Konur myndu kjósa félagshyggjustjórn en karlar hallast að íhaldinu

Kjósa konur öðruvísi en karlar? Skipta menntun eða tekjur máli þegar fólk ákveður hvaða stjórnmálaflokkur endurspegli best skoðanir þess á því hvernig þjóðfélagið á að vera? Er munur á því hvernig borgarbúar og þeir sem búa úti á landi ráðstafa atkvæðum?

7DM_9713_raw_1786.JPG
Auglýsing

Ef konur myndu einar kjósa væri hægt að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri grænna. Hún myndi fá 49,2 pró­sent atkvæða en í ljósi þess að 3,3 pró­sent atkvæða sem konur myndu greiða Sós­í­alista­flokki Íslands eða öðrum fram­boðum sem ekki eru nefnd í könn­un­um, myndu falla niður dauð þá myndi það duga fyrir tæpum meiri­hluta. 

Ef karlar myndu einir kjósa væri á hinn bóg­inn hægt að mynda þriggja flokka íhalds­rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Mið­flokks með 49,1 pró­sent fylg­i. 

Það gæti dugað fyrir ágætum þing­meiri­hluta þar sem Vinstri græn yrðu tæp á því að ná inn á þing með 4,5 pró­sent fylgi, Flokkur fólks­ins myndi örugg­lega falla út með 2,7 pró­sent stuðn­ing og 1,3 pró­sent aðspurðra sagð­ist kjósa annað en nefnda flokka. Því eru líkur á að heil 8,5 pró­sent atkvæða myndu falla niður dauð ef karlar kysu ein­ir, og ýkja þannig nið­ur­stöðu hinna flokk­anna. Þetta má lesa úr úr gagna­safni frá MMR þar sem bak­grunns­breytur svar­enda í síð­ustu tveimur könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi stjórn­mála­flokka eru greind­ar. 

Auglýsing
Vitanlega er um sam­kvæm­is­leik að ræða, konur eða karl­ar, eða aðrar bak­grunns­breytur sem verða hér til umfjöll­un­ar, eru ekki að fara að hætta að kjósa. Til­gang­ur­inn er hins vegar að sýna, út frá gagna­söfnum MMR, hvernig stjórn­mála­flokkar höfða með mis­mun­andi hætti til mis­mun­andi hópa. 

Hvernig kjósa tekju­hópar?

Hjá fólki með 400 þús­und krónur eða minna í heim­il­is­tekjur á mán­uði er mikil vinstri slag­síða. Þar væri hægt að mynda meiri­hluta­stjórn Pírata, Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Sós­í­alista­flokks með 55,5 pró­sent stuðn­ing. Við­reisn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokkur njóta að sama skapi lít­illar hylli hjá þeim hópi. Sam­an­lagt fylgi flokk­anna þriggja þar er 23,3 pró­sent. Hjá þeim sem eru með 1.200 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekjur eða meira snýst þetta við. Auð­velt yrði að mynda meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Fram­sóknar með 54,2 pró­sent atkvæða úr þeim tekju­hóp. 

Sós­í­alista­flokk­ur­inn, Píratar og Vinstri græn eru að sama skapi óvin­sæl hjá tekju­hæsta hón­um. Sam­an­lagt fylgi þeirra hjá honum mælist 16,5 pró­sent. Sam­fylk­ingin sker sig úr flóru flokka þar sem hún nýtur ágætis fylgis hjá tekju­lægsta hópnum en er samt vin­sæl hjá þeim tekju­hæsta, þar sem 18,6 pró­sent kjós­enda styðja hana. Það er vel yfir heild­ar­fylgi flokks­ins og setur hann í annað sætið yfir vin­sæl­ustu stjórn­mála­flokka lands­ins hjá hæsta tekju­hópn­um, á eftir Sjálf­stæð­is­flokknum sem gín yfir alla aðra í vin­sældum þar með 34,2 pró­sent fylgi.

Hvernig kjósa mis­mun­andi land­svæði?

Ef höf­uð­borg­ar­svæðið myndi eitt kjósa myndu Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn fá sam­an­lagt 45,5 pró­sent atkvæða en rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír (Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn) 37,6 pró­sent. Þar skiptir fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins á svæð­inu öllu máli, en hann mælist með 24,3 pró­sent stuðn­ing þar sem er mesti stuðn­ingur sem hann mælist með á land­inu. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í miklum vand­ræðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem fylgi hans mælist ein­ungis 5,9 pró­sent og Vinstri græn eru ekki langt undan með 7,6 pró­sent fylg­i. 

Höf­uð­borg­ar­svæðið er hins vegar lang­sterkasta vígi allra frjáls­lyndu miðju­flokk­anna: Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisn­ar.

Þegar horft er á þann hóp sem er með grunn­skóla­menntun sem æðstu menntun er ljóst að þar eru íhalds­samir flokkar vin­sælli en hjá þeim sem hafa gengið lengra niður mennta­veg­inn. Sam­an­lagt fylgi þeirra mælist 46,4 pró­sent og myndi duga fyrir meiri­hluta á þingi innan þessa meng­is, þar sem atkvæði greidd Vinstri grænum (3,8 pró­sent) og Við­reisn (4,0 pró­sent) myndu að öllum lík­indum falla niður dauð. Í hópi háskóla­mennt­aðra myndi rík­is­stjórn­ar­myndun verða flókin þar sem ein­ungis fjórir flokkar mæl­ast með meira fylgi hjá þeim hópi en almennt. Þeir eru Sjálf­stæð­is­flokkur (25,2 pró­sent), Sam­fylk­ing (17,7 pró­sent), Við­reisn (14,3 pró­sent) og Vinstri græn (11,3 pró­sent), en Sam­fylk­ingin hefur þegar gefið út að það komi ekki til greina að starfa með Sjálf­stæð­is­flokki eftir næstu kosn­ing­ar.

Hvernig kjósa mis­mun­andi ald­urs­hópar?

Ef yngsti kjós­enda­hóp­ur­inn, 18 til 29 ára, myndi ráða myndun næstu rík­is­stjórnar er nokkuð ljóst að Píratar (24,9 pró­sent) og Sam­fylk­ingin (19,3 pró­sent) yrðu bak­beinið í henni með sam­an­lagt 44,3 pró­sent fylgi. Í ljósi þess að allt að fimm pró­sent atkvæða hjá hópnum myndu að óbreyttu falla niður dauð þá vantar ekki mikið upp á að þessir tveir flokkar næðu meiri­hluta þing­manna sam­an, miðað ein­vörð­ungu við yngstu atkvæð­in. Þeir gætu líka kippt Sós­í­alista­flokki Íslands með sér í rík­is­stjórn en hann mælist með sjö pró­sent fylgi hjá þessum hóp, eða meira en Vinstri græn, Við­reisn, Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er þriðji stærsti flokk­ur­inn hjá þessum ald­urs­hóp en hann er samt sem áður að mæl­ast með minni stuðn­ing þar en í nokkrum öðrum ald­urs­hópi. 

Hjá 60 ára og eldri blasir við önnur staða. Þar er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í sér­flokki með 31,5 pró­sent fylgi. Ef Sam­fylk­ingin hefði ein­hvern áhuga á að vinna með Sjálf­stæð­is­flokki, og öfugt, þá væri hægt að mynda tveggja flokka rík­is­stjórn þeirra ef kosn­inga­ald­ur­inn yrði færður upp í 60 ár. Sam­an­lagt fylgi þeirra hjá þeim ald­urs­hópi mælist slétt 50 pró­sent.

Gögnin sem hér eru til umfjöll­unar eru úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar