Konur myndu kjósa félagshyggjustjórn en karlar hallast að íhaldinu

Kjósa konur öðruvísi en karlar? Skipta menntun eða tekjur máli þegar fólk ákveður hvaða stjórnmálaflokkur endurspegli best skoðanir þess á því hvernig þjóðfélagið á að vera? Er munur á því hvernig borgarbúar og þeir sem búa úti á landi ráðstafa atkvæðum?

7DM_9713_raw_1786.JPG
Auglýsing

Ef konur myndu einar kjósa væri hægt að mynda þriggja flokka rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Vinstri grænna. Hún myndi fá 49,2 pró­sent atkvæða en í ljósi þess að 3,3 pró­sent atkvæða sem konur myndu greiða Sós­í­alista­flokki Íslands eða öðrum fram­boðum sem ekki eru nefnd í könn­un­um, myndu falla niður dauð þá myndi það duga fyrir tæpum meiri­hluta. 

Ef karlar myndu einir kjósa væri á hinn bóg­inn hægt að mynda þriggja flokka íhalds­rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Mið­flokks með 49,1 pró­sent fylg­i. 

Það gæti dugað fyrir ágætum þing­meiri­hluta þar sem Vinstri græn yrðu tæp á því að ná inn á þing með 4,5 pró­sent fylgi, Flokkur fólks­ins myndi örugg­lega falla út með 2,7 pró­sent stuðn­ing og 1,3 pró­sent aðspurðra sagð­ist kjósa annað en nefnda flokka. Því eru líkur á að heil 8,5 pró­sent atkvæða myndu falla niður dauð ef karlar kysu ein­ir, og ýkja þannig nið­ur­stöðu hinna flokk­anna. Þetta má lesa úr úr gagna­safni frá MMR þar sem bak­grunns­breytur svar­enda í síð­ustu tveimur könn­unum fyr­ir­tæk­is­ins á fylgi stjórn­mála­flokka eru greind­ar. 

Auglýsing
Vitanlega er um sam­kvæm­is­leik að ræða, konur eða karl­ar, eða aðrar bak­grunns­breytur sem verða hér til umfjöll­un­ar, eru ekki að fara að hætta að kjósa. Til­gang­ur­inn er hins vegar að sýna, út frá gagna­söfnum MMR, hvernig stjórn­mála­flokkar höfða með mis­mun­andi hætti til mis­mun­andi hópa. 

Hvernig kjósa tekju­hópar?

Hjá fólki með 400 þús­und krónur eða minna í heim­il­is­tekjur á mán­uði er mikil vinstri slag­síða. Þar væri hægt að mynda meiri­hluta­stjórn Pírata, Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Sós­í­alista­flokks með 55,5 pró­sent stuðn­ing. Við­reisn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokkur njóta að sama skapi lít­illar hylli hjá þeim hópi. Sam­an­lagt fylgi flokk­anna þriggja þar er 23,3 pró­sent. Hjá þeim sem eru með 1.200 þús­und krónur á mán­uði í heim­il­is­tekjur eða meira snýst þetta við. Auð­velt yrði að mynda meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Fram­sóknar með 54,2 pró­sent atkvæða úr þeim tekju­hóp. 

Sós­í­alista­flokk­ur­inn, Píratar og Vinstri græn eru að sama skapi óvin­sæl hjá tekju­hæsta hón­um. Sam­an­lagt fylgi þeirra hjá honum mælist 16,5 pró­sent. Sam­fylk­ingin sker sig úr flóru flokka þar sem hún nýtur ágætis fylgis hjá tekju­lægsta hópnum en er samt vin­sæl hjá þeim tekju­hæsta, þar sem 18,6 pró­sent kjós­enda styðja hana. Það er vel yfir heild­ar­fylgi flokks­ins og setur hann í annað sætið yfir vin­sæl­ustu stjórn­mála­flokka lands­ins hjá hæsta tekju­hópn­um, á eftir Sjálf­stæð­is­flokknum sem gín yfir alla aðra í vin­sældum þar með 34,2 pró­sent fylgi.

Hvernig kjósa mis­mun­andi land­svæði?

Ef höf­uð­borg­ar­svæðið myndi eitt kjósa myndu Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn fá sam­an­lagt 45,5 pró­sent atkvæða en rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir þrír (Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn) 37,6 pró­sent. Þar skiptir fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins á svæð­inu öllu máli, en hann mælist með 24,3 pró­sent stuðn­ing þar sem er mesti stuðn­ingur sem hann mælist með á land­inu. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í miklum vand­ræðum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem fylgi hans mælist ein­ungis 5,9 pró­sent og Vinstri græn eru ekki langt undan með 7,6 pró­sent fylg­i. 

Höf­uð­borg­ar­svæðið er hins vegar lang­sterkasta vígi allra frjáls­lyndu miðju­flokk­anna: Sam­fylk­ing­ar, Pírata og Við­reisn­ar.

Þegar horft er á þann hóp sem er með grunn­skóla­menntun sem æðstu menntun er ljóst að þar eru íhalds­samir flokkar vin­sælli en hjá þeim sem hafa gengið lengra niður mennta­veg­inn. Sam­an­lagt fylgi þeirra mælist 46,4 pró­sent og myndi duga fyrir meiri­hluta á þingi innan þessa meng­is, þar sem atkvæði greidd Vinstri grænum (3,8 pró­sent) og Við­reisn (4,0 pró­sent) myndu að öllum lík­indum falla niður dauð. Í hópi háskóla­mennt­aðra myndi rík­is­stjórn­ar­myndun verða flókin þar sem ein­ungis fjórir flokkar mæl­ast með meira fylgi hjá þeim hópi en almennt. Þeir eru Sjálf­stæð­is­flokkur (25,2 pró­sent), Sam­fylk­ing (17,7 pró­sent), Við­reisn (14,3 pró­sent) og Vinstri græn (11,3 pró­sent), en Sam­fylk­ingin hefur þegar gefið út að það komi ekki til greina að starfa með Sjálf­stæð­is­flokki eftir næstu kosn­ing­ar.

Hvernig kjósa mis­mun­andi ald­urs­hópar?

Ef yngsti kjós­enda­hóp­ur­inn, 18 til 29 ára, myndi ráða myndun næstu rík­is­stjórnar er nokkuð ljóst að Píratar (24,9 pró­sent) og Sam­fylk­ingin (19,3 pró­sent) yrðu bak­beinið í henni með sam­an­lagt 44,3 pró­sent fylgi. Í ljósi þess að allt að fimm pró­sent atkvæða hjá hópnum myndu að óbreyttu falla niður dauð þá vantar ekki mikið upp á að þessir tveir flokkar næðu meiri­hluta þing­manna sam­an, miðað ein­vörð­ungu við yngstu atkvæð­in. Þeir gætu líka kippt Sós­í­alista­flokki Íslands með sér í rík­is­stjórn en hann mælist með sjö pró­sent fylgi hjá þessum hóp, eða meira en Vinstri græn, Við­reisn, Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er þriðji stærsti flokk­ur­inn hjá þessum ald­urs­hóp en hann er samt sem áður að mæl­ast með minni stuðn­ing þar en í nokkrum öðrum ald­urs­hópi. 

Hjá 60 ára og eldri blasir við önnur staða. Þar er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í sér­flokki með 31,5 pró­sent fylgi. Ef Sam­fylk­ingin hefði ein­hvern áhuga á að vinna með Sjálf­stæð­is­flokki, og öfugt, þá væri hægt að mynda tveggja flokka rík­is­stjórn þeirra ef kosn­inga­ald­ur­inn yrði færður upp í 60 ár. Sam­an­lagt fylgi þeirra hjá þeim ald­urs­hópi mælist slétt 50 pró­sent.

Gögnin sem hér eru til umfjöll­unar eru úr síð­ustu tveimur könn­unum MMR, sem gerðar voru 23-28. októ­ber og 6-11. nóv­em­ber 2020 (sam­tals 1.858 svar­end­ur).

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar