Líst ekki vel á tillögu ASÍ um skerðingarlaust ár

Fjármála- og efnahagsráðherra telur að tillaga forseta ASÍ um skerðingarlaust ár 2022 sé algerlega „andstætt allri annarri hugmyndafræði sem hefur stafað frá ASÍ“.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Það kom Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, tals­vert á óvart að sjá til­lögu ASÍ um skerð­ing­ar­laust ár 2022 sem Drífa Snædal, for­seti ASÍ, setti fram í pistli fyrir helgi. Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag en Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, þing­maður Flokks fólks­ins, spurði Bjarna hvernig honum lit­ist á þessa til­lögu.

Guð­mundur Ingi hóf fyr­ir­spurn sína á því að segja að undur og stór­merki hefðu gerst því ASÍ hefði rumskað af þyrni­rós­ar­svefni og hrokkið upp með and­fælum af skerð­ing­ar­svefn­inum langa. Vitn­aði hann í orð Drífu í fyrr­nefndum pistli þar sem hún sagði að hér á landi hefði ekki tek­ist að tryggja afkomu fólks og að fullt til­efni væri til að hafa áhyggjur af spill­ingu og auknum ójöfn­uði. Það yrði ekki sagt nógu oft að grund­völlur friðar og lýð­ræðis væri að tryggja afkomu, eng­inn mætti vera und­an­skil­inn; launa­fólk, atvinnu­rek­end­ur, öryrkjar og aldr­að­ir. Allir ættu að búa við afkomu­ör­yggi í sann­gjörnu sam­fé­lagi.

Hann sagði að Drífa væri í pistli sínum að kynna hug­myndir um skerð­ing­ar­laust ár og að Flokkur fólks­ins hefði ítrekað sett fram frum­varp um skerð­ing­ar­laus tvö ár. Svo Guð­mundur Ingi spurði Bjarna hvernig honum lit­ist á þessar hug­myndir ASÍ. Einnig spurði hann í þessu sam­hengi hvernig honum lit­ist á að stöðva skerð­ingar á húsa­leigu­bótum og sér­stökum húsa­leigu­bót­um.

Auglýsing

Stöndum okkur „af­burða­vel“ í því að skipta því sem er til skipt­anna með sann­gjörnum hætti

Bjarni svar­aði og sagði: „Ef við horfum á hóp þeirra sem sæta skerð­ingum vegna tekna í almanna­trygg­inga­kerf­inu vill ASÍ leggja upp með þá stefnu að við skilum mestu til þeirra úr þessum hópi sem hafa það best. Með afnámi skerð­inga koma flestar krónur til þeirra sem hafa það best af þeim sem yfir höfuð sæta skerð­ing­um, alveg aug­ljóst. Þeir skerð­ast minnst sem hafa minnst. Þannig virkar kerfið í dag,“ sagði hann. „Ef þú afnemur allar skerð­ing­arnar eru það þeir sem búa við minnstar skerð­ingar sem eru neðst í stig­an­um. Þetta kemur á óvart vegna þess að þetta er alger­lega and­stætt allri annarri hug­mynda­fræði sem hefur stafað frá ASÍ, til dæmis í skatta­mál­um, og við höfum á þessu kjör­tíma­bili einmitt lagt áherslu á að við skatta­lækk­anir þá skil­uðum við mestu þar sem þörfin væri mest.“

Vildi ráð­herr­ann „minna á nokkrar grund­vall­ar­stað­reyndir um ráð­stöf­un­ar­tekjur heim­il­anna í land­inu. Á Íslandi eru með­al­tekjur meðal þess hæsta sem þekk­ist hvort sem litið er til Norð­ur­land­anna eða OECD-­ríkj­anna. Á sama tíma er jöfn­uður hvað mestur og stuðn­ings­kerfin fyrir fjöl­skyldur eru, sam­kvæmt skýrslu Axels Halls, á pari eða betri fyrir fjöl­skyldu­fólk en á Norð­ur­lönd­unum þannig að það er nán­ast sama í hvaða átt litið er. Við stöndum okkur afburða­vel í því að skipta því sem er til skipt­anna í þjóð­fé­lagi okkar með sann­gjörnum hætti meðal íbúa lands­ins,“ sagði hann.

„Segðu að þetta sé best haldna fólk­ið“

Í seinni ræðu sinni sagði Guð­mundur Ingi að hann skildi ekki svör ráð­herr­ans. „Hvernig í ósköp­unum fær hann það út að þeir sem fá sér­stakar húsa­leigu­bætur standi vel og séu alger­lega á góðum stað? Og hvernig í ósköp­unum dettur honum í hug að ein­hver borði með­al­tal launa? Það borðar eng­inn með­al­tal launa, það er úti­lok­að. Þú borðað það sem þú færð. Þeir sem eru til dæmis að detta út af atvinnu­leys­is­skrá, hvert fara þeir? Þeir fara á félags­lega kerf­ið. Hvernig virkar félags­lega kerf­ið? Ef það eru ein­hvers staðar skerð­ingar þá eru þær þar. Þar er króna á móti krónu skerð­ing, skerð­ingar vegna maka. Þetta er svo ömur­legt.

Það er verið að setja fólk í þær aðstæður að það hefur ekki efni á húsa­leigu, hefur ekki efni á mat fyrir börnin sín eða neitt vegna þess að það á að lifa á einni fyr­ir­vinnu og það gat ekki einu sinni áður lifað á tveim­ur. Segðu að þetta sé best haldna fólk­ið, að þetta sé fólkið sem hefur það best og þar af leið­andi eigi ekki að taka skerð­ingar af því,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Guðmundur Ingi Kristinsson Mynd: Bára Huld Beck

Þing­manni tek­ist að snúa öllu á hvolf

Bjarni kom aftur í pontu og sagði að því miður hefði þing­mann­inum tek­ist að snúa öllu á hvolf í þess­ari umræðu og lagt honum orð í munn.

„Ég var ekki að ræða sér­stak­lega um þá hópa sem hann nefnir hér að þyrftu að hafa betri kjör og meira á milli hand­anna. Ég verð að benda á þá stað­reynd, vegna þess að hann kemur hér upp með hug­mynd­ina um að afnema allar skerð­ing­ar. Það er hug­myndin sem hátt­virtur þing­maður viðr­aði í ræðu­stól, að afnema allar skerð­ingar almanna­trygg­inga eins og ASÍ, hann tal­aði um að ASÍ hefði vaknað af þyrni­rós­ar­svefni og komið með þá góðu hug­mynd. Þá benti ég á að það kæmi mér á óvart að heyra það úr þeirri átt vegna þess að það er svo auð­velt að sjá fyrir sér að þeir sem eru með fanta­góðar líf­eyr­is­tekjur myndu, við það að við myndum afnema allar skerð­ing­ar, halda þessum líf­eyr­is­tekjum bara óbreyttum og fá bætur úr almanna­trygg­ing­um. Það segi ég að er ein­fald­lega rang­t,“ sagði ráð­herr­ann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent