Mynd: Birgir Þór Harðarson

PwC greiddi samanlagt vel á annan milljarð króna til að sleppa undan málsókn vegna hrunsins

Í nýlegum dómi Landsréttar kemur fram að endurskoðendur Landsbanka Íslands fyrir hrun borguðu yfir milljarð króna til að sleppa við málsókn fyrir að hafa skrifað upp á rangan ársreikning. Sama fyrirtæki samdi líka við þrotabú Glitni um svipuð málalok og greiddi fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Í staðinn þurfti fyrirtækið, PwC, ekki að viðurkenna sök.

Í nið­ur­stöðu­hluta rann­sókn­ar­nefndar Alþingis í skýrslu henn­ar, sem kom út í apríl 2010, var fjallað um þátt end­ur­skoð­enda í banka­hrun­inu. Þar sagði að skort hefði á að end­ur­skoð­endur stóru íslensku bank­anna sinntu nægi­lega skyldum sínum við end­ur­skoðun reikn­ings­skila þeirra, sér­stak­lega þegar kom að rann­sókn þeirra og mati á virði útlána til stærstu við­skipta­vina þeirra, með­ferð á hluta­bréfa­eign starfs­manna og fyr­ir­greiðslu banka til ýmissa til að kaupa hluta­bréf í sjálfum sér. Nefndin fór fram á að end­ur­skoð­endur bank­anna yrðu rann­sak­aðir sér­stak­lega. 

Það var gert en ákveðið var að höfða ekki saka­mál á grunni þeirra rann­sókna. Ólafur Þór Hauks­son, hér­aðs­sak­sókn­ari og áður sér­stakur sak­sókn­ari, sagði í við­tali í októ­ber 2018 við sjón­varps­þátt Kjarn­ans á Hring­braut að ástæðan væri sú að erfitt væri að koma þessum málum fyrir dóm. „Það helg­að­ist af mjög mörgum atrið­um. Það voru fyrst og fremst alþjóð­legir reikn­ings­skil­málar sem vöfð­ust fyrir okkur og inn­leið­ing þeirra, vegna þess að sumir þeirra eru ekki inn­leiddir í íslenskan rétt fyrr en eftir hrunið í raun og veru. Þannig að menn mátu það sem svo að við myndum lenda í vand­ræðum með að fá sak­fell­ingu í þannig mál­u­m.“

Borg­aði vel að end­ur­skoða

Það voru gjöful við­skipti að sinna end­ur­skoðun fyrir íslensku bank­ana fyrir banka­hrun. Pricewa­ter­hou­seCoopers (PwC), sem end­ur­skoð­aði bæði Glitni og Lands­bank­ann, fékk alls greitt 1.435 millj­ónir króna fyrir þá vinnu á árunum 2007 og 2008. KPMG, sem end­ur­skoð­aði Kaup­þing, fékk 933 millj­ónir króna greitt fyrir á árunum 2007 og 2008.

Auglýsing

Eftir hrunið ákváðu tvö af þremur þrota­búum stóru bank­anna sem féllu í októ­ber 2008 að stefna end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu PwC á Íslandi og í Bret­landi fyrir það að hafa skrifað upp á ranga árs­reikn­inga fyrir bank­ana tvo. 

Málið sem Glitnir höfð­aði gegn PwC var ekk­ert smá­mál. Í stefnu þess, sem birt var í mars 2012 voru sér­stak­lega til­greind fimm atriði þar sem PwC átti að hafa brotið gegn lög- og samn­ings­bundnum skyldum sín­um. Í fyrsta lagi hefði PwC ekki upp­lýst um að stjórn­endur Glitnis hefðu veitt útlán til inn­byrðis tengdra aðila langt umfram leyfi­leg hámörk, í öðru lagi leynt útlána­á­hættu bank­ans til aðila sem töld­ust tengd­ir, í þriðja lagi veitt stór­felld útlán til fjár­vána eign­ar­halds­fé­laga, í fjórða lagi van­rækt afskrift­ar­skyldu sína og í fimmta lagi van­rækt að upp­lýsa um þá gríð­ar­lega miklu fjár­hags­legu hags­muni sem bank­inn var með í eigin bréfum með þeim afleið­ingum að eigið fé hans var veru­lega of hátt skráð. 

Landsbankinn var endurreistur á rústum Landsbanka Íslands eftir bankahrunið.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Lög­maður Glitnis í mál­inu vitn­aði mikið til þess í stefn­unni að Fjár­mála­eft­ir­litið hefði gert athuga­semdir við PwC á árunum 2007 og 2008 vegna þess að ekki hafi verið gerð „full­nægj­andi grein fyrir við­skiptum vensl­aðra aðila við bank­ann. Til þess flokks féllu „fé­lög sem Jón Ásgeir Jóhann­es­son stjórn­að­i“, en hann var einn stærsti eig­andi bank­ans fyrir hrun. Var þar vísað til Baugs, FL Group og aðila sem tengd­ust þeim sam­steyp­um. 

Samið um að borga en við­ur­kenna ekk­ert

Sáttir náð­ust milli Glitnis og PwC í nóv­em­ber 2013. Trún­aður ríkti um upp­hæð­ina sem PwC greiddi en í umfjöllun Kjarn­ans um hana frá þessum tíma kom fram að PwC hefði greitt hund­ruð millj­óna króna til að kom­ast hjá máls­höfðun sem hinn fallni banki hafði höfðað á hendur PwC á Íslandi og í Bret­landi. Sam­komu­lagið var gert „án við­ur­kenn­ingar sak­ar“. Það sner­ist því um að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið greiddi bætur án þess að hafa við­ur­kennt að hafa gert nokkuð rang­t. 

Í mars 2017 var greint frá sam­komu­lagi sem náðst hafði milli þrota­bús Lands­banka Íslands og PwC. Málið tengd­ist störfum PwC fyrir Lands­­bank­ann fyrir hrun­ið. Dóms­­mál var höfðað í árs­­lok 2012 og var farið fram á 100 millj­­arða króna skaða­bætur vegna meints tjóns sem fyr­ir­tækið átti að hafa valdið með rangri ráð­­gjöf og óvand­aðri vinnu, sem bitn­aði á fyr­ir­tæk­inu og kröf­u­höfum þess. Þá hafi PwC ekki getið sér­stak­lega um háar lán­veit­ingar Lands­bank­ans til helstu eig­enda hans og félaga í þeirra eigu, þ.e. feðganna Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­­son­ar og Björg­ólfs Guð­munds­­son­­ar. 

Í til­­kynn­ingu frá þrota­búi Lands­­bank­ans vegna þessa sagði að það sé væri mat þrota­bús­ins og PwC að sáttin væri ásætt­an­­leg fyrir báða aðila. 

Auglýsing

Engin upp­hæð var nefnd í til­kynn­ing­unni en í kynn­ingu sem haldin var fyrir kröfu­hafa bank­ans síðar var greint frá því að um væri að ræða „ótil­greinda upp­hæð“ sem PwC hafði greitt.

Sú upp­hæð var hins vegar opin­beruð í dómi sem féll nýverið í Lands­rétti.

Upp­hæðin loks opin­beruð

Í máli þrota­bús Lands­banka Íslands gegn Sig­ur­jóni Þ. Árna­syni, fyrr­ver­andi banka­stjóra hans, og fleirum er greint frá inni­haldi sam­komu­lags­ins sem skrifað var undir 22. febr­úar 2017. Þar kom fram að PwC hefði greitt yfir 1,1 millj­arð króna á núvirði til að fallið yrði frá máls­höfð­un­inni.

Í dómnum segir að í sam­komu­lag­inu milli PwC á Íslandi og í Bret­landi ann­ars vegar og þrota­bús Lands­bank­ans hins vegar hafi PwC „fall­ist á lyktir þess gegn til­tek­inni ein­greiðslu án þess að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækin við­ur­kenndu nokkra ábyrgð og án þess að aðal­á­frýj­andi [þrotabú Lands­banka Íslands] við­ur­kenndi að höfðun máls­ins hefði verið til­hæfu­laus. Nam greiðslan níu og hálfri milljón banda­ríkja­doll­ara.“

Vignir Rafn Gísla­son, stjórn­ar­for­maður PwC og einn eig­enda fyr­ir­tæk­is­ins hér­lend­is, gaf skýrslu í mál­inu fyrir Lands­rétti, en hann var end­ur­skoð­andi Lands­banka Íslands fyrir hrun. Í þeirri skýrslu stað­festi hann lyktir máls­ins.

Auglýsing

Því liggur fyrir að PwC borg­aði vel á annan millj­arð króna til að losna undan mál­sóknum sem fólu í sér ásak­anir um að reikn­ingar Glitnis og Lands­banka Íslands hefðu verið rangt fram settir fyrir hrun. 

Kaup­þing ekki sótt bætur

Nán­ast ekk­ert hafði heyrst af því hvort að Kaup­þing hafi farið í aðgerðir gegn KPMG, sem end­ur­skoð­aði reikn­inga þess fallna banka, þangað til að Kjarn­inn spurð­ist fyrir um það síðla árs 2019. Sam­kvæmt svari Kaup­þings ehf., félags utan um eft­ir­stand­andi eignir bank­ans, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans þá hefur ekk­ert sam­komu­lag verið gert.

Í bók­inni Kaupt­hink­ing – Bank­inn sem átti sig sjálf­ur, sem kom út haustið 2018, var haft eftir Sæmundi Valdi­mars­syni, ann­ars þeirra end­ur­skoð­enda sem skrif­aði undir árs­reikn­ing Kaup­þings 2007 og meið­eig­anda hjá KPMG, að frá því að Kaup­þing féll hefði árs­reikn­ingur hans verið rann­sak­aður af ýmsum aðil­um. Þar á meðal væri slita­stjórn og skila­nefnd bank­ans, Fjár­mála­eft­ir­litið og sér­stakur sak­sókn­ari með aðstoð sér­fræð­inga. „Nú 10 árum síð­ar, eftir allar þær skoð­anir sem reikn­ing­ur­inn hefur feng­ið, hefur ekki verið sótt að okkur vegna hans. Að okkar mati segir það tals­verða sögu og vart er hægt að fá betri stað­fest­ingu á því að árs­reikn­ing­ur­inn gefi glögga mynd og sé án veru­legra ann­marka, eins og fram kemur í áritun okkar á árs­reikn­ing­inn.“

Því virð­ist sem að Kaup­þing hafi ekki sótt bætur vegna end­ur­skoð­unar KPMG á reikn­ingi bank­ans. Bætur sem hin þrotabú föllnu stóru íslensku bank­anna sóttu á sína end­ur­skoð­end­ur, og feng­u. 

Bank­inn var gjald­þrota löngu áður en hann fór í þrot

Það vekur athygli þar sem rann­sóknir á end­ur­skoðun Kaup­þings, sem fram­kvæmd var fyrir emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara og unnin af sér­fræð­ingum á sviði reikn­ings­skila, sýndu þá nið­ur­stöðu að bank­inn hafi verið gjald­þrota í lok árs 2007 hið síð­asta. 

Nið­ur­staða sér­fræð­ing­anna sem fram­kvæmdu rann­sókn­ina var sú að hvorki stjórn, fram­kvæmda­stjórn né end­ur­skoð­endur Kaup­þings gátu staðið við yfir­lýs­ingar sem fram­settar voru í árs­reikn­ingi fyrir árið 2007 þess efnis að hann gæfi glögga mynd af rekstri og efna­hag bank­ans né að hann væri sam­inn í sam­ræmi við lög og staðla um gerð reikn­ings­skila fyrir fyr­ir­tæki sem skráð væri á mark­að. 

Þvert á móti komust þeir að þeirri nið­ur­stöðu að árs­reikn­ing­ur­inn væri bein­línis rang­færður að veru­legum hluta. Það þýddi að þeir sem lásu árs­reikn­ing­inn fengu ekki upp­lýs­ingar um rekstur og efna­hag Kaup­þings sem gátu talist áreið­an­leg­ar. Því lægi fyrir að þeir sem báru ábyrgð á árs­reikn­ingnum hefðu sam­eig­in­lega villt um fyrir hlut­höfum og kröfu­höfum Kaup­þings og sam­fé­lag­inu öllu. 

Í þeim sagði að alvar­legir ágallar hafi verið voru á reikn­ings­skilum bank­ans fyrir það ár. Svo alvar­legir að í stað þess að eigið fé bank­ans væri jákvætt um mörg hund­ruð millj­arða króna átti það að vera nei­kvætt. Og upp­fyllti þar af leið­andi ekki sett skil­yrði fyrir því að starfa. Kaup­þing hefði átt að skila inn starfs­leyfi sínu sam­kvæmt gögn­un­um. 

Það gerði bank­inn ekki heldur hélt áfram að starfa fram í októ­ber 2008, og ýkti um leið gríð­ar­lega það tjón sem starf­semi bank­ans olli á end­anum hlut­höfum og kröfu­höf­um. Á þessum mán­uðum sem bank­inn starf­aði ólög­lega voru líka framin fjöl­mörg og alvar­leg efna­hags­brot sem búið er að dæma helstu stjórn­endur Kaup­þings til fang­els­is­vistar fyr­ir.

Þessi frétta­skýr­ing byggir að stóru leyti á frétta­skýr­ingu sem birt­ist í Kjarn­anum í nóv­em­ber 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar