Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.

Auglýsing

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir Íslendingar eigi erfitt með að hugsa mjög langt fram í tímann. „Við erum háð náttúruöflunum, erum alltaf að kljást við hríðina og svo kemur dúnalogn. Við erum mögulega þannig þenkjandi. En það að byggja innviði, það er alveg rosalega erfitt fyrir okkur. Og það má spyrja af hverju? Erum við hrædd við þessar áskoranir, þetta rifrildi sem felst í þessu? Stundum þarf bara að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á þeim tíma sem sú ákvörðun er tekin. Þetta er erfitt fyrir okkur og við verðum að fara að taka okkur aðeins á.“

Þetta kom fram í viðtali Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, við Rögnu í þættinum 21 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut sem frumsýndur var á miðvikudag. Hægt er að horfa á stiklu úr þættinum hér að ofan.

Aðspurð um af hverju þetta sé segir Ragna að við lifum í þjóðfélagi þar sem margar skoðanir séu uppi og fólk hafi fjölmörg tækifæri til að koma á framfæri sínum skoðunum

Auglýsing
„Stjórnmálamenn virðast vera valtir í sessi, það eru kosningar hérna í raun og veru of oft. Það getur vel verið að það sé erfiðara fyrir þá að stiga fram. Hver fær sviðsljósið um hvaða málefni? Það er miklu einfaldara að tala um einfalda hluti[...]heldur að fara að útskýra eitthvað í löngu máli eitthvað flókið. Það er mikil áskorun. Ef maður er óánægður í vinnunni er miklu einfaldara að tala um að maturinn sé vondur en að verkefnin séu leiðinleg.“

Í þættinum fer Ragna um víðan völl og ræðir meðal annars innleiðingu hins umdeilda þriðja orkupakka Evrópusambandsins, möguleikann á því að sæstrengur verði lagður milli Íslands og Evrópu og áhrif vandræða United Silicon á sölu Landsvirkjunar á rafmagni. Hægt er að horfa á þáttinn í heild hér að neðan.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent