Icelandair boðar frekari uppsagnir

Forstjóri Icelandair segir að félagið þurfi að aðlaga starfsemi sína að þeim veruleika sem blasir við.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Icelandair Group mun segja upp fleira fólki og breyta skipu­lagi félags­ins í þessum mán­uði. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar kemur fram að mikil óvissa ríki um flug og ferða­þjón­ustu næstu miss­er­in, hvenær ferða­tak­mörk­unum verði aflétt og hvenær eft­ir­spurn muni taka við sér á ný. „Til að bregð­ast við áfram­hald­andi óvissu, búa stjórn­endur Icelandair Group félagið undir órætt tíma­bil þar sem starf­semi þess verður í lág­marki en sem stendur eru ein­ungis örfá flug í viku í áætlun félags­ins.“

Þar er haft eftir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelanda­ir, að það þurfi að aðlaga starf­semi Icelandair Group að þeim veru­leika sem blasir við. „Það er gríð­ar­leg óvissa framundan og því miður eru upp­sagnir starfs­fólks óum­flýj­an­legar til að kom­ast í gegnum þetta krefj­andi tíma­bil. Við leggjum áherslu á að tryggja grunn­starf­semi félags­ins til að geta kom­ist hratt af stað aftur og von­umst auð­vitað til að geta boðið stærstum hluta þeirra starfs­manna sem um ræðir vinnu aftur um leið og aðstæður batna. Einn af helstu styrk­leikum félags­ins er sveigj­an­leiki til að bregð­ast hratt við breyt­ingum á mark­aði og við ætlum okkur að vera til­búin til að sækja fram af miklum krafti þegar tæki­færin gef­ast á ný.“

Ætla í hluta­fjár­út­boð til að bjarga sér

Icelandair Group til­kynnti í síð­ustu viku að félagið ætli að ráð­­ast í hluta­fjár­­út­­­boð á næst­unni og sækja með því aukið rekstr­­arfé til hluta­hafa sinna. 

Auglýsing

Stærsti ein­staki hlut­hafi Icelandair Group er ­­banda­ríski fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóð­­ur­inn PAR Capi­­tal Mana­­gement, sem keypti sig inn í félagið í apríl í fyrra í hluta­fjár­­aukn­ingu sem þá var fram­­kvæmd. Sjóð­­ur­inn greiddi þá á 5,6 millj­­arða króna fyrir 11,5 pró­­sent hlut en á nú 13,7 pró­­sent. Næst stærsti eig­and­inn er Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna með 11,8 pró­­sent hlut og þar á eftir koma líf­eyr­is­­sjóð­irnir Gildi (7,24 pró­­sent) og Birta (7,1 pró­­sent). Alls eiga íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir að minnsta kosti 43,6 pró­­sent í Icelandair Group með beinum hætti, en mög­u­­lega eiga þeir einnig meira með óbeinum hætti í gegnum nokkra fjár­­­fest­inga­­sjóði sem eiga einnig stóran hlut í félag­inu. Þessir líf­eyr­is­­sjóðir munu þurfa að leggja fram aukið hlutafé eða verða þynntir út í boð­uðu hluta­fjár­­út­­­boði.

Hluta­bréf í frjálsu falli og gengur hratt á laust fé

Hluta­bréf í Icelandair hafa verið í frjálsu falli það sem af er ári og sem stendur er þorri flug­­­flota félags­­ins ekki í not­k­un. Alls hafa bréfin tapað 59 pró­­sent af verð­­gildi sínu á árinu. Mark­aðsvirði félags­­ins er nú um 15,8 millj­­arðar króna. Í byrjun mars fór það  undir 30 millj­­arða í fyrsta sinn síðan í mars 2012. Það hefur því næstum helm­ing­ast á nokkrum vik­um. Hæst reis það í apríl 2016 og fór þá í 191,5 millj­­arð króna. ­­Síðan þá hefur mark­aðsvirði íslenska flug­­­fé­lags­ins lækkað um 176 millj­­arða króna. 

Fyr­ir­tækið sagði upp 240 manns fyrir skemmstu og 92 pró­­sent eft­ir­stand­andi starfs­­manna þess voru fluttir í hluta­­bóta­úr­ræði stjórn­­­valda, þar sem allt að 75 pró­­sent af greiddum launum koma úr rík­­is­­sjóði.

Fyrr í þessum mán­uði var greint frá því að stjórn­­endur Icelandair væru nú að leita leiða til að ­­styrkja fjár­­­hag félags­­­ins með því að styrkja hann til lengri tíma. Félagið réð Kviku banka, Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ann sem ráð­gjafa til að hefja skoðun á mög­u­­­legum leiðum til að ná því mark­miði. Þá var greint frá því að stjórn­­­endur Icelandair myndu vinna náið með íslenskum stjórn­­­völdum í því ferli. Boðuð hluta­fjár­­aukn­ing er meðal ann­­ars afleið­ing af þeirri vinn­u. 

Í til­­kynn­ingu sem send var út vegna þessa í byrjun apríl sagði að lausa­­fjár­­­staða Icelanda­ir, að með­­­­­töldum óádregnum lána­lín­um, væri þó enn vel yfir því við­miði sem félagið starfar eftir en stefna þess hefur verið sú að þessi staða fari ekki undir 29 millj­­­arða króna á núver­andi gengi, eða 200 millj­­­ónir Banda­­­ríkja­dala, á hverjum tíma. „Eins og til­­­kynnt hefur verið um, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til þess að verja lausa­­­fjár­­­­­stöðu sína á und­an­­­förnum vik­­­um. Hins veg­­­ar, ef miðað er við lág­­­marks­­­tekju­flæði hjá félag­inu í apríl og maí, er ljóst að lausa­­­fjár­­­­­staða félags­­­ins muni skerð­­­ast og fara undir ofan­­­greint við­mið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent