Landsvirkjun greiðir ríkinu tíu milljarða í arð

Arðgreiðslur úr Landsvirkjun til eiganda fyrirtækisins, íslenska ríkisins, hafa aldrei verið hærri en nú. Þær rúmlega tvöfaldast milli ára.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Eig­andi Lands­virkj­un­ar, sem er íslenska rík­ið, sam­þykkti á aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins í dag að greiða sér tíu millj­arða króna í arð út úr fyr­ir­tæk­inu vegna frammi­stöðu þess á síð­asta ári. 

Það er rúm­lega tvisvar sinnum hærri arð­greiðsla en á síð­asta ári, þegar hún nam 4,25 millj­örðum króna.  Árin þar á undan nam arð­greiðslan 1,5 millj­örðum króna árlega. 

Á aðal­fund­inum skip­aði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í stjórn Lands­virkj­unar sam­kvæmt lögum um fyr­ir­tæk­ið. Ekki voru gerðar breyt­ingar á skipan stjórnar frá fyrra starfs­ári. Aðal­menn í stjórn verða því áfram Jónas Þór Guð­munds­son, sem er for­maður stjórn­ar, Álf­heiður Inga­dótt­ir, Jón Björn Hákon­ar­son, Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dóttir og Gunnar Tryggva­son.

Auglýsing

Hagn­aður Lands­­virkj­unar var 13,6 millj­­arðar króna á síð­­asta ári, sem er svip­aður hagn­aður í íslenskum krónum og árið 2018. Þegar hagn­að­­ur­inn er skoð­aður í Banda­­ríkja­dölum dróst hann þó saman um tæp sjö pró­­sent. 

Lands­­virkj­un hagn­að­ist um 21 millj­­arð króna á síð­­asta ári fyrir óinn­­leysta fjár­­­magnsliði. Það er 5,9 pró­­sent minni hagn­aður en árið 2018 og spilar tekju­tap vegna stöðv­­unar á kerskála þrjú hjá Rio Tinto í Straum­s­vík þar meg­in­rullu. Það tekju­tap er metið á 16 millj­­ónir dala, eða um 1,9 millj­­arð króna. 

Auk þess var afurða­verð stórra við­­skipta­vina Lands­­virkj­un­­ar, sem eru að upp­i­­­stöðu þrjú stór álver, lágt og hafði það nei­­kvæð áhrif á tekj­­ur. Þar skiptir mestu máli að stærsti orku­­sölu­­samn­ingur Lands­­virkj­un­­ar, við Alcoa Fjarð­­ar­ál, er enn bund­inn við þróun álverðs á heims­­mark­aði, sem lækk­­aði mikið í fyrra. Alls er um að ræða 33 pró­­sent af raf­­orku­­sölu Lands­­virkj­un­­ar. 

Rekstr­­ar­­tekjur Lands­­virkj­unar lækk­­uðu um 4,6 pró­­sent milli ára og voru 61,7 millj­­arðar króna. Alls greiddi fyr­ir­tækið um 7,2 millj­­arða króna í tekju­skatt á síð­­asta ári. 

Eigið fé um 271 millj­­arður króna

Skuldir Lands­­virkj­unar hafa lækkað hratt und­an­farin ár og engin breyt­ing varð þar á í fyrra. Nettó lækk­­uðu þær um 23,4 millj­­arða króna á árinu og voru í árs­­lok 204,7 millj­­arðar króna, eða 1.691 milljón Banda­­ríkja­dala. Mats­­fyr­ir­tækið Moody's hækk­­aði láns­hæf­is­ein­kunn fyr­ir­tæk­is­ins á árinu og S&P Global Rat­ings breytti horfum á sinni ein­kunn úr stöð­ugum í jákvæð­­ar.

Eigið fé Lands­­virkj­unar var 2.235 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala í árs­­lok 2019, eða um 271 millj­­arðar króna. Flestir sér­­fræð­ingar telja reyndar að eignir Lands­­virkj­unar séu veru­­lega van­­metnar – þær voru 531 millj­­arður króna um síð­­­ustu ára­­mót – þar sem enn eigi eftir að upp­­­færa virði virkj­ana í eigu fyr­ir­tæk­is­ins að raun­virð­i. 

Í fyrra greiddi Lands­­virkj­un, líkt og áður sagði, um 4,3 millj­­arða króna í arð til eig­anda síns vegna frammi­­stöðu árs­ins 2018.  Búið var að greina frá því að fyr­ir­tækið stefndi að því í nán­­­ustu fram­­­tíð að greiða tíu til 20 millj­­­arða króna á ári í arð til eig­anda síns. Nú hefur fyrsta slíka arð­greiðslan litið ljós.

Til stóð að þessar arð­greiðslur myndu verða grunnur fyrir Þjóð­­­ar­­­sjóð sem í átti að vera um 500 millj­­­arðar króna eftir tæpa tvo ára­tugi. Frum­varp um Þjóð­­ar­­sjóð er þó enn ósam­­þykkt og er sem stendur í þing­­legri með­­­ferð.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent