Samtök ferðaþjónustunnar mæla gegn samþykkt frumvarps um hálendisþjóðgarð

„Gríðarlega mikilvægt“ er að ná „breiðri sátt“ þegar færa á ákvörðunarvald stórs landsvæðis undir eina ríkisstofnun. Sú sátt er ekki fyrir hendi þegar kemur að frumvarpi um hálendisþjóðgarð, segja Samtök ferðaþjónustunnar.

Hagavatnsvirkjun
Auglýsing

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar telja að þrátt fyrir að und­ir­bún­ingur frum­varps um hálend­is­þjóð­garð hafi verið fag­legur sé þörf á að vinna málið lengra og vinna úr ákveðnum grund­vall­ar­at­riðum sem enn eru óljós. Það er mat sam­tak­anna að útfærslur í frum­varp­inu séu ekki í nægi­lega miklu sam­ræmi við þau „góðu mark­mið“ sem sett eru fram í mark­miðs­grein frum­varps­ins. Sam­tökin gagn­rýna einnig að frum­varpið virð­ist „festa í sessi rík­is­stofnun með flókna og þung­lama­lega stjórn­sýslu, þar sem sú atvinnu­grein sem mesta hags­muni hefur af nýt­ingu nátt­úru svæð­is­ins, ferða­þjón­ust­an, hefur tak­markað væg­i.“Meðal ann­ars af þessum sökum mæla sam­tökin gegn sam­þykkt frum­varps um hálend­is­þjóð­garð í óbreyttri mynd. „Þegar svo stórt land­svæði er tekið undir ákvörð­un­ar­vald einnar rík­is­stofn­unar er gríð­ar­lega mik­il­vægt að ná breiðri sátt,“ stendur í umsögn sam­tak­anna um frum­varp­ið. Sam­tökin telja því brýnt að „svo stórt hags­muna­mál fyrir þjóð­ina alla sé unnið í sem víð­tæk­astri sátt meðal hag­að­ila“, til dæmis með til­liti til nátt­úru­vernd­ar, ábyrgar stjórn­unar og nýt­ingu sam­eig­in­legrar auð­lind­ar.Umsagna­frestur um frum­varp til laga um hálend­is­þjóð­garð rann út í gær, 1. febr­ú­ar. Yfir 130 umsagnir og athuga­semdir bár­ust.

AuglýsingÍ umsögn Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) kemur fram að þau hafi í gegnum árin almennt verið jákvæð í garð hálend­is­þjóð­garðs. „Það frum­varp sem lagt er fram nú verður þó ein­ungis að horfa á sem skref í átt­ina að þeim áfanga,“ segir í umsögn­inni sem Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, skrif­ar. „Lítil sátt er um frum­varpið meðal hag­að­ila enda virð­ist frum­varpið ekki ná þeirri sam­stöðu sem sam­tökin telja að þurfi til. Nauð­syn­legt er að end­ur­skoða og und­ir­búa betur ýmis grund­vall­ar­at­riði máls­ins í sam­vinnu ríkis og hag­að­ila.“­Þrátt fyrir að ferða­þjón­usta sé sú atvinnu­grein sem nýtir hvað mest auð­lindir hálend­is­ins er vægi ferða­þjón­ust­unnar í fram­lögðu frum­varpi að mati SAF tak­mark­að. Lítið er þar fjallað um atvinnu­grein­ina þrátt fyrir að hún sé talin ein meg­in­for­senda laga­setn­ing­ar­innar og aug­ljóst sé að sér­tekjur þjóð­garðs­ins eigi sam­kvæmt frum­varp­inu að koma að stórum hluta frá ferða­þjón­ustu og ferða­mönn­um.Þá telja sam­tökin reglu­gerð­ar­heim­ildir ráð­herra of opnar og að drög að reglu­gerðum og stefnu­mörkun þurfi að vera til staðar áður en mál af þess­ari stærð er sam­þykkt. „Þó að ramm­inn í púsl­inu sé að ein­hverju leyti til staðar í frum­varp­inu vantar mikið upp á heild­ar­mynd­ina. Í stað þess að frum­varpið sé leið­bein­andi virð­ist það frekar halla að boðum og bönn­um. Frum­varpið má ekki koma í veg fyrir eðli­lega og mik­il­væga atvinnu­þróun og upp­bygg­ingu með boð­uðum tak­mörk­un­um. Gjald­taka, leyf­is­veit­ingar og úthlut­anir taka í raun stærri sess í frum­varp­inu en þau mark­mið sem lagt er upp með.“SAF bendir á að reynslan hafi kennt að það taki tíma að byggja upp þjóð­garð í sátt við hag­að­ila. Til að hægt sé að koma þjóð­garði af þess­ari stærð á lagg­irnar þurfi að tryggja rekstur til langs tíma. „Sú fjár­mögnun hefur ekki verið tryggð og ljóst er að ótækt er að slík fjár­mögnun verði tryggð með öflun sér­tekna af ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Öllum er ljóst að ferða­þjón­usta hefur farið hvað verst út úr þeim heims­far­aldri sem nú gengur yfir heim­inn. Ljóst er að burðir grein­ar­innar til auk­innar gjald­töku og skatt­heimtu verða engir næstu árin.“

AuglýsingNátt­úra Íslands, þar á meðal hálendi Íslands og jað­ar­svæði þess, er sú auð­lind sem íslensk ferða­þjón­usta byggir á, segir enn­fremur í umsögn­inni. Verð­mæta­sköpun atvinnu­grein­ar­innar fyrir sam­fé­lagið byggi á nýt­ingu auð­lind­ar­innar á sjálf­bæran hátt til fram­tíð­ar. Þegar fjallað sé um vernd og friðun hálend­is­ins sé því nauð­syn­legt að horfa sér­stak­lega til þátta varð­andi áfram­hald­andi nýt­ingar auð­lind­ar­innar og upp­bygg­ingar inn­viða ásamt atvinnu­sköpun í sam­hengi við vernd nátt­úru. „Nauð­syn­legt er að tryggja eins og kostur er jafn­vægi verndar og nýt­ing­ar. Að mati SAF er frum­varp um hálend­is­þjóð­garð van­búið hvað þetta varð­ar.“Ferða­þjón­usta stendur frammi fyrir „afar erf­iðum upp­bygg­ing­ar­tíma eftir heims­far­aldur kór­ónu­veiru á næstu árum og hlýtur að gera kröfu um að laga­setn­ing stjórn­valda um grund­vall­ar­at­riði varð­andi atvinnu­starf­semi í grein­inni veiti skýra fram­tíð­ar­sýn,“ segir í umsögn SAF.Í ljósi allra þess­ara þátta segj­ast Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar ekki geta mælt með sam­þykkt frum­varps um hálend­is­þjóð­garð í óbreyttri mynd.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent