Sautján milljón minkar slegnir af

Þessa dagana er verið að lóga öllum minkum á dönskum minkabúum, um 17 milljónum talsins. Ástæðan er nýtt afbrigði kórónuveiru, sem þegar hefur borist í menn. Óttast er að væntanlegt bóluefni virki ekki á veiruna.

Dönskum minkabændum hefur verið gert að lóga öllum sínum dýrum.
Dönskum minkabændum hefur verið gert að lóga öllum sínum dýrum.
Auglýsing

Fyrir tæpum fimm mán­uðum fund­ust kór­óna­smit­aðir minkar á búi á Norð­ur­-Jót­landi. Yfir­völd fyr­ir­skip­uðu að öllum dýrum á við­kom­andi búi skyldi lóg­að. Fljót­lega kom í ljós að smit var komið í dýr á fleiri búum á Norð­ur­-Jót­landi og einnig á Vest­ur­-Jót­landi. Á þeim búum voru öll dýr aflíf­uð. Á þessum tíma greind­ist einnig smit í fólki á Norð­ur­-Jót­landi.

7. júlí til­kynntu stjórn­völd að smit­uðum dýrum skyldi ekki lóg­að. Þess í stað skyldu allar umgengn­is­reglur á búum þar sem smit fynd­ist hert­ar. Skylt yrði að bera grímu, nota hanska og spritt ásamt reglum um hlífð­ar­bún­að. Áður en þessar ákvarð­anir voru til­kynntar höfðu dýr á 125 búum verið skimuð og hvergi fund­ist smit.4. sept­em­ber greindi dag­blaðið Information frá því að í áhættu­mats­skýrslu Dönsku rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar, Statens Serum Institut (SSI) komi fram að sér­stakt afbrigði kór­óna­veirunnar (sær­lig minkvari­ant) hafi breiðst út til fólks á Norð­ur­-Jót­landi. Og einnig til Borg­und­ar­hólms og Króa­tíu. Þetta afbrigði veirunnar fannst einnig á þremur minka­búum þar sem smit hafði greinst í júní. Skýrslan var send sótt­varna­yf­ir­völd­um. Tveimur vikum síð­ar, 16. sept­em­ber  kom fram í minn­is­blaði SSI til Mog­ens Jen­sen mat­væla­ráð­herra að þetta „nýja“ afbrigði hefði fund­ist í minkum og fólki á sex minka­búum á Norð­ur- og Vest­ur­-Jót­landi. Nauð­syn­legt væri að grípa til var­úð­ar­ráð­staf­ana, einkum skimun­ar. Þess má geta að stærstur hluti danskra minka­búa, sem eru rúm­lega eitt þús­und tals­ins, er í þeim lands­hluta.

Auglýsing


Mikil alvara á ferðum

18. sept­em­ber skrif­uðu sér­fræð­ingar SSI og Hafn­ar­há­skóla mats­skýrslu um ástand­ið. Í henni sagði að áhrif „nýja“ afbrigð­is­ins gætu orðið til þess að ekki myndi nást hjarð­ó­næmi og bólu­efni virki ekki. Og aug­ljóst virð­ist, segir í skýrsl­unni, að þetta „nýja“ afbrigði geti myndað smit­keðjur meðal íbúa lands­ins. Fimm dögum síðar hélt mat­væla­ráð­herra fund með sér­fræð­ingum þar sem reynt var að meta stöð­una. Allir voru sam­mála um að staðan væri alvar­leg, mjög alvar­leg.Hættu­legra að vera minka­bóndi en heil­brigð­is­starfs­maður

Á fyrsta degi októ­ber­mán­aðar hafði rík­is­stjórnin skipt um kúrs. Á frétta­manna­fundi þann dag til­kynnti Mog­ens Jen­sen ráð­herra mat­væla­mála að minkar á smit­uðum búum skyldu aflífað­ir, það var við­snún­ingur frá 7. júlí. Ráð­herr­ann sagði að um væri að ræða rúm­lega eina milljón minka á um það bil 100 búum. Smit hefðu greinst á rúm­lega 40 búum og ekki væri á neitt hætt­andi. Kåre Møl­bak, einn yfir­manna SSI, sagði að nú væri hættu­legra að vera minka­bóndi en heil­brigð­is­starfs­mað­ur. Á fund­inum kom fram að öll búin þar sem smit hefði greinst væru á Norð­ur­-Jót­landi.13. októ­ber sagði And­ers Foms­gaard yfir­lækni frá því í sjón­varps­fréttum DR, danska útvarps­ins, að það bólu­efni sem nú væri unnið að víða um heim, myndi hugs­an­lega reyn­ast gagns­laust í bar­átt­unni við „nýja“ afbrigð­ið. „Áhyggju­efni er að „nýja“ afbrigðið nái útbreiðslu í sam­fé­lag­inu og þá er illt í efn­i.“Í fyr­ir­spurna­tíma í danska þing­inu, Fol­ket­in­get, 26. októ­ber sagði Mog­ens Jen­sen að aukin útbreiðsla „nýju“ veirunnar (clu­ster 5) í minkum ylli áhyggjum og ótta. Sér í lagi áhyggjum vegna hugs­an­legra áhrifa á heilsu­far almenn­ings eins og ráð­herr­ann komst að orði. Þegar hann var spurður um aðgerðir sagði ráð­herr­ann að við þeim mætti búast ein­hvern næstu daga. Sú varð líka raun­in.Skipað að skera allt niður„Þetta er stór og sársaukafull ákvörðun, en því miður nauðsynleg. Við eigum ekki um neitt að velja,“ sagði Mette Fredriksen um aðgerðirnar á blaðamannafundi 5. nóvember. Mynd: EPA

Mið­viku­dag­inn 4. nóv­em­ber boð­aði Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra til frétta­manna­fund­ar. Flogið hafði fyrir að þar mættu minka­bændur búast við alvar­legum tíð­ind­um, eins og kom á dag­inn.

Mette Frederik­sen sagði að  stjórn­völd hefðu ákveðið að allur minka­stofn á öllum búum lands­ins skyldi felld­ur. „Þetta er stór og sárs­auka­full ákvörð­un, en því miður nauð­syn­leg. Við eigum ekki um neitt að velja“ sagði ráð­herr­ann. Hún sagði að sam­tals væri um að ræða 17 milljón minka á rúm­lega eitt þús­und búum. Mette Frederik­sen sagði jafn­framt að grípa þyrfti til fleiri aðgerða, sem til­kynntar yrðu á næstu tveimur til þremur dög­um.Norð­ur­-Jót­landi nán­ast skellt í lás

5. nóv­em­ber, dag­inn eftir að danski for­sæt­is­ráð­herr­ann hafði fyr­ir­skipað að öllum dýrum á öllum minka­búum lands­ins skyldi lóg­að, fengu Danir fleiri frétt­ir. Á frétta­manna­fundi þann dag sagði Mette Frederik­sen að segja mætti að Norð­ur­-Jót­landi verði skellt í lás. „Strax í kvöld.“ Ráð­herr­ann sagði stjórn­völd mæl­ast til þess að íbúar sjö sveit­ar­fé­laga á Norð­ur­-Jót­landi haldi sig innan sveit­ar­fé­lags­ins, nema brýna nauð­syn beri til. Jafn­framt ferð­ist engir utan­að­kom­andi til þess­ara sjö sveit­ar­fé­laga.Öll kaffi­hús verða lok­uð, sömu­leiðis bar­ir. Mat­sölu­stöðum verður ein­göngu heim­ilt að afgreiða heim­töku­mat (ta­keaway) en verða að öðru leyti lok­að­ir. Almenn­ings­sam­göngur liggja niðri, nema skól­ar­útur og nem­endur í efri bekkjum grunn­skóla fá ein­ungis fjar­kennslu. Sama gildir um nem­endur á hærri skóla­stig­um. Íþrótta­hús, kvik­mynda­hús, bóka­söfn, sund­laug­ar, skemmti­garð­ar, sam­komu­hús, dýra­garðar o.s.frv.  Allt lok­að. Fyr­ir­tæki og stofn­anir eru hvött til að láta starfs­menn vinna heima eins og kostur er.Yfir­völd hafa mælst til þess að allir íbúar sveit­ar­fé­lag­anna sjö fari í skim­un. Það verður gert eftir til­teknu skipu­lagi og hófst reyndar í gær (laug­ar­dag). Reiknað er með að skimun allra íbúa á þessu svæði, sem eru sam­tals um 280 þús­und, taki tíu til tólf daga.Að Norð­ur­-Jót­landi skuli skellt í lás hefur marg­vís­leg áhrif. Á svæð­inu eru mörg stór fyr­ir­tæki sem reiða sig á greiðar sam­göngur og flutn­inga­kerfi. Þar að auki kemur margt starfs­fólk fyr­ir­tækja á svæð­inu frá öðrum sveit­ar­fé­lög­um, þetta á ekki síst við um ýmiss konar fram­leiðslu­fyr­ir­tæki, þar sem ekki er hægt að sinna störfum að heim­an. Allt skapar þetta margs konar vanda­mál, sem óljóst er hvernig á að leysa.

Hræ minka komð í gám með stórvirkri vinnuvél á dönsku minkabúi. Mynd: EPAEngin við­brögð þrátt fyrir margar við­var­anir

Í dag­blað­inu Politi­ken birt­ist í gær, laug­ar­dag, löng umfjöllun um við­brögð eða rétt­ara sagt skort á við­brögð­um. Í umfjöllun blaðs­ins kemur fram að þrátt fyrir ítrek­aðar við­var­anir úr mörgum áttum á und­an­förnum mán­uðum gerð­ist lít­ið. Til dæmis hafði verið bent á að nauð­syn­legt væri að skima starfs­fólk minka­bú­anna. Ekki síst í ljósi þess að um helm­ingur alls starfs­fólks á búunum er frá Aust­ur-­Evr­ópu og ferð­ast gjarna til heima­lands­ins í frí­um. Nákvæm­lega þetta atriði veldur nú miklum áhyggj­um. Sömu­leiðis hafði verið bent á að fólk sem starfar við að flá dýr sem aflífuð hafa verið fer gjarna á milli búa og slíkt bjóði smit­hætt­unni heim.Gögnin sem Politi­ken hefur undir höndum sýna að minka­bændur og starfs­fólk á búum þeirra sinnti lítt um var­úð­ar­ráð­staf­an­ir. Einn bóndi sagði að margir hefðu litið á ábend­ingar um spritt, grímur og fleira þess háttar sem til­mæli en ekki skip­an­ir.Mog­ens Jen­sen mat­væla­ráð­herra hefur und­an­farna daga sætt mik­illi gagn­rýni fyrir að bregð­ast seint og illa við. Ráð­herr­ann hefur sagt að hann hafi í einu og öllu fylgt ráð­legg­ingum sér­fræð­inga. Politi­ken bendir í umfjöllun um málið á að það var Mette Frederik­sen sem til­kynnti um hinar ströngu aðgerð­ir. „Tengdi hún fram hjá Mog­ens Jen­sen“ spyr blaðið og bendir í leið­inni á að for­sæt­is­ráð­herr­ann njóti mik­ils trausts á Jót­landi.Mikið efna­hags­legt tjón

Á síð­ustu árum hefur dönskum minka­búum fækk­að. Fyrir því eru einkum tvær ástæð­ur: tíð­ar­and­inn hefur breyst, sam­tökum sem vinna að vel­ferð dýra, minka þar með tal­inna, hefur vaxið ásmegin sem þýðir að sala á skinnum hefur minnk­að. Þótt verð á minka­skinnum hafi ætíð sveifl­ast hefur það und­an­farið verið mjög lágt og það hefur mikil áhrif á afkomu bænda. 

Danir hafa um margra ára skeið verið stærstu fram­leið­endur minka­skinna í heim­inum en í all­mörgum löndum hefur minka­bú­skapur verið aflagður á síð­ustu árum. Á síð­asta ári voru dönsk minka­skinn tæpur þriðj­ungur allra selda skinna í heim­in­um.Útflutn­ings­tekjur Dana vegna sölu á minka­skinnum námu á síð­asta ári um það bil 5 millj­örðum danskra króna (110 millj­arðar íslenskir) en til sam­an­burðar má nefna að árið 2013 voru útflutn­ings­tekj­urnar rúmir 12 millj­arðar danskra króna.Á dönskum minka­búum starfa um það bil 3 þús­und manns. Annar eins fjöldi vinnur störf sem tengj­ast minka­búum með einum eða öðrum hætti. Því er ljóst að efna­hags­á­hrifin eru umtals­verð „og var nú ekki á bæt­andi“ svo notuð séu orð Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar