Eva Bergþóra ráðin teymisstjóri samskiptateymis Reykjavíkurborgar

Fyrrverandi aðstoðarfréttastjóri á Stöð 2 og Bylgjunni sem hefur starfað hjá háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarinn áratug hefur verið ráðin til að leiða upplýsingagjöf Reykjavíkurborgar.

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir mun leiða samskiptateymi Reykjavíkurborgar.
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir mun leiða samskiptateymi Reykjavíkurborgar.
Auglýsing

Eva Berg­þóra Guð­bergs­dóttir hefur verið ráðin til þess að leiða sam­skiptateymi Reykja­vík­ur­borg­ar, en frá þessu er greint í til­kynn­ingu á vef borg­ar­inn­ar. Alls sóttu 45 manns um starf­ið, sem var aug­lýst í des­em­ber.

Í til­kynn­ingu Reykja­vík­ur­borgar segir að Eva Berg­þóra hafi víð­tæka reynslu af sam­skipta- og upp­lýs­inga­mál­um, en hún hefur starfað sem aðstoð­ar­frétta­stjóri á Stöð 2 og Bylgj­unni, og áður sem frétta­maður bæði á Stöð 2 og RÚV.

Síð­ast­lið­inn ára­tug hefur hún starfað hjá sam­skipta­sviði Midd­lebury-há­skól­ans í Kali­forníu í Banda­ríkj­un­um, nú síð­ast sem deild­ar­stjóri. Fram kemur í til­kynn­ingu borg­ar­innar að starf hennar þar þar hafi snúið að upp­lýs­inga­miðl­un, gerð mark­aðs­efnis fyrir vef og sam­skipta­miðla, stefnu­mótun ásamt  innri og ytri sam­skipt­um. Eva Berg­þóra er jafn­framt aðjúnkt við skól­ann.

Eva Berg­þóra er með BA í ensku og stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið MA gráðu í alþjóða­samn­inga­gerð og MPA gráðu í stjórn­sýslu­fræðum frá Midd­lebury Institute of International Stu­dies. 

Auglýsing

Í aug­lýs­ing­unni um starfið sagði að við­kom­andi myndi fara „með fag­­­lega for­ystu varð­andi fram­­­sækni og fram­­­þróun í upp­­­lýs­inga­­­gjöf, vökt­un, miðlun og sam­­­skiptum borg­­­ar­innar við starfs­­­fólk, íbúa, fjöl­miðla og gesti borg­­­ar­inn­ar“ og vinna að því að Reykja­vík­­­­­ur­­­borg yrði í far­­­ar­broddi á þessu sviði.

Verður tíundi starfs­mað­ur­inn í upp­lýs­inga­full­trúa­stöðu hjá borg­inni

Kjarn­inn greindi frá því í des­em­ber að fyrir væru upp­­­lýs­inga­­­full­­­trúar í níu stöð­u­­­gildum hjá Reykja­vík­­­­­ur­­­borg, þar af einn í 80 pró­­­sent starfs­hlut­­­fall­i. 

Í svar­i borg­­ar­innar við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um málið sagði að sex hafi verið í upp­­­lýs­inga­­­deild/­­­sam­­­skiptateymi sem starfi þvert á fagsviðin og tveir hjá umhverf­is- og skipu­lags­sviði, þar af annar í 80 pró­­­sent starfi. Þá hafi einn nýlega ráð­inn í 100 pró­­­sent starf hjá vel­­­ferð­­­ar­sviði.

Árlegur launa­­­kostn­aður við þessi níu stöð­u­­­gildi var um 102 millj­­­ón­ir, að því er fram kom í svar­inu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent