Samtök ferðaþjónustunnar mæla gegn samþykkt frumvarps um hálendisþjóðgarð

„Gríðarlega mikilvægt“ er að ná „breiðri sátt“ þegar færa á ákvörðunarvald stórs landsvæðis undir eina ríkisstofnun. Sú sátt er ekki fyrir hendi þegar kemur að frumvarpi um hálendisþjóðgarð, segja Samtök ferðaþjónustunnar.

Hagavatnsvirkjun
Auglýsing

Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar telja að þrátt fyrir að und­ir­bún­ingur frum­varps um hálend­is­þjóð­garð hafi verið fag­legur sé þörf á að vinna málið lengra og vinna úr ákveðnum grund­vall­ar­at­riðum sem enn eru óljós. Það er mat sam­tak­anna að útfærslur í frum­varp­inu séu ekki í nægi­lega miklu sam­ræmi við þau „góðu mark­mið“ sem sett eru fram í mark­miðs­grein frum­varps­ins. Sam­tökin gagn­rýna einnig að frum­varpið virð­ist „festa í sessi rík­is­stofnun með flókna og þung­lama­lega stjórn­sýslu, þar sem sú atvinnu­grein sem mesta hags­muni hefur af nýt­ingu nátt­úru svæð­is­ins, ferða­þjón­ust­an, hefur tak­markað væg­i.“Meðal ann­ars af þessum sökum mæla sam­tökin gegn sam­þykkt frum­varps um hálend­is­þjóð­garð í óbreyttri mynd. „Þegar svo stórt land­svæði er tekið undir ákvörð­un­ar­vald einnar rík­is­stofn­unar er gríð­ar­lega mik­il­vægt að ná breiðri sátt,“ stendur í umsögn sam­tak­anna um frum­varp­ið. Sam­tökin telja því brýnt að „svo stórt hags­muna­mál fyrir þjóð­ina alla sé unnið í sem víð­tæk­astri sátt meðal hag­að­ila“, til dæmis með til­liti til nátt­úru­vernd­ar, ábyrgar stjórn­unar og nýt­ingu sam­eig­in­legrar auð­lind­ar.Umsagna­frestur um frum­varp til laga um hálend­is­þjóð­garð rann út í gær, 1. febr­ú­ar. Yfir 130 umsagnir og athuga­semdir bár­ust.

AuglýsingÍ umsögn Sam­taka ferða­þjón­ust­unnar (SAF) kemur fram að þau hafi í gegnum árin almennt verið jákvæð í garð hálend­is­þjóð­garðs. „Það frum­varp sem lagt er fram nú verður þó ein­ungis að horfa á sem skref í átt­ina að þeim áfanga,“ segir í umsögn­inni sem Jóhannes Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri sam­tak­anna, skrif­ar. „Lítil sátt er um frum­varpið meðal hag­að­ila enda virð­ist frum­varpið ekki ná þeirri sam­stöðu sem sam­tökin telja að þurfi til. Nauð­syn­legt er að end­ur­skoða og und­ir­búa betur ýmis grund­vall­ar­at­riði máls­ins í sam­vinnu ríkis og hag­að­ila.“­Þrátt fyrir að ferða­þjón­usta sé sú atvinnu­grein sem nýtir hvað mest auð­lindir hálend­is­ins er vægi ferða­þjón­ust­unnar í fram­lögðu frum­varpi að mati SAF tak­mark­að. Lítið er þar fjallað um atvinnu­grein­ina þrátt fyrir að hún sé talin ein meg­in­for­senda laga­setn­ing­ar­innar og aug­ljóst sé að sér­tekjur þjóð­garðs­ins eigi sam­kvæmt frum­varp­inu að koma að stórum hluta frá ferða­þjón­ustu og ferða­mönn­um.Þá telja sam­tökin reglu­gerð­ar­heim­ildir ráð­herra of opnar og að drög að reglu­gerðum og stefnu­mörkun þurfi að vera til staðar áður en mál af þess­ari stærð er sam­þykkt. „Þó að ramm­inn í púsl­inu sé að ein­hverju leyti til staðar í frum­varp­inu vantar mikið upp á heild­ar­mynd­ina. Í stað þess að frum­varpið sé leið­bein­andi virð­ist það frekar halla að boðum og bönn­um. Frum­varpið má ekki koma í veg fyrir eðli­lega og mik­il­væga atvinnu­þróun og upp­bygg­ingu með boð­uðum tak­mörk­un­um. Gjald­taka, leyf­is­veit­ingar og úthlut­anir taka í raun stærri sess í frum­varp­inu en þau mark­mið sem lagt er upp með.“SAF bendir á að reynslan hafi kennt að það taki tíma að byggja upp þjóð­garð í sátt við hag­að­ila. Til að hægt sé að koma þjóð­garði af þess­ari stærð á lagg­irnar þurfi að tryggja rekstur til langs tíma. „Sú fjár­mögnun hefur ekki verið tryggð og ljóst er að ótækt er að slík fjár­mögnun verði tryggð með öflun sér­tekna af ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Öllum er ljóst að ferða­þjón­usta hefur farið hvað verst út úr þeim heims­far­aldri sem nú gengur yfir heim­inn. Ljóst er að burðir grein­ar­innar til auk­innar gjald­töku og skatt­heimtu verða engir næstu árin.“

AuglýsingNátt­úra Íslands, þar á meðal hálendi Íslands og jað­ar­svæði þess, er sú auð­lind sem íslensk ferða­þjón­usta byggir á, segir enn­fremur í umsögn­inni. Verð­mæta­sköpun atvinnu­grein­ar­innar fyrir sam­fé­lagið byggi á nýt­ingu auð­lind­ar­innar á sjálf­bæran hátt til fram­tíð­ar. Þegar fjallað sé um vernd og friðun hálend­is­ins sé því nauð­syn­legt að horfa sér­stak­lega til þátta varð­andi áfram­hald­andi nýt­ingar auð­lind­ar­innar og upp­bygg­ingar inn­viða ásamt atvinnu­sköpun í sam­hengi við vernd nátt­úru. „Nauð­syn­legt er að tryggja eins og kostur er jafn­vægi verndar og nýt­ing­ar. Að mati SAF er frum­varp um hálend­is­þjóð­garð van­búið hvað þetta varð­ar.“Ferða­þjón­usta stendur frammi fyrir „afar erf­iðum upp­bygg­ing­ar­tíma eftir heims­far­aldur kór­ónu­veiru á næstu árum og hlýtur að gera kröfu um að laga­setn­ing stjórn­valda um grund­vall­ar­at­riði varð­andi atvinnu­starf­semi í grein­inni veiti skýra fram­tíð­ar­sýn,“ segir í umsögn SAF.Í ljósi allra þess­ara þátta segj­ast Sam­tök ferða­þjón­ust­unnar ekki geta mælt með sam­þykkt frum­varps um hálend­is­þjóð­garð í óbreyttri mynd.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent