Hvað gera bændur nú?

Danskir (fyrrverandi) minkabændur eru í miklum vanda. Þeim hefur verið lofað bótum vegna þess að fella þurfti bústofninn en enginn veit hvenær þær bætur fást greiddar, meðan skuldir hrannast upp. Bankarnir hafa lítinn skilning á vandanum.

Milljónir minka hafa verið felldar í Danmörku síðustu vikur.
Milljónir minka hafa verið felldar í Danmörku síðustu vikur.
Auglýsing

4. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn var örlaga­dagur í lífi danskra minka­bænda. Þann dag skýrði Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra frá því að allir minkar á öllum minka­búum í Dan­mörku skyldu slegnir af. Ástæð­una sagði ráð­herr­ann þá að nýtt afbrigði kór­ónu­veirunnar hefði greinst í minkum, afbrigði sem hugs­an­lega væri ónæmt fyrir bólu­efni, sem unnið er að víða um heim. Þess vegna væri ákvörð­unin um aflífun alls minka­stofns­ins í land­inu, 15- 17 millj­ónir dýra, nauð­syn­leg og engan tíma mætti missa. Og nú hefur nær allur danski minka­stofn­inn verið felld­ur.

Þetta minka­mál, eins og það er kall­að, hefur verið eitt alls­herjar klúður frá upp­hafi. Meðal ann­ars var mat­væla- og land­bún­að­ar­ráð­herrann, Mog­ens Jen­sen, lát­inn fjúka. Klúð­urs­sagan, sem örugg­lega er ekki lok­ið, verður ekki rakin hér en benda má á pistil sem birt­ist hér í Kjarn­anum 29.11 undir heit­inu „Minka­klúðrið“. 

AuglýsingÞungt högg

Á áður­nefndum örlaga­degi, 4. nóv­em­ber, var fót­unum skyndi­lega kippt undan starf­semi um það bil þús­und minka­búa. Störf á búunum voru um það bil þrjú þús­und og annar eins fjöldi hefur haft atvinnu við ýmis störf sem tengj­ast minka­eld­inu með einum eða öðrum hætti. Með yfir­lýs­ingu for­sæt­is­ráð­herr­ans hvarf lífs­við­ur­værið, líkt og hendi væri veif­að.

Þótt höggið væri þungt fyrir starfs­fólk búanna og þeirra sem höfðu vinnu þeim tengda var höggið þó lang­þyngst fyrir eig­endur búanna. Eig­end­urnir eru í lang­flestum til­vikum bænd­urnir sjálfir og mörg búanna hafa verið í eigu sömu fjöl­skyldna í ára­tugi. Danir hafa um lagt ára­bil verið í hópi stærstu minka­skinns­fram­leið­enda heims, með tæp­lega þriðj­ung heims­fram­leiðsl­unn­ar, og dönsk minka­skinn haft á sér gæða­stimp­il. 

Lágt verð á minkaskinnum á síðustu árum hefur þýtt erfiðleika í búrekstrinum og margir bændur eru skuldum vafnir. Mynd: EPA

Verð á minka­skinnum hefur sveifl­ast mikið á und­an­förnum árum en eftir mikla upp­sveiflu á árunum 2011- 2013 hefur það lækkað mik­ið. Það segir sína sögu að útflutn­ings­tekj­urnar árið 2019 voru innan helm­ingur þess sem þær voru árið 2013. Afkoma minka­bænda hefur af þessum sökum versnað mjög og margir þeirra hafa átt mikið undir vel­vild lána­stofn­ana. Tjónið yrði bætt 

Þegar til­kynnt var að allur danski minka­stofn­inn yrði sleg­inn af vökn­uðu strax ótal spurn­ing­ar. Ein þeirra, og ekki sú létt­væg­asta var: hvernig verður gríð­ar­mikið tjón bænda bætt? Þegar frétta­menn vörp­uðu fram þess­ari spurn­ingu á upp­lýs­inga­fundi for­sæt­is­ráð­herra var Mette Frederik­sen fljót til svars: Tjón bænda yrði bætt. Bætti svo við að þar væri í mörg horn að líta og þess vegna tæki nokkurn tíma að „reikna það dæmi“, eins og ráð­herr­ann komst að orð­i. 

Og hornin eru vissu­lega mörg. Fyrir utan beint tjón vegna slátr­unar dýr­anna á búunum þarf að meta húsa­kost og tæki, sömu­leiðis þarf að meta tekju­tap margra næstu ára. Þótt sumir minka­bændur vilji kannski end­ur­reisa búin líður langur tími áður en búskap­ur­inn fer að skila tekjum á ný. Þetta og ýmis­legt fleira þarf að leggja mat á varð­andi bóta­upp­hæð­ina. 

Farandverkamenn frá Lettlandi pelsuðu, eins og það er kallað, minka frá níutíu búum í nóvember. Mynd: EPA

Á áður­nefndum upp­lýs­inga­fundi sagði Mette Frederik­sen að ljóst væri að upp­hæð bót­anna myndi hlaupa á millj­örð­um. Í við­tölum við fjöl­miðla hafa nokkrir þing­menn nefnt 20 millj­arða (408 millj­arða íslenska) en fram hefur komið að ágrein­ingur er meðal þing­manna um aðferð­irnar við reikna út bæt­urn­ar, sumir vilja miða við með­al­tekjur síð­ustu 10 ára og borga sam­kvæmt því 10 ár fram í tím­ann, aðrir vilja ein­greiðslu­leið.Eng­inn veit hvenær bændur fá greitt

Eins og fyrr var getið lýsti Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra því yfir á „ör­laga­deg­in­um“ 4. nóv­em­ber að bændum yrðu greiddar bæt­ur. Hún sagði jafn­framt að málið væri flókið og útreikn­ingur bóta gæti tekið nokkurn tíma. Minka­bóndi sem dag­blaðið Politi­ken ræddi við þennan dag sagði að lof­orð for­sæt­is­ráð­herra væri mik­ils virði en hann hefði áhyggjur af því að langan tíma tæki að reikna út bæt­urn­ar. „Það tekur ekki langan tíma að fella minka­stofn­inn, en fram­haldið verður örugg­lega tíma­frekara“. Þessi bóndi virð­ist ætla að reyn­ast sann­spár. 

Dauðir minkar bíða pelsunar á Sjálandi í Danmörku. Þeir eru af búi þar sem kórónuveirusmit kom ekki upp. Mynd: EPA

Málið er flók­ið. Fyrst þarf danska þing­ið, Fol­ket­in­get, að ná sam­komu­lagi um upp­hæðir og fyr­ir­komu­lag sem ekki er víst að reyn­ist auð­velt. Þegar slíkt sam­komu­lag liggur fyrir þarf að leggja það fyrir fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Hún þarf að leggja blessun sína yfir ákvarð­anir danskra stjórn­valda. Innan ESB gilda strangar reglur um rík­is­styrki og svo­nefndar ofgreiðsl­ur. Það er að segja að ekki séu borg­aðar bætur sem séu hærri en eðli­legt og rétt­mætt geti talist. Þegar danskir frétta­menn spurðu hvenær búast mætti við að reglur um upp­hæðir og greiðslu­fyr­ir­komu­lag lægju fyrir fengu þeir þau svör að því væri ekki hægt að svara. Bændur í vanda en bank­arnir hafa litla bið­lund

Á meðan „bóta­mál­ið“ er til með­ferð­ar, hjá danska þing­inu og síðan ESB ger­ist fá minka­bændur ekk­ert greitt. Það veldur þeim þungum áhyggj­um. Lágt verð á minka­skinnum á síð­ustu árum hefur þýtt erf­ið­leika í búrekstr­inum og margir bændur skuldum vafn­ir. Nú hrann­ast ógreiddir reikn­ingar upp. Allir vilja fá borgað en bændur hafa enga sjóði að leita til. 

Minkum slátrað á Sjálandi í Danmörku. Mynd: EPA

Margar lána­stofn­anir eiga mikið fé útistand­andi hjá bænd­um, neita frek­ari lánum og krefj­ast greiðslna frá bænd­unum „sem ekki vita sitt rjúk­andi ráð“ eins og Tage Ped­er­sen for­maður sam­taka minka­bænda komst að orði í við­tali við danska útvarp­ið. Hann segir það und­ar­legt að bank­arnir geti ekki sýnt bið­lund á meðan beðið er eftir bóta­greiðsl­un­um. Margir þing­menn hafa tekið undir þessi orð. 

Bændur sem danskir fjöl­miðlar hafa rætt við segja að ef ekk­ert ger­ist á allra næstu dögum blasi algjört þrot við og margir missi sitt í hendur bank­anna. „Allur sand­ur­inn er runn­inn úr stunda­glas­in­u,“ sagði einn þeirra í við­tali við Jót­land­s­póst­inn. Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar