Bláu blokkinni boðið upp í dans

Forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins viðraði hugmyndir um stjórnarsamstarf yfir miðjuna á dögunum. Breið stjórn hefur einungis verið reynd einu sinni á friðartímum í Danmörku og endaði ekki vel, en kjósendum hugnast hugmyndin.

Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Auglýsing

Löng hefð er fyrir því í Dan­mörku að flokkar á vinstri og hægri væng stjórn­mál­anna starfi ekki saman að stjórn lands­ins, heldur skipt­ist í rauðar og bláar „blokkir“ innan þings­ins, sem sam­ein­ist um stjórnir í aðra hvora átt­ina, sem þó stundum njóta stuðn­ings flokka sem standa á miðj­unni og eru opnir í báða enda.

Eina til­raunin sem gerð hefur verið í Dan­mörku til stjórn­ar­sam­starfs yfir miðj­una á frið­ar­tímum var gerð árið 1978. Þá mynd­uðu hægri­flokk­ur­inn Ven­stre og Sós­í­alde­mókratar saman stjórn undir for­sæti Anker Jørg­en­sen. Sú til­raun gekk afleit­lega, en stjórnin hékk saman í litlu meira en ár.

Óvænt útspil Frederik­sen

Nú seg­ist Mette Frederiksen, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Sós­í­alde­mókra­ta­flokks­ins, til­búin að breyta út frá venj­unum í dönskum stjórn­málum og vinna yfir miðj­una í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi. Hún rit­aði grein í Jót­land­s­póst­inn á stjórn­ar­skrár­dag Dan­merk­ur, 5. júní, sem ekki var hægt að túlka á annan máta en sem boð frá dönskum jafn­að­ar­mönnum um mögu­legt sam­starf við flokka innan bláu blokk­ar­inn­ar.

Auglýsing

Í við­tali sem hún átti við blaðið sama dag sagði hún að flokkur hennar vildi opna umræðu um hvort hægt að mynda „breiða stjórn“. „Það er heið­ar­legt og einnig rétt að opna þá umræðu, svo að Danir geti myndað sér skoðun á þessu, líka með góðum fyr­ir­vara fyrir kosn­ing­ar,“ sagði Frederik­sen við blað­ið, en hún þarf að boða til þing­kosn­inga fyrir 5. júní á næsta ári.

Takk, en nei takk

Leið­togar stærstu flokk­anna til hægri á þingi voru snöggir að veita Frederik­sen nokkuð afger­andi afsvör. Jakob Ellem­ann-J­en­sen for­maður Ven­stre sagði að til­laga Frederik­sen virk­aði hrein­lega ótrú­verðug á meðan að Søren Pape Poul­sen for­maður Íhalds­flokks­ins var snöggur að segja ein­fald­lega, „takk, en nei takk“ við umleit­unum for­sæt­is­ráð­herr­ans um stjórn­ar­sam­starf yfir miðj­una.

Keppni við Lars Løkke um atkvæðin á miðj­unni?

En hvað er þá unnið með þessum þreif­ingum Frederiksen? Í þeim efnum horfa danskir stjórn­mála­skýrendur til nokk­urra þátta.

Lars Løkke Rasmussen sækir inn á miðjuna með nýjum flokki sínum, Moderatarna. Mynd: EPA

Í fyrsta lagi hefur til­laga Frederik­sen verið teiknuð upp sem and­svar við nýjum flokki Lars Løkke Rasmus­sen, Modera­ter­ne, en sá flokkur var einmitt form­lega kynntur til leiks þann 5. júní. Má segja að Mette hafi stolið sviðs­ljós­inu af Lars Løkke þann dag­inn, enda vöktu brú­ar­bygg­ingar hennar yfir miðj­una mikla athygli og umræður um þær lifa enn í dönskum fjöl­miðl­um.

Lars Løkke Rasmus­sen, sem sjálfur biðl­aði til Mette Frederik­sen um stjórn­ar­sam­starf yfir miðj­una í aðdrag­anda kosn­inga árið 2019, er hann var for­maður Ven­stre, hefur hins vegar nýtt sér afsvör leið­tog­anna innan bláu blokk­ar­innar til þess að koma þeim skila­boðum á fram­færi að eina mögu­lega leiðin til þess að mynda stjórn yfir miðj­una verði með atkvæðum til hans nýja flokks. Lars Løkke stillir flokknum upp í miðj­unni og seg­ist helst vilja taka þátt í sam­starfi sem nái þvert yfir miðj­una.

Önnur mögu­leg skýr­ing sem nefnd hefur verið fram varð­andi til­lögur Mette Frederik­sen er sú að jafn­að­ar­menn horfi til þess að ein­angra mögu­lega þá flokka sem eru lengra til vinstri innan rauðu blokk­ar­inn­ar, þá helst Ein­ing­ar­list­ann, sem náði feikna­góðum árangri í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Kaup­manna­höfn í fyrra og skák­aði Sós­í­alde­mókrötum sem stærsti flokk­ur­inn í höf­uð­borg­inni.

Enn ein skýr­ing sem sett hefur verið fram er sú að Frederik­sen sé ein­fald­lega að koma sér og flokki sínum upp vara­á­ætl­un, ef svo færi að rauða blokkin héldi ekki meiri­hluta í þing­inu í kom­andi kosn­ing­um. Hún og aðrir framá­menn í flokki danskra jafn­að­ar­manna hafa jú talað fyrir því að þeirra fyrsti kostur yrði að halda áfram núver­andi minni­hluta­stjórn Sós­í­alde­mókra­ta­flokks­ins, með stuðn­ingi rauðu blokk­ar­innar og samn­ingum yfir miðj­una í ákveðnum mála­flokk­um.

Kjós­endur virð­ast opnir fyrir sam­starfi yfir miðj­una

Sjón­varps­stöðin TV2 lét fram­kvæma skoð­ana­könnun á meðal almenn­ings í síð­ustu viku, þar sem spurt var hvort fólk vildi helst sjá stjórn yfir miðj­una, stjórn flokka í bláu blokk­inni eða stjórn flokka í rauðu blokk­inni.

Auglýsing

Af þessum þremur kostum varð stjórn yfir miðj­una vin­sæl­asti kost­ur­inn, en 40 pró­sent svar­enda í könn­unni sögðu að það hugn­að­ist þeim best. Næst efst á blaði var rík­is­stjórn hægri­flokka, en 29 pró­sent töldu það væn­leg­ast, en ein­ungis 25 pró­sent sögð­ust helst vilja sjá stjórn flokka vinstra megin við miðju.

Stuðn­ings­menn Radikale Ven­stre, sem sögu­lega hefur verið opinn í báða enda en flokk­ast nú með rauðu blokk­inni, eru lík­leg­astir til að vera hlynntir stjórn­ar­sam­starfi yfir miðj­una, en um 77 pró­sent þeirra segja að það væri þeirra fyrsti kost­ur. Um 56 pró­sent kjós­enda Sós­í­alde­mókrata segja það sinn fyrsta kost og 51 pró­sent kjós­enda Ven­stre, sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­inn­ar.

Á bil­inu 39-46 pró­sent kjós­enda flestra ann­arra flokka segja stjórn yfir miðj­una sinn fyrsta kost, þó að reyndar skeri stuðn­ings­menn Nye Borgerlige (sem liggur við ysta hægri) og vinstri­flokks­ins Ein­ing­ar­list­ans sig frá öðr­um. Ein­ungis 15 pró­sent kjós­enda Ein­ing­ar­list­ans telja að sam­starf yfir miðj­una yrði heilla­spor.

Eins og Borg­þór Arn­gríms­son fjall­aði um í nýlegri frétta­skýr­ingu í Kjarn­anum er ekki ljóst hvenær verður kosið til þings í Dan­mörku. Á næstu vikum er búist við því að skýrsla um „minka­mál­ið“ í veiru­far­aldr­inum komi fram en sér­stök nefnd hefur unnið að skýrsl­unni mán­uðum sam­an.

Ef nið­­ur­­staða nefnd­­ar­innar verður sú að eðli­­lega hafi verið staðið að ákvarð­ana­­töku í þessu stóra og umdeilda máli gæti hugs­­ast að Frederik­­sen myndi ákveða að boða til kosn­­inga strax í haust. Verði nið­­ur­­staðan á hinn bóg­inn sú að rangar ákvarð­­anir stjórn­­­valda hafi ráðið för gæti það haft áhrif, og dregið úr fylgi jafn­­að­­ar­­manna. Þá sæi for­­sæt­is­ráð­herr­ann sér ekki í hag að flýta kosn­­ing­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar