Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið

Hugmyndafræðin á bakvið þjóðgarða hefur reynst vel á Íslandi og er góð aðferð til að skapa sátt, en ekki sundrung, um nýtingu og verndun merkilegra landsvæða í almannaeign, skrifar framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.

Auglýsing

Mikið er nú rætt um hálend­is­þjóð­garð, sem rík­is­stjórnin hefur lagt til að verði stofn­aður og fyrir liggur frum­varp um á Alþingi. Þetta er mál sem mik­il­vægt er að fái mikla og góða umræðu en sem fram­kvæmda­stjóri stærsta þjóð­garðs Íslands, Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, þykir mér oft erfitt að sjá mína góðu stofnun dregna inn í umræður um hálend­is­þjóð­garð­inn með nei­kvæðum for­merkj­u­m. Oft finnst mér nefni­lega örla á nokk­urri van­þekk­ingu þegar fjallað er um Vatna­jök­uls­þjóð­garð og virð­ist sem að fyr­ir­fram gefnar hug­myndir fólks um starf­semi stofn­un­ar­innar rati stundum inn í umræð­una. Þetta á við um rekstr­ar­hlið þjóð­garðs­ins, stjórnun og verndun ólíkra svæða og nú síð­ast þró­un­ar­verk­efni um inn­leið­ingu á sér­stakri atvinnu­stefnu fyrir þjóð­garð­inn. Þá hefur jafn­vel verið efast um vilja stjórn­enda þjóð­garðs­ins til sam­ráðs og sam­starfs við hags­muna­að­ila, sem ég get full­yrt að er mjög mik­ill.

AuglýsingFag­legur metn­aður er ráð­andi á öllum fram­an­greindum sviðum í starf­semi þjóð­garðs­ins. Vatna­jök­uls­þjóð­garður er sjálf­stæð rík­is­stofnun með sér­staka stjórn þar sem sitja m.a. full­trúar sveit­ar­fé­laga, úti­vist­ar­sam­taka, ferða­mála­sam­taka og umhverf­is­sam­taka. Rekst­ur­inn hefur gengið vel síð­ustu ár og til marks um það þá hefur þjóð­garð­ur­inn verið rek­inn með rekstr­ar­af­gangi á hverju ári síð­ustu þrjú ár. Árleg rekstr­ar­velta nemur um 950 millj­ónum króna og var stofn­unin orðin að fullu skuld­laus við rík­is­sjóð um síð­ustu ára­mót. Betri árangur í rekstri og öflugt faglegt starf er grundvöllur fyrir áframhaldandi þróun þjóðgarðsins, skrifar framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mynd: Af vef þjóðgarðsinsBetri árangur í rekstri og öfl­ugt fag­legt starf er grund­völlur fyrir áfram­hald­andi þróun þjóð­garðs­ins. Nú stendur yfir mikil upp­bygg­ing á innviðum innan marka þjóð­garðs­ins, svo sem á gesta­stof­um, þjón­ustu­hús­um, göngu­leið­um, merk­ingum og brúm en alls nema fram­kvæmd­irnar rúm­lega einum millj­arði króna yfir tveggja ára tíma­bil. Um nær allt ríkir almenn sátt en þó eru ákveðnar und­an­tekn­ing­ar. 

Um hríð hefur verið uppi ágrein­ingur um akst­urs­slóð­ann um Von­ar­skarð, nánar til­tekið um hvort heim­ila skuli á ný för ann­arra en gang­andi þar um. Sú deila er þó ekki ein­kenn­andi fyrir stöðu þess­ara mála innan þjóð­garðs­ins. Breið sam­staða er almennt um aðgengi og umferð í þjóð­garð­in­um. Alls eru innan þjóð­garðs­ins um 1052 km af akst­ursleiðum og er meiri­hluti veg­anna á ábyrgð Vega­gerð­ar­inn­ar. Flesta vegi og slóða innan þjóð­garðs­ins er að finna uppi á hálend­inu þar sem þeir voru lagðir á sínum tíma en almennt hafa vegir og slóðar sem heim­ilt er að aka innan þjóð­garðs­ins, verið skil­greindir í nánu sam­starfi við hags­muna­að­ila. Inn­viðir sem þessir skipta máli til að tryggja góða umgengni um þjóð­garð­inn. Árið 2019 voru gestir Vatna­jök­uls­þjóð­garðs vel yfir eina milljón og hefur verið byggð upp fjöl­breytt þjón­usta, tjald­stæði og upp­lýs­inga­mið­stöðvar til að hægt sé að taka vel á móti öllum þessum gest­u­m. 

Frá norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Mynd: Af vef þjóðgarðsinsStarfs­menn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs brenna fyrir verk­efn­unum sem stofn­un­inni er ætlað að sinna. Hjá okkur eru 35 fastir starfs­menn en á sumrin fjölgar í hópnum þegar við bæt­ast 80-100 sum­ar­starfs­menn sem sinna land­vörslu, þjón­ustu og fræðslu. Einn mæli­kvarði á starf þessa hóps er ánægja gest og þjóð­garð­ur­inn varð nýverið í 2. sæti yfir bestu þjóð­garða í Evr­ópu og í 17. sæti á heims­vísu hjá Trip Advisor ferða­vefn­um.Auk starfs­manna þá kemur að starfi þjóð­garðs­ins margt fleira fólk, í gegnum setu í ann­ars vegar stjórn og hins vegar fjórum svæð­is­ráðum þjóð­garðs­ins. Í svæð­is­ráðin hefur valist fólk með þekk­ingu á aðstæðum í heima­byggð sem er mik­il­vægur þáttur í að þróa þjóð­garð sem þenn­an. Allt þetta fólk sinnir störfum sínum af óþrjót­andi áhuga og metn­aði, bæði fyrir nátt­úr­unni og því að sam­fé­lögin í kringum þjóð­garð­inn blóm­stri. Starf­semi þjóð­garðs­ins hefur á flesta mæli­kvarða gengið afar vel síð­ustu ár og vona ég að þessi yfir­ferð sýni þeim sem nú kynna sér hug­mynda­fræð­ina á bak­við þjóð­garða að hún hafi reynst vel á Íslandi, eins og víð­ast hvar um heim­inn og sé góð aðferð til að skapa sátt, en ekki sundr­ung, um nýt­ingu og verndun merki­legra land­svæða í almanna­eign. Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar