Samkeppnishæfni Íslands batnar

Ísland er nú í 24. sæti hvað varðar samkeppnishæfni af 140 þjóðríkjum. Ísland hefur farið upp um fimm sæti á síðustu þremur árum og íslenska hagkerfið er skilgreint sem nýsköpunardrifið.

Nýsköpun
Auglýsing

Ísland mælist í 24. sæti hvað varðar sam­keppn­is­hæfni af 140 þjóð­ríkj­um. Árið 2017 var Ísland í 28. sæti, árið á undan í 27. sæti og árið 2015 sat Ísland í 29. sæti. Ísland hefur því farið upp um fimm sæti á þremur árum. Þetta kemur fram í árlegu skýrslu Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins, The Global Competiti­veness Report, sem kom út fyrir stutt­u. 

Banda­ríkin skipar efsta sætið á list­anum og mælist með 85,6 stig í heild­ar­sam­keppn­is­hæfni af 100 mögu­legum stig­um. Næst á eftir kemur Singa­pore og síðan Þýska­land. Ísland er neðst af Norð­ur­landa­þjóð­unum með 75 stig en Sví­þjóð situr í 9. sæti, þar á eftir kemur Dan­mörk í 10. sæti, Finn­land í 11. sæti og Nor­egur í 16. sæt­i. 

Vísi­tala Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins um sam­keppn­is­hæfni er virtur mæli­kvarði á efna­hags­líf 140 þjóða víða um heim. Vísi­talan er mjög víð­tæk og end­ur­speglar þá þætti sem segja til um fram­leiðni þjóða og vaxt­ar­mögu­leika þeirra til fram­tíð­ar. Vísi­tal­an bygg­ir á op­in­ber­um upp­­lýs­ing­um og könn­un sem gerð er meðal stjórn­­enda í at­vinn­u­líf­inu. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands er sam­starfs­að­ili Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins á Íslandi og sér um fram­kvæmd könn­un­ar­innar hér á landi.

Auglýsing

Fjórða iðn­bylt­ingin

Ráðið hefur tekið upp ný við­mið í umræddri skýrslu fyrir árið 2018 sem taka mið af þeim breyt­ingum sem meðal ann­ars fjórða iðn­bylt­ingin hefur í för með sér, hvað varðar sam­keppn­is­hæfni og þá sér­stak­lega á sviði staf­rænnar þró­un­ar, en einnig sköpun í sam­fé­lag­inu, frum­kvöðla­menn­ingu og hversu opin og straum­línu­lagað eða virkt sam­fé­lagið er. Í úttekt ráðs­ins er Ísland skil­greint sem nýsköp­un­ar­drifið hag­kerfi og nýtur góðs, eins og endranær, af nokkrum sterkum sam­keppn­is­þáttum eins og stöðu mennt­unar og heil­brigð­is­mála, stöð­ug­leika, aðlög­un­ar­hæfni og sveigj­an­leika vinnu­mark­að­ar. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá Nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu.

Úr skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins 2018  Mynd:World Economic Forum

Stærsti veik­leiki Íslands miðað við flest önnur lönd, er eins og verið hef­ur, stærð heima­mark­að­ar. Ísland er þar í 131. sæti af 140. Sam­kvæmt Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands er það atriði sem lítið er hægt að gera í nema Ísland taki áskor­un­inni um að hvetja fyr­ir­tæki og frum­kvöðla að taka mið af alþjóða­mörk­uðum í nýsköp­un­ar­verk­efn­um.

Áhersla á nýsköp­un 

Í skýrsl­unni kemur fram að nið­ur­stöð­urnar sem vekja hvað mestar áhyggjur Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins eru hvað ríkin í heild­ina eru ekki nógu sterk þegar kemur að ný­sköp­un­ar­getu. En ráðið telur að nýsköpun skipti höf­uð­máli ef ríkin ætla að stand­ast sam­keppni í fram­tíð­inni. Af 140 löndum skora 103 lönd lægra en 50 stig þegar kemur að nýsköp­un­ar­getu. Ísland stendur sig ágæt­lega, situr í 23. sæti og mælist með 66 stig. Sam­kvæmt skýrsl­unni er helsti veik­leiki Ísland þegar kemur að gæðum rann­sókn­ar­stofn­anna hér á landi en þar eru Íslend­ingar í 78. sæt­i. Ís­land stendur sig hins veg­ar best allra landa í einu atriði og það er í net­notkun en sam­kvæmt skýrsl­unni nota 98,2 pró­sent af íbúum lands­ins Inter­net­ið.

Kjarn­inn hefur áður greint frá því hvernig núver­andi rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur lagt mikla áherslu á nýsköpun það sem af er ­stjórn­ar­tíð henn­ar. Mála­flokk­ur­inn „ný­­sköpun og rann­­sókn­ir“ var ein af sjö meg­in­á­herslum stjórn­ar­sátt­­mál­a hennar og lofað hefur verið stefnu­breyt­ingum og útgjalda­aukn­ingum í þeim efnum á næstu árum.  

Í frum­varpi til fjár­­laga næsta árs má finna mark­mið um aukna nýsköpun á fjöl­­mörgum svið­um, líkt og í sjáv­ar­út­vegs- og land­­bún­­að­­ar­­mál­um, ferða­­þjón­ust­unni og í mál­efnum fatl­aðra. Það má því segja að rík­­is­­stjórn­­inni telji að fjár­­­fest­ing í rann­­sóknum og þróun í þessum geirum geti skil­að raun­veru­leg­um á­bata aftur til sam­­fé­lags­ins. Verði af áformum um mótun nýrrar nýsköp­un­­ar­­stefnu þá má vænta þess að sam­keppn­is­hæfni Íslands muni batna enn frekar, sam­kvæmt mæli­kvörð­u­m Al­þjóða­efn­hags­ráðs­ins. 

Kim Jong-yang nýkjörinn forseti Interpol.
Óvæntur sigur í forsetakjöri Interpol
Fulltrúi Rússa var talinn líklegastur til þess að verða kjörinn forseti alþjóðalögreglunnar Interpol en hann tapaði óvænt fyrir Suður-kóreumanninum Kim Jong-yang. Kosið var um nýjan forseti eftir að sitjandi forseta Interpol hvarf í október.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Fimmtíu milljónir í neyslurými sem opnar á næsta ári
Opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur er fyrirhuguð í Reykjavík á næsta ári.
Kjarninn 21. nóvember 2018
Þórður Snær Júlíusson
Konur að taka sér pláss
Kjarninn 21. nóvember 2018
Fjárfestingar Eaton Vance hátt í 70 milljarða
Sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu ríkisskuldabréf, íslensk hlutabréf og kröfur á íslensk félög fyrir samanlagt um 70 milljarða króna í lok júlí. Hlutabréfaeign sjóðanna nam 29 milljörðum króna en sjóðirnir eiga mest í löngum ríkisskuldabréfum hér á landi
Kjarninn 21. nóvember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent