Samtök ferðaþjónustunnar mæla gegn samþykkt frumvarps um hálendisþjóðgarð

„Gríðarlega mikilvægt“ er að ná „breiðri sátt“ þegar færa á ákvörðunarvald stórs landsvæðis undir eina ríkisstofnun. Sú sátt er ekki fyrir hendi þegar kemur að frumvarpi um hálendisþjóðgarð, segja Samtök ferðaþjónustunnar.

Hagavatnsvirkjun
Auglýsing

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar telja að þrátt fyrir að und­ir­bún­ingur frum­varps um hálend­is­þjóð­garð hafi verið fag­legur sé þörf á að vinna málið lengra og vinna úr ákveðnum grund­vall­ar­at­riðum sem enn eru óljós. Það er mat sam­tak­anna að útfærslur í frum­varp­inu séu ekki í nægi­lega miklu sam­ræmi við þau „góðu mark­mið“ sem sett eru fram í mark­miðs­grein frum­varps­ins. Sam­tökin gagn­rýna einnig að frum­varpið virð­ist „festa í sessi rík­is­stofnun með flókna og þung­lama­lega stjórn­sýslu, þar sem sú atvinnu­grein sem mesta hags­muni hefur af nýt­ingu nátt­úru svæð­is­ins, ferða­þjón­ust­an, hefur tak­markað væg­i.“



Meðal ann­ars af þessum sökum mæla sam­tökin gegn sam­þykkt frum­varps um hálend­is­þjóð­garð í óbreyttri mynd. „Þegar svo stórt land­svæði er tekið undir ákvörð­un­ar­vald einnar rík­is­stofn­unar er gríð­ar­lega mik­il­vægt að ná breiðri sátt,“ stendur í umsögn sam­tak­anna um frum­varp­ið. Sam­tökin telja því brýnt að „svo stórt hags­muna­mál fyrir þjóð­ina alla sé unnið í sem víð­tæk­astri sátt meðal hag­að­ila“, til dæmis með til­liti til nátt­úru­vernd­ar, ábyrgar stjórn­unar og nýt­ingu sam­eig­in­legrar auð­lind­ar.



Umsagna­frestur um frum­varp til laga um hálend­is­þjóð­garð rann út í gær, 1. febr­ú­ar. Yfir 130 umsagnir og athuga­semdir bár­ust.

Auglýsing



Í umsögn Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) kemur fram að þau hafi í gegnum árin almennt verið jákvæð í garð hálend­is­þjóð­garðs. „Það frum­varp sem lagt er fram nú verður þó ein­ungis að horfa á sem skref í átt­ina að þeim áfanga,“ segir í umsögn­inni sem Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, skrif­ar. „Lítil sátt er um frum­varpið meðal hag­að­ila enda virð­ist frum­varpið ekki ná þeirri sam­stöðu sem sam­tökin telja að þurfi til. Nauð­syn­legt er að end­ur­skoða og und­ir­búa betur ýmis grund­vall­ar­at­riði máls­ins í sam­vinnu ríkis og hag­að­ila.“



­Þrátt fyrir að ferða­þjón­usta sé sú atvinnu­grein sem nýtir hvað mest auð­lindir hálend­is­ins er vægi ferða­þjón­ust­unnar í fram­lögðu frum­varpi að mati SAF tak­mark­að. Lítið er þar fjallað um atvinnu­grein­ina þrátt fyrir að hún sé talin ein meg­in­for­senda laga­setn­ing­ar­innar og aug­ljóst sé að sér­tekjur þjóð­garðs­ins eigi sam­kvæmt frum­varp­inu að koma að stórum hluta frá ferða­þjón­ustu og ferða­mönn­um.



Þá telja sam­tökin reglu­gerð­ar­heim­ildir ráð­herra of opnar og að drög að reglu­gerðum og stefnu­mörkun þurfi að vera til staðar áður en mál af þess­ari stærð er sam­þykkt. „Þó að ramm­inn í púsl­inu sé að ein­hverju leyti til staðar í frum­varp­inu vantar mikið upp á heild­ar­mynd­ina. Í stað þess að frum­varpið sé leið­bein­andi virð­ist það frekar halla að boðum og bönn­um. Frum­varpið má ekki koma í veg fyrir eðli­lega og mik­il­væga atvinnu­þróun og upp­bygg­ingu með boð­uðum tak­mörk­un­um. Gjald­taka, leyf­is­veit­ingar og úthlut­anir taka í raun stærri sess í frum­varp­inu en þau mark­mið sem lagt er upp með.“



SAF bendir á að reynslan hafi kennt að það taki tíma að byggja upp þjóð­garð í sátt við hag­að­ila. Til að hægt sé að koma þjóð­garði af þess­ari stærð á lagg­irnar þurfi að tryggja rekstur til langs tíma. „Sú fjár­mögnun hefur ekki verið tryggð og ljóst er að ótækt er að slík fjár­mögnun verði tryggð með öflun sér­tekna af ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Öllum er ljóst að ferða­þjón­usta hefur farið hvað verst út úr þeim heims­far­aldri sem nú gengur yfir heim­inn. Ljóst er að burðir grein­ar­innar til auk­innar gjald­töku og skatt­heimtu verða engir næstu árin.“

Auglýsing



Nátt­úra Íslands, þar á meðal hálendi Íslands og jað­ar­svæði þess, er sú auð­lind sem íslensk ferða­þjón­usta byggir á, segir enn­fremur í umsögn­inni. Verð­mæta­sköpun atvinnu­grein­ar­innar fyrir sam­fé­lagið byggi á nýt­ingu auð­lind­ar­innar á sjálf­bæran hátt til fram­tíð­ar. Þegar fjallað sé um vernd og friðun hálend­is­ins sé því nauð­syn­legt að horfa sér­stak­lega til þátta varð­andi áfram­hald­andi nýt­ingar auð­lind­ar­innar og upp­bygg­ingar inn­viða ásamt atvinnu­sköpun í sam­hengi við vernd nátt­úru. „Nauð­syn­legt er að tryggja eins og kostur er jafn­vægi verndar og nýt­ing­ar. Að mati SAF er frum­varp um hálend­is­þjóð­garð van­búið hvað þetta varð­ar.“



Ferða­þjón­usta stendur frammi fyrir „afar erf­iðum upp­bygg­ing­ar­tíma eftir heims­far­aldur kór­ónu­veiru á næstu árum og hlýtur að gera kröfu um að laga­setn­ing stjórn­valda um grund­vall­ar­at­riði varð­andi atvinnu­starf­semi í grein­inni veiti skýra fram­tíð­ar­sýn,“ segir í umsögn SAF.



Í ljósi allra þess­ara þátta segj­ast Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar ekki geta mælt með sam­þykkt frum­varps um hálend­is­þjóð­garð í óbreyttri mynd.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent