Bláu blokkinni boðið upp í dans

Forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins viðraði hugmyndir um stjórnarsamstarf yfir miðjuna á dögunum. Breið stjórn hefur einungis verið reynd einu sinni á friðartímum í Danmörku og endaði ekki vel, en kjósendum hugnast hugmyndin.

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Auglýsing

Löng hefð er fyrir því í Dan­mörku að flokkar á vinstri og hægri væng stjórn­mál­anna starfi ekki saman að stjórn lands­ins, heldur skipt­ist í rauðar og bláar „blokkir“ innan þings­ins, sem sam­ein­ist um stjórnir í aðra hvora átt­ina, sem þó stundum njóta stuðn­ings flokka sem standa á miðj­unni og eru opnir í báða enda.

Eina til­raunin sem gerð hefur verið í Dan­mörku til stjórn­ar­sam­starfs yfir miðj­una á frið­ar­tímum var gerð árið 1978. Þá mynd­uðu hægri­flokk­ur­inn Ven­stre og Sós­í­alde­mókratar saman stjórn undir for­sæti Anker Jørg­en­sen. Sú til­raun gekk afleit­lega, en stjórnin hékk saman í litlu meira en ár.

Óvænt útspil Frederik­sen

Nú seg­ist Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sós­í­alde­mókra­ta­flokks­ins, til­búin að breyta út frá venj­unum í dönskum stjórn­málum og vinna yfir miðj­una í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Hún rit­aði grein í Jót­land­s­póst­inn á stjórn­ar­skrár­dag Dan­merk­ur, 5. júní, sem ekki var hægt að túlka á annan máta en sem boð frá dönskum jafn­að­ar­mönnum um mögu­legt sam­starf við flokka innan bláu blokk­ar­inn­ar.

Auglýsing

Í við­tali sem hún átti við blaðið sama dag sagði hún að flokkur hennar vildi opna umræðu um hvort hægt að mynda „breiða stjórn“. „Það er heið­ar­legt og einnig rétt að opna þá umræðu, svo að Danir geti myndað sér skoðun á þessu, líka með góðum fyr­ir­vara fyrir kosn­ing­ar,“ sagði Frederik­sen við blað­ið, en hún þarf að boða til þing­kosn­inga fyrir 5. júní á næsta ári.

Takk, en nei takk

Leið­togar stærstu flokk­anna til hægri á þingi voru snöggir að veita Frederik­sen nokkuð afger­andi afsvör. Jakob Ellem­ann-J­en­sen for­maður Ven­stre sagði að til­laga Frederik­sen virk­aði hrein­lega ótrú­verðug á meðan að Søren Pape Poul­sen for­maður Íhalds­flokks­ins var snöggur að segja ein­fald­lega, „takk, en nei takk“ við umleit­unum for­sæt­is­ráð­herr­ans um stjórn­ar­sam­starf yfir miðj­una.

Keppni við Lars Løkke um atkvæðin á miðj­unni?

En hvað er þá unnið með þessum þreif­ingum Frederiksen? Í þeim efnum horfa danskir stjórn­mála­skýrendur til nokk­urra þátta.

Lars Løkke Rasmussen sækir inn á miðjuna með nýjum flokki sínum, Moderatarna. Mynd: EPA

Í fyrsta lagi hefur til­laga Frederik­sen verið teiknuð upp sem and­svar við nýjum flokki Lars Løkke Rasmus­sen, Modera­ter­ne, en sá flokkur var einmitt form­lega kynntur til leiks þann 5. júní. Má segja að Mette hafi stolið sviðs­ljós­inu af Lars Løkke þann dag­inn, enda vöktu brú­ar­bygg­ingar hennar yfir miðj­una mikla athygli og umræður um þær lifa enn í dönskum fjöl­miðl­um.

Lars Løkke Rasmus­sen, sem sjálfur biðl­aði til Mette Frederik­sen um stjórn­ar­sam­starf yfir miðj­una í aðdrag­anda kosn­inga árið 2019, er hann var for­maður Ven­stre, hefur hins vegar nýtt sér afsvör leið­tog­anna innan bláu blokk­ar­innar til þess að koma þeim skila­boðum á fram­færi að eina mögu­lega leiðin til þess að mynda stjórn yfir miðj­una verði með atkvæðum til hans nýja flokks. Lars Løkke stillir flokknum upp í miðj­unni og seg­ist helst vilja taka þátt í sam­starfi sem nái þvert yfir miðj­una.

Önnur mögu­leg skýr­ing sem nefnd hefur verið fram varð­andi til­lögur Mette Frederik­sen er sú að jafn­að­ar­menn horfi til þess að ein­angra mögu­lega þá flokka sem eru lengra til vinstri innan rauðu blokk­ar­inn­ar, þá helst Ein­ing­ar­list­ann, sem náði feikna­góðum árangri í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Kaup­manna­höfn í fyrra og skák­aði Sós­í­alde­mókrötum sem stærsti flokk­ur­inn í höf­uð­borg­inni.

Enn ein skýr­ing sem sett hefur verið fram er sú að Frederik­sen sé ein­fald­lega að koma sér og flokki sínum upp vara­á­ætl­un, ef svo færi að rauða blokkin héldi ekki meiri­hluta í þing­inu í kom­andi kosn­ing­um. Hún og aðrir framá­menn í flokki danskra jafn­að­ar­manna hafa jú talað fyrir því að þeirra fyrsti kostur yrði að halda áfram núver­andi minni­hluta­stjórn Sós­í­alde­mókra­ta­flokks­ins, með stuðn­ingi rauðu blokk­ar­innar og samn­ingum yfir miðj­una í ákveðnum mála­flokk­um.

Kjós­endur virð­ast opnir fyrir sam­starfi yfir miðj­una

Sjón­varps­stöðin TV2 lét fram­kvæma skoð­ana­könnun á meðal almenn­ings í síð­ustu viku, þar sem spurt var hvort fólk vildi helst sjá stjórn yfir miðj­una, stjórn flokka í bláu blokk­inni eða stjórn flokka í rauðu blokk­inni.

Auglýsing

Af þessum þremur kostum varð stjórn yfir miðj­una vin­sæl­asti kost­ur­inn, en 40 pró­sent svar­enda í könn­unni sögðu að það hugn­að­ist þeim best. Næst efst á blaði var rík­is­stjórn hægri­flokka, en 29 pró­sent töldu það væn­leg­ast, en ein­ungis 25 pró­sent sögð­ust helst vilja sjá stjórn flokka vinstra megin við miðju.

Stuðn­ings­menn Radikale Ven­stre, sem sögu­lega hefur verið opinn í báða enda en flokk­ast nú með rauðu blokk­inni, eru lík­leg­astir til að vera hlynntir stjórn­ar­sam­starfi yfir miðj­una, en um 77 pró­sent þeirra segja að það væri þeirra fyrsti kost­ur. Um 56 pró­sent kjós­enda Sós­í­alde­mókrata segja það sinn fyrsta kost og 51 pró­sent kjós­enda Ven­stre, sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­inn­ar.

Á bil­inu 39-46 pró­sent kjós­enda flestra ann­arra flokka segja stjórn yfir miðj­una sinn fyrsta kost, þó að reyndar skeri stuðn­ings­menn Nye Borgerlige (sem liggur við ysta hægri) og vinstri­flokks­ins Ein­ing­ar­list­ans sig frá öðr­um. Ein­ungis 15 pró­sent kjós­enda Ein­ing­ar­list­ans telja að sam­starf yfir miðj­una yrði heilla­spor.

Eins og Borg­þór Arn­gríms­son fjall­aði um í nýlegri frétta­skýr­ingu í Kjarn­anum er ekki ljóst hvenær verður kosið til þings í Dan­mörku. Á næstu vikum er búist við því að skýrsla um „minka­mál­ið“ í veiru­far­aldr­inum komi fram en sér­stök nefnd hefur unnið að skýrsl­unni mán­uðum sam­an.

Ef nið­­ur­­staða nefnd­­ar­innar verður sú að eðli­­lega hafi verið staðið að ákvarð­ana­­töku í þessu stóra og umdeilda máli gæti hugs­­ast að Frederik­­sen myndi ákveða að boða til kosn­­inga strax í haust. Verði nið­­ur­­staðan á hinn bóg­inn sú að rangar ákvarð­­anir stjórn­­­valda hafi ráðið för gæti það haft áhrif, og dregið úr fylgi jafn­­að­­ar­­manna. Þá sæi for­­sæt­is­ráð­herr­ann sér ekki í hag að flýta kosn­­ing­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar