Enn heldur flóttinn úr verðtryggingunni og frá lífeyrissjóðunum áfram

Viðskiptavinir lífeyrissjóða hafa greitt upp 15,7 milljarða króna af verðtryggðum húsnæðislánum hjá sjóðunum á fjórum mánuðum. Langflestir eru að færa sig í viðskipti til banka og taka óverðtryggð lán.

Íslenskum húsnæðislántakendum virðist reiknast til að verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum séu ekki það sem borgi sig í dag. Þeir hafa að uppistöðu rétt fyrir sér.
Íslenskum húsnæðislántakendum virðist reiknast til að verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum séu ekki það sem borgi sig í dag. Þeir hafa að uppistöðu rétt fyrir sér.
Auglýsing

Sjóðs­fé­lagar líf­eyr­is­­­sjóða hafa greitt upp lán hjá þeim fyrir um 13,7 millj­arða króna á fjórum mán­uð­um. Þró­unin byrj­aði hægt í júní­mán­uði, þegar upp­greiðslur námu rúm­lega 400 millj­ónum krónum umfram nýja lán­töku. Mest var greitt upp í júlí þegar upp­­­greiðslur líf­eyr­is­­­sjóðs­lána 5,1 millj­­­arði króna umfram ný lán. Í ágúst var sú upp­­­hæð tæp­­­lega 4,9 millj­­­arðar króna og í sept­em­ber greiddu sjóðs­fé­lag­arnir upp 3,3 millj­arða króna umfram þau nýju lán sem þeir tóku.

Langstærstur hluti þeirra lána sem greidd hafa verið upp á ofan­greindu tíma­bili eru verð­tryggð lán. Alls hafa sjóðs­fé­lagar í líf­eyr­is­sjóðum greitt upp 15,7 millj­arða króna af slíkum lánum umfram þau nýju lán sem hafa verið tek­in. 

Þetta má lesa út úr tölum um útlán líf­eyr­is­sjóða sem Seðla­banki Íslands birti í gær. 

Fjórða mán­uð­inn í röð námu upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóðs­lána hærri fjár­hæð en nýjar lán­tök­ur. Það er merki­legt í ljósi þess að frá þeim tíma sem Seðla­banki Íslands fór að halda utan um þessar töl­ur, í byrjun árs 2009, hafði það aldrei gerst áður. 

Tvær megin ástæður

Frá því að líf­eyr­is­sjóð­irnir komu aftur inn á hús­næð­is­lána­markað af krafti haustið 2015 hefur umfang verð­tryggðra hús­næð­is­mála í eigu þeirra aldrei dreg­ist jafn mikið saman í einum mán­uði og í sept­em­ber, eða um rúm­lega 5,8 millj­arða króna. 

Þrátt fyrir að sjóð­irnir hafi lánað út 2,5 millj­arða króna umfram upp­greiðslur af óverð­tryggðum lánum í sept­em­ber þá er ljóst að flótti við­skipta­vina frá líf­eyr­is­sjóðum og yfir til bank­anna er fjarri lok­ið. Líkt og áður sagði hafa upp­greiðslur á lánum hjá þeim verið 13,7 millj­örðum krónum meiri en ný tekin hús­næð­is­lán frá því í byrjun jún­í. 



Auglýsing
Ástæða þessa eru tvær. Í fyrsta lagi hafa stýri­vaxta­lækk­anir Seðla­banka Íslands (bank­inn lækk­aði vexti niður í eitt pró­sent í vor) leitt til þess að óverð­­tryggðir hús­næð­is­lána­vextir þriggja stærstu bank­anna hafa hríð­­lækk­­að. Breyt­i­­legir óverð­­­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­­­bank­ans og Íslands­­­banka eru nú til að mynda 3,5 pró­­­sent. Á sam­­­­bæri­­­­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,54 pró­­­­sent. Í upp­­­hafi árs í fyrra voru breyt­i­­­legir óverð­­­tryggðir vextir bank­anna á bil­inu sex til 6,6 pró­­­sent. Þrátt fyrir að Íslands­banki hafi hækkað ýmsa vexti sína nýverið þá hreyfði bank­inn ekki við þessum lána­flokki.

Gildi, þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, brást við þess­ari stöðu seint í síð­asta mán­uði og lækk­aði vexti sjóðs­fé­lags­lána frá með 5. nóv­em­ber, sem var í gær. Mesta breyt­ingin var á breyti­legum vöxtum óverð­tryggðra lána sem voru lækk­aðir um 40 punkta, niður í 3,65 pró­sent.

Í öðru lagi hefur verð­bólga farið vax­andi og mælist nú 3,6 pró­sent. Íslenskir lán­tak­endur hafa sýnt það á síð­ustu árum að þeir hafi margir hverjir lært sína lexíu af banka­hrun­inu og er fljótir að skipta yfir í óverð­tryggð lán þegar verð­bólgan fer yfir mark­mið Seðla­bank­ans, sem er 2,5 pró­sent. 

Gjör­breytt staða hjá bönk­unum

Þessi þróun hefur líka gjör­breytt útlána­stöð­unni hjá stærstu bönk­unum þrem­ur. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 veittu bank­­arnir 225,8 millj­­arða króna í ný óverð­­tryggð útlán á meðan að umfang verð­­tryggðra lána dróst saman um 11,3 millj­­arða króna. Þetta er umtals­verður við­­snún­­ingur frá síð­­asta ári þegar heim­ilin tóku alls ný verð­­tryggð lán hjá bönkum fyrir 41,6 millj­­arða króna og ný óverð­­tryggð útlán fyrir 86,6 millj­­arðar króna. Hlut­­fall óverð­­tryggðra nýrra útlána hjá bönkum lands­ins fór því úr að vera 67,5 pró­­sent í að vera 105 pró­­sent.

Á öllu árinu 2019 voru 83 pró­­sent allra nýrra óverð­­tryggðra hús­næð­is­lána hjá bönkum tekin á breyt­i­­legum vöxt­­um. Það þýðir að vext­irnir geta hækkað eða lækkað í takti við stýri­­vaxta­á­kvarð­­anir Seðla­­banka Íslands. frá byrjun árs 2020 og út sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins veittu bank­­arnir hins vegar 231 millj­­arð króna í ný hús­næð­is­lán á breyt­i­­legum vöxtum á meðan að taka á lánum með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára, sem verja lán­tak­endur fyrir sveiflum en geta svipt þá ábata af lágu vaxt­­ar­­stigi til lengri tíma, dróg­ust sam­­an. 

Boð­aði dauða verð­­trygg­ing­­ar­innar

Það vakti mikla athygli í sumar þegar Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri sagði í við­tali við Frétta­­blaðið að verð­­trygg­ingin væri að deyja út. Orð­rétt sagði hann: „„Verð­­trygg­ingin var upp­­haf­­lega sett á vegna þess að við réðum ekki við verð­­bólg­una. Núna eru tím­­arnir breytt­­ir. Í fyrsta sinn er það raun­veru­­legur val­­kostur fyrir heim­ilin að skipta yfir í nafn­vexti og þannig afnema verð­­trygg­ing­una að eigin frum­­kvæði af sínum lán­­um. Þetta eru mikil tíma­­mót og fela í sér að verð­­trygg­ingin mun deyja út.“Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Það ber­­ast þó mis­­vísandi skila­­boð úr Seðla­­bank­­anum um hversu góð staða þetta sé. 

Rann­veig Sig­­­­­urð­­­­­ar­dótt­ir, vara­­­­­seðla­­­­­banka­­­­­stjóri pen­inga­­­­­mála í Seðla­­­­­banka Íslands, lýsti til að mynda yfir áhyggjum af þess­­­­ari þróun á blaða­­­­­manna­fundi sem hald­inn var í lok ágúst. „Það sem maður hefur áhyggjur af, bæði út frá pen­inga­­­­­stefn­unni og fjár­­­­­­­­­mála­­­­­stöð­ug­­­­­leika, er að heim­ilin séu að skuld­­­­­setja sig of mikið á breyt­i­­­­­legum vöxt­­­­­um. Von­andi verðum við ekki með svona lága vexti til fram­­­­­tíð­­­­­ar. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af í dag varð­andi mið­l­un­ina til heim­ila.“

Í nýjasta Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­riti Seðla­­bank­ans segir að aukn­ing óverð­­tryggðra lána með breyt­i­­legum vöxtum geri heim­ilin næm­­ari fyrir vaxta­hækk­­unum þar sem hækkun vaxta eyk­­ur­ greiðslu­­byrði þeirra meira en flestra ann­­arra láns­­forma sem í boði eru. „Betri dreif­ing skulda heim­ila milli ólíkra vaxta­við­miða, verð­­tryggðra og óverð­­tryggðra, fastra og fljót­andi, dregur úr áhættu vegna skuld­­setn­ingar heim­il­anna í heild sinn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar