Samkeppnishæfni Íslands batnar

Ísland er nú í 24. sæti hvað varðar samkeppnishæfni af 140 þjóðríkjum. Ísland hefur farið upp um fimm sæti á síðustu þremur árum og íslenska hagkerfið er skilgreint sem nýsköpunardrifið.

Nýsköpun
Auglýsing

Ísland mælist í 24. sæti hvað varðar sam­keppn­is­hæfni af 140 þjóð­ríkj­um. Árið 2017 var Ísland í 28. sæti, árið á undan í 27. sæti og árið 2015 sat Ísland í 29. sæti. Ísland hefur því farið upp um fimm sæti á þremur árum. Þetta kemur fram í árlegu skýrslu Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins, The Global Competiti­veness Report, sem kom út fyrir stutt­u. 

Banda­ríkin skipar efsta sætið á list­anum og mælist með 85,6 stig í heild­ar­sam­keppn­is­hæfni af 100 mögu­legum stig­um. Næst á eftir kemur Singa­pore og síðan Þýska­land. Ísland er neðst af Norð­ur­landa­þjóð­unum með 75 stig en Sví­þjóð situr í 9. sæti, þar á eftir kemur Dan­mörk í 10. sæti, Finn­land í 11. sæti og Nor­egur í 16. sæt­i. 

Vísi­tala Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins um sam­keppn­is­hæfni er virtur mæli­kvarði á efna­hags­líf 140 þjóða víða um heim. Vísi­talan er mjög víð­tæk og end­ur­speglar þá þætti sem segja til um fram­leiðni þjóða og vaxt­ar­mögu­leika þeirra til fram­tíð­ar. Vísi­tal­an bygg­ir á op­in­ber­um upp­­lýs­ing­um og könn­un sem gerð er meðal stjórn­­enda í at­vinn­u­líf­inu. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands er sam­starfs­að­ili Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins á Íslandi og sér um fram­kvæmd könn­un­ar­innar hér á landi.

Auglýsing

Fjórða iðn­bylt­ingin

Ráðið hefur tekið upp ný við­mið í umræddri skýrslu fyrir árið 2018 sem taka mið af þeim breyt­ingum sem meðal ann­ars fjórða iðn­bylt­ingin hefur í för með sér, hvað varðar sam­keppn­is­hæfni og þá sér­stak­lega á sviði staf­rænnar þró­un­ar, en einnig sköpun í sam­fé­lag­inu, frum­kvöðla­menn­ingu og hversu opin og straum­línu­lagað eða virkt sam­fé­lagið er. Í úttekt ráðs­ins er Ísland skil­greint sem nýsköp­un­ar­drifið hag­kerfi og nýtur góðs, eins og endranær, af nokkrum sterkum sam­keppn­is­þáttum eins og stöðu mennt­unar og heil­brigð­is­mála, stöð­ug­leika, aðlög­un­ar­hæfni og sveigj­an­leika vinnu­mark­að­ar. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá Nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu.

Úr skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins 2018  Mynd:World Economic Forum

Stærsti veik­leiki Íslands miðað við flest önnur lönd, er eins og verið hef­ur, stærð heima­mark­að­ar. Ísland er þar í 131. sæti af 140. Sam­kvæmt Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands er það atriði sem lítið er hægt að gera í nema Ísland taki áskor­un­inni um að hvetja fyr­ir­tæki og frum­kvöðla að taka mið af alþjóða­mörk­uðum í nýsköp­un­ar­verk­efn­um.

Áhersla á nýsköp­un 

Í skýrsl­unni kemur fram að nið­ur­stöð­urnar sem vekja hvað mestar áhyggjur Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins eru hvað ríkin í heild­ina eru ekki nógu sterk þegar kemur að ný­sköp­un­ar­getu. En ráðið telur að nýsköpun skipti höf­uð­máli ef ríkin ætla að stand­ast sam­keppni í fram­tíð­inni. Af 140 löndum skora 103 lönd lægra en 50 stig þegar kemur að nýsköp­un­ar­getu. Ísland stendur sig ágæt­lega, situr í 23. sæti og mælist með 66 stig. Sam­kvæmt skýrsl­unni er helsti veik­leiki Ísland þegar kemur að gæðum rann­sókn­ar­stofn­anna hér á landi en þar eru Íslend­ingar í 78. sæt­i. Ís­land stendur sig hins veg­ar best allra landa í einu atriði og það er í net­notkun en sam­kvæmt skýrsl­unni nota 98,2 pró­sent af íbúum lands­ins Inter­net­ið.

Kjarn­inn hefur áður greint frá því hvernig núver­andi rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur lagt mikla áherslu á nýsköpun það sem af er ­stjórn­ar­tíð henn­ar. Mála­flokk­ur­inn „ný­­sköpun og rann­­sókn­ir“ var ein af sjö meg­in­á­herslum stjórn­ar­sátt­­mál­a hennar og lofað hefur verið stefnu­breyt­ingum og útgjalda­aukn­ingum í þeim efnum á næstu árum.  

Í frum­varpi til fjár­­laga næsta árs má finna mark­mið um aukna nýsköpun á fjöl­­mörgum svið­um, líkt og í sjáv­ar­út­vegs- og land­­bún­­að­­ar­­mál­um, ferða­­þjón­ust­unni og í mál­efnum fatl­aðra. Það má því segja að rík­­is­­stjórn­­inni telji að fjár­­­fest­ing í rann­­sóknum og þróun í þessum geirum geti skil­að raun­veru­leg­um á­bata aftur til sam­­fé­lags­ins. Verði af áformum um mótun nýrrar nýsköp­un­­ar­­stefnu þá má vænta þess að sam­keppn­is­hæfni Íslands muni batna enn frekar, sam­kvæmt mæli­kvörð­u­m Al­þjóða­efn­hags­ráðs­ins. 

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent