Erfitt fyrir Íslendinga að hugsa langt fram í tímann og byggja innviði

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segir að stundum þurfi einfaldlega að taka ákvarðanir og gera það sem er hagkvæmast og hentugast á hverjum tíma. Það virðist erfitt fyrir Íslendinga og við þurfum að taka okkur á í þeim efnum.

Auglýsing

Ragna Árna­dótt­ir, aðstoð­ar­for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir Íslend­ingar eigi erfitt með að hugsa mjög langt fram í tím­ann. „Við erum háð nátt­úru­öfl­un­um, erum alltaf að kljást við hríð­ina og svo kemur dúna­logn. Við erum mögu­lega þannig þenkj­andi. En það að byggja inn­viði, það er alveg rosa­lega erfitt fyrir okk­ur. Og það má spyrja af hverju? Erum við hrædd við þessar áskor­an­ir, þetta rifr­ildi sem felst í þessu? Stundum þarf bara að taka ákvarð­anir og gera það sem er hag­kvæm­ast og hent­ug­ast á þeim tíma sem sú ákvörðun er tek­in. Þetta er erfitt fyrir okkur og við verðum að fara að taka okkur aðeins á.“

Þetta kom fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við Rögnu í þætt­inum 21 á sjón­varps­stöð­inni Hring­braut sem frum­sýndur var á mið­viku­dag. Hægt er að horfa á stiklu úr þætt­inum hér að ofan.

Aðspurð um af hverju þetta sé segir Ragna að við lifum í þjóð­fé­lagi þar sem margar skoð­anir séu uppi og fólk hafi fjöl­mörg tæki­færi til að koma á fram­færi sínum skoð­unum

Auglýsing
„Stjórnmálamenn virð­ast vera valtir í sessi, það eru kosn­ingar hérna í raun og veru of oft. Það getur vel verið að það sé erf­ið­ara fyrir þá að stiga fram. Hver fær sviðs­ljósið um hvaða mál­efni? Það er miklu ein­fald­ara að tala um ein­falda hlut­i[...]heldur að fara að útskýra eitt­hvað í löngu máli eitt­hvað flók­ið. Það er mikil áskor­un. Ef maður er óánægður í vinn­unni er miklu ein­fald­ara að tala um að mat­ur­inn sé vondur en að verk­efnin séu leið­in­leg.“

Í þætt­inum fer Ragna um víðan völl og ræðir meðal ann­ars inn­leið­ingu hins umdeilda þriðja orku­pakka Evr­ópu­sam­bands­ins, mögu­leik­ann á því að sæstrengur verði lagður milli Íslands og Evr­ópu og áhrif vand­ræða United Sil­icon á sölu Lands­virkj­unar á raf­magni. Hægt er að horfa á þátt­inn í heild hér að neð­an.Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent