Dýrustu minkapelsar sögunnar

4. nóvember í fyrra tilkynnti forsætisráðherra Danmerkur að allur danski minkastofninn skyldi sleginn af. Hræ tæplega 17 milljóna dýra voru urðuð í miklum flýti, í stað þess að brenna þau. Nú er verið að grafa hræin upp, og brenna, með ærnum tilkostnaði.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Auglýsing

Í júní í fyrra greind­ist kór­óna­vírus á minka­búi á Norð­ur­-Jót­landi. Minkar eru sér­lega við­kvæmir fyrir alls kyns vírusum og því var talið full­víst að vírus­inn bær­ist yfir á önnur bú. Öllum dýrum á áður­nefndu búi var lógað en smitið barst út.  1. nóv­em­ber til­kynnti Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra á frétta­manna­fundi að allur stofn­inn, á öllum dönskum minka­bú­um, 15 – 17 millj­ón­ir, skyldu slegnir af. Þetta voru stór­tíð­indi. Í Dan­mörku voru rúm­lega eitt þús­und minka­bú, langstærstur hluti þeirra á Norð­ur- og Vest­ur- Jót­landi.

­Rekstur minka­bús er ekki mann­frek­ur, um þrjú þús­und manns unnu á þessum rúm­lega þús­und búum og annar eins fjöldi hafði atvinnu af störfum sem tengj­ast minka­eld­inu með einum eða öðrum hætti. Um þriðj­ungur allra seldra minka­skinna í heim­inum kom um ára­bil frá Dan­mörku, þau höfðu á sér gæða­stimp­il. Fyrir örfáum árum voru minka­búin mun fleiri en breyttur tíð­ar­andi hefur valdið sam­drætti í þess­ari búgrein. Árið 2019 höfðu útflutn­ings­tekjur Dana af seldum minka­skinnum minnkað um 60% frá árinu 2013. 

Á áður­nefndum frétta­manna­fundi sagði Mette Frederik­sen að engan tíma mætti missa, aflífun minka­stofns­ins þyldi enga bið. Dag­inn eft­ir, 5. Nóv­em­ber, hélt for­sæt­is­ráð­herr­ann annan frétta­manna­fund. Þar var til­kynnt að Norð­ur- Jót­landi yrði „skellt í lás“ eins og ráð­herr­ann komst að orði. Ferðir frá og til þessa lands­hluta yrðu bann­að­ar, skól­um, öðrum en yngstu deild­um, lok­að. Mat­sölu­stað­ir, kaffi­hús, íþrótta­hús og bóka­söfn. Öllu skellt í lás.

Engin laga­heim­ild og ráð­herra lát­inn fjúka

Skip­un, eins og sú að lóga öllum minka­stofni lands­ins, þarf að styðj­ast við lög. Slík lög voru ekki til stað­ar, en voru hins­vegar sett eft­irá í miklum flýti. Mog­ens Jen­sen mat­væla- og land­bún­að­ar­ráð­herra neydd­ist til að segja af sér, fjöl­miðlar sögðu til að bjarga Mette Frederik­sen. Hún hefði hent honum fyrir stræt­is­vagn­inn (kastet ham under bus­sen). Síðar sagði Nick Hækk­erup dóms­mála­ráð­herra að orð for­sæt­is­ráð­herra um að aflífa minka­stofn­inn hefðu verið til­mæli en ekki til­skip­un. Stjórn­mála­skýrendur gáfu lítið fyrir þetta og sögðu það yfir­klór. 

Urða eða brenna?

Það gekk hratt og vel fyrir sig að lóga mink­un­um, sem reynd­ust sam­tals vera rúm­lega 15 millj­ónir tals­ins. Á frétta­manna­fundi for­sæt­is­ráð­herr­ans 5. Nóv­em­ber 2020 var spurt hvað yrði gert við hræ minkanna. Því var svarað til að komið hefði í ljós að brennslu­stöðvar gætu ein­ungis tekið við litlum hluta hræj­anna og ákveðið hefði verið að urða hræin á tveimur stöðum á Jót­landi. Grafnir voru skurðir sem hræj­unum var sturtað í og síðan mokað kalki yfir og jarð­vegi þar ofan á. Ef allt hefði verið með felldu hefðu mink­arnir hvílt þarna undir grænni torfu um ókomin ár. En sú varð ekki raun­in. Eftir örfáa daga kom í ljós að jarð­veg­ur­inn sem mokað hafði verið yfir hræin var tek­inn að lyft­ast. Ástæðan var gas­myndun í hræj­un­um, skurð­irnir að lík­indum of grunnir og jarð­vegslagið ofan á of þunnt.

Auglýsing
Ekki bætti úr skák að annar urð­un­ar­stað­ur­inn var nálægt litlu vatni, Boutrup Sø, vin­sælu úti­vist­ar­svæði. Sam­kvæmt fyr­ir­mælum máttu „minka­graf­irn­ar“ ekki vera nær vatn­inu en 300 metra en þeim fyr­ir­mælum var ekki fylgt. Þar sem urð­un­ar­svæðið var næst vatn­inu var fjar­lægðin aðeins 200 metr­ar. Varað var við meng­un­ar­hættu frá hræj­un­um. Nú er komið í ljós að sá ótti var ekki ástæðu­laus, og það gildir líka um hinn urð­un­ar­stað­inn á Jót­land­i. 

Ákvarð­anir teknar í skyndi

Minka­málið hefur margoft komið til kasta þings­ins enda að mörgu að hyggja. Í einu vet­fangi var fót­unum kippt undan heilli atvinnu­grein. Ákvörð­un­ina um að binda enda á minka­eldi í land­inu, hvernig ætti að bæta bændum tjón­ið, hvernig ætti að reikna út þær bætur og fleira og fleira. Allt þetta og margt fleira þurftu þing­menn að fjalla um og og ákveða.

Fáir efuð­ust um að ákvörðun um aflífun, að minnsta kosti hluta minka­stofns­ins, þurfti að ganga hratt fyrir sig, en aðrir töldu að kannski hefði ekki verið nauð­syn­legt að fella allan stofn­inn í land­inu. Rík­is­stjórnin vildi ekki bíða, taldi áhætt­una of mikla.

Umhverf­is­stofn­unin dró rangar álykt­anir

Eins og nefnt var hér að framan kom fram á frétta­manna­fundi 5. nóv­em­ber að sorp­brennsl­urnar í land­inu gætu ekki tekið við öllum minka­hræj­un­um. Það hefði verið kannað og þess vegna væri urðun eina leið­in.     

Minkamálið er mikið hneykslismál í Danmörku.

For­svars­menn margra sorp­brennslu­stöðva undr­ast þessar yfir­lýs­ing­ar. Kann­ast ein­fald­lega ekki við að haft hafi verið sam­band við þá til að spyrj­ast fyr­ir. Þeir eru jafn­framt ósáttir við að Rasmus Prehn mat­væla­ráð­herra (tók við af Mog­ens Jen­sen) hafi margoft sagt að sorp­brennsl­urnar hefðu ekki getað brennt minka­hræ­in. Og þannig reynt að varpa ábyrgð­inni á því að hræin voru urðuð á sorp­brennsl­una. 

Mikkel Brandrup fram­kvæmda­stjóri Sam­taka sorp­brennslu­fyr­ir­tækja sagð­ist í við­tali við Danska sjón­varp­ið, DR, skilja að ákvarð­anir um hvað gera skyldi hefðu verið teknar í flýti og nú væri komið í ljós að mis­tök hefðu verið gerð. Það væri hins­vegar ekki sæm­andi ráð­herra að varpa sök­inni á sorp­brennsl­urn­ar. 

Frétta­menn Danska sjón­varps­ins komust yfir minn­is­blað sem Umhverf­is­stofn­unin sendi ráð­herr­anum varð­andi hugs­an­lega brennslu minka­hræj­anna. Þar stendur skýrum stöfum að mat Umhverf­is­stofn­un­ar, um að sorp­brennsl­urnar gætu ekki ráðið við að brenna hræ­in, væri byggt á svari frá einni sorp­brennslu.

Reikn­ingur upp á millj­arða

Þessa dag­ana er verið að grafa upp öll minka­hræin sem urðuð voru í fyrra­haust. „Urð­unaræv­in­týrið“ eins og danskur þing­maður komst að orði kostar ærið fé. Sam­tals nemur kostn­að­ur­inn jafn­virði 5.5 millj­arða íslenskra króna. Inni í þeirri tölu er urð­un­in, upp­gröft­ur­inn og hreinsun jarð­vegs umhverfis urð­un­ar­stað­inn. Sér­fræð­ingar sem Danska sjón­varpið ræddi við telja að kostn­að­ur­inn við hreins­un­ina geti orðið mun meiri en gert er ráð fyrir í kostn­að­ar­á­ætlun stjórn­valda. 

Tvær rann­sóknir

Nú fara fram, á vegum danska þings­ins, tvær lög­fræði­legar rann­sóknir (advoka­tund­er­søgelser) vegna minka­máls­ins Önnur þeirra lýtur að ákvörð­un­inni um urð­un­ina en hin að þætti lög­regl­unn­ar. Sú rann­sókn bein­ist að því hver fyr­ir­skip­aði lög­regl­unni að hringja í bændur og fyr­ir­skipa að mink­unum skyldi lóg­að. Dóms­mála­ráð­herrann, sem er sá eini sem getur sagt lög­regl­unni fyrir verk­um, kannski fyrir utan for­sæt­is­ráð­herrann, sagð­ist ekki hafa gefið lög­regl­unni slík fyr­ir­mæli. Ekki liggur fyrir hvenær þessum tveimur rann­sóknum lýk­ur. 

Eng­inn veit heild­ar­kostn­að­inn

Enn er margt óljóst um end­an­legan kostnað þess að fella allan danska minka­stofn­inn. Hvernig á að meta húsa­kost og tekju­tap þeirra bænda sem skyndi­lega misstu lífs­við­ur­værið? Þetta og margt fleira er  óupp­gert og því ljóst að danskir þing­menn hafa ekki sagt skilið við minka­mál­ið. Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra sagði í við­tali að heild­ar­upp­hæð bóta myndi nema millj­örð­um. Nokkrir þing­menn hafa nefnt 20 millj­arða (400 millj­arða íslenska) aðrir hærri töl­ur. Hver sem nið­ur­staðan verður er ljóst að um háar fjár­hæðir er að ræða. „Dýr­ustu minka­pelsar í sög­unni“ sagði einn sér­fræð­ingur í við­tali.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar