Konur myndu kjósa félagshyggjustjórn en karlar hallast að íhaldinu

Kjósa konur öðruvísi en karlar? Skipta menntun eða tekjur máli þegar fólk ákveður hvaða stjórnmálaflokkur endurspegli best skoðanir þess á því hvernig þjóðfélagið á að vera? Er munur á því hvernig borgarbúar og þeir sem búa úti á landi ráðstafa atkvæðum?

7DM_9713_raw_1786.JPG
Auglýsing

Ef konur myndu einar kjósa væri hægt að mynda þriggja flokka ríkisstjórn Samfylkingar, Pírata og Vinstri grænna. Hún myndi fá 49,2 prósent atkvæða en í ljósi þess að 3,3 prósent atkvæða sem konur myndu greiða Sósíalistaflokki Íslands eða öðrum framboðum sem ekki eru nefnd í könnunum, myndu falla niður dauð þá myndi það duga fyrir tæpum meirihluta. 

Ef karlar myndu einir kjósa væri á hinn bóginn hægt að mynda þriggja flokka íhaldsríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Miðflokks með 49,1 prósent fylgi. 

Það gæti dugað fyrir ágætum þingmeirihluta þar sem Vinstri græn yrðu tæp á því að ná inn á þing með 4,5 prósent fylgi, Flokkur fólksins myndi örugglega falla út með 2,7 prósent stuðning og 1,3 prósent aðspurðra sagðist kjósa annað en nefnda flokka. Því eru líkur á að heil 8,5 prósent atkvæða myndu falla niður dauð ef karlar kysu einir, og ýkja þannig niðurstöðu hinna flokkanna. 


Þetta má lesa úr úr gagnasafni frá MMR þar sem bakgrunnsbreytur svarenda í síðustu tveimur könnunum fyrirtækisins á fylgi stjórnmálaflokka eru greindar. 

Auglýsing
Vitanlega er um samkvæmisleik að ræða, konur eða karlar, eða aðrar bakgrunnsbreytur sem verða hér til umfjöllunar, eru ekki að fara að hætta að kjósa. Tilgangurinn er hins vegar að sýna, út frá gagnasöfnum MMR, hvernig stjórnmálaflokkar höfða með mismunandi hætti til mismunandi hópa. 

Hvernig kjósa tekjuhópar?

Hjá fólki með 400 þúsund krónur eða minna í heimilistekjur á mánuði er mikil vinstri slagsíða. Þar væri hægt að mynda meirihlutastjórn Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sósíalistaflokks með 55,5 prósent stuðning. Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur njóta að sama skapi lítillar hylli hjá þeim hópi. Samanlagt fylgi flokkanna þriggja þar er 23,3 prósent. 


Hjá þeim sem eru með 1.200 þúsund krónur á mánuði í heimilistekjur eða meira snýst þetta við. Auðvelt yrði að mynda meirihluta Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Framsóknar með 54,2 prósent atkvæða úr þeim tekjuhóp. 

Sósíalistaflokkurinn, Píratar og Vinstri græn eru að sama skapi óvinsæl hjá tekjuhæsta hónum. Samanlagt fylgi þeirra hjá honum mælist 16,5 prósent. Samfylkingin sker sig úr flóru flokka þar sem hún nýtur ágætis fylgis hjá tekjulægsta hópnum en er samt vinsæl hjá þeim tekjuhæsta, þar sem 18,6 prósent kjósenda styðja hana. Það er vel yfir heildarfylgi flokksins og setur hann í annað sætið yfir vinsælustu stjórnmálaflokka landsins hjá hæsta tekjuhópnum, á eftir Sjálfstæðisflokknum sem gín yfir alla aðra í vinsældum þar með 34,2 prósent fylgi.

Hvernig kjósa mismunandi landsvæði?

Ef höfuðborgarsvæðið myndi eitt kjósa myndu Samfylking, Píratar og Viðreisn fá samanlagt 45,5 prósent atkvæða en ríkisstjórnarflokkarnir þrír (Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn) 37,6 prósent. Þar skiptir fylgi Sjálfstæðisflokksins á svæðinu öllu máli, en hann mælist með 24,3 prósent stuðning þar sem er mesti stuðningur sem hann mælist með á landinu. Framsóknarflokkurinn er í miklum vandræðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem fylgi hans mælist einungis 5,9 prósent og Vinstri græn eru ekki langt undan með 7,6 prósent fylgi. 

Höfuðborgarsvæðið er hins vegar langsterkasta vígi allra frjálslyndu miðjuflokkanna: Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar.

Þegar horft er á þann hóp sem er með grunnskólamenntun sem æðstu menntun er ljóst að þar eru íhaldssamir flokkar vinsælli en hjá þeim sem hafa gengið lengra niður menntaveginn. Samanlagt fylgi þeirra mælist 46,4 prósent og myndi duga fyrir meirihluta á þingi innan þessa mengis, þar sem atkvæði greidd Vinstri grænum (3,8 prósent) og Viðreisn (4,0 prósent) myndu að öllum líkindum falla niður dauð. 


Í hópi háskólamenntaðra myndi ríkisstjórnarmyndun verða flókin þar sem einungis fjórir flokkar mælast með meira fylgi hjá þeim hópi en almennt. Þeir eru Sjálfstæðisflokkur (25,2 prósent), Samfylking (17,7 prósent), Viðreisn (14,3 prósent) og Vinstri græn (11,3 prósent), en Samfylkingin hefur þegar gefið út að það komi ekki til greina að starfa með Sjálfstæðisflokki eftir næstu kosningar.

Hvernig kjósa mismunandi aldurshópar?

Ef yngsti kjósendahópurinn, 18 til 29 ára, myndi ráða myndun næstu ríkisstjórnar er nokkuð ljóst að Píratar (24,9 prósent) og Samfylkingin (19,3 prósent) yrðu bakbeinið í henni með samanlagt 44,3 prósent fylgi. Í ljósi þess að allt að fimm prósent atkvæða hjá hópnum myndu að óbreyttu falla niður dauð þá vantar ekki mikið upp á að þessir tveir flokkar næðu meirihluta þingmanna saman, miðað einvörðungu við yngstu atkvæðin. Þeir gætu líka kippt Sósíalistaflokki Íslands með sér í ríkisstjórn en hann mælist með sjö prósent fylgi hjá þessum hóp, eða meira en Vinstri græn, Viðreisn, Flokkur fólksins og Miðflokkur. 

Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn hjá þessum aldurshóp en hann er samt sem áður að mælast með minni stuðning þar en í nokkrum öðrum aldurshópi. 

Hjá 60 ára og eldri blasir við önnur staða. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn í sérflokki með 31,5 prósent fylgi. Ef Samfylkingin hefði einhvern áhuga á að vinna með Sjálfstæðisflokki, og öfugt, þá væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn þeirra ef kosningaaldurinn yrði færður upp í 60 ár. Samanlagt fylgi þeirra hjá þeim aldurshópi mælist slétt 50 prósent.

Gögnin sem hér eru til umfjöllunar eru úr síðustu tveimur könnunum MMR, sem gerðar voru 23-28. október og 6-11. nóvember 2020 (samtals 1.858 svarendur).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar