Landsvirkjun vill vera alfarið utan hálendisþjóðgarðs – segist ekki hafa lagt til rekstur á jaðarsvæðum

Að mati Landsvirkjunar er mikilvægt að „hugtakið jaðarsvæði verði alfarið fjarlægt“ úr frumvarpi um hálendisþjóðgarð og leggst „eindregið gegn því“ að settar verði auknar kvaðir á starfsemi fyrirtækisins á hálendinu.

Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins.
Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins.
Auglýsing

„Hér er ekki farið rétt með stað­reyndir og þetta er mistúlkun á umsögnum og óskum fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir Lands­virkjun í umsögn sinni um frum­varp um stofnun hálend­is­þjóð­garðs. Vísar fyr­ir­tækið í þessu sam­bandi í grein­ar­gerð frum­varps­ins þar sem fram komi að Lands­virkjun hafi ásamt nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum óskað eftir því að rekstur orku­vinnslu yrði stað­settur á jað­ar­svæði innan garðs­ins og lyti sér­stökum reglum ásamt því að vera undir stjórn hálend­is­þjóð­garðs.Lands­virkjun seg­ist í fyrri umsögnum um málið hafa lagt áherslu á að rekstur fyr­ir­tæk­is­ins verði utan hálend­is­þjóð­garðs, m.a. í því skyni að tryggja fram­þróun orku­vinnslu. „Ljóst er að stað­setn­ing rekstr­ar­svæða orku­vinnslu innan sér­tækra jað­ar­svæða þjóð­garðs, líkt og kemur fram í frum­varpi, muni ekki ná þeim mark­mið­u­m.“

AuglýsingFyr­ir­tækið bendir á að „jað­ar­svæði“ sé nýtt hug­tak sem hvorki sé skil­greint í nátt­úru­vernd­ar­lögum né skipu­lags­lög­gjöf. Þá sé ekki að finna skil­grein­ingu á hug­tak­inu í laga­texta né grein­ar­gerð frum­varps­ins. „Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er látið í það skína að Lands­virkjun hafi átt hug­mynd­ina að þessu fyr­ir­komu­lagi en því mót­mælir fyr­ir­tækið harð­lega.“Í umsögn sinni gagn­rýnir Lands­virkjun enn­fremur að sam­kvæmt frum­varp­inu verði ráð­herra, umdæm­is­ráðum og stjórn hálend­is­þjóð­garðs veitt „óskil­greint vald“ sem geti „valdið mik­illi óvissu og haft veru­leg hamlandi áhrif“ á rekstur orku­vinnslu. Er lögð á það rík áhersla að þau svæði sem eru mik­il­væg fyrir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins verði alfarið utan marka hálend­is­þjóð­garðs­ins og svæða tengdum honum og þar með utan valds­viðs garðs­ins. Fyr­ir­tækið leggst „ein­dregið gegn því“ að settar verði auknar kvaðir á starf­semi þess á svæð­inu og leggur til að greinar frum­varps­ins sem fjalla um svokölluð jað­ar­svæði verði felldar á brott.Þá gerir fyr­ir­tækið athuga­semd við að heild­ar­stærð þjóð­garðs­ins skuli ekki vera skil­greind í laga­text­anum og varar við því að „einum ráð­herra sé fengið það reglu­gerð­ar­vald sem fjallað er um í 2. gr. frum­varps­ins að ákveða stærð þjóð­garðs­ins og rekstr­ar­svæða orku­vinnslu“. Leggur Lands­virkjun því til að stærð garðs­ins verði skil­greind í frum­varp­inu og að aðkoma Alþingis og hags­muna­að­ila að ákvörðun um stærð garðs­ins sem og stækk­anir verði tryggð í texta frum­varps­ins.

Búrfellsstöð II, ein nýjasta virkjun Landsvirkjunar, á framkvæmdatíma. Mynd: ÍAVLands­virkjun gagn­rýnir einnig að vikið sé frá nið­ur­stöðu þverpóli­tískrar nefndar um hálend­is­þjóð­garð sem skil­aði loka­skýrslu í des­em­ber 2019. Í henni kom fram að stofnun þjóð­garðs á hálend­inu ætti ekki að koma í veg fyrir að fjallað yrði um nýjar orku­tengdar fram­kvæmdir innan hans í sam­ræmi við áætl­anir Alþingis um orku­nýt­ingu og flutn­ing raf­orku. Í frum­varp­inu nú er hins vegar ný orku­vinnsla á svæð­inu tak­mörkuð við virkj­un­ar­kosti í þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar.

Heim­ila megi nýjar virkj­anirLands­virkjun telur að virða beri nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og að ekki sé rétt að tak­marka heim­ildir verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar við þriðja áfanga henn­ar. „Fyr­ir­tækið ítrekar að breyta þarf grein­inni þannig að heim­ila megi nýjar virkj­anir í sam­ræmi við vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun Alþingis á hverjum tíma. Jafn­framt sé verk­efn­is­stjórn heim­ilt að leggja mat á nýja virkj­un­ar­kosti innan hálend­is­þjóð­garðs, að und­an­skildum svæðum sem hafa verið afmörkuð vegna verndar til­tek­innar nátt­úru- eða menn­ing­arminja og að sú vernd banni orku­vinnslu sér­stak­lega.“ Bendir fyr­ir­tækið á vind­orku­nýt­ingu eða aukna orku­vinnslu á núver­andi rekstr­ar­svæðum sem dæmi um fram­tíð­ar­mögu­leika „sem gætu vel sam­ræmst mark­miðum hálend­is­þjóð­garðs“.Í loka­orðum umsagn­ar­innar leggur Lands­virkjun „ríka áherslu á að rekstur fyr­ir­tæk­is­ins sé alfarið utan þjóð­garðs og að engar auknar kvaðir verði settar á rekst­ur­inn þrátt fyrir nálægð við þjóð­garð­inn“. Að því sögðu seg­ist Lands­virkjun sjá „spenn­andi tæki­færi“ í sam­starfi við hálend­is­þjóð­garð.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent