Af handaböndum og faðmlögum

Stundum er haft á orði að ekkert sé svo einfalt að ekki sé hægt að gera úr því stórmál. Fram til þessa hefur handaband og einfalt faðmlag ekki talist til stórmála en umræða um slíkt hefur nú ratað inn í sveitastjórnir í Danmörku, og danska þingið.

Handaband
Auglýsing

Víð­ast hvar á Vest­ur­löndum þykir handa­band sjálf­sagður og eðli­legur hlut­ur. Heils­ast og kveðj­ast með handa­bandi. Þannig er það ekki alls staðar og í sumum trú­ar­siðum bein­línis litið horn­auga, ef ekki bann­að, að ein­stak­lingar af gagn­stæðu kyni tak­ist í hend­ur.

Í Dan­mörku er saga handa­bands­ins rakin til árs­ins 1241, þegar Jósku lög­in, fyrstu rík­is­lög lands­ins voru stað­fest. Það gerði Valdi­mar kon­ungur annar (Valde­mar Sejr) og athöfnin fór fram í Vor­ding­borg á Suð­ur­-Jót­landi. For­máli lag­anna hefst á orð­unum „Mæth logh skal land bygi­æs“, með lögum skal land byggja. Þegar skrifað hafði verið undir laga­skjalið tók­ust menn í hend­ur. Eftir þetta handa­band varð siður í Dan­mörku að takast í hendur til að stað­festa sam­komu­lag.

Johs Nør­regaard Frand­sen pró­fessor við Sydd­ansk Uni­versitet telur að handa­band sé upp­haf­lega evr­ópskur siður sem svo hafi breiðst út um víða ver­öld. Ekki nota þó allir handa­band til að heils­ast og kveðj­ast eða inn­sigla sam­komu­lag. Sums­staðar leggur fólk lófa, gjarna hægri á hjarta­stað, aðrir leggja saman lófa þannig að þumlar nemi við bringu og hneigja sig lít­il­lega, indjánar lyfta hendi og snúa opnum lófa að þeim sem heilsað er og fleira mætti nefna. Áður­nefndur pró­fessor segir í við­tali við Danska útvarpið að það hafi ekki verið fyrr en í lok 19. aldar að Danir byrj­uðu að nota handa­bandið til að heil­ast og það voru það fyrst og fremst jafn­ingjar sem slíkt gerðu. Bóndi og hátt­settur emb­ætt­is­maður heils­uð­ust eða kvödd­ust ekki með handa­bandi fyrr en á síð­ustu öld, fram til þess tíma lyftu menn hatti eða hneigðu sig. Í dag þykir handa­band sjálf­sögð kurt­eisi, en er ekki endi­lega tákn um gagn­kvæma virð­ingu.

Auglýsing

Inn­flytj­endur og handa­bönd

Fyrr á þessu ári kynnti danska rík­is­stjórnin nýjar reglur varð­andi skil­yrði þess að öðl­ast danskan rík­is­borg­ara­rétt. Regl­urnar gera ráð fyrir að hver umsækj­andi taki þátt í sér­stakri athöfn í sínu lög­sagn­ar­um­dæmi og skuld­binda sig til að halda í heiðri dönsk gildi. Þar var sér­stak­lega til­greint að við áður­nefnda athöfn skuli umsækj­and­inn taka í hönd emb­ætt­is­manns sem stjórnar athöfn­inni.

Fyrr á árinu kom upp til­vik í Sviss þar sem hjónum var neitað um rík­is­borg­ara­rétt eftir að annað þeirra neit­aði að taka í hönd emb­ætt­is­manns af gagn­stæðu kyni. Inger Støjberg, ráð­herra inn­flytj­enda­mála hefur margoft lýst yfir að handa­bandið sé ófrá­víkj­an­legt skil­yrði fyrir rík­is­borg­ara­rétti í Dan­mörku. Lík­legt má telja þeim sem sækja um danskan rík­is­borg­ara­rétt fjölgi mikið á næstu árum og í hópi umsækj­enda verði margir sem ekki geta hugsað sér að taka í hönd­ina á ein­hverjum af gagn­stæðu kyni. Ráð­herra inn­flytj­enda­mála segir þetta ekki flókið mál, þeir sem ekki sætta sig við danskar reglur fari bara úr landi. Punktur og basta.

„Faðmlagsfár“ Mynd: Pexels

Faðm­lögin

Í Suð­ur- og Mið Evr­ópu hafa faðm­lög, þegar ætt­ingjar og vinir hittast, tíðkast árum sam­an. Þar faðm­ast skóla- og vinnu­fé­lagar iðu­lega að morgni dags og jafn­vel líka þegar haldið er heim á leið. Hér í norðr­inu var slíkt vangaflens hins­vegar lengst af bundið við fjöl­skyldu og nán­ustu vini, handa­band ann­ars staðar talið full­nægj­andi. Nú er þetta breytt. Nú faðm­ast fólk í tíma og ótíma, og margir telja faðm­lagið bein­línis hollt, bæði fyrir lík­ama og sál. En ekki eru allir jafn hrifnir af þessu „faðm­laga­fári“.

Banna faðm­lög

Sveit­ar­stjórnin í Hørs­holm á Sjá­landi sam­þykkti fyrir fjórum árum að ekki væri æski­legt að emb­ætt­is­menn sveit­ar­fé­lags­ins og kjörnir pói­tískir full­trúar föðm­uð­ust þegar þeir hitt­ust vegna starfa sinna. Þá voru þetta til­mæli. En fyrir skömmu hnykkti sveit­ar­stjórnin á þessum til­mælum og bætti reyndar um bet­ur. Bann­aði ein­fald­lega þetta „krammeri“ eins og borg­ar­stjór­inn Morten Slot­ved, orð­aði það. Faðm­laga­bannið vakti mikla athygli og varð víða aðhlát­ursefni.

Borg­ar­stjór­inn reyndi síðar að draga í land og sagði í við­tali við Danska útvarpið að þetta væri ekki bann, heldur ein­dregin til­mæli. Þegar hann var spurður hvers­vegna væri ástæða til að fjalla um faðm­lög, og jafn­vel banna, svar­aði hann því til að faðm­lag hefði ákveðna merk­ingu og nefndi dæmi: „Barnið þitt á í erf­ið­leikum í skól­an­um, þú hefur hitt skóla­stjór­ann og það skilar engu. Fyrir þitt til­stilli er hald­inn fundur þar sem þú mæt­ir, ásamt skóla­stjór­anum og einum bæj­ar­full­trúa. Þeir eru báðir karl­ar. Þegar bæj­ar­full­trú­inn kemur til fund­ar­ins faðm­ast þeir, hann og skóla­stjór­inn, en báðir heilsuðu þér með handa­bandi. Þetta eru skýr skila­boð um að þú sitjir ekki við sama borð.“

„Faðm­laga­mál­ið“ hefur verið rætt í stjórnum margra sveit­ar­fé­laga en hvergi hafa, enn sem komið er, verið settar reglur um þessi mál.

Þing­menn vilja ekki faðm­laga­bann

Umræðan um faðm­laga­bannið (eða til­mæl­in) í Hørs­holm hefur ratað inn í þingsal­ina á Krist­jáns­borg. Þar var tals­vert um það rætt fyrir nokkru þegar lög­reglu­kona í ein­kenn­is­bún­ingi faðm­aði múslíma­konu, sem bar niqab. Atvikið átti sér stað á mót­mæla­fundi vegna búrku­banns­ins svo­nefnda, sem tók gildi fyrir skömmu, en sam­kvæmt því varðar sektum að hylja and­lit sitt, á almanna­færi.

Margir þing­menn tjáðu sig um þetta atvik, og sýnd­ist sitt hverjum og myndir af faðm­lag­inu birt­ust í fjöl­miðlum víða um heim. Frétta­menn danska útvarps­ins spurðu marga þing­menn hvort þeir væru fylgj­andi faðm­laga­banni á þing­inu. Meiri­hluti þeirra sem rætt var við sögð­ust ekki fylgj­andi slíku banni á Krist­jáns­borg en nokkrir þeirra sögðu að „krammeri“ þing­manna væri allt of mik­ið. „Maður getur varla snúið sér við á göngum þing­húss­ins án þess að mæta ein­hverjum sem endi­lega vill faðma mann“ sagði Ber­tel Haarder sem setið hefur mjög lengi á þingi og bætti við „ég kann ekki við þetta en hvað getur maður gert“. Hann sagð­ist þó ekki vilja setja ein­hverjar sér­stakar regl­ur, slíkt væri frá­leitt. Margir þing­menn hafa gert góð­lát­legt grín að faðm­laga­bann­inu í Hørs­holm og einn úr þeirra hópi sagð­ist hafa kíkt á daga­talið þegar hann las frétt­ina um bannið og bætti hann við: „En það var ekki 1. apríl.“

P.s. Fyrir áhuga­fólk um faðm­lög og handa­bönd má vekja athygli á pistli sem birt­ist hér í Kjarn­anum fyrir nokkru undir heit­inu: Faðm­laga­áráttan og dönsku handa­bands­sam­tök­in.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar