Hvað gera Danir?

Danskir stjórnmálaskýrendur velta því fyrir sér hvort boðað verði til þingkosninga í Danmörku í haust í ljósi úrslitanna í nýafstöðnum kosningum um fyrirvarann í varnarmálum. Þar gæti þó óvænt ljón birst á veginum.

Ef niðurstaða „minkanefndarinnar“, sem væntanleg er á næstu vikum, verður sú að eðlilega hafi verið staðið að ákvarðanatöku í þessu stóra máli gæti hugsast að Mette Frederiksen forsætisráðherra myndi ákveða að boða til kosninga í haust.
Ef niðurstaða „minkanefndarinnar“, sem væntanleg er á næstu vikum, verður sú að eðlilega hafi verið staðið að ákvarðanatöku í þessu stóra máli gæti hugsast að Mette Frederiksen forsætisráðherra myndi ákveða að boða til kosninga í haust.
Auglýsing

Árið 1992 voru aðild­ar­ríki núver­andi Evr­ópu­sam­bands orðin sam­mála um að kom­inn væri tími til að end­ur­nýja og betrumbæta sam­starfs­samn­ing aðild­ar­ríkj­anna. Upp­haf þess­arar sam­vinnu má rekja til stofn­unar Kola- og stál­banda­lags Evr­ópu árið 1952. Róm­ar­sátt­mál­inn svo­nefndi var und­ir­rit­aður árið 1957, og þá fengu sam­tökin nafnið Efna­hags­banda­lag Evr­ópu, en eftir end­ur­nýj­aðan og breyttan samn­ing árið 1992 (Ma­astricht sam­komu­lag­ið) var nafn­inu breytt í Evr­ópu­sam­band­ið. For­senda breyt­ing­anna 1992 var að öll aðild­ar­ríki myndu sam­þykkja samn­ing­inn, flest þeirra í almennum kosn­ing­um. Nýi samn­ing­ur­inn tók til mun fleiri þátta en sá eldri gerði, meðal ann­ars varð­andi utan­rík­is- og örygg­is­mál, rétt­ar­far og sam­eig­in­legan gjald­mið­il.

Danir felldu samn­ing­inn

Danir kusu um Maastricht samn­ing­inn 2. júní 1992. Kosn­inga­þátt­taka var 83,1% og nið­ur­staðan var að samn­ingnum var hafnað en mjótt var á mun­um. 50,7% kjós­enda sögðu nei en 49,3% sögðu já. Þeir þing­flokkar á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, sem vildu sam­þykkja samn­ing­inn unnu í fram­hald­inu að samn­ings­drög­um. Sjö af átta þing­flokkum á danska þing­inu sam­þykktu að fara með drögin (det nationale kompromis) á fund full­trúa hinna land­anna 11 í Edin­borg í des­em­ber 1992.

Edin­borg­ar­sam­komu­lagið og fyr­ir­var­arnir fjórir

Á fund­inum í Edin­borg var gengið frá sér­stöku sam­komu­lagi, ætíð nefnt Edin­borg­ar­sam­komu­lag­ið, við Dani. Í kjöl­far þess var enn á ný kosið í Dan­mörku. 56,7% kjós­enda sam­þykktu sam­komu­lag­ið, og nýi samn­ing­ur­inn tók gildi 1. nóv­em­ber 1993. Fyr­ir­var­arnir sem Danir fengu sam­þykkta voru fjórir og í sam­komu­lag­inu var gert ráð fyrir að dönsk stjórn­völd skyldu til­kynna öðrum aðild­ar­ríkum Evr­ópu­sam­bands­ins ef fella ætti einn, eða fleiri, fyr­ir­vara úr gildi. Danska þingið sam­þykkti að fyr­ir­var­arnir yrðu því aðeins afnumdir ef slíkt yrði sam­þykkt í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Auglýsing

Fyr­ir­var­arnir fjórir sneru að varn­ar­mál­um, evr­ópskum gjald­miðli (evr­unn­i), dóms-og lög­reglu­málum og sam­eig­in­legum evr­ópskum rík­is­borg­ara­rétti.

Meiri­hluti danskra kjós­enda hafn­aði árið 2000 að taka upp evr­una, vildi halda dönsku krón­unni sem er þó, ef svo má segja, bein­tengd evr­unni.

Árið 2015 felldu Danir að fella niður fyr­ir­var­ann varð­andi dóms- og lög­reglu­mál og fyr­ir­var­inn varð­andi sam­eig­in­lega evr­ópska rík­is­borg­ar­ar­rétt­inn er úreltur eftir breyt­ingar á Maastricht sam­komu­lag­inu. Kosn­ing­arnar 1. júní voru því þær fyrstu þar sem Danir sam­þykkja afnám fyr­ir­var­anna sem settir voru 1992. Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra sagði í við­tali við danska útvarp­ið, DR, að ekki sjá­ist nein merki þess að Dönum hafi snú­ist hugur varð­andi dóms- og lög­reglu­mál­in, hvað þá dönsku krón­una.

Hvað felst í afnámi fyr­ir­var­ans í varn­ar- og örygg­is­mál­um?

Afnám fyr­ir­var­ans þýðir að Dan­mörk tekur þátt í sam­starfi ESB ríkj­anna og tekur þátt í aðgerðum sem varða örygg­is- og varn­ar­mál, leggur til her­lið ásamt tólum og tækjum til frið­ar­gæslu­starfa á átaka­svæð­um. Dan­mörk verður nú enn­fremur með í ákvarð­ana­töku og hefur atkvæð­is­rétt í ráð­herra­ráði ESB. Evr­ópu­sam­bandið hefur ekki sam­eig­in­legan her en hvert aðild­ar­ríki tekur ákvað­anir varð­andi eigin her og þátt­töku hans í verk­efnum sam­bands­ins. ESB hefur á síð­ustu árum meðal ann­ars tekið þátt í frið­ar­gæslu í Bosn­íu-Her­segóvínu, verndun og aðstoð við flótta­fólk frá Dar­fur í Súdan og sinnt eft­ir­liti og gæslu úti fyrir ströndum Sómal­íu.

Afnám fyr­ir­var­ans þýðir enn­fremur að Danir verða þátt­tak­endur í svo­nefndu Pesco sam­starfi, sem lýtur að sam­eig­in­legum vopnainn­kaup­um, sam­starfi um flutn­ing her­manna og her­gagna milli svæða.

67 prósent Dana kusu með aðild að sameiginlegri varnarstefnu Evrópusambandsins í þjóðaratkvæðagreiðslu 1. júní síðastliðinn. Mynd: EPA.

Hvað hefur breyst?

Eins og nefnt var hér að framan hafa til­raunir danskra stjórn­valda til að afnema fyr­ir­var­ana við Maastricht samn­ing­inn engan árangur borið, fyrr en nú. Danskir stjórn­mála­skýrendur eru ekki í vafa um að stríðið í Úkra­ínu hafi haft umtals­verð áhrif á við­horf danskra kjós­enda.

Þótt Danir hafi alla tíð verið gagn­rýnir á Evr­ópu­sam­bandið hefur dregið úr gagn­rýn­inni á und­an­förnum árum. Úrslit kosn­ing­anna urðu til að mynda for­ystu Danska Þjóð­ar­flokks­ins, sem mjög hefur talað fyrir úrsögn Dan­merkur úr ESB og séð skratt­ann í hverju ESB horni (orða­lag eins dönsku blað­anna) mikið áfall. Æ fleiri Danir virð­ast hall­ast að þeirri skoðun að Evr­ópa verði að standa saman og átökin í Úkra­ínu séu ótví­ræð sönnun þess.

Kostar sitt

Afnám fyr­ir­var­ans í örygg­is- og varn­ar­málum hefur í för með sér kostn­að. Hversu mik­ill hann verður liggur ekki fyr­ir. Sér­fræð­ingar í danska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu reikn­uðu út að kostn­að­ur­inn yrði um það bil 26 millj­ónir danskra króna á ári ( 500 millj­ónir íslenskar). Danskir her­mála­sér­fræð­ingar segja þá tölu alltof lága, kostn­að­ur­inn verði miklu meiri. Þeir hafa jafn­framt bent á að Dan­ir, hafi innan NATO, skuld­bundið sig til að auka fram­lög sín til varn­ar­mála umtals­vert.

Ger­ist ekki í einum grænum

Áður en afnám fyr­ir­var­ans verður að veru­leika þarf ýmis­legt að gera. Mar­grét Þór­hildur drottn­ing þarf að und­ir­rita lög­in. Þau verða síðan birt í danska lög­birt­inga­blað­inu (Lovtidende) og taka þá form­lega gildi. Sam­tímis birt­ingu lag­anna í lög­birt­inga­blað­inu skal aðild­ar­ríkjum ESB og stofn­unum þess til­kynnt um afnámið. Sú til­kynn­ing skal vera skrif­leg (eng­inn tölvu­póstur þar) en aðild­ar­ríkin þurfa ekki að sam­þykkja ákvörðun Dana. Full­trúar Dan­merkur geta nú þegar setið fundi þar sem fjallað er um hern­að­ar- og varn­ar­mál á vett­vangi ESB en geta ekki tekið þátt í ákvörð­unum fyrr en afnámið hefur form­lega tekið gildi. Sem verður vænt­an­lega eftir nokkrar vik­ur.

Verður þing­kosn­ingum flýtt ?

Þess­ari spurn­ingu veltu margir danskir stjórn­mála­skýrendur fyrir sér þegar nið­ur­staða kosn­ing­anna um fyr­ir­var­ann lá fyrir að kvöldi 1. júní. Þegar spurn­ing­unni var beint til Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra þegar úrslitin lágu fyrir að kvöldi kjör­dags brosti ráð­herr­ann og svar­aði að kosn­ingar færu fram eigi síðar en 4. júní á næsta ári. Sam­kvæmt dönsku stjórn­ar­skránni (grund­loven) mega ekki líða meira en fjögur ár milli kosn­inga en síð­ast var kosið til þings 5. júní 2019.

Sínum augum lítur hver á silfrið

Ástæða vanga­veltna um að kosn­ingum verði flýtt, sem er á valdi for­sæt­is­ráð­herra að ákveða, er hin afdrátt­ar­lausa nið­ur­staða nýaf­stað­inna kosn­inga.

Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra og leið­togi sós­í­alde­mókrata, stærsta þing­flokks­ins, lítur á nið­ur­stöðu kosn­ing­anna sem sigur rík­is­stjórnar sinn­ar. En það voru fleiri sem töl­uðu ákaft fyrir afnáminu. Jakob Ellem­ann-J­en­sen for­maður Ven­stre, næst fjöl­menn­asta flokks­ins á þing­inu, hafði sig mjög í frammi og var ákafur tals­maður afnáms­ins. Sós­í­alde­mókratar og Ven­stre eru á sitt hvorum arm­inum í dönskum stjórn­mál­um, eða blokk­inni eins og Danir kom­ast að orði. Jakob Ellem­ann-J­en­sen þótti standa sig vel í aðdrag­anda kosn­ing­anna og hef­ur, að mati stjórn­mála­skýrenda, vaxið mjög í for­manns­starf­inu. Hann hefði lík­lega ekk­ert við það að athuga að kosn­ingar færu fram með haustinu því þessa stund­ina blæs byr­lega fyrir Ven­stre. En væri ekki sömu­leiðis freist­andi fyrir for­sæt­is­ráð­herr­ann að flýta kosn­ing­unum úr því að líka er vindur í seglum sós­í­alde­mókrata?

Gæti verið ljón á veg­in­um, rétt­ara sagt minkur

Eitt erf­ið­asta mál sem stjórn Mette Frederik­sen hefur mátt glíma við á kjör­tíma­bil­inu er minka­málið svo­nefnda.

Í nóv­em­ber 2020 fyr­ir­skip­aði danska rík­is­stjórnin að allur danski minka­stofn­inn, sam­tals um 17 milljón dýr, skyldi sleg­inn af. Ástæðan var kór­ónu­veiran en nýtt afbrigði hennar hafði fund­ist í mink­um. Ákvörðun rík­is­stjórn­ar­innar var umdeild, sumum fannst allt of hart gengið fram, aðrir töldu þetta nauð­syn­legt, í ljósi þess að talið var að minka­af­brigðið gæti borist í fólk.

Minka­stofn­inn var felldur og hræin urð­uð. Það reynd­ist ekki rétt staðið að þeim málum og síðar voru hræin grafin upp og brennd.

Ítar­lega var fjallað um minka­málið hér í Kjarn­anum og skal það ekki end­ur­tekið hér en mál­inu er ekki lok­ið. Sér­stök nefnd hefur mán­uðum saman unnið að rann­sókn minka­máls­ins og þar verður velt við hverjum steini: var nauð­syn­legt að fella allan stofn­inn, hver ákvað það o.s.frv. Spurn­ing­arnar eru marg­ar.

Skýrsla „minka­nefnd­ar­inn­ar“ er vænt­an­leg á næstu vikum og margir bíða í ofvæni eftir að sjá hvað þar kemur fram.

Ef nið­ur­staða nefnd­ar­innar verður sú að eðli­lega hafi verið staðið að ákvarð­ana­töku í þessu stóra máli gæti hugs­ast að Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra myndi ákveða að boða til kosn­inga í haust. Verði nið­ur­staðan á hinn bóg­inn sú að rangar ákvarð­anir stjórn­valda hafi ráðið för gæti það haft áhrif, og dregið úr fylgi jafn­að­ar­manna. Þá sæi for­sæt­is­ráð­herr­ann sér ekki í hag í að flýta kosn­ing­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar