Enn heldur flóttinn úr verðtryggingunni og frá lífeyrissjóðunum áfram

Viðskiptavinir lífeyrissjóða hafa greitt upp 15,7 milljarða króna af verðtryggðum húsnæðislánum hjá sjóðunum á fjórum mánuðum. Langflestir eru að færa sig í viðskipti til banka og taka óverðtryggð lán.

Íslenskum húsnæðislántakendum virðist reiknast til að verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum séu ekki það sem borgi sig í dag. Þeir hafa að uppistöðu rétt fyrir sér.
Íslenskum húsnæðislántakendum virðist reiknast til að verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum séu ekki það sem borgi sig í dag. Þeir hafa að uppistöðu rétt fyrir sér.
Auglýsing

Sjóðsfélagar líf­eyr­is­­sjóða hafa greitt upp lán hjá þeim fyrir um 13,7 milljarða króna á fjórum mánuðum. Þróunin byrjaði hægt í júnímánuði, þegar uppgreiðslur námu rúmlega 400 milljónum krónum umfram nýja lántöku. Mest var greitt upp í júlí þegar upp­­greiðslur líf­eyr­is­­sjóðs­lána 5,1 millj­­arði króna umfram ný lán. Í ágúst var sú upp­­hæð tæp­­lega 4,9 millj­­arðar króna og í september greiddu sjóðsfélagarnir upp 3,3 milljarða króna umfram þau nýju lán sem þeir tóku.

Langstærstur hluti þeirra lána sem greidd hafa verið upp á ofangreindu tímabili eru verðtryggð lán. Alls hafa sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum greitt upp 15,7 milljarða króna af slíkum lánum umfram þau nýju lán sem hafa verið tekin. 

Þetta má lesa út úr tölum um útlán lífeyrissjóða sem Seðlabanki Íslands birti í gær. 

Fjórða mánuðinn í röð námu uppgreiðslur lífeyrissjóðslána hærri fjárhæð en nýjar lántökur. Það er merkilegt í ljósi þess að frá þeim tíma sem Seðlabanki Íslands fór að halda utan um þessar tölur, í byrjun árs 2009, hafði það aldrei gerst áður. 

Tvær megin ástæður

Frá því að lífeyrissjóðirnir komu aftur inn á húsnæðislánamarkað af krafti haustið 2015 hefur umfang verðtryggðra húsnæðismála í eigu þeirra aldrei dregist jafn mikið saman í einum mánuði og í september, eða um rúmlega 5,8 milljarða króna. 

Þrátt fyrir að sjóðirnir hafi lánað út 2,5 milljarða króna umfram uppgreiðslur af óverðtryggðum lánum í september þá er ljóst að flótti viðskiptavina frá lífeyrissjóðum og yfir til bankanna er fjarri lokið. Líkt og áður sagði hafa uppgreiðslur á lánum hjá þeim verið 13,7 milljörðum krónum meiri en ný tekin húsnæðislán frá því í byrjun júní. 


Auglýsing
Ástæða þessa eru tvær. Í fyrsta lagi hafa stýrivaxtalækkanir Seðlabanka Íslands (bankinn lækkaði vexti niður í eitt prósent í vor) leitt til þess að óverð­tryggðir hús­næð­is­lána­vextir þriggja stærstu bank­anna hafa hríð­lækk­að. Breyti­legir óverð­­tryggðir vextir á hús­næð­is­lánum Lands­­bank­ans og Íslands­banka eru nú til að mynda 3,5 pró­­sent. Á sam­­­bæri­­­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,54 pró­­­sent. Í upp­­hafi árs í fyrra voru breyt­i­­legir óverð­­tryggðir vextir bank­anna á bil­inu sex til 6,6 pró­­sent. Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi hækkað ýmsa vexti sína nýverið þá hreyfði bankinn ekki við þessum lánaflokki.

Gildi, þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins, brást við þessari stöðu seint í síðasta mánuði og lækkaði vexti sjóðsfélagslána frá með 5. nóvember, sem var í gær. Mesta breytingin var á breytilegum vöxtum óverðtryggðra lána sem voru lækkaðir um 40 punkta, niður í 3,65 prósent.

Í öðru lagi hefur verðbólga farið vaxandi og mælist nú 3,6 prósent. Íslenskir lántakendur hafa sýnt það á síðustu árum að þeir hafi margir hverjir lært sína lexíu af bankahruninu og er fljótir að skipta yfir í óverðtryggð lán þegar verðbólgan fer yfir markmið Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. 

Gjörbreytt staða hjá bönkunum

Þessi þróun hefur líka gjörbreytt útlánastöðunni hjá stærstu bönkunum þremur. Á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2020 veittu bank­arnir 225,8 millj­arða króna í ný óverð­tryggð útlán á meðan að umfang verð­tryggðra lána dróst saman um 11,3 millj­arða króna. Þetta er umtals­verður við­snún­ingur frá síð­asta ári þegar heim­ilin tóku alls ný verð­tryggð lán hjá bönkum fyrir 41,6 millj­arða króna og ný óverð­tryggð útlán fyrir 86,6 millj­arðar króna. Hlut­fall óverð­tryggðra nýrra útlána hjá bönkum lands­ins fór því úr að vera 67,5 pró­sent í að vera 105 pró­sent.

Á öllu árinu 2019 voru 83 pró­sent allra nýrra óverð­tryggðra hús­næð­is­lána hjá bönkum tekin á breyti­legum vöxt­um. Það þýðir að vext­irnir geta hækkað eða lækkað í takti við stýri­vaxta­á­kvarð­anir Seðla­banka Íslands. frá byrjun árs 2020 og út sept­em­ber síð­ast­lið­ins veittu bank­arnir hins vegar 231 millj­arð króna í ný hús­næð­is­lán á breyti­legum vöxtum á meðan að taka á lánum með föstum vöxtum til þriggja eða fimm ára, sem verja lán­tak­endur fyrir sveiflum en geta svipt þá ábata af lágu vaxt­ar­stigi til lengri tíma, dróg­ust sam­an. 

Boð­aði dauða verð­trygg­ing­ar­innar

Það vakti mikla athygli í sumar þegar Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði í við­tali við Frétta­blaðið að verð­trygg­ingin væri að deyja út. Orð­rétt sagði hann: „„Verð­trygg­ingin var upp­haf­lega sett á vegna þess að við réðum ekki við verð­bólg­una. Núna eru tím­arnir breytt­ir. Í fyrsta sinn er það raun­veru­legur val­kostur fyrir heim­ilin að skipta yfir í nafn­vexti og þannig afnema verð­trygg­ing­una að eigin frum­kvæði af sínum lán­um. Þetta eru mikil tíma­mót og fela í sér að verð­trygg­ingin mun deyja út.“Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

Það ber­ast þó mis­vísandi skila­boð úr Seðla­bank­anum um hversu góð staða þetta sé. 

Rann­veig Sig­­­­urð­­­­ar­dótt­ir, vara­­­­seðla­­­­banka­­­­stjóri pen­inga­­­­mála í Seðla­­­­banka Íslands, lýsti til að mynda yfir áhyggjum af þess­­­ari þróun á blaða­­­­manna­fundi sem hald­inn var í lok ágúst. „Það sem maður hefur áhyggjur af, bæði út frá pen­inga­­­­stefn­unni og fjár­­­­­­­mála­­­­stöð­ug­­­­leika, er að heim­ilin séu að skuld­­­­setja sig of mikið á breyt­i­­­­legum vöxt­­­­um. Von­andi verðum við ekki með svona lága vexti til fram­­­­tíð­­­­ar. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af í dag varð­andi mið­l­un­ina til heim­ila.“

Í nýjasta Fjár­mála­stöð­ug­leika­riti Seðla­bank­ans segir að aukn­ing óverð­tryggðra lána með breyti­legum vöxtum geri heim­ilin næm­ari fyrir vaxta­hækk­unum þar sem hækkun vaxta eyk­ur­ greiðslu­byrði þeirra meira en flestra ann­arra láns­forma sem í boði eru. „Betri dreif­ing skulda heim­ila milli ólíkra vaxta­við­miða, verð­tryggðra og óverð­tryggðra, fastra og fljót­andi, dregur úr áhættu vegna skuld­setn­ingar heim­il­anna í heild sinn­i.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar