Viðeigandi að trúnaði verði aflétt af samningum við öll álverin

Rio Tinto telur viðeigandi að trúnaði verði aflétt af öllum samningum Landsvirkjunar við álver, ekki aðeins samningi vegna álversins í Straumsvík, „þannig að gagnsæi ríki og hægt sé að bera saman verð“.

Gildandi raforkusamningur Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík var gerður í júní 2010.
Gildandi raforkusamningur Landsvirkjunar og álversins í Straumsvík var gerður í júní 2010.
Auglýsing

„Að mati Rio Tinto verður verð­lagn­ing orkunnar að vera gagn­sæ, sann­gjörn og alþjóð­lega sam­keppn­is­hæf. Við teljum að það sé við­eig­andi að trún­aði verði aflétt af öllum samn­ingum Lands­virkj­unar við álver þannig að gagn­sæi ríki og hægt sé að bera saman verð.“

Þannig hljóðar skrif­legt svar upp­lýnga­full­trúa ÍSAL, Bjarna Más Gylfa­son­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um hvort Rio Tinto hygg­ist aflétta trún­aði á raf­orku­samn­ingi við Lands­virkjun líkt og Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­unar hefur lagt til. 

Auglýsing

Rio Tinto til­kynnti í gær að félagið hefði lagt fram form­lega kvörtun til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna „mis­notk­unar Lands­virkj­unar á yfir­burða­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins gagn­vart ÍSAL,“ eins og það var orðað í til­kynn­ingu. Fer félagið fram á það að stofn­unin taki á „sam­keppn­is­hamlandi hátt­semi Lands­virkj­unar með mis­mun­andi verð­lagn­ingu og lang­tíma­orku­samn­ing­um, svo álver ÍSAL og önnur íslensk fram­leiðsla og fyr­ir­tæki geti keppt á alþjóða­vett­vang­i“.

Í til­kynn­ing­unni kom svo fram að ef Lands­virkjun mun ekki láta „af skað­legri hátt­semi sinni“ hefði ÍSAL ekki annan kost en að íhuga að segja upp orku­samn­ingi sínum við Lands­virkjun og „virkja áætlun um lokun álvers­ins“.

­Gild­andi raf­orku­samn­ingur Lands­virkj­unar og álvers­ins í Straums­vík var gerður í júní 2010. Hann gildir til árs­ins 2036 og um er að ræða fyrsta samn­ing­inn sem Lands­virkjun gerði við álf­ram­leið­anda hér­lendis þar sem að teng­ing við álverð var afnum­in. Með því færð­ist mark­aðs­á­hættan af þróun á álmark­aði frá selj­and­anum yfir á kaup­and­ann.

For­stjóri Lands­virkj­unar sagði í sam­tali við Vísi í gær að til­kynn­ing Rio Tinto hefði komið sér á óvart. Hann hefði staðið í þeirri trú að við­ræður stæðu enn yfir um end­ur­skoðun raf­orku­samn­ings­ins. Hörður sagði að félagið hefði ekki svarað til­boði sem lagt var fram vegna erf­iðrar stöðu á álmörk­uð­um. Þá sagði hann að Rio Tinto hefði ekki viljað aflétta trún­aði á orku­samn­ingn­um, líkt og Hörður lagði skrif­lega til við félagið snemma á þessu ári, og því væri erfitt að tjá sig um efn­is­at­riði hans. 

Sam­bæri­legir samn­ingar ekki í boði

Kjarn­inn sendi upp­lýs­inga­full­trúa ÍSAL fyr­ir­spurn um hvort til stæði að aflétta þessum trún­aði og ef það stæði ekki til, hver ástæðan fyrir því væri. Svarið var eins og fyrr segir það að félagið teldi við­eig­andi að trún­aði yrði aflétt af öllum samn­ingum Land­virkj­unar við álver­in. 

Nú þrýstir félagið á end­ur­skoðun hans og vill lægra raf­orku­verð. Hörður sagði í sam­tali við Vísi í gær að því væri ekki að neita að sumir eldri samn­ing­ar, t.d.við Alcoa, séu hag­stæð­ari en þeir sem Rio Tinto hefur búið við. Þeir hafi hins vegar verið gerðir fyrir um tveimur ára­tug­um. Sam­bæri­legir samn­ingar séu ein­fald­lega ekki í boði í dag. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent