EPA

„Klasi 5“ ógnar lýðheilsu dönsku þjóðarinnar

Þegar í sumar greindist minkur á dönsku búi með kórónuveiruna. Í haust var stökkbreytt afbrigði minkaveirunnar greint en það var ekki fyrr en í fyrradag að ákveðið var að aflífa alla minka og einangra sveitarfélögin þar sem það hefur greinst í mönnum.

Ekki er grunur um að kór­ónu­veirusmit hafi komið upp á minka­búum á Íslandi en í ljósi smita af stökk­breyttu afbrigði kór­ónu­veiru úr minkum í fólk í Dan­mörku ætlar Mat­væla­stofnun að hefja skimun meðal dýr­anna fyrir veirunni á íslenskum minka­bú­um.Þegar fregnir bár­ust af kór­ónu­veirusmiti úr fólki í minka í sumar sendi Mat­væla­stofnun til­mæli til íslenskra minka­bænda um hertar sótt­varnir á búunum og að ein­stak­lingar með sjúk­dóms­ein­kenni haldi sig fjarri þeim. Til­kynna skal grun um veik­indi í minkum til Mat­væla­stofn­un­ar. Reglu­lega hefur verið minnt á þessi til­mæli en engar til­kynn­ingar hafa borist.Auglýsing

Danir hafa ákveðið að aflífa alla minka á búum í land­inu, um 15-17 millj­ónir tals­ins, vegna kór­ónu­veirusmita sem bár­ust úr minkum í fólk. Um stökk­breytt afbrigði veirunnar er að ræða sem talið er að hafi borist upp­runa­lega úr fólki í minka. Hætta er á að þau bólu­efni sem eru í þróun gegn kór­ónu­veirunni virki ekki á stökk­breytt afbrigði veirunn­ar.214 ­manns á Jót­landi hafa greinst með kór­ónu­veiru sem rakin er til minkanna frá því í sumar og hafa dönsk yfir­völd hert aðgerðir í norð­ur­hluta lands­ins af þessum sök­um. Eru íbúar sjö sveit­ar­fé­laga á Norð­ur­-Jót­landi beðnir að halda sig innan sinna sveit­ar­fé­laga og sömu­leiðis eru aðrir beðnir að ferð­ast ekki til þeirra. Íbúar í sveit­ar­fé­lög­unum sjö verða allir skimaðir fyrir veirunni.Sýk­ingin á svæð­inu er kölluð „klasi 5“ og segir for­sæt­is­ráð­herr­ann Mette Frederik­sen „ör­laga­stund“ runna upp, rétt eins og hún sagði um 11. mars síð­ast­lið­inn er gripið var til hörð­ustu aðgerða sem þá höfðu þekkst í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um.Minkalæður eignast um 65 þúsund hvolpa árlega á íslenskum minkabúum.
EPA

Danir eru stærstu fram­leið­endur minka­skinna í heim­inum og á dönskum búum eiga um 40 pró­sent heims­fram­leiðsl­unnar upp­runa sinn. Í fyrri bylgjum COVID-19 voru um 1,2 millj­ónir dýra aflíf­aðar á um 400 búum en í Dan­mörku eru 1.139 minkabú og þar starfa um 2.600 manns.Tage Peder­sen, for­maður sam­bands loð­dýra­fram­leið­enda í Dan­mörku, segir að aðgerð­irnar nú muni ganga að grein­inni dauðri. „Þetta er svartur dagur fyrir okkur öll. Auð­vitað viljum við ekki valda öðrum far­aldri en ákvörðun stjórn­valda er skelfi­leg fyrir okkar iðnað í Dan­mörku.“ Sagði hann aðgerð­irnar í raun marka „enda­lok skinna­iðn­að­ar­ins“.Frá júní til nóv­em­berÍ júní greind­ist kór­ónu­veiran í mink í Dan­mörku. Allir minkar á því búi voru aflífað­ir. Fleiri til­felli greindust, aðal­lega á Norð­ur­-Jót­landi en einnig á Vest­ur­-Jót­landi, bæði í minkum og mönn­um.Í sept­em­ber var „sér­stakt minka­af­brigði“ veirunnar greint í fólki á Norð­ur­-Jót­landi. Meðal sýktra var barn sem tengd­ist einu búinu.Milljónir minka verða felldar í Danmörku á næstu dögum.
EPA

Tveimur vikum síðar var hið nýja afbrigði veirunnar greint í fólki og minkum á sex minka­bú­um. Nokkrum dögum síðar skrif­uðu sér­fræð­ingar við Háskól­ann í Kaup­manna­höfn skýrslu þar sem fram kom að hið stökk­breytta afbrigði veirunnar gæti „hugs­an­lega“ haft í för með sér að bólu­efni gegn COVID-19 virki ekki á það.Á blaða­manna­fundi 1. októ­ber sagði Kåre Møl­bak, fram­kvæmda­stjóri hjá dönsku sótt­varna­stofn­un­inni, að það væri hættu­legra að vera minka­rækt­andi en að starfa í heil­brigð­is­kerf­inu hvað smit­hættu varð­aði. „Við vitum fyrir víst að menn geta smitað minka og mink­arnir svo menn.“ Smit hafði þá verið stað­fest á 41 minka­búi.Um miðjan októ­ber kom það í fyrsta sinn fram opin­ber­lega að hið stökk­breytta afbrigði gæti verið ónæmt fyrir þeim bólu­efnum sem eru í þró­un. Áhyggjur yfir­valda af því að afbrigðið gæti orðið „lýð­heilsuógn“ voru orðnar mikl­ar. Í áhættu­mati heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að „áfram­hald­andi minka­rækt á meðan far­aldur COVID-19 gengur yfir hafi í för með sér veru­lega áhætt­u“.Í fyrra­dag til­kynnti svo for­sæt­is­ráð­herr­ann loks að ákveðið hefði verið að fella alla minka í land­inu.Auglýsing

Hol­lend­ingar felldu minka í 68 búum í júní og til­kynntu í kjöl­farið að lokun allra búa fyrir fullt og allt, sem stefnt var að árið 2024, hefði verið flýtt til vors­ins 2021. Rann­sókn leiddi í ljós að um helm­ingur starfs­manna á minka­búum í Hollandi hafði smit­ast af afbrigði kór­ónu­veirunnar sem var að finna í mink­unum og sú ályktun var dregin að þeir hefðu smit­ast af dýr­un­um.

Ban­vænt gasNíu minkabú eru enn starf­rækt á Íslandi. Á þeim eru 15 þús­und eld­is­dýr og eign­ast læð­urnar um 65 þús­und hvolpa á ári. Þegar þeir hafa náð ákveðnum aldri eru þeir drepnir í sér­út­búnum aflíf­un­ar­kössum með ban­vænu gasi. Er það gert í sam­ræmi við kröfur í reglu­gerð um vernd dýra við aflíf­un. Að því loknu eru þeir „pels­að­ir“ eins og það er kall­að, og skrokkum þeirra farg­að, t.d. með urð­un.„Ef í ljós kæmi smit af COVID-19 á íslensku minka­búi yrðu aðgerðir ákveðnar í sam­ráði við sótt­varn­ar­yf­ir­völd,“ segir Sig­ríður Gísla­dótt­ir, dýra­læknir loð­dýra­sjúk­dóma hjá MAST, við Kjarn­ann. Spurð hvort skrokk­unum verði fargað án þess að skinnin verði tekin segir hún að upp­lýs­ingar séu enn ekki fyr­ir­liggj­andi um hvaða ráð­staf­anir verða hjá Dönum varð­andi hræ af sýktum dýrum „en að öllum lík­indum verður þeim fargað líkt og öðrum sótt­meng­uðum dýra­af­urð­u­m“.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar