Fjárfestir ríkið nógu mikið í nýsköpun?

Nýsköpun er vinsælt hugtak meðal stjórnmálamanna, en opinber framlög í þann málaflokk hafa breyst mikið á undanförnum árum. Hvert er hlutverk ríkisins í fjárfestingu í nýsköpun og hvernig mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sinna því?

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Auglýsing

Núver­andi rík­is­stjórn er tíð­rætt um nýsköp­un. Hún hefur einnig lofað stefnu­breyt­ingu í þeim efnum á næstu árum, þótt stór hluti áfor­manna sé enn bund­inn nokk­urri óvissu. Á Íslandi hafa opin­berir styrkir til nýsköp­unar tekið stórum sveiflum eftir því hvaða rík­is­stjórn er við völd, en á einu ári fóru þeir frá því að vera þeir hæstu á Norð­ur­löndum niður í  þá lægstu. Hver yrði ávinn­ingur Íslend­inga á að styðja enn frekar við nýsköpun og hvers eðlis ætti sá stuðn­ingur að vera?

„Al­gjört lyk­il­at­riði“

„Fyrir mér er algjört lyk­il­at­riði að íslenskt sam­fé­lag fari að byggja upp og styðja betur við nýsköp­un­ar- og rann­sóknaum­hverf­i,“ sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í stefnu­ræðu sinni á Alþingi fyrr í mán­uð­in­um. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem full­trúar rík­is­stjórn­ar­innar minn­ast á nýsköp­un, en mbl.is greindi frá að orðið sjálft komi fram 18 sinnum í stjórn­ar­sátt­mála henn­ar, auk þess sem mála­flokk­ur­inn „ný­sköpun og rann­sókn­ir“ var ein af sjö meg­in­á­herslum sátt­mál­ans

Sam­kvæmt nýút­gefnu fjár­laga­frum­varpi er vinna að mótun nýsköp­un­ar­stefnu þegar haf­in, en búist er við að henni ljúki á næsta ári. Einnig er þar að finna ýmsar aðrar til­lögur sem sam­rým­ast yfir­lýstri stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í þessum mála­flokki, til að mynda er miðað að afnámi þaks á end­ur­greiðsl­um  rann­sókn­ar-og þró­un­ar­kostn­aðar og hugs­an­legum greiðslum úr svoköll­uðum Þjóð­ar­sjóð­i.  

Kjarn­inn fjall­aði í gær um umrætt þak á end­ur­greiðslum rann­sókn­ar-og þró­un­ar­kostn­að­ar, sem stendur nú í 300 til 450 millj­ónum króna á ári. Því má búast við aukn­ingu slíkra end­ur­greiðslna á næstu árum, en þær juk­ust um tæp níu pró­sent í fyrra.

Hins vegar ríkir enn mikil óvissa um hversu mikil útgjalda­aukn­ingin verði í raun og veru í nýsköpun hjá rík­is­stjórn­inni. Til að mynda eru hug­myndir um svo­kall­aðan Þjóð­ar­sjóð á byrj­un­ar­stigi auk þess sem engar upp­hæðir hafa verið nefnd­ar um hversu stór hluti hans færi í mála­flokk­inn. Einnig er fyr­ir­huguð útgjalda­aukn­ing fyrir næsta ár nær óbreytt ef tekið er til­lit til hag­vaxt­ar, en búist er við að þau standi í stað í tæpu hálfu pró­senti af lands­fram­leiðslu. 

Sveiflu­kenndar áherslur

Ef litið er á fram­lög rík­is­ins til nýsköp­unar sem hlut­fall af opin­berum útgjöldum sést ber­sýni­lega hvernig stuðn­ing­ur­inn hefur sveifl­ast eftir mis­mun­andi áherslum síð­ustu rík­is­stjórna. Styrkirnir hafa því verið sveiflu­kennd­ari en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­un­um, þar sem þeir hald­ast stöðugir milli rík­is­stjórna og taka ekki skjótum breyt­ingum milli ára. Opinberir styrkir til nýsköpunar sem hlutfall af ríkisútgjöldum á Norðurlöndum. Heimild: Eurostat og fjárlög.

Eins og sjá má á mynd hér að ofan jók rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur stuðn­ing við nýsköpun veru­lega á tíma­bil­inu 2009-2013, en árið 2013 var stuðn­ing­ur­inn hlut­falls­lega mestur í allri Evr­ópu. Við­snún­ingur varð hins vegar í þeim mála­flokki hjá rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, en á árunum 2014-2016 helm­ing­uð­ust fram­lögin og urðu mun lægri en ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um.

Styrkirnir hækk­uðu svo í fjár­lögum rík­is­stjórnar Bjarna Bene­dikts­sonar og enn meira í nýju frum­varpi rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Með hækkun síð­ustu ára hefur hlut­fallið nálg­ast með­al­tal hinna Norð­ur­land­anna en er þó mun minna en á tíma­bil­inu 2009-2013.

Jákvæð ytri áhrif

En til hvers ætti ríkið yfir höfuð að fjár­festa beint í nýsköp­un? Er frum­kvöðla­háttur ekki bund­inn við frjálsan markað og virkt sam­keppn­isum­hverfi sem ein­göngu þyrfti að stuðla að með almennum skatta­lækk­unum og ein­fald­ara reglu­verki? 

Flest iðn­ríki virð­ast sam­mála um að svo sé ekki, en þau fjár­festa öll með ein­hverjum hætti í rann­sóknir og þróun með skatt­pen­ingum sín­um. Meg­in­á­stæða þess er sú að slík fjár­fest­ing er gjarnan of áhættu­söm fyrir ein­stak­lings­fjár­festa, þrátt fyrir að geta skapað mikil verð­mæti fyrir sam­fé­lagið í heild sinni. Með öðrum orðum ber nýsköp­unin með sér svokölluð jákvæð ytri áhrif og er því talin þurfa beina styrki frá hinu opin­bera.

Auglýsing

iPhone í boði rík­is­ins

Fræði­menn hafa einnig mælt með því að hið opin­bera hlúi ekki ekki aðeins að nýsköpun til að leið­rétta mark­aðs­brest og minnka áhættu, heldur ætti það líka að taka virkan þátt í stórum fjár­fest­ing­ar­verk­efn­um. Fremstur þeirra er hag­fræð­ing­ur­inn Mari­ana Mazzucato, en hún gerir fjár­fest­ingu rík­is­ins í nýsköpun að umfjöll­un­ar­efni í bók sinni The Entreprene­urial State. 

Sam­kvæmt Mazzucato hafa mestu tækni­fram­farir nútím­ans orðið til vegna beinnar fjár­mögn­unar hins opin­bera og oft verið hluti af stórum rík­is­verk­efn­um, líkt og geim­áætlun Banda­ríkj­anna. Í mynd­skeiði hér að neðan gerir hún grein fyrir því hvernig stærsti hluti tækn­innar sem liggur að baki snjall­símum hafi verið afsprengi ýmissa opin­berra stofn­anna í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu.

Mynd­skeið frá hag­fræð­ingnum Mari­ana Mazzucato þar sem hún útskýrir upp­runa tækn­innar á bak við iPho­ne-­snjall­sím­ann.

Mazzucato bætir við að fingraför hins opin­bera á nýsköpun og tækni­þróun í Banda­ríkj­unum megi finna á öllum stigum henn­ar. Þar gildir einu hvort um sé að ræða grunn­rann­sókn­ir, sér­hæfðar rann­sóknir eða beinar fjár­fest­ingar í fyr­ir­tækjum sem sjá sjálf um ýmsa þró­un­ar­vinnu, líkt og Tesla, opin­berir styrkir geri nýsköp­un­inni kleift að dafna í jafn­miklum mæli og raun ber vitni.

Í frum­varpi til fjár­laga næsta árs má finna mark­mið um aukna nýsköpun á fjöl­mörgum svið­um, líkt og í sjáv­ar­út­vegs-og land­bún­að­ar­mál­um, ferða­þjón­ust­unni og í mál­efnum fatl­aðra. Rík­is­stjórn­inni virð­ist ljóst að fjár­fest­ing í rann­sóknum og þróun í þessum geirum geti skilað raun­verum­legum ábata aftur til sam­fé­lags­ins. Verði af metn­að­ar­fullum áformum um mótun nýrrar nýsköp­un­ar­stefnu og virkri þátt­töku rík­is­ins í öllum stigum þró­un­ar­vinnu má vænta þess að Ísland verði aftur í far­ar­broddi Norð­ur­landa í mála­flokknum á næstu árum. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar