Líst ekki vel á tillögu ASÍ um skerðingarlaust ár

Fjármála- og efnahagsráðherra telur að tillaga forseta ASÍ um skerðingarlaust ár 2022 sé algerlega „andstætt allri annarri hugmyndafræði sem hefur stafað frá ASÍ“.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Það kom Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tals­vert á óvart að sjá til­lögu ASÍ um skerð­ing­ar­laust ár 2022 sem Drífa Snædal, for­seti ASÍ, setti fram í pistli fyrir helgi. Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, spurði Bjarna hvernig honum lit­ist á þessa til­lögu.

Guð­mundur Ingi hóf fyr­ir­spurn sína á því að segja að undur og stór­merki hefðu gerst því ASÍ hefði rumskað af þyrni­rós­ar­svefni og hrokkið upp með and­fælum af skerð­ing­ar­svefn­inum langa. Vitn­aði hann í orð Drífu í fyrr­nefndum pistli þar sem hún sagði að hér á landi hefði ekki tek­ist að tryggja afkomu fólks og að fullt til­efni væri til að hafa áhyggjur af spill­ingu og auknum ójöfn­uði. Það yrði ekki sagt nógu oft að grund­völlur friðar og lýð­ræðis væri að tryggja afkomu, eng­inn mætti vera und­an­skil­inn; launa­fólk, atvinnu­rek­end­ur, öryrkjar og aldr­að­ir. Allir ættu að búa við afkomu­ör­yggi í sann­gjörnu sam­fé­lagi.

Hann sagði að Drífa væri í pistli sínum að kynna hug­myndir um skerð­ing­ar­laust ár og að Flokkur fólks­ins hefði ítrekað sett fram frum­varp um skerð­ing­ar­laus tvö ár. Svo Guð­mundur Ingi spurði Bjarna hvernig honum lit­ist á þessar hug­myndir ASÍ. Einnig spurði hann í þessu sam­hengi hvernig honum lit­ist á að stöðva skerð­ingar á húsa­leigu­bótum og sér­stökum húsa­leigu­bót­um.

Auglýsing

Stöndum okkur „af­burða­vel“ í því að skipta því sem er til skipt­anna með sann­gjörnum hætti

Bjarni svar­aði og sagði: „Ef við horfum á hóp þeirra sem sæta skerð­ingum vegna tekna í almanna­trygg­inga­kerf­inu vill ASÍ leggja upp með þá stefnu að við skilum mestu til þeirra úr þessum hópi sem hafa það best. Með afnámi skerð­inga koma flestar krónur til þeirra sem hafa það best af þeim sem yfir höfuð sæta skerð­ing­um, alveg aug­ljóst. Þeir skerð­ast minnst sem hafa minnst. Þannig virkar kerfið í dag,“ sagði hann. „Ef þú afnemur allar skerð­ing­arnar eru það þeir sem búa við minnstar skerð­ingar sem eru neðst í stig­an­um. Þetta kemur á óvart vegna þess að þetta er alger­lega and­stætt allri annarri hug­mynda­fræði sem hefur stafað frá ASÍ, til dæmis í skatta­mál­um, og við höfum á þessu kjör­tíma­bili einmitt lagt áherslu á að við skatta­lækk­anir þá skil­uðum við mestu þar sem þörfin væri mest.“

Vildi ráð­herr­ann „minna á nokkrar grund­vall­ar­stað­reyndir um ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­il­anna í land­inu. Á Íslandi eru með­al­tekjur meðal þess hæsta sem þekk­ist hvort sem litið er til Norð­ur­land­anna eða OECD-­ríkj­anna. Á sama tíma er jöfn­uður hvað mestur og stuðn­ings­kerfin fyrir fjöl­skyldur eru, sam­kvæmt skýrslu Axels Halls, á pari eða betri fyrir fjöl­skyldu­fólk en á Norð­ur­lönd­unum þannig að það er nán­ast sama í hvaða átt litið er. Við stöndum okkur afburða­vel í því að skipta því sem er til skipt­anna í þjóð­fé­lagi okkar með sann­gjörnum hætti meðal íbúa lands­ins,“ sagði hann.

„Segðu að þetta sé best haldna fólk­ið“

Í seinni ræðu sinni sagði Guð­mundur Ingi að hann skildi ekki svör ráð­herr­ans. „Hvernig í ósköp­unum fær hann það út að þeir sem fá sér­stakar húsa­leigu­bætur standi vel og séu alger­lega á góðum stað? Og hvernig í ósköp­unum dettur honum í hug að ein­hver borði með­al­tal launa? Það borðar eng­inn með­al­tal launa, það er úti­lok­að. Þú borðað það sem þú færð. Þeir sem eru til dæmis að detta út af atvinnu­leys­is­skrá, hvert fara þeir? Þeir fara á félags­lega kerf­ið. Hvernig virkar félags­lega kerf­ið? Ef það eru ein­hvers staðar skerð­ingar þá eru þær þar. Þar er króna á móti krónu skerð­ing, skerð­ingar vegna maka. Þetta er svo ömur­legt.

Það er verið að setja fólk í þær aðstæður að það hefur ekki efni á húsa­leigu, hefur ekki efni á mat fyrir börnin sín eða neitt vegna þess að það á að lifa á einni fyr­ir­vinnu og það gat ekki einu sinni áður lifað á tveim­ur. Segðu að þetta sé best haldna fólk­ið, að þetta sé fólkið sem hefur það best og þar af leið­andi eigi ekki að taka skerð­ingar af því,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Guðmundur Ingi Kristinsson Mynd: Bára Huld Beck

Þing­manni tek­ist að snúa öllu á hvolf

Bjarni kom aftur í pontu og sagði að því miður hefði þing­mann­inum tek­ist að snúa öllu á hvolf í þess­ari umræðu og lagt honum orð í munn.

„Ég var ekki að ræða sér­stak­lega um þá hópa sem hann nefnir hér að þyrftu að hafa betri kjör og meira á milli hand­anna. Ég verð að benda á þá stað­reynd, vegna þess að hann kemur hér upp með hug­mynd­ina um að afnema allar skerð­ing­ar. Það er hug­myndin sem hátt­virtur þing­maður viðr­aði í ræðu­stól, að afnema allar skerð­ingar almanna­trygg­inga eins og ASÍ, hann tal­aði um að ASÍ hefði vaknað af þyrni­rós­ar­svefni og komið með þá góðu hug­mynd. Þá benti ég á að það kæmi mér á óvart að heyra það úr þeirri átt vegna þess að það er svo auð­velt að sjá fyrir sér að þeir sem eru með fanta­góðar líf­eyr­is­tekjur myndu, við það að við myndum afnema allar skerð­ing­ar, halda þessum líf­eyr­is­tekjum bara óbreyttum og fá bætur úr almanna­trygg­ing­um. Það segi ég að er ein­fald­lega rang­t,“ sagði ráð­herr­ann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent