South.is Fossinn Dynkur
Fossinn Dynkur er ofarlega í Þjórsá. Rennsli í honum myndi skerðast verulega með tilkomu Kjalölduveitu.
South.is

Er Kjalölduveita Norðlingaölduveita í dulargervi?

Hún hefur stundum verið kölluð Kjalalda, virkjunarhugmynd Landsvirkjunar skammt sunnan Þjórsárvera sem verkefnisstjórn rammaáætlunar vildi setja í verndarflokk en meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis leggur til að fari í biðflokk. En Kjalöldurnar eru nokkrar á svæðinu sem virkjunin er áformuð á, svo lík hinni umdeildu Norðlingaölduveitu að vart má á milli sjá. Fyrir utan þá staðreynd að inntakslónið er utan friðlandsmarka. En hvað var það sem Alþingi vildi vernda með því að setja Norðlingaölduveitu í verndarflokk á sínum tíma? Eingöngu hið áformaða lónstæði eða allt hitt?

Bullauga er orð sem fæstir hafa lík­lega heyrt. Slík fyr­ir­bæri er að finna á efri hluta Þjórs­ár­svæð­is­ins þótt augu þessi, þar sem vatnið spýt­ist upp um glufur í klöppum við ákveðnar aðstæð­ur, séu ekki ein­göngu bundnar við það svæði. En þetta er all­sér­stakt engu að síð­ur.

Bullaugun eru þó ekki talin til í rök­stuðn­ingi stjórn­valda fyrir því að vernda þetta svæði sunnan Hofs­jök­uls fyrir orku­vinnslu. Þegar Alþingi sam­þykkti að setja svo­kall­aða Norð­linga­öldu­veitu í vernd­ar­flokk ramma­á­ætl­unar árið 2013 var það gert vegna þess að virkj­unin hefði falið í sér röskun vestan Þjórsár á lítt snortnu landi og í jaðri Þjórs­ár­vera, líkt og það var orðað í grein­ar­gerð með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni. Auk þess hefði virkj­unin áhrif á sér­stæða fossa. „Kvísla­veitur hafa nú þegar virkjað þverár sem falla í Þjórsá að aust­an, en kvíslum vestan ár hefur verið hlíf­t,“ sagði í rök­stuðn­ingn­um. Tekið var fram að Norð­linga­öldu­veita væri virkj­un­ar­kostur „á jaðri svæðis með hátt vernd­ar­gildi sem menn eru sam­mála um að eigi að njóta frið­un­ar. Mann­virki rétt við friðland yrðu til lýta. Því þykir rétt að vernd á svæð­inu verði látin hafa for­gang“.

Bullaugu efst á hvalbaki sem skagar út í Þjórsá á áhrifasvæði Kjalölduveitu.
ÍSOR

Norð­linga­öldu­veita er ekki á allra vörum í dag þótt hún sé fólki sem barð­ist í ára­fjöld gegn til­urð hennar sjálf­sagt í fersku minni. Hún hefur tekið á sig ýmsar myndir í gegnum tíð­ina, hug­myndin um virkjun á ofan­verðu Þjórs­ár­svæð­inu. Lónið hefur minnkað og færst til, ýmist verið í Þjórs­ár­verum eða í jaðri þeirra, en í grunn­inn er til­gangur áfor­manna sá sami: Að veita vatni úr Þjórsá yfir í uppi­stöðu­lónið Þór­is­vatn til að auka raf­orku­fram­leiðslu í virkj­ana­kerfi Lands­virkj­unar neðar í ánni.

Þjórs­ár­ver eru ein­stakar gróð­ur­vinjar á mið­há­lend­inu sem afmark­aðar eru af jöklum og eyð­isöndum á alla kanta. Þar er vatn alls stað­ar, bæði jök­ul- og lind­ar­vatn, sem kvísl­ast í ám og lækjum um land­ið. Upp­lagt svæði til að njóta friðar óbyggð­anna og nátt­úru. En líka hent­ugt svæði til virkj­unar að mati Lands­virkj­un­ar.

Fyrstu hug­myndir um virkj­ana­á­form, sem fram komu fyrir mörgum ára­tug­um, hefðu sett hluta ver­anna á kaf. Frá þeim var horfið vegna harðrar and­stöðu nátt­úru­vernd­ar­fólks. Og þegar friðland Þjórs­ár­vera var stækkað fyrir nokkrum árum var ekki lengur hægt að hafa þar virkjun og ekki heldur vilji hjá stjórn­völdum að hafa hana í jaðr­inum líkt og að framan er rak­ið.

Þá kom Kjalöldu­veita til sög­unn­ar. Virkj­ana­kostur sem verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar taldi enn eina útgáf­una af Norð­linga­öldu­veitu og lagði því til að færi í vernd­ar­flokk. En meiri­hluti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar Alþing­is, sem hefur haft þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ramma­á­ætlun til með­ferðar mán­uðum sam­an, er efins og vill að Kjalöldu­veita fari í bið­flokk og verði skoðuð bet­ur.

Það hefur fengið kalt vatn til að hrísl­ast niður bakið á mörgum nátt­úru­unn­and­an­um.

Þjórsárver.
Umhverfisstofnun

Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­inu hefur þegar verið raskað með mörgum virkj­un­um, einum sjö tals­ins. Þar eru einnig að finna þrjú stór miðl­un­ar­lón og raf­línur eins og gefur að skilja. Þetta eru m.a. rökin fyrir því að Lands­virkjun telur Kjalöldu­veitu einn hag­kvæm­asta virkj­un­ar­kost sinn því með henni næð­ist betri nýt­ing á mann­virkjum og innviðum sem þegar eru á svæð­inu.

Virkj­ana­svæðið sjálft er ekki fyr­ir­hugað innan friðlands Þjórs­ár­vera. Lón­ið, sem yrði tæpir 3 fer­kíló­metrar að stærð og stíflan sem yrði allt að 26 metrar á hæð, yrðu nokkrum kíló­metrum sunnan þess. „Virkjun í svo miklu návígi við svæði með svo hátt vernd­ar­gildi myndi skerða víð­erni á svæði sem hefur mik­il­vægi á heims­vís­u,“ hefur Land­vernd sagt í gagn­rýni sinni á Kjalöldu­veitu.

Í frétta­til­kynn­ingu vegna áform­aðra breyt­inga á ramma­á­ætlun nú minnir Land­vernd á að Þjórs­ár­ver séu „ein­stök perla á hálendi lands­ins“ og að ekki megi raska vatna­sviði þeirra. Miðl­un­ar­lón við Þjórs­ár­ver setji verndun svæð­is­ins í upp­nám og sé „ávísun á djúpar og erf­iðar deilur um þessa ein­stöku perlu á hálendi Íslands“.

En hvar er þessi virkjun nákvæm­lega fyr­ir­huguð og hvaða áhrif myndi hún hafa á nátt­úru svæð­is­ins?

Virkjunarhugmyndir í efsta hluta Þjórsár: Frá Norðlingaölduveitu níunda áratugarins til Kjalölduveitu.
Landsvirkjun

Kjalöldur eru lág­ar, ávalar móbergs­öldur á Gnúp­verja- og Holta­manna­af­rétti norður af Köldu­kvísl, vestan Sprengisands­veg­ar. Á milli þeirra eru Kjal­vötn. Svæðið er gróð­ur­lítið og þakið jök­ul­urð en fal­legar mosa­flesjur eru við lindir og linda­læki sem koma upp í hlíð­unum hér og hvar.

Nokkrar litlar lindár og lækir eiga upp­tök sín í hlíðum Kjal­aldna en það er Þjórsá, lengsta á lands­ins, sem er drottn­ingin á þessum slóð­um.

Lind­irnar við Þjórsá eru sér­kenni­leg­ar. Þær bulla þar upp um sprungur í klöpp­unum undan þrýst­ingi. Kall­ast þessi fyr­ir­bæri bullaugu. „Þetta er skemmti­legt fyr­ir­brigði og sést í far­vegi Þjórsár á lón­stæði Kjalöldu­veitu en einnig neðan þess,“ segir í skýrslu sem Íslenskar orku­rann­sóknir, ÍSOR, unnu fyrir Lands­virkjun um vatnaf­arið á hinu áform­aða virkj­ana­svæði.

Þrír nafn­tog­aðir fossar eru í Þjórsá milli Kjal­aldna og Sult­ar­tanga­lóns; Hvann­gilja­foss (Kjálka­vers­foss), Dynkur (Búð­ar­háls­foss) og Gljúf­ur­leita­foss. Sig­urður Þór­ar­ins­son (1978) nefnir foss­ana í riti sínu um fossa á Íslandi og mælir þar með friðun Dynks. Af henni hefur þó ekki orð­ið.

Úr jök­ul­fossum í bergvatns­fossa

Kjalöldu­veita myndi hafa afger­andi áhrif á alla þessa fossa, minnka veru­lega með­al­rennsli um þá og breyta þeim úr „ábúð­ar­miklum, mórauðum jök­ul­vatns­fossum í tæra bergvatns­fossa þegar dæl­ing til Kjalöldu­veitu er í hámarki,“ segir í skýrslu ÍSOR.

Í stórum dráttum má lýsa Kjalöldu­veitu svona:

Tvær stífl­ur, sú stærri allt að 28 metrar á hæð og um 650 metrar á lengd. Tvö inn­takslón, það stærra að jafn­aði 2,7 fer­kíló­metrar að stærð. 6,4 kíló­metra löng jarð­göng sem og langir skurðir undir Kjalöldur til að flytja Þjórsá úr Kjalöldu­lóni í annað lón, Grjóta­kvísl­ar­lón, þaðan upp í Kvísla­veitu Lands­virkj­unar og loks um Köldu­kvísl í Þór­is­vatn.

Orku­geta virkj­un­ar­inn­ar, 44 MW, feng­ist með að vatn­inu væri miðlað í Þór­is­vatni þaðan sem það rynni síðan í gegnum allar sjö virkj­an­irnar neðar á Tungna­ár-­Þjórs­ár­svæð­inu.

Tölvugerð mynd af Kjalölduveitu. Hofsjökull í baksýn. Skjáskot: Landsvirkjun

Inn­takslón Kjalöldu­veitu hefur áhrif á Þjórsá á lón­stæð­inu og neðan þess allt niður að Sult­ar­tanga­lóni. Þeirri rann­sókn­ar­spurn­ingu hvort að fall­vötn á svæð­inu hefðu eitt­hvað sér­stakt gildi var svarað í skýrslu ÍSOR með þeim hætti að vissu­lega væru sam­bæri­leg vatns­fjöll algeng ann­ars staðar og að engar veiði­nytjar myndu rýrna eða spill­ast. „Hins vegar verður ekki horft fram­hjá því að Þjórsá hefur úti­vist­ar­legt, fag­ur­fræði­legt og til­finn­inga­legt gildi fyrir þá sem þekkja til hennar og fara með­fram henni á ferðum sínum ofan Sult­ar­tanga. Þar verða miklar breyt­ingar á útliti og rennsl­is­háttum árinn­ar.“

Þjórsá mun verða vatns­laus neðan stíflu þegar mestu er dælt. Neðar fer berg­vatn að safn­ast í hana þar sem Kisa, Mikli­læk­ur, Dalsá og Hölkná falla til hennar úr vestri og Hvann­gilja­kvísl úr austri. „Svip­mót árinnar og eðli er þá ger­breytt, stórt jök­ul­fljót er orðið að lít­illi bergvatns­á.“

Lindir við Kjalöldur.
ÍSOR

Er Norð­linga­öldu­veitu var skipað í vernd­ar­flokk 2. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, þeim sem enn er í gildi, hélt Lands­virkjun áfram að þróa áformin og lagði þau fram til umfjöll­unar í 3. áfanga áætl­un­ar­innar árið 2015. Þá eins og nú sögðu fylgj­endur áfor­manna að nokk­urs mis­skiln­ings gætti í umræð­unni um nýj­ustu útfærslur virkj­un­ar­inn­ar, að „reyndin væri sú“ að stífla og önnur mann­virki yrðu sunnan friðlands­ins en ekki í sjálfum Þjórs­ár­ver­um.

En sam­hliða því að leggja breytt áform Norð­linga­öldu­veitu fram lagði Lands­virkjun einnig nýjan kost til mats sem til­tek­inn var sem „ný lausn“ við að flytja vatn frá efri hluta Þjórsár og til Þór­is­vatns: Kjalöldu­veitu.

Og upp vakn­aði spurn­ing­in: Er Kjalöldu­veita nýr kostur eða Norð­linga­öldu­veita í dul­ar­gervi?

Nýtt nafn á sömu virkj­un­ar­hug­mynd

„Við fyrstu sýn er þetta Norð­linga­öldu­veita í dul­ar­gervi,” sagði Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóri Land­verndar árið 2015 er Lands­virkjun kynnti hug­myndir sínar að Kjalöldu­veitu. „Er þetta ekki bara nýtt nafn á sömu virkj­un­ar­hug­mynd þó lóns­hæðin sé lægri?“

Guð­mundur Ingi varð þremur árum síðar umhverf­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks.

Fyrir utan að miðl­un­ar­lón er ekki lengur innan núver­andi marka friðlands Þjórs­ár­vera – því hefur verið hnikað til um nokkra kíló­metra niður árfar­veg­inn – er fátt sem skilur hönnun Norð­linga­öldu­veitu og Kjalöldu­veitu að líkt og um þær var fjallað í gögnum þeim sem lögð voru fyrir verk­efn­is­stjórn þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar.

Sem dæmi:

Norð­linga­öldu­lón átti að vera 2,5 fer­kíló­metrar að stærð. Kjalöldu­lón um 2,7. Úr báðum lónum átti að veita vatni með skurðum og göngum um og undir Kjalöldur og í svo­nefnt Grjótaskvísl­ar­lón, þaðan í Kvísla­veitu og loks í Þór­is­vatn. Báðar hug­mynd­irnar hafa sömu áhrif á foss­ana í efri hluta Þjórs­ár.

Unnið að viðhaldi við frárennslisskurð Sultartangavirkjunar árið 2019. Virkjunin er ein af sjö sem Landsvirkjun rekur á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu.
Landsvirkjun

Þessi verk­hönnun Norð­linga­öldu­veitu var ekki nákvæm­lega sú sama og verk­efn­is­stjórn 2. áfanga fékk á sitt borð og lagði til að yrði sett í vernd­ar­flokk líkt og Alþingi svo sam­þykkti. Þess vegna voru fag­hópar 3. áfanga beðnir um álit á því hvort for­sendur virkj­un­ar­kosts­ins Norð­linga­öldu hefðu breyst að því marki að meta bæri að nýju. Nið­ur­staðan var sú að ekki væri um svo veru­legar for­sendu­breyt­ingar að ræða að það gæti haft áhrif á flokk­un­ina í vernd­ar­flokk.

Þessir sömu fag­hópar voru einnig beðnir að meta hvort líta bæri á Kjalöldu­veitu sem nýjan virkj­ana­kost eða hvort að það væri fyrst og fremst um að ræða nýja útfærslu á Norð­linga­öldu­veitu. Nið­ur­staðan úr því mati var sú að líta yrði á Kjalöldu­veitu sem útfærslu á Norð­linga­öldu­veitu. „Þrátt fyrir að nafn virkj­un­ar­kosts­ins sé ann­að, vatns­borð lóns­ins sé lægra, lónið minna og mann­virki neðar í far­veg­inum hafa fram­kvæmd­irnar áhrif á sama land­svæði og því hefur þessi breytta útfærsla virkj­un­ar­kosts­ins ekki áhrif á þessar grunn­for­sendur flokk­un­ar­inn­ar.“

Og heild­ar­nið­ur­stað­an: Að setja Kjalöldu­veitu í vernd­ar­flokk við hlið Norð­linga­öldu­veitu.

Lands­virkjun hefur aldrei sætt sig við þetta og ítrekað hafnað þess­ari nið­ur­stöðu. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa ætíð sagt að sú ákvörðun verk­efn­is­stjórnar 3. áfanga ramma­á­ætl­unar um að flokka Kjalöldu­veitu „beint í vernd­ar­flokk“ og „án umfjöll­un­ar“ fag­hópa stand­ist ekki lög.

Orku­stofnun sendi verk­efn­is­stjórn­inni einnig athuga­semdir vegna máls­ins og svæðið sem Kjalöldu­veita væri fyr­ir­huguð á væri ekki friðað og því væri ekki hægt að flokka kost­inn í vernd­ar­flokk á grund­velli þess að um sama svæði sé að ræða.

Verk­efn­is­stjórnin svar­aði fyrir sig fullum hálsi og sagði: Virkj­ana­svæðið nær sem fyrr niður far­veg Þjórsár og að Sult­ar­tanga­lóni. Jafn­vel þótt vatns­borð lóns Kjalöldu­veitu yrði allt að 12,5 metrum lægra en í þeirri útfærslu Norð­linga­öldu­veitu sem til skoð­unar var í 2. áfanga, flat­ar­mál þess allt að 45 pró­sent minna, lónið þremur kíló­metrum neðar í ánni og nafn virkj­un­ar­kosts­ins annað hefðu fram­kvæmd­irnar áhrif á sama land­svæði. „Mis­mun­andi útfærslur virkj­un­ar­kosta geta ekki aukið eða dregið úr sér­stöðu eða vernd­ar­gildi svæðis og hafa því ekki áhrif á verð­mæta­mat þess.“

Tölvugerð mynd af áformuðu Kjalöldulóni. Stíflan yrði hæst um 26 metrar og um 650 metrar að lengd.
Landsvirkjun

Umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþingis sem fékk þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar til umfjöll­unar í febr­úar leit­aði við­bragða umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðu­neyt­is­ins við gagn­rýni Lands­virkj­un­ar. Ráðu­neytið tók ekki undir mál­flutn­ing fyr­ir­tæk­is­ins og sagði það rangt að Kjalöldu­veitu hefði verið raðað í vernd­ar­flokk án umfjöll­un­ar.

Meiri­hluta­á­lit umhverf­is- og sam­göngu­nefndar á þings­á­lykt­un­ar­til­lögu ramma­á­ætl­unar var birt á vef Alþingis um helg­ina. Í því eru lagðar til veru­legar breyt­ingar á flokkun virkj­un­ar­kosta, m.a. að Kjalöldu­veita verði færð úr vernd­ar­flokki í bið­flokk.

Í rök­stuðn­ingi meiri­hlut­ans er vísað beint í álit Lands­virkj­un­ar, sagt að við umfjöllun nefnd­ar­innar hafi verið bent á að virkj­un­ar­kost­ur­inn hafi ekki fengið full­nægj­andi umfjöllun fag­hópa líkt og lög geri ráð fyr­ir. Tekið er fram að Lands­virkjun telji ekki um að ræða sama virkj­un­ar­kost og Norð­linga­öldu­veitu og óljóst með hvaða hætti Kjalöldu­veita hefði sömu áhrif. „Meiri hlut­inn telur mik­il­vægt að hafið sé yfir vafa að virkj­un­ar­kostir sem óskað er eftir mati á fái full­nægj­andi með­ferð í sam­ræmi við ákvæði lag­anna,” segir í nefnd­ar­á­lit­inu sem full­trúar stjórn­ar­flokk­anna, utan eins, skrifa und­ir. „Með hlið­sjón af því leggur meiri hlut­inn til að virkj­un­ar­kost­ur­inn verði flokk­aður í bið­flokk og beinir því til ráð­herra að hann tryggi að hann fái þá fag­legu með­ferð sem lögin kveða á um.”

Síð­ari umræða um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar er á dag­skrá þings­ins í þess­ari viku. Að umræðum loknum verður gengið til atkvæða­greiðslu um til­lög­una og breyt­ing­ar­til­lögur nefnd­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar