Minkaklúðrið

Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.

Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Auglýsing

Óhætt er að segja að Dönum hafi brugðið í brún þegar frá því var greint, í júní, að kór­óna­vírus hefði greinst í minkum á Norð­ur­-Jót­landi. Vitað er að minkar eru sér­lega við­kvæmir fyrir alls kyns vírusum og ef vírus finnst á minka­búi er nær öruggt að sá vírus ber­ist á önnur bú. Þótt yfir­völd fyr­ir­skip­uðu að öllum dýrum á áður­nefndu búi skyldi þegar í stað lógað dugði það ekki til, smitið barst til Vest­ur­-Jót­lands. Öll dýr á við­kom­andi búum voru aflíf­uð.

7. júlí til­kynntu stjórn­völd að ef smit greind­ist á minka­búi skyldu umgengn­is­reglur hert­ar. Skylt yrði að bera grímu, nota spritt, hanska og hlífð­ar­bún­að. Sú breyt­ing var gerð að smit­uðum dýrum skyldi ekki lóg­að. Þegar þessi til­kynn­ing var birt höfðu dýr á 125 búum verið skimuð og hvergi fund­ist smit. 

Mikið í húfi

Lang stærstur hluti danskra minka­búa, sem um ára­bil hafa verið rúm­lega eitt þús­und tals­ins, eru á Norð­ur- og Vest­ur- Jót­landi. Rekstur minka­bús er ekki mann­frekur en um það bil þrjú þús­und manns hafa unnið á þessum rúm­lega þús­und búum. Annar eins fjöldi hefur haft atvinnu af störfum sem tengj­ast minka­eld­inu með einum eða öðrum hætti. Á síð­ustu árum hefur búum fækkað tals­vert, breyttur tíð­ar­andi ræður þar miklu.

Auglýsing

Dönsk minka­skinn hafa um ára­bil haft á sér gæða­stimpil og um það bil þriðj­ungur allra seldra minka­skinna í heim­inum kemur frá Dan­mörku. Verð á skinn­unum hefur lækkað á allra síð­ustu árum. Á síð­asta ári námu útflutn­ings­tekjur vegna sölu á minka­skinnum um það bil fimm millj­örðum danskra króna, en voru árið 2013 um það bil 12 millj­arð­ar. 

Örlaga­dag­ur­inn

4. nóv­em­ber sl. boð­aði Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra til frétta­manna­fund­ar. Fjöl­miðlar höfðu fengið veður af að þar mætti búast við miklum tíð­ind­um. Og sú varð raun­in.

For­sæt­is­ráð­herra til­kynnti að allur minka­stofn á öllum búum lands­ins skyldi felld­ur. Að sögn ráð­herr­ans væri sam­tals um að ræða 17 millj­ónir minka. Ástæðan væri að „nýtt“ afbrigði kór­óna­veirunnar sem greinst hefði í minkum, og einnig í fólki á Norð­ur­-Jót­landi, gæti myndað smit­keðjur meðal íbúa Dan­merkur og borist til ann­arra landa. Áður hafði komið fram að bólu­efni sem unnið væri að víða um heim myndi hugs­an­lega reyn­ast gagns­laust í bar­áttu við „nýja“ afbrigð­ið. For­sæt­is­ráð­herra lagði mikla áherslu á að engan tíma mætti missa og nauð­syn­legt væri að hefj­ast handa við að fella minka­stofn­inn „strax í dag“.

Mette Frederiksen virðir fyrir sér aðstæður á minkabúi í liðinni viku. Mynd: EPA

5. nóv­em­ber hélt Mette Frederik­sen annan frétta­manna­fund. Þar til­kynnti hún að Norð­ur- Jót­landi yrði „skellt í lás“. Ferðir til og frá þessum lands­hluta yrðu bann­að­ar, nema mjög brýna nauð­syn bæri til, allt sam­komu­hald bann­að, kaffi­hús og mat­sölu­staðir yrðu lok­að­ir, sömu­leiðis íþrótta­hús og bóka­söfn. Ein­ungis nem­endur í yngri deildum mættu mæta í skól­ann og svo fram­veg­is. Engum gat dulist að mikil alvara væri á ferð­um.

Laga­heim­ild­ina skorti og ráð­herra lát­inn fjúka

Það var stór ákvörðun að fyr­ir­skipa slátrun alls minka­stofns­ins í land­inu og binda þar með endi á atvinnu­grein sem á sér ára­tuga sögu. Þótt ráð­herrar hafi talað um að hægt yrði að halda eftir til­teknum lág­marks­fjölda, í því skyni að end­ur­reisa minka­rækt­ina síð­ar, segja bændur það óger­legt.

Skipun um að lóga minka­stofn­inum þurfti að styðj­ast við lög. Í ljós kom að slík lög voru ekki til staðar en voru sett eft­irá, í miklum flýti. Mog­ens Jen­sen mat­væla- og land­bún­að­ar­ráð­herra varð marg­saga í við­tölum varð­andi laga­heim­ild­ina og varð á end­anum að segja af sér. Sumir dönsku fjöl­miðl­anna sögðu að Mette Frederik­sen hefði ákveðið að fórna Mog­ens Jen­sen til að bjarga eigin skinni, „kastet ham under bus­sen“ eins og Danir orða það. Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra og Nick Hækk­erup dóms­mála­ráð­herra hafa síðar sagt að þau orð for­sæt­is­ráð­herr­ans að aflífa skyldi allan mink í land­inu hafi verið til­mæli en ekki til­skip­un. „Yf­ir­klór“ sögðu stjórn­mála­skýrend­ur. 

Hver skip­aði lög­regl­unni að hringja í bænd­ur?

Eins og áður var nefnt sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann að hafa þyrfti hraðar hendur við að lóga minka­stofn­in­um. Ýmsir urðu til að gagn­rýna ákvörð­un­ina um að lóga öllum minkum á öllum minka­búum lands­ins en yfir­völd töldu það einu öruggu leið­ina til að koma í veg fyrir útbreiðslu „nýja“ afbrigð­is­ins. Og eins og ráð­herr­ann sagði hófust menn strax handa.

Mynd: EPA

Lög­reglan fékk skipun um að hringja í bændur og til­kynna þeim að lóga skyldi öllum mink­um. Emb­ætt­is­menn danska rík­is­lög­reglu­stjór­ans (Rig­spoliti­et) skipu­lögðu sím­tölin við bændur og lög­reglu­menn fengu það verk­efni að hringja. Þeir fengu sér­stakt leið­bein­inga­blað sem fylgja skyldi. Þeim bændum sem neit­uðu að lóga stofn­inum yrði til­kynnt að dýr­unum yrði eigi að síður lógað en þá fengju bændur ekki til­tek­inn bón­us. Í sím­tölum sem sett hafa verið á netið má heyra tón, sem bænd­ur, og margir aðr­ir, segja hreina og beina hót­un.

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag (26.11.) greindi danska útvarp­ið, DR, frá bréfi sem vara­for­maður starfs­manna­sam­taka rík­is­lög­reglu­stjóra sendi félags­mönn­um. Þar segir að svo virð­ist sem stjórn­mála­menn reyni að gera lög­reglu­menn­ina að synda­sel­um. Meðal ann­ars hefði Nick Hækk­erup dóms­mála­ráð­herra gagn­rýnt að lög­reglan hefði fengið það hlut­verk að hringja í bænd­ur. Þessi gagn­rýni dóms­mála­ráð­herr­ans vakti mikla athygli enda er hann æðsti yfir­maður lög­regl­unnar og sá eini, kannski fyrir utan for­sæt­is­ráð­herrann, sem getur sagt lög­regl­unni fyrir verk­um.

Nick Hækkerup dómsmálaráðherra Danmerkur. Mynd: EPA

Á frétta­manna­fundi með dóms­mála­ráð­herra þennan sama dag (26.11.) vildu frétta­menn fá svör við því hver hefði skipað lög­regl­unni að hringja í bænd­ur. Svör fengu þeir ekki, og ráð­herr­ann sagði ein­fald­lega ,,ekki ég“. En bætti svo við að þetta kæmi í ljós í rann­sókn sem þingið hefði ákveðið að færi fram á þess­ari atburða­rás.

Svo var það urð­un­ar­klúðrið

Það gekk hratt fyrir sig, og til­tölu­lega vel, að lóga mink­un­um. En ekki verður það sama sagt þegar að því kom að urða hræ­in. 15 milljón hræ (for­sæt­is­ráð­herr­ann hafði reyndar sagt 17 millj­ón­ir) taka mikið pláss og í litlu landi er slíkt pláss ekki auð­fund­ið.

Einn þeirra staða sem ákveðið var að urða hluta hræj­anna, sam­tals um þrjár millj­ón­ir, er við æfinga­svæði hers­ins skammt frá Hol­stebro á Jót­landi. Grafnir voru skurðir sem hræj­unum var sturtað í og síðan mokað kalki yfir og jarð­vegi þar ofan á. Ekki voru liðnir nema örfáir dagar þegar í ljós kom að eitt­hvað var ekki eins og það átti að vera. Jarð­veg­ur­inn sem mokað hafði verið yfir hræin tók að lyft­ast. Ástæða þess var gas­myndun í hræj­un­um. Skurð­irnir höfðu að lík­indum verið of grunnir og jarð­veg­ur­inn sem mokað var yfir hræin of léttur í sér. Tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins sem sá um urð­un­ar­vinn­una sögðu í við­tölum að í einu og öllu hefði verið fylgt leið­bein­ingum dönsku umhverf­is­stofn­un­ar­inn­ar.

Ótti við mengun  

En grunnir skurðir og gas­myndun eru ekki það eina varð­andi urðun þess­ara þriggja millj­óna minka­hræja sem ekki reynd­ist í lagi. Urð­un­ar­svæðið áður­nefnda er skammt frá litlu vatni, Boutrup Sø. Vatnið og nán­asta umhverfi þess er vin­sælt úti­vist­ar­svæði, einkum á sumr­in.

Boutrup Sø er vinsælt útivistarsvæði og jafnvel baðstaður á góðviðrisdögum. Mynd: Holstebro Turistbureau

Þegar sveit­ar­stjórn­ar­fólk á svæð­inu fékk veður af því að til stæði að urða millj­ónir minka­hræja í nágrenni vatns­ins voru strax gerðar athuga­semdir við stað­ar­val­ið, hræj­unum gæti fylgt mikil meng­un­ar­hætta.

Dag­blaðið Berl­inske hefur kom­ist yfir tölvu­póst­sam­skipti Umhverf­is­stofn­unar og sveit­ar­stjórnar á svæð­inu. Þar kemur fram að Umhverf­is­stofnun telur að öruggt sé að urða hræ­in, og af þeim stafi ekki meng­un­ar­hætta ef hvergi sé urðað nær vatn­inu en í 300 metra fjar­lægð.

En, ein­hverra hluta vegna var þessum leið­bein­ingum (eða kröfu) ekki fylgt. Þar sem urð­un­ar­svæðið liggur næst vatn­inu er fjar­lægðin innan við 200 metr­ar. Sem sagt langt innan þeirra fjar­lægð­ar­marka sem Umhverf­is­stofn­unin mælti fyrir um. Og án þess að form­leg leyfi fyrir verk­inu lægju fyr­ir.

Þegar blaða­menn Berl­ingske reyndu að kom­ast að því hver bæri ábyrgð á því að 300 metra fjar­læg­ar­mörk­unum var ekki fylgt voru svörin eins og í þekktu íslensku dæg­ur­lagi „ekki benda á mig“. Eng­inn virð­ist hafa tekið þessa ákvörð­un.

Sveit­ar­stjórn­ar­fólk hefur kraf­ist þess að urð­un­ar­stað­ur­inn verði flutt­ur, öll hræin ein­fald­lega fjar­lægð og þeim fund­inn annar stað­ur. Á þess­ari stundu er ekki vitað hvernig mál­inu lykt­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar