Arion banki tapaði 2,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi

Lækkun á gagnvirði hlutabréfa, virðisrýrnun lána og neikvæðar matsbreytingar á virði dótturfélaga skiluðu því að arðsemi eigin fjár Arion banka var neikvæð um 4,6 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Afkoma Arion banka var nei­kvæð um tæp­lega 2,2 millj­arða króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020. Á sama tíma í fyrra skil­aði bank­inn rúm­lega eins millj­arðs króna hagn­aði. Arð­semi eigin fjár var nei­kvæð um 4,6 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi í ár en hafði verið jákvæð um 2,1 pró­sent á sama tíma í fyrra. 

Þetta kemur fram í árs­fjórð­ungs­upp­gjöri Arion banka sem birt var í dag. 

Þar segir að einkum þrír þættir hafi orsakað nei­kvæða afkomu á árs­fjórð­ungn­um; hreinar fjár­muna­tekjur voru nei­kvæðar um tvo millj­arða króna, einkum vegna gang­virð­is­breyt­inga hluta­bréfa vegna óhag­stæðrar þró­unar á mörk­uð­um, hrein virð­is­breyt­ing var nei­kvæð um tæp­lega 2,9 millj­arða króna, aðal­lega vegna svart­sýnni for­sendna í lík­önum bank­ans, einkum ef horft er til væntrar þró­unar atvinnu­leysis og til­færslu við­skipta­vina í ferða­manna­tengdri starf­semi í þrep 2, og aflögð starf­semi, sem var nei­kvæð um 889 millj­ónir króna vegna tap­rekstrar Valitor og mats­breyt­inga í Sól­bjargi og Stakks­bergi, en öll dótt­ur­fé­lögin eru flokkuð sem eignir til sölu.

Heild­ar­eignir bank­ans námu 1.188 millj­örðum króna í lok mars 2020, sam­an­borið við 1.082 millj­arða króna í árs­lok 2019. Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar segir að lausafé bank­ans hafi auk­ist þar sem ekki varð af fyr­ir­hug­aðri tíu millj­arða króna arð­greiðslu, bank­inn gaf út skulda­bréf undir við­bótar eig­in­fjár­þætt í febr­úar og inn­lán juk­ust. Lán til við­skipta­vina hækk­uðu lít­il­lega frá ára­mót­um, aðal­lega hús­næð­is­lán, og inn­lán juk­ust um 9,4 pró­sent frá ára­mót­um. Heildar eigið fé í lok mars nam 184 millj­örðum króna, sam­an­borið við 190 millj­arða króna í árs­lok 2019 en lækk­unin er einkum til­komin vegna áfram­hald­andi kaupa á eigin bréfum bank­ans á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020.

Auglýsing
Eiginfjárhlutfall bank­ans var 27,5 pró­sent í lok mars 2020 en var 24,0 pró­sent í árs­lok 2019. 

Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, segir afkom­una markast mjög af COVID-19 heims­far­aldr­in­um. „Af­koman á fjórð­ungnum er nei­kvæð um rúm­lega tvo millj­arða króna einkum vegna þátta sem tengj­ast COVID-19 svo sem þró­unar verð­bréfa­mark­aða og efna­hags­lífs­ins almennt. Mark­aðsvirði hluta­bréfa­eignar bank­ans lækk­aði um rúma tvo millj­arða króna, nið­ur­færslur lána námu um þremur millj­örð­um, eða um 0,38 pró­sent af lána­safni bank­ans, og nei­kvæð áhrif félaga til sölu námu um einum millj­arði króna. Nið­ur­færslur lána eru að mestu til­komnar vegna vænt­inga um erf­ið­leika í efna­hags­líf­inu og þar með auknum líkum á van­skil­um. Lána­safn bank­ans er sem fyrr vel dreift á milli lána til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, en um 91 pró­sent af útlánum bank­ans eru tryggð með veð­um, þar af 70 pró­sent með veðum í fast­eign­um. Kjarna­starf­semi bank­ans þró­ast með nokkuð jákvæðum hætti á árs­fjórð­ungnum borið saman við fyrsta árs­fjórðung 2019 þrátt fyrir krefj­andi aðstæð­ur. Til að mynda eykst vaxta­munur bank­ans, tekjur af kjarna­starf­semi aukast um 9 pró­sent og rekstr­ar­kostn­aður dregst saman um 10 pró­sent. Áhersla á grunn­stoðir í rekstri bank­ans heldur áfram og fjár­hags­leg mark­mið hafa ekki breyst þó mögu­lega sé lengra í að þau náist.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent