Faðmlagaáráttan og dönsku handabandssamtökin

Konunglegt faðmlag: Henrik Danaprins faðmar Margréti drottningu létt fyrir blaðamannafund.
Konunglegt faðmlag: Henrik Danaprins faðmar Margréti drottningu létt fyrir blaðamannafund.
Auglýsing

Fyrir til­tölu­lega fáum árum var venjan sú, einkum á Vest­ur­lönd­um, þegar fólk sem þekkt­ist ágæt­lega hitt­ist, hvort sem var í heima­hús­um, fyrir til­viljun á götu eða manna­mót­um, bauð það góðan dag og kink­aði kolli, eða aðeins form­legra, heils­að­ist með handa­bandi. Klapp­aði kannski sam­tímis laust með vinstri hendi á upp­hand­legg eða öxl þess sem verið var að heilsa, það var þó ekki gert nema fólk þekkt­ist þeim mun bet­ur. Smá höf­uð­hneig­ing fylgdi stundum með. Margir létu líka duga að heilsa ætt­ingj­um, jafn­vel systk­in­um, með handa­bandi. Kysstu for­eld­rana á kinn­ina, en enga aðra. Þetta var sið­ur­inn. Eng­inn velti þessu sér­stak­lega fyrir sér, svona var þetta barasta. Enda er handa­bandið gam­alt. Til eru lág­myndir frá 4. og 5. öld fyrir Krist þar sem fólk sést heils­ast með hægri hendi einsog við gerum í dag. Þótt ekki sé með vissu vitað af hverju hægri höndin var notuð er hugs­an­leg skýr­ing sú að flest­ir, aðrir en örvhent­ir, báru iðu­lega vopn í hægri hendi og það að færa vopnið yfir í þá vinstri þegar heilsað var tákn­aði traust. 

Handa­band­sið­ur­inn hefur til skamms tíma ekki verið útbreiddur í Asíu, þótt slíkt sé þó meira áber­andi í dag, þar hafa höf­uð­hneig­ingar verið ríkj­andi ásamt því að leggja saman lófa þannig að þumlar nemi við bring­u.   

Svo komu faðm­lögin

Orðið eitt og sér minnir kannski á laga­setn­ingu. Faðm­lögin hafa þó ekki komið til kasta Alþing­is. Um faðm­lögin hafa semsé aldrei verið sett lög og reglu­gerðir enda eru regl­urnar um notkun faðm­laga fremur óljós­ar. Hverja á að faðma og hvenær, hvað á faðm­lagið að vera þétt, á að fylgja með koss á kinn, eða bara svo­kall­aður loft­koss? Ef maður tekur til dæmis þátt í nokk­urra daga nám­skeiði, á maður þá að faðma hina þátt­tak­end­urna þegar nám­skeið­inu lýk­ur? Og þá alla eða bara suma? Og hvað svo þegar maður hittir þetta sama fólk nokkru síð­ar, er þá faðm­laga­reglan enn í gildi? Þetta er ekki ein­falt mál, jafn­vel hálf­gert vanda­mál myndu ein­hverjir segja. Sumir koma sér upp ákveðnum faðm­laga­regl­um, eru í eins konar faðm­laga­sam­bandi við til­tek­inn hóp, sem í flestum til­vikum fer ört stækk­andi. Þeir sem faðm­ast hafa hleypt hvor öðrum inn í ákveð­inn tengsla­hring.

Auglýsing

Francois Hollande frakklandsforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, faðmast iðulega þegar þau hittast. (Mynd: EPA)

Hvernig byrj­aði þetta með faðm­lög­in? 

Því er fljótsvar­að. Það veit eng­inn. Faðm­lög í þröngum hópi, t.d. innan fjöl­skyldna, og mjög náins vina­fólks, hafa lengi tíðkast en ekki eru margir ára­tugir síðan sið­ur­inn fór að verða jafn almennur og hann er í dag. Mið-­Evr­ópu­búar og þeir sem sunnar búa voru langt á undan okkur í Norðr­inu í þessum efnum enda iðu­lega talað um þeir séu miklu „opn­ari” en við sem norðar búum. Fyrir tutt­ugu árum, og kannski löngu fyrr, tíðk­að­ist það t.d. í Belgíu og Frakk­landi að nem­endur smelltu hægri vöngum saman að morgni dags og aftur þegar haldið var heim­leið­is. Á þeim tíma var slíkt vangaflens algjör­lega óþekkt á Fróni. Nú er það breytt. Höf­undur þessa pistils var fyrir nokkru síðan á litlu kaffi­húsi í Reykja­vík. Yfir kaff­inu varð hann vitni að hverju faðm­lag­inu á fætur öðru þegar fólk sem greini­lega hafði mælt sér mót heils­að­ist, konur í meiri­hluta. Þótt þetta geti ekki talist vís­inda­leg könnun er greini­legt, eins og flestir þekkja, að sið­ur­inn er orð­inn mjög almenn­ur. Á góðum degi kom­ast margir örugg­lega uppí tugi faðm­laga, fer auð­vitað eftir aðstæð­um.  

Er hollt að faðmast?

Þótt flestir geti sjálf­sagt (með und­an­tekn­ing­um) verið sam­mála um að því að faðm­ast fylgi ákveð­inn hlý­leiki og nota­leg­heit hafa senni­lega fáir velt fyrir sér hinum lík­am­legu áhrif­um. En þau hafa sér­fræð­ingar reynt að rann­saka og kom­ist að því að faðm­lagi fylgja lík­am­leg áhrif. Rann­sóknir hafa sýnt að faðm­lag fram­kallar ákveðið horm­ón, svo­nefnt oxytocin. Lengi vel var þetta hormón nefnt ást­ar­hormón en vís­inda­menn vilja nú, margir hverj­ir, kalla það vellíð­un­ar­horm­ón, tengdan snert­ingu. Þetta hefur ekki farið fram­hjá snyrti­vöru­fram­leið­end­um, sem sumir aug­lýsa t.d. svita­lykt­areyði með oxytocin. Í aug­lýs­ingum er full­yrt að þetta hafi jákvæð áhrif, t.d á þétt­skip­uðu dans­gólfi. Sann­anir í þessum efnum liggja ekki fyr­ir.

Alþjóðadagur faðmlagsins er haldinn einu sinni á ári. (Mynd: Wikipedia)

Tólf faðm­lög dag­lega auka þroskann 

Virg­ina Sat­ir, þekktur banda­rískur fjöl­skyldu­ráð­gjafi og rit­höf­und­ur, taldi faðm­lög ótví­ræða leið til bættrar heilsu. Sam­kvæmt kenn­ingum hennar þarf fjögur faðm­lög á dag til að lifa af, átta til að halda okkur við og tólf til að þroskast. Þrátt fyrir að faðm­lögum hafi fjölgað mjög á síð­ustu árum er lík­legt að margir nái ekki þessum við­mið­um.

Dönsku handa­bands­sam­tökin

Þótt fáir séu kannski bein­línis á móti „faðm­lagasiðn­um” eru ekki allir jafn hrifnir af fyr­ir­bær­inu. Árið 1998 stofn­uðu nokkrir danskir karlar félags­skap­inn „Dansk Haand­tryks­for­en­ing”. Til­gangur félags­ins er að við­halda þeim gamla og góða sið að takast í hend­ur. „Það er hlaupin óða­verð­bólga í faðm­lögin og ekki seinna vænna að bregð­ast við” sagði einn af stofn­endum í blaða­við­tali. Þótt þeir handa­bands­menn hafi í sjálfu sér ekk­ert á móti faðm­lögum telja þeir að handa­bandið þurfi áfram að „skipa þann mik­il­væga sess í sam­fé­lag­inu sem það hefur gert öldum sam­an”. Handa­bandið hefur að mati félaga í sam­tök­unum ýmis­legt umfram faðm­lag­ið. Mik­il­væg­ast er  augn­sam­bandið sem ætíð hefur verið talið mjög mik­il­vægt í sam­skiptum fólks, það fer fyrir ofan garð og neðan í faðm­lag­inu. Handa­bandið er alltaf ekta vara að mati félaga í handa­bands­sam­tök­un­um. Ein­kunn­ar­orð sam­tak­anna eru „ekk­ert jafnast á við þétt hand­tak”.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None