Icelandair boðar frekari uppsagnir

Forstjóri Icelandair segir að félagið þurfi að aðlaga starfsemi sína að þeim veruleika sem blasir við.

Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Auglýsing

Icelandair Group mun segja upp fleira fólki og breyta skipu­lagi félags­ins í þessum mán­uði. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar kemur fram að mikil óvissa ríki um flug og ferða­þjón­ustu næstu miss­er­in, hvenær ferða­tak­mörk­unum verði aflétt og hvenær eft­ir­spurn muni taka við sér á ný. „Til að bregð­ast við áfram­hald­andi óvissu, búa stjórn­endur Icelandair Group félagið undir órætt tíma­bil þar sem starf­semi þess verður í lág­marki en sem stendur eru ein­ungis örfá flug í viku í áætlun félags­ins.“

Þar er haft eftir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelanda­ir, að það þurfi að aðlaga starf­semi Icelandair Group að þeim veru­leika sem blasir við. „Það er gríð­ar­leg óvissa framundan og því miður eru upp­sagnir starfs­fólks óum­flýj­an­legar til að kom­ast í gegnum þetta krefj­andi tíma­bil. Við leggjum áherslu á að tryggja grunn­starf­semi félags­ins til að geta kom­ist hratt af stað aftur og von­umst auð­vitað til að geta boðið stærstum hluta þeirra starfs­manna sem um ræðir vinnu aftur um leið og aðstæður batna. Einn af helstu styrk­leikum félags­ins er sveigj­an­leiki til að bregð­ast hratt við breyt­ingum á mark­aði og við ætlum okkur að vera til­búin til að sækja fram af miklum krafti þegar tæki­færin gef­ast á ný.“

Ætla í hluta­fjár­út­boð til að bjarga sér

Icelandair Group til­kynnti í síð­ustu viku að félagið ætli að ráð­­ast í hluta­fjár­­út­­­boð á næst­unni og sækja með því aukið rekstr­­arfé til hluta­hafa sinna. 

Auglýsing

Stærsti ein­staki hlut­hafi Icelandair Group er ­­banda­ríski fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóð­­ur­inn PAR Capi­­tal Mana­­gement, sem keypti sig inn í félagið í apríl í fyrra í hluta­fjár­­aukn­ingu sem þá var fram­­kvæmd. Sjóð­­ur­inn greiddi þá á 5,6 millj­­arða króna fyrir 11,5 pró­­sent hlut en á nú 13,7 pró­­sent. Næst stærsti eig­and­inn er Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna með 11,8 pró­­sent hlut og þar á eftir koma líf­eyr­is­­sjóð­irnir Gildi (7,24 pró­­sent) og Birta (7,1 pró­­sent). Alls eiga íslenskir líf­eyr­is­­sjóðir að minnsta kosti 43,6 pró­­sent í Icelandair Group með beinum hætti, en mög­u­­lega eiga þeir einnig meira með óbeinum hætti í gegnum nokkra fjár­­­fest­inga­­sjóði sem eiga einnig stóran hlut í félag­inu. Þessir líf­eyr­is­­sjóðir munu þurfa að leggja fram aukið hlutafé eða verða þynntir út í boð­uðu hluta­fjár­­út­­­boði.

Hluta­bréf í frjálsu falli og gengur hratt á laust fé

Hluta­bréf í Icelandair hafa verið í frjálsu falli það sem af er ári og sem stendur er þorri flug­­­flota félags­­ins ekki í not­k­un. Alls hafa bréfin tapað 59 pró­­sent af verð­­gildi sínu á árinu. Mark­aðsvirði félags­­ins er nú um 15,8 millj­­arðar króna. Í byrjun mars fór það  undir 30 millj­­arða í fyrsta sinn síðan í mars 2012. Það hefur því næstum helm­ing­ast á nokkrum vik­um. Hæst reis það í apríl 2016 og fór þá í 191,5 millj­­arð króna. ­­Síðan þá hefur mark­aðsvirði íslenska flug­­­fé­lags­ins lækkað um 176 millj­­arða króna. 

Fyr­ir­tækið sagði upp 240 manns fyrir skemmstu og 92 pró­­sent eft­ir­stand­andi starfs­­manna þess voru fluttir í hluta­­bóta­úr­ræði stjórn­­­valda, þar sem allt að 75 pró­­sent af greiddum launum koma úr rík­­is­­sjóði.

Fyrr í þessum mán­uði var greint frá því að stjórn­­endur Icelandair væru nú að leita leiða til að ­­styrkja fjár­­­hag félags­­­ins með því að styrkja hann til lengri tíma. Félagið réð Kviku banka, Íslands­­­­­banka og Lands­­­bank­ann sem ráð­gjafa til að hefja skoðun á mög­u­­­legum leiðum til að ná því mark­miði. Þá var greint frá því að stjórn­­­endur Icelandair myndu vinna náið með íslenskum stjórn­­­völdum í því ferli. Boðuð hluta­fjár­­aukn­ing er meðal ann­­ars afleið­ing af þeirri vinn­u. 

Í til­­kynn­ingu sem send var út vegna þessa í byrjun apríl sagði að lausa­­fjár­­­staða Icelanda­ir, að með­­­­­töldum óádregnum lána­lín­um, væri þó enn vel yfir því við­miði sem félagið starfar eftir en stefna þess hefur verið sú að þessi staða fari ekki undir 29 millj­­­arða króna á núver­andi gengi, eða 200 millj­­­ónir Banda­­­ríkja­dala, á hverjum tíma. „Eins og til­­­kynnt hefur verið um, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til þess að verja lausa­­­fjár­­­­­stöðu sína á und­an­­­förnum vik­­­um. Hins veg­­­ar, ef miðað er við lág­­­marks­­­tekju­flæði hjá félag­inu í apríl og maí, er ljóst að lausa­­­fjár­­­­­staða félags­­­ins muni skerð­­­ast og fara undir ofan­­­greint við­mið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent