Sjóður Goldman Sachs og aðrir fjárfestar vilja eignast meirihluta í Advania

Hópur fjárfesta hefur gert bindandi kauptilboð í meirihluta hlutafjár í Advania, sem byggir á íslenskum grunni og rekur stóra starfsstöð hérlendis. Advania velti 76 milljörðum króna í fyrra.

Advania
Auglýsing

Sjóður í stýr­ingu banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs hefur gert bind­andi kauptil­boð í meiri­hluta í upp­lýs­inga­tækni­fyr­ir­tæk­inu Advania, sem á djúpar rætur á Íslandi en er með höf­uð­stöðvar í Stokk­hólmi, ásamt danska fjár­fest­inga­sjóðnum VIA Equity, lyk­il­stjórn­endum fyr­ir­tæk­is­ins á Norð­ur­lönd­unum og nokkrum smærri hlut­höf­um. VIA Equity hefur verið í eig­enda­hópi Advania í rúm tvö ár. Kaupin eru háð sam­þykki sam­keppn­is­yf­ir­valda. Hjá Advania, sem byggir með ann­ars á fyr­ir­tækj­unum EJS og Skýrr, vina nú um 1.400 manns í 27 lönd­um. Velta fyr­ir­tæk­is­ins hefur vaxið í kringum 20 pró­sent á ári síð­ast­lið­inn fimm ár og árleg velta nú er um fimm millj­arðar sænskra króna, eða um 76 millj­arðar íslenskra króna á gengi dags­ins í dag. Mark­mið nýs eig­enda­hóps er að stuðla að frek­ari vext­i. 

Ekki er til­greint í til­kynn­ingu nákvæm­lega hversu stóran hlut sjóður Gold­man Sachs mun kaupa ef af við­skipt­unum verð­ur.

Auglýsing
Advania varð til eftir hrun, nánar til­­­tekið árið 2012, þegar nokkur félög voru sam­einuð í eitt stórt upp­­­lýs­inga­­­fyr­ir­tæki. Á meðal þeirra félaga sem sett voru inn í Advania voru EJS og SKÝRR, sem eitt sinn hét Skýrslu­­­vélar rík­­­is­ins og var þá opin­bert fyr­ir­tæki. Lyk­il­fjár­festir þá var Fram­taks­sjóður Íslands en hann seldi hlut sinn til sænska félags­ins AdvIn­vest í í apríl 2015.

Fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn VIA equity og stærsti líf­eyr­is­sjóður Dan­merk­ur, PFA, keyptu svo 30 pró­sent hlut í móð­ur­fé­lagi Advania haustið 2018. 

Frétta­blaðið greindi frá því í apríl í fyrra að sjóðir á vegum fjár­fest­inga­bank­ans Rothschild & Co og eigna­stýr­ing­ar­fé­lags­ins LGT Capi­tal Partners hefðu samið um kaup á hlutum danskra líf­eyr­is­sjóða í VIA equity fond III, sem átti þá tæp­lega fjórtán pró­senta óbeinan hlut í Advania.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent