Landsvirkjun greiðir ríkinu tíu milljarða í arð

Arðgreiðslur úr Landsvirkjun til eiganda fyrirtækisins, íslenska ríkisins, hafa aldrei verið hærri en nú. Þær rúmlega tvöfaldast milli ára.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Eig­andi Lands­virkj­un­ar, sem er íslenska rík­ið, sam­þykkti á aðal­fundi fyr­ir­tæk­is­ins í dag að greiða sér tíu millj­arða króna í arð út úr fyr­ir­tæk­inu vegna frammi­stöðu þess á síð­asta ári. 

Það er rúm­lega tvisvar sinnum hærri arð­greiðsla en á síð­asta ári, þegar hún nam 4,25 millj­örðum króna.  Árin þar á undan nam arð­greiðslan 1,5 millj­örðum króna árlega. 

Á aðal­fund­inum skip­aði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í stjórn Lands­virkj­unar sam­kvæmt lögum um fyr­ir­tæk­ið. Ekki voru gerðar breyt­ingar á skipan stjórnar frá fyrra starfs­ári. Aðal­menn í stjórn verða því áfram Jónas Þór Guð­munds­son, sem er for­maður stjórn­ar, Álf­heiður Inga­dótt­ir, Jón Björn Hákon­ar­son, Guð­finna Jóhanna Guð­munds­dóttir og Gunnar Tryggva­son.

Auglýsing

Hagn­aður Lands­­virkj­unar var 13,6 millj­­arðar króna á síð­­asta ári, sem er svip­aður hagn­aður í íslenskum krónum og árið 2018. Þegar hagn­að­­ur­inn er skoð­aður í Banda­­ríkja­dölum dróst hann þó saman um tæp sjö pró­­sent. 

Lands­­virkj­un hagn­að­ist um 21 millj­­arð króna á síð­­asta ári fyrir óinn­­leysta fjár­­­magnsliði. Það er 5,9 pró­­sent minni hagn­aður en árið 2018 og spilar tekju­tap vegna stöðv­­unar á kerskála þrjú hjá Rio Tinto í Straum­s­vík þar meg­in­rullu. Það tekju­tap er metið á 16 millj­­ónir dala, eða um 1,9 millj­­arð króna. 

Auk þess var afurða­verð stórra við­­skipta­vina Lands­­virkj­un­­ar, sem eru að upp­i­­­stöðu þrjú stór álver, lágt og hafði það nei­­kvæð áhrif á tekj­­ur. Þar skiptir mestu máli að stærsti orku­­sölu­­samn­ingur Lands­­virkj­un­­ar, við Alcoa Fjarð­­ar­ál, er enn bund­inn við þróun álverðs á heims­­mark­aði, sem lækk­­aði mikið í fyrra. Alls er um að ræða 33 pró­­sent af raf­­orku­­sölu Lands­­virkj­un­­ar. 

Rekstr­­ar­­tekjur Lands­­virkj­unar lækk­­uðu um 4,6 pró­­sent milli ára og voru 61,7 millj­­arðar króna. Alls greiddi fyr­ir­tækið um 7,2 millj­­arða króna í tekju­skatt á síð­­asta ári. 

Eigið fé um 271 millj­­arður króna

Skuldir Lands­­virkj­unar hafa lækkað hratt und­an­farin ár og engin breyt­ing varð þar á í fyrra. Nettó lækk­­uðu þær um 23,4 millj­­arða króna á árinu og voru í árs­­lok 204,7 millj­­arðar króna, eða 1.691 milljón Banda­­ríkja­dala. Mats­­fyr­ir­tækið Moody's hækk­­aði láns­hæf­is­ein­kunn fyr­ir­tæk­is­ins á árinu og S&P Global Rat­ings breytti horfum á sinni ein­kunn úr stöð­ugum í jákvæð­­ar.

Eigið fé Lands­­virkj­unar var 2.235 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala í árs­­lok 2019, eða um 271 millj­­arðar króna. Flestir sér­­fræð­ingar telja reyndar að eignir Lands­­virkj­unar séu veru­­lega van­­metnar – þær voru 531 millj­­arður króna um síð­­­ustu ára­­mót – þar sem enn eigi eftir að upp­­­færa virði virkj­ana í eigu fyr­ir­tæk­is­ins að raun­virð­i. 

Í fyrra greiddi Lands­­virkj­un, líkt og áður sagði, um 4,3 millj­­arða króna í arð til eig­anda síns vegna frammi­­stöðu árs­ins 2018.  Búið var að greina frá því að fyr­ir­tækið stefndi að því í nán­­­ustu fram­­­tíð að greiða tíu til 20 millj­­­arða króna á ári í arð til eig­anda síns. Nú hefur fyrsta slíka arð­greiðslan litið ljós.

Til stóð að þessar arð­greiðslur myndu verða grunnur fyrir Þjóð­­­ar­­­sjóð sem í átti að vera um 500 millj­­­arðar króna eftir tæpa tvo ára­tugi. Frum­varp um Þjóð­­ar­­sjóð er þó enn ósam­­þykkt og er sem stendur í þing­­legri með­­­ferð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent