Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið

Hugmyndafræðin á bakvið þjóðgarða hefur reynst vel á Íslandi og er góð aðferð til að skapa sátt, en ekki sundrung, um nýtingu og verndun merkilegra landsvæða í almannaeign, skrifar framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.

Auglýsing

Mikið er nú rætt um hálend­is­þjóð­garð, sem rík­is­stjórnin hefur lagt til að verði stofn­aður og fyrir liggur frum­varp um á Alþingi. Þetta er mál sem mik­il­vægt er að fái mikla og góða umræðu en sem fram­kvæmda­stjóri stærsta þjóð­garðs Íslands, Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, þykir mér oft erfitt að sjá mína góðu stofnun dregna inn í umræður um hálend­is­þjóð­garð­inn með nei­kvæðum for­merkj­u­m. Oft finnst mér nefni­lega örla á nokk­urri van­þekk­ingu þegar fjallað er um Vatna­jök­uls­þjóð­garð og virð­ist sem að fyr­ir­fram gefnar hug­myndir fólks um starf­semi stofn­un­ar­innar rati stundum inn í umræð­una. Þetta á við um rekstr­ar­hlið þjóð­garðs­ins, stjórnun og verndun ólíkra svæða og nú síð­ast þró­un­ar­verk­efni um inn­leið­ingu á sér­stakri atvinnu­stefnu fyrir þjóð­garð­inn. Þá hefur jafn­vel verið efast um vilja stjórn­enda þjóð­garðs­ins til sam­ráðs og sam­starfs við hags­muna­að­ila, sem ég get full­yrt að er mjög mik­ill.

AuglýsingFag­legur metn­aður er ráð­andi á öllum fram­an­greindum sviðum í starf­semi þjóð­garðs­ins. Vatna­jök­uls­þjóð­garður er sjálf­stæð rík­is­stofnun með sér­staka stjórn þar sem sitja m.a. full­trúar sveit­ar­fé­laga, úti­vist­ar­sam­taka, ferða­mála­sam­taka og umhverf­is­sam­taka. Rekst­ur­inn hefur gengið vel síð­ustu ár og til marks um það þá hefur þjóð­garð­ur­inn verið rek­inn með rekstr­ar­af­gangi á hverju ári síð­ustu þrjú ár. Árleg rekstr­ar­velta nemur um 950 millj­ónum króna og var stofn­unin orðin að fullu skuld­laus við rík­is­sjóð um síð­ustu ára­mót. Betri árangur í rekstri og öflugt faglegt starf er grundvöllur fyrir áframhaldandi þróun þjóðgarðsins, skrifar framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mynd: Af vef þjóðgarðsinsBetri árangur í rekstri og öfl­ugt fag­legt starf er grund­völlur fyrir áfram­hald­andi þróun þjóð­garðs­ins. Nú stendur yfir mikil upp­bygg­ing á innviðum innan marka þjóð­garðs­ins, svo sem á gesta­stof­um, þjón­ustu­hús­um, göngu­leið­um, merk­ingum og brúm en alls nema fram­kvæmd­irnar rúm­lega einum millj­arði króna yfir tveggja ára tíma­bil. Um nær allt ríkir almenn sátt en þó eru ákveðnar und­an­tekn­ing­ar. 

Um hríð hefur verið uppi ágrein­ingur um akst­urs­slóð­ann um Von­ar­skarð, nánar til­tekið um hvort heim­ila skuli á ný för ann­arra en gang­andi þar um. Sú deila er þó ekki ein­kenn­andi fyrir stöðu þess­ara mála innan þjóð­garðs­ins. Breið sam­staða er almennt um aðgengi og umferð í þjóð­garð­in­um. Alls eru innan þjóð­garðs­ins um 1052 km af akst­ursleiðum og er meiri­hluti veg­anna á ábyrgð Vega­gerð­ar­inn­ar. Flesta vegi og slóða innan þjóð­garðs­ins er að finna uppi á hálend­inu þar sem þeir voru lagðir á sínum tíma en almennt hafa vegir og slóðar sem heim­ilt er að aka innan þjóð­garðs­ins, verið skil­greindir í nánu sam­starfi við hags­muna­að­ila. Inn­viðir sem þessir skipta máli til að tryggja góða umgengni um þjóð­garð­inn. Árið 2019 voru gestir Vatna­jök­uls­þjóð­garðs vel yfir eina milljón og hefur verið byggð upp fjöl­breytt þjón­usta, tjald­stæði og upp­lýs­inga­mið­stöðvar til að hægt sé að taka vel á móti öllum þessum gest­u­m. 

Frá norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Mynd: Af vef þjóðgarðsinsStarfs­menn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs brenna fyrir verk­efn­unum sem stofn­un­inni er ætlað að sinna. Hjá okkur eru 35 fastir starfs­menn en á sumrin fjölgar í hópnum þegar við bæt­ast 80-100 sum­ar­starfs­menn sem sinna land­vörslu, þjón­ustu og fræðslu. Einn mæli­kvarði á starf þessa hóps er ánægja gest og þjóð­garð­ur­inn varð nýverið í 2. sæti yfir bestu þjóð­garða í Evr­ópu og í 17. sæti á heims­vísu hjá Trip Advisor ferða­vefn­um.Auk starfs­manna þá kemur að starfi þjóð­garðs­ins margt fleira fólk, í gegnum setu í ann­ars vegar stjórn og hins vegar fjórum svæð­is­ráðum þjóð­garðs­ins. Í svæð­is­ráðin hefur valist fólk með þekk­ingu á aðstæðum í heima­byggð sem er mik­il­vægur þáttur í að þróa þjóð­garð sem þenn­an. Allt þetta fólk sinnir störfum sínum af óþrjót­andi áhuga og metn­aði, bæði fyrir nátt­úr­unni og því að sam­fé­lögin í kringum þjóð­garð­inn blóm­stri. Starf­semi þjóð­garðs­ins hefur á flesta mæli­kvarða gengið afar vel síð­ustu ár og vona ég að þessi yfir­ferð sýni þeim sem nú kynna sér hug­mynda­fræð­ina á bak­við þjóð­garða að hún hafi reynst vel á Íslandi, eins og víð­ast hvar um heim­inn og sé góð aðferð til að skapa sátt, en ekki sundr­ung, um nýt­ingu og verndun merki­legra land­svæða í almanna­eign. Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar