Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið

Hugmyndafræðin á bakvið þjóðgarða hefur reynst vel á Íslandi og er góð aðferð til að skapa sátt, en ekki sundrung, um nýtingu og verndun merkilegra landsvæða í almannaeign, skrifar framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.

Auglýsing

Mikið er nú rætt um hálend­is­þjóð­garð, sem rík­is­stjórnin hefur lagt til að verði stofn­aður og fyrir liggur frum­varp um á Alþingi. Þetta er mál sem mik­il­vægt er að fái mikla og góða umræðu en sem fram­kvæmda­stjóri stærsta þjóð­garðs Íslands, Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, þykir mér oft erfitt að sjá mína góðu stofnun dregna inn í umræður um hálend­is­þjóð­garð­inn með nei­kvæðum for­merkj­u­m. Oft finnst mér nefni­lega örla á nokk­urri van­þekk­ingu þegar fjallað er um Vatna­jök­uls­þjóð­garð og virð­ist sem að fyr­ir­fram gefnar hug­myndir fólks um starf­semi stofn­un­ar­innar rati stundum inn í umræð­una. Þetta á við um rekstr­ar­hlið þjóð­garðs­ins, stjórnun og verndun ólíkra svæða og nú síð­ast þró­un­ar­verk­efni um inn­leið­ingu á sér­stakri atvinnu­stefnu fyrir þjóð­garð­inn. Þá hefur jafn­vel verið efast um vilja stjórn­enda þjóð­garðs­ins til sam­ráðs og sam­starfs við hags­muna­að­ila, sem ég get full­yrt að er mjög mik­ill.

AuglýsingFag­legur metn­aður er ráð­andi á öllum fram­an­greindum sviðum í starf­semi þjóð­garðs­ins. Vatna­jök­uls­þjóð­garður er sjálf­stæð rík­is­stofnun með sér­staka stjórn þar sem sitja m.a. full­trúar sveit­ar­fé­laga, úti­vist­ar­sam­taka, ferða­mála­sam­taka og umhverf­is­sam­taka. Rekst­ur­inn hefur gengið vel síð­ustu ár og til marks um það þá hefur þjóð­garð­ur­inn verið rek­inn með rekstr­ar­af­gangi á hverju ári síð­ustu þrjú ár. Árleg rekstr­ar­velta nemur um 950 millj­ónum króna og var stofn­unin orðin að fullu skuld­laus við rík­is­sjóð um síð­ustu ára­mót. Betri árangur í rekstri og öflugt faglegt starf er grundvöllur fyrir áframhaldandi þróun þjóðgarðsins, skrifar framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs. Mynd: Af vef þjóðgarðsinsBetri árangur í rekstri og öfl­ugt fag­legt starf er grund­völlur fyrir áfram­hald­andi þróun þjóð­garðs­ins. Nú stendur yfir mikil upp­bygg­ing á innviðum innan marka þjóð­garðs­ins, svo sem á gesta­stof­um, þjón­ustu­hús­um, göngu­leið­um, merk­ingum og brúm en alls nema fram­kvæmd­irnar rúm­lega einum millj­arði króna yfir tveggja ára tíma­bil. Um nær allt ríkir almenn sátt en þó eru ákveðnar und­an­tekn­ing­ar. 

Um hríð hefur verið uppi ágrein­ingur um akst­urs­slóð­ann um Von­ar­skarð, nánar til­tekið um hvort heim­ila skuli á ný för ann­arra en gang­andi þar um. Sú deila er þó ekki ein­kenn­andi fyrir stöðu þess­ara mála innan þjóð­garðs­ins. Breið sam­staða er almennt um aðgengi og umferð í þjóð­garð­in­um. Alls eru innan þjóð­garðs­ins um 1052 km af akst­ursleiðum og er meiri­hluti veg­anna á ábyrgð Vega­gerð­ar­inn­ar. Flesta vegi og slóða innan þjóð­garðs­ins er að finna uppi á hálend­inu þar sem þeir voru lagðir á sínum tíma en almennt hafa vegir og slóðar sem heim­ilt er að aka innan þjóð­garðs­ins, verið skil­greindir í nánu sam­starfi við hags­muna­að­ila. Inn­viðir sem þessir skipta máli til að tryggja góða umgengni um þjóð­garð­inn. Árið 2019 voru gestir Vatna­jök­uls­þjóð­garðs vel yfir eina milljón og hefur verið byggð upp fjöl­breytt þjón­usta, tjald­stæði og upp­lýs­inga­mið­stöðvar til að hægt sé að taka vel á móti öllum þessum gest­u­m. 

Frá norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Mynd: Af vef þjóðgarðsinsStarfs­menn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs brenna fyrir verk­efn­unum sem stofn­un­inni er ætlað að sinna. Hjá okkur eru 35 fastir starfs­menn en á sumrin fjölgar í hópnum þegar við bæt­ast 80-100 sum­ar­starfs­menn sem sinna land­vörslu, þjón­ustu og fræðslu. Einn mæli­kvarði á starf þessa hóps er ánægja gest og þjóð­garð­ur­inn varð nýverið í 2. sæti yfir bestu þjóð­garða í Evr­ópu og í 17. sæti á heims­vísu hjá Trip Advisor ferða­vefn­um.Auk starfs­manna þá kemur að starfi þjóð­garðs­ins margt fleira fólk, í gegnum setu í ann­ars vegar stjórn og hins vegar fjórum svæð­is­ráðum þjóð­garðs­ins. Í svæð­is­ráðin hefur valist fólk með þekk­ingu á aðstæðum í heima­byggð sem er mik­il­vægur þáttur í að þróa þjóð­garð sem þenn­an. Allt þetta fólk sinnir störfum sínum af óþrjót­andi áhuga og metn­aði, bæði fyrir nátt­úr­unni og því að sam­fé­lögin í kringum þjóð­garð­inn blóm­stri. Starf­semi þjóð­garðs­ins hefur á flesta mæli­kvarða gengið afar vel síð­ustu ár og vona ég að þessi yfir­ferð sýni þeim sem nú kynna sér hug­mynda­fræð­ina á bak­við þjóð­garða að hún hafi reynst vel á Íslandi, eins og víð­ast hvar um heim­inn og sé góð aðferð til að skapa sátt, en ekki sundr­ung, um nýt­ingu og verndun merki­legra land­svæða í almanna­eign. Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar