Óttast frelsisskerðingu, óhófleg boð og bönn og of rúmar valdheimildir

Hvað eiga félög húsbílaeigenda, vélsleða- og vélhjólamanna, jeppafólks, hestafólks, flugmanna og veiðimanna sameiginlegt? Öll hafna þau eða hafa miklar efasemdir um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð.

Jarlhettur við Langjökul.
Jarlhettur við Langjökul.
Auglýsing

Þjóð­garður þessi er algjör­lega ótíma­bær. Engin sátt ríkir um hann í þjóð­fé­lag­inu. Ráð­herra yrðu gefin óhemju mikil völd og ferða­frelsi og almanna­réttur fótum troð­inn. Núver­andi nátt­úru­vernd­ar­lög ættu að nægja og ef nátt­úran á að fá að njóta vafans er það betur gert með því að leyfa hálend­inu að vera afskekkt, tor­sótt og fáfarið – á þann hátt feng­ist raun­hæf öræfa­kyrrð.Þetta er meðal þess sem fram kemur í umsögnum ferða- og úti­vi­star­fé­laga um frum­varp um stofnun hálend­is­þjóð­garðs. Frestur til að skila umsögnum rann út í gær og um 140 umsagnir bár­ust frá stofn­un­um, félaga­sam­tökum og ein­stak­ling­um. Af þeim tæp­lega tutt­ugu sem bár­ust frá ferða- og úti­vi­star­fé­lögum og heild­ar­sam­tökum þeirra eru aðeins tvær jákvæðar í garð frum­varps­ins, umsagnir frá Ferða­fé­lagi Íslands og Úti­vist. Bæði félögin gera þó nokkrar athuga­semdir við frum­varp­ið.

AuglýsingÍ öllum umsögn­unum kemur fram að virð­ing fyrir nátt­úru og landi sé leið­ar­stef við­kom­andi félaga­sam­taka og í flestum þeirra er tekið fram að rík áhersla sé lögð á að félags­menn gangi vel um land­ið. Hins vegar er það einnig sam­eig­in­legur þráður í þeim flestum að frum­varpið um stofnun hálend­is­þjóð­garðs þarfn­ist lengri og ítar­legri umræðu eigi að nást um það sátt í sam­fé­lag­inu.­Þjóð­garður á hálend­inu þarfn­ast mun lengri und­ir­bún­ings­tíma, segir til að mynda í umsögn Félags hús­bíla­eig­enda, „það er að segja ef það er þörf fyrir hálend­is­þjóð­garð“. Þeir sem ferð­ist um á ferða­bílum hafi síð­ustu ár upp­lifað að þeir ráði sér ekki lengur sjálf­ir. „Frelsið sem við höfum haft minnkar ár frá ári, við ráðum ekki lengur hvaða slóða við ökum og við ráðum ekki lengur hvar við stopp­um, dveljum eða nátt­u­m.“Félag leið­sögu­manna með hrein­dýra­veiðum leggst alfarið gegn áformum um mið­há­lend­is­þjóð­garð og telur þau ekki vera til þess fallin að stuðla að sátt um nýt­ingu og vernd svæð­is­ins. „Ekki verður betur séð en að til­gang­ur­inn sé að ná yfir­ráðum yfir því landi sem nú lýtur yfir­ráðum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins og færa alla ákvarð­ana­töku frá for­sæt­is­ráðu­neyti og sveit­ar­fé­lögum og þar með burtu frá nær­sam­fé­lögum sem mestra hags­muna hafa að gæta.“

Ráð­herra gefin óhemju mikil völdFerða- og úti­vi­star­fé­lagið Slóða­vin­ir, sem í er fólk sem hefur áhuga á ferða­lögum um landið á vél­hjól­um, leggst einnig „al­farið gegn fram­komnu frum­varpi“ og segir fram­setn­ingu í því víða með þeim hætti að það gangi „þvert á við­teknar leik­reglur lýð­ræð­is­ins“.Slóða­vinir telja útfærslu mik­il­vægra þátta víða ábóta­vant og oftar en ekki séu mál afgreidd á þann hátt að ráð­herra semji um þau reglur síð­ar, sýn­ist honum svo. „Ráð­herra eru því gefin óhemju mikil völd inn í fram­tíð­ina án aðkomu ann­arra hags­muna­að­ila, „telji“ hann þörf á.“

„Ef náttúran á að fá að njóta vafans þá er það betur gert með því að leyfa hálendinu að vera afskekkt, torsótt og fáfarið,“ segir í umsögn Ferðaklúbbsins 4x4. Mynd af vef Ferðaklúbbsins 4x4Ferða­klúbb­ur­inn 4x4, sem í eru á bil­inu 4-5.000 félags­menn, „hafnar algjör­lega“ þeim hug­myndum sem koma fram í frum­varp­inu. „Ef nátt­úran á að fá að njóta vafans þá er það betur gert með því að leyfa hálend­inu að vera afskekkt, tor­sótt og fáfar­ið.“Í ítar­legri umsögn sinni bendir félagið á að ótækt sé að koma fram með svo stórt mál, sem skipti stóra hópa í þjóð­fé­lag­inu miklu máli, í miðjum far­aldri COVID-19 og sam­komu­banni. „Að keyra málið af stað um jól og ára­mót er algjör­lega óskilj­an­legt og sýnir svo ekki sé um villst að málið átti að fara hratt í gegn á tímum sem stórum félaga­sam­tökum er erfitt að fjalla um málið á þann hátt sem þyrft­i.“Í umsögn­inni er áréttað að Ferða­klúbb­ur­inn 4x4 vilji standa vörð um ferða­menn­ingu í tóm­stunda­skyni á hálendi Íslands. „Sú rót­gróna ferða­menn­ing kallar ekki á þjóð­garðs­stofn­un.“

Jákvætt fram­lagFerða­fé­lag Íslands telur að stofnun þjóð­garða og frið­lýs­ingar í tengslum við þá sé mik­il­væg leið til að tryggja „að hin ein­staka nátt­úra lands­ins fái staðið óspillt fyrir kom­andi kyn­slóðir að njóta“. Á sama hátt er það mik­il­vægt að mati félags­ins að þær reglur sem muni gilda um dvöl og för í þjóð­görðum séu til þess fallnar að tryggja rétt almenn­ings til að ferð­ast um landið og njóta úti­vistar þar. „FÍ telur fram­lagt frum­varp til laga um hálend­is­þjóð­garð jákvætt fram­lag til nátt­úru­verndar og úti­vist­ar.“

AuglýsingFerða­fé­lagið Mel­rakk­ar, félags­skapur fólks sem ferð­ast um á fjór­hjólum og böggý-bíl­um, leggst gegn frum­varp­inu og vill frekar hjálpa til við merk­ingar á leiðum og eru félags­menn til­búnir „að fræða ferða­menn sem gætu orðið á vegi okkar um hversu verð­mætt er að ganga vel um,“ segir í umsögn Mel­rakka. „Við berum ómælda virð­ingu fyrir land­inu og okkar eina mark­mið er að njóta félags­skapar við hvert annað og hins stór­brotna útsýnis sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Fræða þurfi ferða­fólk almennt betur en það er að mati félags­ins „ekki svo að það þurfi að loka mið­há­lend­inu til þess að vernda það“.Að mati félags­ins er frum­varpið „mein­gall­að“ í þeirri mynd sem það birt­ist nú. „Frestum frum­varp­inu og vinnum það betur með öllum sem að því koma – ekki ein­ungis útvöld­um.“

Veru­legar skorður settar á flugFis­fé­lag Reykja­víkur skorar á stjórn­völd að hafna frum­varp­inu í því formi sem það er lagt fram núna. „Frum­varpið gengur of langt í boðum og bönnum án þess að sýnt hafi verið fram á nauð­syn þeirra. Sér­stak­lega vill Fis­fé­lag Reykja­víkur benda á 18. gr. þar sem öllu flugi eru settar veru­legar skorður umfram aðra ferða­máta,“ segir í umsögn félags­ins. Í svip­aðan streng er tekið í umsögn Flug­mála­fé­lags Íslands. Innan félags­ins starfa nær öll félög, sam­tök og hópar sem tengj­ast flug­starf­semi og flug­í­þróttum á Íslandi.

Að leik við Geitá. Mynd: Úr skýrslu um miðhálendisþjóðgarðTvö hesta­manna­fé­lög sendu inn umsögn og sömu­leiðis Lands­sam­band hesta­manna sem í eru um 12.500 hesta­menn. Öll leggj­ast þau gegn sam­þykkt frum­varps­ins að svo stöddu og telja að of mörgum spurn­ingum sé enn ósvar­að. Hesta­menn ótt­ast að með stofnun hálend­is­þjóð­garðs verði aðgengi og frelsi þeirra að hálend­inu skert, aðgengi sem hefur verið til staðar frá land­námi. „Reynsla hesta­manna af þeim þjóð­görðum sem þegar eru til staðar sýnir að hömlur eru settar á ferðir hesta­hópa um þjóð­garða.“Almanna­réttur á sér langa hefð á Íslandi segir enn­fremur í umsögn­inni, og helg­ast af því við­horfi að nátt­úra Íslands sé sam­eig­in­leg gæði lands­manna sem öllum sé jafn­frjálst að njóta. „Mik­il­vægt er að standa vörð um þennan rétt, en honum fylgir jafn­framt skylda til að ganga vel um land­ið.“

Hvað er þjóð­garður án þjóð­ar?Lands­sam­band íslenskra vélsleða­manna segir í sinni umsögn að nátt­úra Íslands sé óað­gengi­leg að vetri og sjái sjálf um „að vernda landið fyrir ágangi massa­t­úrisma. Sú fyr­ir­ætlan að leggja um það bil þriðj­ung flat­ar­máls alls Íslands undir vald­heim­ildir þjóð­garðsvarða mun skaða nátt­úru­vernd og ásýnd hennar um ókomin ár. Reynslan af vald­boði og ákvörð­unum í Vatna­jök­uls­þjóð­garði hefur sýnt okkar félags­mönnum að þjóð­garðs­vörðum er ekki treystandi fyrir svo viða­miklum vald­heim­ild­um.“ Í nið­ur­lagi umsagn­ar­innar segir að frum­varpið sé umdeild­ara en af hafi verið látið og spurt: „Hvað er þjóð­garður án þjóð­ar!“Skot­veiði­fé­lag Íslands, segir að meðan að ekki sé tryggt að almanna­veiði­réttur innan fyr­ir­hug­aðs þjóð­garðs verði óskertur legg­ist félagið alfarið gegn frum­varp­inu. „Það er því mat SKOT­VÍS að kjósi þingið að halda frum­varp­inu til streitu, þurfi að gera á því veiga­miklar efn­is­legar breyt­ing­ar. Þær þurfi að ræða og kynna almenn­ingi og skapa um málið góða almenna sátt, áður en lengra verður hald­ið. Á tímum mik­illa sam­komu­tak­mark­ana og heims­far­ald­urs er erfitt að sjá að kynn­ing og sam­tal um málið geti farið vel fram. Lík­lega er ekki tíma­bært að stofna svo stóran þjóð­garð núna. Kannski er rétt að gefa Vatna­jök­uls­þjóð­garði tíma til að sýna sig og sanna áður en lengra verður geng­ið.“

Að Fjallabaki. Mynd: Úr skýrslu um miðhálendisþjóðgarðFerða­fé­lagið Úti­vist rifjar það upp í sinni umsögn að það hafi verið aðili að sam­starfs­verk­efni sem ýtt var úr vör í árs­byrjun 2016 sem að stóðu 28 úti­vistar- og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök, auk sam­taka fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu. Mark­mið sam­starfs­ins var að skapa víð­tæka sátt um þjóð­garð á mið­há­lendi Íslands á grund­velli vilja­yf­ir­lýs­ingar sem sam­starfs­að­il­arnir und­ir­rit­uðu. Í þess­ari vilja­yf­ir­lýs­ingu voru settar fram for­sendur er varða nátt­úru­vernd, aðgengi og rétt­indi almenn­ings í þjóð­garð­inum og tæki­færi og aðkomu hag­að­ila (nátt­úru­vernd­ar­sam­taka, úti­vist­ar­hreyf­inga og ferða­þjón­ustu) að stjórnun garðs­ins. „Af­staða Ferða­fé­lags­ins Úti­vistar til hálend­is­þjóð­garðs er grund­völluð á þess­ari vilja­yf­ir­lýs­ingu og styður félagið stofnun þjóð­garðs, þar sem tryggt er að fram­an­greindar for­sendur hald­i,“ segir í umsögn­inni og að Úti­vist leggi einkum áherslu á nokkur atriði:  • Að réttur almenn­ings til úti­vistar og nátt­úru­fræðslu innan þjóð­garðs­ins verði tryggð­ur.
  • Að fullt til­lit verði tekið til ára­tuga nýt­ingar úti­vi­star­fé­lag­anna á mið­há­lend­inu og allar nauð­syn­legar breyt­ingar sem kunna að eiga sér stað verði teknar í fullu sam­ráði við full­trúa þess­ara hags­muna­hópa.Úti­vist gerir svo „al­var­lega athuga­semd“ við rúmar gjald­töku­heim­ildir þjóð­garðs­ins sem sam­kvæmt orða­lagi í einni grein frum­varps­ins ná ekki aðeins til greiðslu fyrir veitta þjón­ustu, heldur einnig almennar gjald­töku­heim­ildir á borð við gist­ingu innan þjóð­garðs­ins og leyf­is­gjöld fyrir þjón­ustu­samn­inga. Telur félagið „ótækt“ að ákvæðið sé opið fyrir slíkri túlkun og því lögð til eft­ir­far­andi breyt­ing á orða­lagi: „Þá er hálend­is­þjóð­garði heim­ilt að inn­heimta gjald fyrir gist­ingu í skálum og tjald­svæðum sem rekin eru af þjóð­garð­in­um.“

Gríð­ar­legur kostn­aður við upp­bygg­inguÚti­vist segir enn­fremur að „eins og mörg dæmi um fram­kvæmdir á vegum rík­is­ins innan Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sýna“, megi gera ráð fyrir að kostn­aður við upp­bygg­ingu inn­viða og þjón­ustu­stofn­ana verði „gríð­ar­leg­ur“ sem til stendur að inn­heimta með þjón­ustu­gjöld­um. „Af­koma af starf­semi ferða­fé­lag­anna ber ekki slíka gjald­töku. Því er nauð­syn­legt að end­ur­meta frá grunni fyr­ir­hug­aða fjár­mögnun á upp­bygg­ingu inn­viða með áherslu á bein fram­lög á fjár­lögum fremur en álögur á ferða­menn.“Loka­orð umsagn­ar­innar eru á þá leið að afstaða Úti­vistar til þjóð­garðs á hálend­inu hafi almennt verið jákvæð en að ákveðnum for­sendum upp­fyllt­um. Er það von félags­ins að umhverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþingis fall­ist á athuga­semdir sem fram koma í umsögn­inni „sem eru for­senda þess að það geti mælt með sam­þykkt þessa frum­varps“.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent