Breytt arðgreiðslustefna hjá Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur samþykkt nýja arðgreiðslustefnu, sem ætlað er að hámarka arðstekjur ríkissjóðs af fjármunum sem bundnir eru í fyrirtækinu og afrakstur af orkuauðlindunum. Tíu milljarða arðgreiðsla þessa árs var reiknuð í samræmi við nýju stefnuna.

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Á stjórn­ar­fundi Lands­virkj­unar í lok apríl var sam­þykkt ný arð­greiðslu­stefna, sem hefur það að mark­miði að hámarka arðs­tekjur rík­is­sjóðs af þeim fjár­munum sem bundnir eru í Lands­virkjun og afrakstur rík­is­ins af orku­auð­lind­un­um, en einnig gæta þess að fyr­ir­tækið standi áfram á traustum fjár­hags­legum stoðum og geti við­haldið svip­aðri láns­hæf­is­ein­kunn og sam­bæri­leg fyr­ir­tæki í öðrum lönd­um.

Tíu millj­arðar króna verða greiddir í arð til rík­is­ins í ár á grund­velli þess­arar nýju stefnu. Það er rúm­lega tvö­falt hærri upp­hæð en á síð­­asta ári, þegar arð­greiðslan nam 4,25 millj­­örðum króna.  Árin þar á undan nam arð­greiðslan 1,5 millj­­örðum króna árlega.

Í nýju arð­greiðslu­stefn­unni felst að greiðslan verður jöfn hand­bæru fé frá rekstri að frá­dregnu hlut­falli af fjár­fest­ing­um, marg­faldað með útgreiðslu­hlut­falli og verða hlut­föllin háð skuld­setn­ingu félags­ins á hverjum tíma, sam­kvæmt því sem fram kemur í til­kynn­ingu frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í dag.

Auglýsing

Þar segir einnig að gert sé ráð fyrir að stjórn félags­ins rök­styðji fyrir eig­anda frá­vik frá reikni­regl­unni ef sér­stakar aðstæður gefa til­efni til þess að arð­greiðslan verði hærri eða lægri. Sam­kvæmt til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins þykir mik­il­vægt fyrir bæði stjórn­völd og fyr­ir­tækið að arð­greiðslu­stefnan byggi á „skýrum og gegn­sæjum við­mið­um, verði ein­föld í fram­kvæmd og feli í sér sem mestan fyr­ir­sjá­an­leika um greiðsl­ur.“

For­sendur hafa á und­an­förnum árum skap­ast fyrir auknar arð­greiðslur frá Lands­virkjun til rík­is­sjóðs, vegna sterk­ari eig­in­fjár­stöðu, hóf­legri skulda­stöðu og lít­illi fjár­fest­inga­þörf framund­an.

Búið var að greina frá því fyrir nokkru síðan að fyr­ir­tækið stefndi að því í nán­­­­ustu fram­­­­tíð að greiða tíu til 20 millj­­­­arða króna á ári í arð til eig­anda síns og er arð­greiðsla þessa árs sú fyrsta af þeirri stærð­argráðu.

Til stóð að þessar arð­greiðslur myndu verða grunnur fyrir svo­kall­aðan Þjóð­­­­ar­­­­sjóð sem í átti að vera um 500 millj­­­­arðar króna eftir tæpa tvo ára­tugi. Frum­varp um Þjóð­­­ar­­­sjóð er þó enn ósam­­­þykkt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Staða ungs fólks á Íslandi
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent