Líst ekki vel á tillögu ASÍ um skerðingarlaust ár

Fjármála- og efnahagsráðherra telur að tillaga forseta ASÍ um skerðingarlaust ár 2022 sé algerlega „andstætt allri annarri hugmyndafræði sem hefur stafað frá ASÍ“.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Það kom Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tals­vert á óvart að sjá til­lögu ASÍ um skerð­ing­ar­laust ár 2022 sem Drífa Snædal, for­seti ASÍ, setti fram í pistli fyrir helgi. Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, spurði Bjarna hvernig honum lit­ist á þessa til­lögu.

Guð­mundur Ingi hóf fyr­ir­spurn sína á því að segja að undur og stór­merki hefðu gerst því ASÍ hefði rumskað af þyrni­rós­ar­svefni og hrokkið upp með and­fælum af skerð­ing­ar­svefn­inum langa. Vitn­aði hann í orð Drífu í fyrr­nefndum pistli þar sem hún sagði að hér á landi hefði ekki tek­ist að tryggja afkomu fólks og að fullt til­efni væri til að hafa áhyggjur af spill­ingu og auknum ójöfn­uði. Það yrði ekki sagt nógu oft að grund­völlur friðar og lýð­ræðis væri að tryggja afkomu, eng­inn mætti vera und­an­skil­inn; launa­fólk, atvinnu­rek­end­ur, öryrkjar og aldr­að­ir. Allir ættu að búa við afkomu­ör­yggi í sann­gjörnu sam­fé­lagi.

Hann sagði að Drífa væri í pistli sínum að kynna hug­myndir um skerð­ing­ar­laust ár og að Flokkur fólks­ins hefði ítrekað sett fram frum­varp um skerð­ing­ar­laus tvö ár. Svo Guð­mundur Ingi spurði Bjarna hvernig honum lit­ist á þessar hug­myndir ASÍ. Einnig spurði hann í þessu sam­hengi hvernig honum lit­ist á að stöðva skerð­ingar á húsa­leigu­bótum og sér­stökum húsa­leigu­bót­um.

Auglýsing

Stöndum okkur „af­burða­vel“ í því að skipta því sem er til skipt­anna með sann­gjörnum hætti

Bjarni svar­aði og sagði: „Ef við horfum á hóp þeirra sem sæta skerð­ingum vegna tekna í almanna­trygg­inga­kerf­inu vill ASÍ leggja upp með þá stefnu að við skilum mestu til þeirra úr þessum hópi sem hafa það best. Með afnámi skerð­inga koma flestar krónur til þeirra sem hafa það best af þeim sem yfir höfuð sæta skerð­ing­um, alveg aug­ljóst. Þeir skerð­ast minnst sem hafa minnst. Þannig virkar kerfið í dag,“ sagði hann. „Ef þú afnemur allar skerð­ing­arnar eru það þeir sem búa við minnstar skerð­ingar sem eru neðst í stig­an­um. Þetta kemur á óvart vegna þess að þetta er alger­lega and­stætt allri annarri hug­mynda­fræði sem hefur stafað frá ASÍ, til dæmis í skatta­mál­um, og við höfum á þessu kjör­tíma­bili einmitt lagt áherslu á að við skatta­lækk­anir þá skil­uðum við mestu þar sem þörfin væri mest.“

Vildi ráð­herr­ann „minna á nokkrar grund­vall­ar­stað­reyndir um ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­il­anna í land­inu. Á Íslandi eru með­al­tekjur meðal þess hæsta sem þekk­ist hvort sem litið er til Norð­ur­land­anna eða OECD-­ríkj­anna. Á sama tíma er jöfn­uður hvað mestur og stuðn­ings­kerfin fyrir fjöl­skyldur eru, sam­kvæmt skýrslu Axels Halls, á pari eða betri fyrir fjöl­skyldu­fólk en á Norð­ur­lönd­unum þannig að það er nán­ast sama í hvaða átt litið er. Við stöndum okkur afburða­vel í því að skipta því sem er til skipt­anna í þjóð­fé­lagi okkar með sann­gjörnum hætti meðal íbúa lands­ins,“ sagði hann.

„Segðu að þetta sé best haldna fólk­ið“

Í seinni ræðu sinni sagði Guð­mundur Ingi að hann skildi ekki svör ráð­herr­ans. „Hvernig í ósköp­unum fær hann það út að þeir sem fá sér­stakar húsa­leigu­bætur standi vel og séu alger­lega á góðum stað? Og hvernig í ósköp­unum dettur honum í hug að ein­hver borði með­al­tal launa? Það borðar eng­inn með­al­tal launa, það er úti­lok­að. Þú borðað það sem þú færð. Þeir sem eru til dæmis að detta út af atvinnu­leys­is­skrá, hvert fara þeir? Þeir fara á félags­lega kerf­ið. Hvernig virkar félags­lega kerf­ið? Ef það eru ein­hvers staðar skerð­ingar þá eru þær þar. Þar er króna á móti krónu skerð­ing, skerð­ingar vegna maka. Þetta er svo ömur­legt.

Það er verið að setja fólk í þær aðstæður að það hefur ekki efni á húsa­leigu, hefur ekki efni á mat fyrir börnin sín eða neitt vegna þess að það á að lifa á einni fyr­ir­vinnu og það gat ekki einu sinni áður lifað á tveim­ur. Segðu að þetta sé best haldna fólk­ið, að þetta sé fólkið sem hefur það best og þar af leið­andi eigi ekki að taka skerð­ingar af því,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Guðmundur Ingi Kristinsson Mynd: Bára Huld Beck

Þing­manni tek­ist að snúa öllu á hvolf

Bjarni kom aftur í pontu og sagði að því miður hefði þing­mann­inum tek­ist að snúa öllu á hvolf í þess­ari umræðu og lagt honum orð í munn.

„Ég var ekki að ræða sér­stak­lega um þá hópa sem hann nefnir hér að þyrftu að hafa betri kjör og meira á milli hand­anna. Ég verð að benda á þá stað­reynd, vegna þess að hann kemur hér upp með hug­mynd­ina um að afnema allar skerð­ing­ar. Það er hug­myndin sem hátt­virtur þing­maður viðr­aði í ræðu­stól, að afnema allar skerð­ingar almanna­trygg­inga eins og ASÍ, hann tal­aði um að ASÍ hefði vaknað af þyrni­rós­ar­svefni og komið með þá góðu hug­mynd. Þá benti ég á að það kæmi mér á óvart að heyra það úr þeirri átt vegna þess að það er svo auð­velt að sjá fyrir sér að þeir sem eru með fanta­góðar líf­eyr­is­tekjur myndu, við það að við myndum afnema allar skerð­ing­ar, halda þessum líf­eyr­is­tekjum bara óbreyttum og fá bætur úr almanna­trygg­ing­um. Það segi ég að er ein­fald­lega rang­t,“ sagði ráð­herr­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent