Landsvirkjun vill vera alfarið utan hálendisþjóðgarðs – segist ekki hafa lagt til rekstur á jaðarsvæðum

Að mati Landsvirkjunar er mikilvægt að „hugtakið jaðarsvæði verði alfarið fjarlægt“ úr frumvarpi um hálendisþjóðgarð og leggst „eindregið gegn því“ að settar verði auknar kvaðir á starfsemi fyrirtækisins á hálendinu.

Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins.
Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins.
Auglýsing

„Hér er ekki farið rétt með stað­reyndir og þetta er mistúlkun á umsögnum og óskum fyr­ir­tæk­is­ins,“ segir Lands­virkjun í umsögn sinni um frum­varp um stofnun hálend­is­þjóð­garðs. Vísar fyr­ir­tækið í þessu sam­bandi í grein­ar­gerð frum­varps­ins þar sem fram komi að Lands­virkjun hafi ásamt nátt­úru­vernd­ar­sam­tökum óskað eftir því að rekstur orku­vinnslu yrði stað­settur á jað­ar­svæði innan garðs­ins og lyti sér­stökum reglum ásamt því að vera undir stjórn hálend­is­þjóð­garðs.Lands­virkjun seg­ist í fyrri umsögnum um málið hafa lagt áherslu á að rekstur fyr­ir­tæk­is­ins verði utan hálend­is­þjóð­garðs, m.a. í því skyni að tryggja fram­þróun orku­vinnslu. „Ljóst er að stað­setn­ing rekstr­ar­svæða orku­vinnslu innan sér­tækra jað­ar­svæða þjóð­garðs, líkt og kemur fram í frum­varpi, muni ekki ná þeim mark­mið­u­m.“

AuglýsingFyr­ir­tækið bendir á að „jað­ar­svæði“ sé nýtt hug­tak sem hvorki sé skil­greint í nátt­úru­vernd­ar­lögum né skipu­lags­lög­gjöf. Þá sé ekki að finna skil­grein­ingu á hug­tak­inu í laga­texta né grein­ar­gerð frum­varps­ins. „Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er látið í það skína að Lands­virkjun hafi átt hug­mynd­ina að þessu fyr­ir­komu­lagi en því mót­mælir fyr­ir­tækið harð­lega.“Í umsögn sinni gagn­rýnir Lands­virkjun enn­fremur að sam­kvæmt frum­varp­inu verði ráð­herra, umdæm­is­ráðum og stjórn hálend­is­þjóð­garðs veitt „óskil­greint vald“ sem geti „valdið mik­illi óvissu og haft veru­leg hamlandi áhrif“ á rekstur orku­vinnslu. Er lögð á það rík áhersla að þau svæði sem eru mik­il­væg fyrir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins verði alfarið utan marka hálend­is­þjóð­garðs­ins og svæða tengdum honum og þar með utan valds­viðs garðs­ins. Fyr­ir­tækið leggst „ein­dregið gegn því“ að settar verði auknar kvaðir á starf­semi þess á svæð­inu og leggur til að greinar frum­varps­ins sem fjalla um svokölluð jað­ar­svæði verði felldar á brott.Þá gerir fyr­ir­tækið athuga­semd við að heild­ar­stærð þjóð­garðs­ins skuli ekki vera skil­greind í laga­text­anum og varar við því að „einum ráð­herra sé fengið það reglu­gerð­ar­vald sem fjallað er um í 2. gr. frum­varps­ins að ákveða stærð þjóð­garðs­ins og rekstr­ar­svæða orku­vinnslu“. Leggur Lands­virkjun því til að stærð garðs­ins verði skil­greind í frum­varp­inu og að aðkoma Alþingis og hags­muna­að­ila að ákvörðun um stærð garðs­ins sem og stækk­anir verði tryggð í texta frum­varps­ins.

Búrfellsstöð II, ein nýjasta virkjun Landsvirkjunar, á framkvæmdatíma. Mynd: ÍAVLands­virkjun gagn­rýnir einnig að vikið sé frá nið­ur­stöðu þverpóli­tískrar nefndar um hálend­is­þjóð­garð sem skil­aði loka­skýrslu í des­em­ber 2019. Í henni kom fram að stofnun þjóð­garðs á hálend­inu ætti ekki að koma í veg fyrir að fjallað yrði um nýjar orku­tengdar fram­kvæmdir innan hans í sam­ræmi við áætl­anir Alþingis um orku­nýt­ingu og flutn­ing raf­orku. Í frum­varp­inu nú er hins vegar ný orku­vinnsla á svæð­inu tak­mörkuð við virkj­un­ar­kosti í þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar.

Heim­ila megi nýjar virkj­anirLands­virkjun telur að virða beri nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar og að ekki sé rétt að tak­marka heim­ildir verk­efn­is­stjórnar ramma­á­ætl­unar við þriðja áfanga henn­ar. „Fyr­ir­tækið ítrekar að breyta þarf grein­inni þannig að heim­ila megi nýjar virkj­anir í sam­ræmi við vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun Alþingis á hverjum tíma. Jafn­framt sé verk­efn­is­stjórn heim­ilt að leggja mat á nýja virkj­un­ar­kosti innan hálend­is­þjóð­garðs, að und­an­skildum svæðum sem hafa verið afmörkuð vegna verndar til­tek­innar nátt­úru- eða menn­ing­arminja og að sú vernd banni orku­vinnslu sér­stak­lega.“ Bendir fyr­ir­tækið á vind­orku­nýt­ingu eða aukna orku­vinnslu á núver­andi rekstr­ar­svæðum sem dæmi um fram­tíð­ar­mögu­leika „sem gætu vel sam­ræmst mark­miðum hálend­is­þjóð­garðs“.Í loka­orðum umsagn­ar­innar leggur Lands­virkjun „ríka áherslu á að rekstur fyr­ir­tæk­is­ins sé alfarið utan þjóð­garðs og að engar auknar kvaðir verði settar á rekst­ur­inn þrátt fyrir nálægð við þjóð­garð­inn“. Að því sögðu seg­ist Lands­virkjun sjá „spenn­andi tæki­færi“ í sam­starfi við hálend­is­þjóð­garð.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent