Vonar að nýr samningur við Norðurál muni skila umtalsvert hærri tekjum

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Lands­virkjun bindur miklar vonir við að nýr samn­ingur fyr­ir­tæk­is­ins um orku­sölu til álvers Norð­ur­áls á Grund­ar­tanga muni skila sér í „um­tals­verðri hækk­un“ á tekj­um. Þetta segir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar. Til­kynnt var um það í dag að samn­ingur hafi ­náðst um að fram­lengja samn­ing um sölu á 161 megawöttum af orku til Norð­ur­áls, ­sem renna átti út í lok októ­ber 2019, til loka árs 2023. End­ur­nýj­aður samn­ing­ur er tengdur við mark­aðs­verð raf­orku á Nord Pool raf­orku­mark­aðnum og kemur í stað ál­verðsteng­ingar í gild­andi samn­ing­um.

Samn­ingur Norð­ur­áls við Lands­virkjun um orku­kaup er ­upp­runa­lega frá árinu 1997 og inni­hald hans, meðal ann­ars verðið sem fyr­ir­tæk­ið hefur greitt fyrir ork­una, hefur verið trún­að­ar­mál. Ket­ill Sig­ur­jóns­son, sér­fræð­ing­ur í orku­mál­um, hefur hins vegar unnið grein­ingar á raf­orku­verði til álvera á Ís­landi þar sem fram kemur að Norð­urál greiði lægsta raf­orku­verðið til­ Lands­virkj­un­ar.  Sam­kvæmt grein­ing­um hans hefur lágt verð til Norð­ur­áls og Fjarða­áls, sem rekur álver á Reyð­ar­firði, dregið nið­ur­ ­með­al­verð á raf­orku til álvera hér á landi niður í rúm­lega 26 Banda­ríkja­dali á megawatt­stund.

Auglýsing

Hörður segir að hann geti ekki svarað því hversu miklu­m við­bót­ar­tekjum nýi samn­ing­ur­inn muni skila þegar hann tekur gildi í nóv­em­ber 2019. Það ráð­ist af því hvernig orku­verð í Evr­ópu þró­ist og hvernig álverð ­þró­ist. Hörður bindur þó vonir við að hækk­unin verði umtals­verð og bendir á að ­með­al­verð á raf­orku á Nord Pool mark­aðnum und­an­farin tíu ár hafi verið um 50 dalir á megawatt­stund.

Við­ræður Norð­ur­áls og Lands­virkj­unar hafa staðið yfir um nokk­urt skeið og að sögn Harðar hefðu þær ekki mátt standa mikið lengur áður en að leita hefði þurft ann­arra leiða við að koma umræddri orku í verð. „Það hefð­i ­mögu­lega verið hægt að ræða saman í nokkrar mán­uði í við­bót. Fram á mitt þetta ár. Ekki mikið leng­ur. En það var ein­dreg­inn vilji hjá báðum aðilum að halda ­sam­starf­inu áfram og því kom ekki til greina að ræða við aðra aðila á meðan að á samn­ings­við­ræð­unum stóð.“

Sagði stjórn­endur Norð­ur­áls beita öllum aðferðum

Hörður hélt blaða­manna­fund í des­em­ber síð­ast­liðnum sem var nokkuð óvenju­leg­ur. Í raun for­dæma­laus. Í máli Harðar á þeim fundi kom með­al­ ann­ars fram að hann teldi Norð­­ur­ál, og eig­end­ur þess, vera að beita öllum mög­u­­legum með­­ulum til að halda verð­in­u til sín sem lægstu. Í lýs­ingum sínum á þeim samn­inga­við­ræðum sem voru í gangi við Norð­urál skóf hann ekk­ert undan í lýs­ingum á skoðun sinni á ástæð­um.

Hörð­­ur­ ­sagði að um­ræða um raf­­orku­­samn­ing Lands­­virkj­unar og Rio Tin­to-Alcan, sem þá var ­fyr­ir­ferða­mik­il, hefði ver­ið ­dregna inn í þá kjara­­deilu sem þá stóð yfir­ innan Rio Tin­to-Alcan af öðrum en deilu­að­il­u­m. Spurður um hverjir það væru ­sagði Hörð­­ur: „Stjórn­­endur Norð­­ur­áls, þeir telja að þetta styðji þeirra mál­­stað. Þegar þú ert að semja um tug­millj­­arða hags­mun­i þá beita aðilar öll­u­m að­ferðum til þess að styrkja sinn mál­­stað. Það er ekk­ert ó­eðli­­legt. Hvort þeir séu að ganga lengra núna en áður verða kannski aðrir að ­meta, en ég tel þessa teng­ingu mjög óheppi­­lega og mér finnst hún mjög ósann­­gjörn gagn­vart Rio Tinto.“

Aðspurður um hvort þessi blaða­manna­fundur hafi breytt ein­hverju í samn­ings­við­ræðum milli­ Lands­virkj­unar og Norð­j­ur­áls segir Hörður að það hafi fyrst og fremst verið sú vinna sem farið hafi fram gagn­vart því að reyna að hækka raf­orku­verð sem hafi ­skipt máli. „Það ásamt skýrum stuðn­ingi stjórnar og stjórn­valda við stefn­u ­fyr­ir­tæk­is­ins er lyk­ill­inn að því að Lands­virkjun nær að end­ur­semja á hag­stæð­ari kjör­u­m.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None