Enn heldur flóttinn úr verðtryggingunni og frá lífeyrissjóðunum áfram

Viðskiptavinir lífeyrissjóða hafa greitt upp 15,7 milljarða króna af verðtryggðum húsnæðislánum hjá sjóðunum á fjórum mánuðum. Langflestir eru að færa sig í viðskipti til banka og taka óverðtryggð lán.

Íslenskum húsnæðislántakendum virðist reiknast til að verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum séu ekki það sem borgi sig í dag. Þeir hafa að uppistöðu rétt fyrir sér.
Íslenskum húsnæðislántakendum virðist reiknast til að verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum séu ekki það sem borgi sig í dag. Þeir hafa að uppistöðu rétt fyrir sér.
Auglýsing

Sjóðs­fé­lagar líf­eyr­is­­­sjóða hafa greitt upp lán hjá þeim fyrir um 13,7 millj­arða króna á fjórum mán­uð­um. Þró­unin byrj­aði hægt í júní­mán­uði, þegar upp­greiðslur námu rúm­lega 400 millj­ónum krónum umfram nýja lán­töku. Mest var greitt upp í júlí þegar upp­­­greiðslur líf­eyr­is­­­sjóðs­lána 5,1 millj­­­arði króna umfram ný lán. Í ágúst var sú upp­­­hæð tæp­­­lega 4,9 millj­­­arðar króna og í sept­em­ber greiddu sjóðs­fé­lag­arnir upp 3,3 millj­arða króna umfram þau nýju lán sem þeir tóku.

Langstærstur hluti þeirra lána sem greidd hafa verið upp á ofan­greindu tíma­bili eru verð­tryggð lán. Alls hafa sjóðs­fé­lagar í líf­eyr­is­sjóðum greitt upp 15,7 millj­arða króna af slíkum lánum umfram þau nýju lán sem hafa verið tek­in. 

Þetta má lesa út úr tölum um útlán líf­eyr­is­sjóða sem Seðla­banki Íslands birti í gær. 

Fjórða mán­uð­inn í röð námu upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóðs­lána hærri fjár­hæð en nýjar lán­tök­ur. Það er merki­legt í ljósi þess að frá þeim tíma sem Seðla­banki Íslands fór að halda utan um þessar töl­ur, í byrjun árs 2009, hafði það aldrei gerst áður. 

Tvær megin ástæður

Frá því að líf­eyr­is­sjóð­irnir komu aftur inn á hús­næð­is­lána­markað af krafti haustið 2015 hefur umfang verð­tryggðra hús­næð­is­mála í eigu þeirra aldrei dreg­ist jafn mikið saman í einum mán­uði og í sept­em­ber, eða um rúm­lega 5,8 millj­arða króna. 

Þrátt fyrir að sjóð­irnir hafi lánað út 2,5 millj­arða króna umfram upp­greiðslur af óverð­tryggðum lánum í sept­em­ber þá er ljóst að flótti við­skipta­vina frá líf­eyr­is­sjóðum og yfir til bank­anna er fjarri lok­ið. Líkt og áður sagði hafa upp­greiðslur á lánum hjá þeim verið 13,7 millj­örðum krónum meiri en ný tekin hús­næð­is­lán frá því í byrjun jún­í. Auglýsing
Ástæða þessa eru tvær. Í fyrsta lagi hafa stýri­vaxta­lækk­anir Seðla­banka Íslands (bank­inn lækk­aði vexti niður í eitt pró­sent í vor) leitt til þess að óverð­­tryggðir hús­næð­is­lána­vextir þriggja stærstu bank­anna hafa hríð­­lækk­­að. Breyt­i­­legir óverð­­­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­­­bank­ans og Íslands­­­banka eru nú til að mynda 3,5 pró­­­sent. Á sam­­­­bæri­­­­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,54 pró­­­­sent. Í upp­­­hafi árs í fyrra voru breyt­i­­­legir óverð­­­tryggðir vextir bank­anna á bil­inu sex til 6,6 pró­­­sent. Þrátt fyrir að Íslands­banki hafi hækkað ýmsa vexti sína nýverið þá hreyfði bank­inn ekki við þessum lána­flokki.

Gildi, þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, brást við þess­ari stöðu seint í síð­asta mán­uði og lækk­aði vexti sjóðs­fé­lags­lána frá með 5. nóv­em­ber, sem var í gær. Mesta breyt­ingin var á breyti­legum vöxtum óverð­tryggðra lána sem voru lækk­aðir um 40 punkta, niður í 3,65 pró­sent.

Í öðru lagi hefur verð­bólga farið vax­andi og mælist nú 3,6 pró­sent. Íslenskir lán­tak­endur hafa sýnt það á síð­ustu árum að þeir hafi margir hverjir lært sína lexíu af banka­hrun­inu og er fljótir að skipta yfir í óverð­tryggð lán þegar verð­bólgan fer yfir mark­mið Seðla­bank­ans, sem er 2,5 pró­sent. 

Gjör­breytt staða hjá bönk­unum

Þessi þróun hefur líka gjör­breytt útlána­stöð­unni hjá stærstu bönk­unum þrem­ur. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 veittu bank­­arnir 225,8 millj­­arða króna í ný óverð­­tryggð útlán á meðan að umfang verð­­tryggðra lána dróst saman um 11,3 millj­­arða króna. Þetta er umtals­verður við­­snún­­ingur frá síð­­asta ári þegar heim­ilin tóku alls ný verð­­tryggð lán hjá bönkum fyrir 41,6 millj­­arða króna og ný óverð­­tryggð útlán fyrir 86,6 millj­­arðar króna. Hlut­­fall óverð­­tryggðra nýrra útlána hjá bönkum lands­ins fór því úr að vera 67,5 pró­­sent í að vera 105 pró­­sent.

Á öllu árinu 2019 voru 83 pró­­sent allra nýrra óverð­­tryggðra hús­næð­is­lána hjá bönkum tekin á breyt­i­­legum vöxt­­um. Það þýðir að vext­irnir geta hækkað eða lækkað í takti við stýri­­vaxta­á­kvarð­­anir Seðla­­banka Íslands. frá byrjun árs 2020 og út sept­­em­ber síð­­ast­lið­ins veittu bank­­arnir hins vegar 231 millj­­arð króna í ný hús­næð­is­lán á breyt­i­­legum vöxtum á meðan að taka á lánum með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára, sem verja lán­tak­endur fyrir sveiflum en geta svipt þá ábata af lágu vaxt­­ar­­stigi til lengri tíma, dróg­ust sam­­an. 

Boð­aði dauða verð­­trygg­ing­­ar­innar

Það vakti mikla athygli í sumar þegar Ásgeir Jóns­­son seðla­­banka­­stjóri sagði í við­tali við Frétta­­blaðið að verð­­trygg­ingin væri að deyja út. Orð­rétt sagði hann: „„Verð­­trygg­ingin var upp­­haf­­lega sett á vegna þess að við réðum ekki við verð­­bólg­una. Núna eru tím­­arnir breytt­­ir. Í fyrsta sinn er það raun­veru­­legur val­­kostur fyrir heim­ilin að skipta yfir í nafn­vexti og þannig afnema verð­­trygg­ing­una að eigin frum­­kvæði af sínum lán­­um. Þetta eru mikil tíma­­mót og fela í sér að verð­­trygg­ingin mun deyja út.“Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Það ber­­ast þó mis­­vísandi skila­­boð úr Seðla­­bank­­anum um hversu góð staða þetta sé. 

Rann­veig Sig­­­­­urð­­­­­ar­dótt­ir, vara­­­­­seðla­­­­­banka­­­­­stjóri pen­inga­­­­­mála í Seðla­­­­­banka Íslands, lýsti til að mynda yfir áhyggjum af þess­­­­ari þróun á blaða­­­­­manna­fundi sem hald­inn var í lok ágúst. „Það sem maður hefur áhyggjur af, bæði út frá pen­inga­­­­­stefn­unni og fjár­­­­­­­­­mála­­­­­stöð­ug­­­­­leika, er að heim­ilin séu að skuld­­­­­setja sig of mikið á breyt­i­­­­­legum vöxt­­­­­um. Von­andi verðum við ekki með svona lága vexti til fram­­­­­tíð­­­­­ar. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af í dag varð­andi mið­l­un­ina til heim­ila.“

Í nýjasta Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­riti Seðla­­bank­ans segir að aukn­ing óverð­­tryggðra lána með breyt­i­­legum vöxtum geri heim­ilin næm­­ari fyrir vaxta­hækk­­unum þar sem hækkun vaxta eyk­­ur­ greiðslu­­byrði þeirra meira en flestra ann­­arra láns­­forma sem í boði eru. „Betri dreif­ing skulda heim­ila milli ólíkra vaxta­við­miða, verð­­tryggðra og óverð­­tryggðra, fastra og fljót­andi, dregur úr áhættu vegna skuld­­setn­ingar heim­il­anna í heild sinn­i.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Hvaða skýrsla um skýrslur er þetta eiginlega?
Síðdegis á föstudag birtist skýrsla sem Alþingi óskaði eftir í janúar árið 2018, um það hvernig framkvæmdavaldið hefði brugðist við ábendingum sem finna mætti í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þar á meðal þeirri stóru um fall bankanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar