6 færslur fundust merktar „hálendisþjóðgarður“

Víðerni og lítt spillt náttúra eru mikilvæg auðlind fyrir ferðaþjónustuna og er því spáð að verðmæti slíks umhverfis eigi eftir að aukast á næstu áratugum.
Ferðaþjónustan alls ekki einróma um hvernig best sé að nýta hálendið
Um 45 prósent svarenda í nýrri rannsókn á sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu hálendisins voru andvígir stofnun hálendisþjóðgarðs en um 40 prósent studdu hana. Þeir sem nýta hálendið í starfsemi sinni voru neikvæðari gagnvart fyrirhuguðum garði en aðrir.
7. apríl 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
24. febrúar 2021
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.
Segir sátt verða að ríkja um hálendisþjóðgarð – ekki óeðlilegt að „meðgöngutíminn“ sé langur
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að „hugsunin um þjóðgarð á hálendinu“ sé góð og að tækifæri felist í slíkum garði fyrir ferðaþjónustuna en að hugsanlega þyrfti að taka fleiri skref en smærri í þessu máli.
18. febrúar 2021
Hrauneyjafossstöð er í dag þriðja stærsta raforkuver landsins, 210 MW. Hún stendur við Sprengisandsleið í jaðri hálendisins.
Landsvirkjun vill vera alfarið utan hálendisþjóðgarðs – segist ekki hafa lagt til rekstur á jaðarsvæðum
Að mati Landsvirkjunar er mikilvægt að „hugtakið jaðarsvæði verði alfarið fjarlægt“ úr frumvarpi um hálendisþjóðgarð og leggst „eindregið gegn því“ að settar verði auknar kvaðir á starfsemi fyrirtækisins á hálendinu.
4. febrúar 2021
Jarlhettur við Langjökul.
Óttast frelsisskerðingu, óhófleg boð og bönn og of rúmar valdheimildir
Hvað eiga félög húsbílaeigenda, vélsleða- og vélhjólamanna, jeppafólks, hestafólks, flugmanna og veiðimanna sameiginlegt? Öll hafna þau eða hafa miklar efasemdir um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð.
2. febrúar 2021
Samtök ferðaþjónustunnar mæla gegn samþykkt frumvarps um hálendisþjóðgarð
„Gríðarlega mikilvægt“ er að ná „breiðri sátt“ þegar færa á ákvörðunarvald stórs landsvæðis undir eina ríkisstofnun. Sú sátt er ekki fyrir hendi þegar kemur að frumvarpi um hálendisþjóðgarð, segja Samtök ferðaþjónustunnar.
2. febrúar 2021