­uð­um, meðal ann­­ars með sam­tali við stjórn­­völd og Lands­­virkj­un. Þá væri gert ráð fyrir því að rekstur álver­s­ins yrði áfram óarð­­bær til skemmri og með­al­langs tíma sökum ósam­keppn­is­hæfs orku­verðs og lágs verðs á áli í sög­u­­legu sam­hengi.

Í júlí 2020 sendi Rio Tinto for­m­­lega kvörtun til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna þess að fyr­ir­tækið taldi Lands­­virkjun hafa yfir­­­burða­­stöðu gagn­vart álver­inu. Þar kom fram að ef Lands­­virkjun myndi ekki láta af „skað­­legri hátt­­semi sinn­i“  myndi Rio Tinto segja upp orku­­samn­ingi sínum við Lands­­virkjun og loka álver­inu.

Nú virð­ast öll slík lok­unar­á­form hafa verið sett á hill­una. Í frétta­til­kynn­ing­unni sem send var út í dag er haft eftir Rann­veigu Rist, for­stjóra Rio Tinto á Íslandi, að samn­ing­ur­inn við Lands­virkjun væri ánægju­leg tíð­indi „sem eyða óvissu um starf­sem­ina í Straums­vík, um leið og sam­keppn­is­hæfni okkar batn­ar.“

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir að nið­ur­staðan sé báðum aðilum í hag. „Mark­mið Lands­virkj­unar er, líkt og áður, að tryggja fyr­ir­sjá­an­legar tekjur um leið og við tökum til­lit til breyt­inga á alþjóð­legum mörk­uðum og á þörfum við­skipta­vina okk­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent