Fjárfestir ríkið nógu mikið í nýsköpun?

Nýsköpun er vinsælt hugtak meðal stjórnmálamanna, en opinber framlög í þann málaflokk hafa breyst mikið á undanförnum árum. Hvert er hlutverk ríkisins í fjárfestingu í nýsköpun og hvernig mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sinna því?

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Auglýsing

Núverandi ríkisstjórn er tíðrætt um nýsköpun. Hún hefur einnig lofað stefnubreytingu í þeim efnum á næstu árum, þótt stór hluti áformanna sé enn bundinn nokkurri óvissu. Á Íslandi hafa opinberir styrkir til nýsköpunar tekið stórum sveiflum eftir því hvaða ríkisstjórn er við völd, en á einu ári fóru þeir frá því að vera þeir hæstu á Norðurlöndum niður í  þá lægstu. Hver yrði ávinningur Íslendinga á að styðja enn frekar við nýsköpun og hvers eðlis ætti sá stuðningur að vera?

„Algjört lykilatriði“

„Fyrir mér er algjört lykilatriði að íslenskt samfélag fari að byggja upp og styðja betur við nýsköpunar- og rannsóknaumhverfi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi fyrr í mánuðinum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar minnast á nýsköpun, en mbl.is greindi frá að orðið sjálft komi fram 18 sinnum í stjórnarsáttmála hennar, auk þess sem málaflokkurinn „nýsköpun og rannsóknir“ var ein af sjö megináherslum sáttmálans

Samkvæmt nýútgefnu fjárlagafrumvarpi er vinna að mótun nýsköpunarstefnu þegar hafin, en búist er við að henni ljúki á næsta ári. Einnig er þar að finna ýmsar aðrar tillögur sem samrýmast yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki, til að mynda er miðað að afnámi þaks á endurgreiðslum  rannsóknar-og þróunarkostnaðar og hugsanlegum greiðslum úr svokölluðum Þjóðarsjóði.  

Kjarninn fjallaði í gær um umrætt þak á endurgreiðslum rannsóknar-og þróunarkostnaðar, sem stendur nú í 300 til 450 milljónum króna á ári. Því má búast við aukningu slíkra endurgreiðslna á næstu árum, en þær jukust um tæp níu prósent í fyrra.

Hins vegar ríkir enn mikil óvissa um hversu mikil útgjaldaaukningin verði í raun og veru í nýsköpun hjá ríkisstjórninni. Til að mynda eru hugmyndir um svokallaðan Þjóðarsjóð á byrjunarstigi auk þess sem engar upphæðir hafa verið nefndar um hversu stór hluti hans færi í málaflokkinn. Einnig er fyrirhuguð útgjaldaaukning fyrir næsta ár nær óbreytt ef tekið er tillit til hagvaxtar, en búist er við að þau standi í stað í tæpu hálfu prósenti af landsframleiðslu. 

Sveiflukenndar áherslur

Ef litið er á framlög ríkisins til nýsköpunar sem hlutfall af opinberum útgjöldum sést bersýnilega hvernig stuðningurinn hefur sveiflast eftir mismunandi áherslum síðustu ríkisstjórna. Styrkirnir hafa því verið sveiflukenndari en annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem þeir haldast stöðugir milli ríkisstjórna og taka ekki skjótum breytingum milli ára. Opinberir styrkir til nýsköpunar sem hlutfall af ríkisútgjöldum á Norðurlöndum. Heimild: Eurostat og fjárlög.

Eins og sjá má á mynd hér að ofan jók ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur stuðning við nýsköpun verulega á tímabilinu 2009-2013, en árið 2013 var stuðningurinn hlutfallslega mestur í allri Evrópu. Viðsnúningur varð hins vegar í þeim málaflokki hjá ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en á árunum 2014-2016 helminguðust framlögin og urðu mun lægri en annars staðar á Norðurlöndum.

Styrkirnir hækkuðu svo í fjárlögum ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar og enn meira í nýju frumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Með hækkun síðustu ára hefur hlutfallið nálgast meðaltal hinna Norðurlandanna en er þó mun minna en á tímabilinu 2009-2013.

Jákvæð ytri áhrif

En til hvers ætti ríkið yfir höfuð að fjárfesta beint í nýsköpun? Er frumkvöðlaháttur ekki bundinn við frjálsan markað og virkt samkeppnisumhverfi sem eingöngu þyrfti að stuðla að með almennum skattalækkunum og einfaldara regluverki? 

Flest iðnríki virðast sammála um að svo sé ekki, en þau fjárfesta öll með einhverjum hætti í rannsóknir og þróun með skattpeningum sínum. Meginástæða þess er sú að slík fjárfesting er gjarnan of áhættusöm fyrir einstaklingsfjárfesta, þrátt fyrir að geta skapað mikil verðmæti fyrir samfélagið í heild sinni. Með öðrum orðum ber nýsköpunin með sér svokölluð jákvæð ytri áhrif og er því talin þurfa beina styrki frá hinu opinbera.

Auglýsing

iPhone í boði ríkisins

Fræðimenn hafa einnig mælt með því að hið opinbera hlúi ekki ekki aðeins að nýsköpun til að leiðrétta markaðsbrest og minnka áhættu, heldur ætti það líka að taka virkan þátt í stórum fjárfestingarverkefnum. Fremstur þeirra er hagfræðingurinn Mariana Mazzucato, en hún gerir fjárfestingu ríkisins í nýsköpun að umfjöllunarefni í bók sinni The Entrepreneurial State. 

Samkvæmt Mazzucato hafa mestu tækniframfarir nútímans orðið til vegna beinnar fjármögnunar hins opinbera og oft verið hluti af stórum ríkisverkefnum, líkt og geimáætlun Bandaríkjanna. Í myndskeiði hér að neðan gerir hún grein fyrir því hvernig stærsti hluti tækninnar sem liggur að baki snjallsímum hafi verið afsprengi ýmissa opinberra stofnanna í Bandaríkjunum og Evrópu.

Myndskeið frá hagfræðingnum Mariana Mazzucato þar sem hún útskýrir uppruna tækninnar á bak við iPhone-snjallsímann.

Mazzucato bætir við að fingraför hins opinbera á nýsköpun og tækniþróun í Bandaríkjunum megi finna á öllum stigum hennar. Þar gildir einu hvort um sé að ræða grunnrannsóknir, sérhæfðar rannsóknir eða beinar fjárfestingar í fyrirtækjum sem sjá sjálf um ýmsa þróunarvinnu, líkt og Tesla, opinberir styrkir geri nýsköpuninni kleift að dafna í jafnmiklum mæli og raun ber vitni.

Í frumvarpi til fjárlaga næsta árs má finna markmið um aukna nýsköpun á fjölmörgum sviðum, líkt og í sjávarútvegs-og landbúnaðarmálum, ferðaþjónustunni og í málefnum fatlaðra. Ríkisstjórninni virðist ljóst að fjárfesting í rannsóknum og þróun í þessum geirum geti skilað raunverumlegum ábata aftur til samfélagsins. Verði af metnaðarfullum áformum um mótun nýrrar nýsköpunarstefnu og virkri þátttöku ríkisins í öllum stigum þróunarvinnu má vænta þess að Ísland verði aftur í fararbroddi Norðurlanda í málaflokknum á næstu árum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar