Ólafur áfram á toppnum - fjórðungur vill Guðna Th.

Guðni Th. Jóhannesson er með 25 prósenta fylgi í nýrri könnun. Ólafur Ragnar Grímsson er áfram með yfirburðafylgi. Andri Snær Magnason mælist með 15 prósent. Kosning erlendis hófst í dag. Guðni og Berglind Ásgeirsdóttir tilkynna ákvörðun sína brátt.

Guðni Th. Jóhannesson tilkynnir brátt hvort hann ætli að bjóða sig fram til forseta Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson tilkynnir brátt hvort hann ætli að bjóða sig fram til forseta Íslands.
Auglýsing

Fjórð­ungur aðspurðra vill að Guðni Th. Jóhann­es­son sagn­fræð­ingur verði for­seti Íslands. Ólafur Ragnar Gríms­son er eftir sem áður með lang­mest fylgi og mælist með 46 pró­sent, í nýrri skoð­ana­könnun Mask­ínu. 15 pró­sent segj­ast ætla að kjósa Andra Snæ Magna­son og 1,8 vilja Höllu Tóm­as­dótt­ur. Guðni hefur enn ekki til­kynnt hvort hann ætli að bjóða sig fram, en sagð­ist í gær ætla að gera það mjög bráð­lega. Þetta er fyrsta könn­unin sem birt­ist um fylgi Guðna eftir að hann íhug­aði alvar­lega að bjóða sig fram til for­seta. Könnun Mask­ínu var gerð dag­ana 18. til 29. apr­íl. Nær þriðj­ungur svar­enda á eftir að gera upp hug sinn og tekur ekki afstöðu til fram­bjóð­enda. 

Ólafur Ragnar Grímsson, Andri Snær Magnason og Halla Tómasdóttir

Unga fólkið og fram­sókn­ar­menn vilja Ólaf

Ólafur er með mikið yfir­burða­fylgi meðal yngstu kjós­end­anna, en þrír af hverjum fjórum vilja að hann sé for­seti áfram. Hann er með 32 til 45 pró­senta fylgi í öðrum ald­urs­hóp­um. Meira en 30 pró­sent þeirra sem eru 45 ára eða eldri segj­ast ætla að kjósa Guðna Th. en hann hefur ekk­ert fylgi meðal yngstu kjós­end­anna. Andri Snær nýtur mests stuðn­ings þeirra sem eru 25 til 44 ára, en 22 pró­sent þeirra segj­ast ætla að kjósa hann. 

Auglýsing

Ólafur Ragnar nýtur mests stuðn­ings meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins. Nið­ur­stöður Mask­ínu ríma vel við nýjasta Þjóð­ar­púls Gallup þar sem fram kom að 83 pró­sent kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks eru ánægðir með fram­boð hans og 71 pró­sent Sjálf­stæð­is­manna. Könnun Mask­ínu leiðir í ljós að fjórir af hverjum fimm kjós­endum Fram­sókn­ar­flokks vilja Ólaf Ragnar og sjö af hverjum tíu kjós­endum Sjálf­stæð­is­flokks. Ólafur nýtur minnsta stuðn­ings meðal kjós­enda Bjartrar fram­tíðar og Sam­fylk­ing­ar. Guðni hefur aftur á móti mestan stuðn­ing meðal kjós­enda Bjartrar fram­tíð­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata en minnstan meðal kjós­enda stjórn­ar­flokk­anna. 

Fylgi Ólafs og Guðna tók stökk í Wintris-­mál­inu

Mask­ína hefur spurt opið frá ára­mótum hvern fólk vill sjá í emb­ætt­inu. Svar­endur fengu því ekki fyr­ir­fram gefna mögu­leika og þurftu að skrifa niður nafn þess sem þeir vildu sjá. Guðni Th. var fólki ekki ofar­lega í huga fyrr en í kring um þann tíma sem Ólafur til­kynnti um fram­boð sitt. Fylgi Ólafs hefur þró­ast mikið síðan frá ára­mót­um, en hann mæld­ist með sjö til tíu pró­senta fylgi frá jan­úar til mars, en fyrri part­inn í apríl fór fylgið upp í 20 pró­sent og svo í tæp­lega 46 pró­sent eftir að hann til­kynnti fram­boð. Fylgi Höllu hefur dal­að.

Auk Ólafs, Andra, Höllu og Guðna voru Katrín Jak­obs­dótt­ir, Hrannar Pét­urs­son og Ást­þór Magn­ús­son einnig nefnd í síð­ustu könn­un.

Svar­endur í könn­unum í jan­úar og febr­úar voru í kring um 400 og þá voru mjög margir sem tóku ekki afstöðu. í þremur nýj­ustu könn­un­unum í mars og apríl voru svar­endur Mask­ínu á bil­inu 870 til 1080. 

Þor­gerður ætlar ekki fram og Berg­lind komin til lands­ins

Ell­efu manns eru nú í fram­boði til for­seta Íslands. Fimm hafa dregið fram­boð sitt til baka eftir að Ólafur Ragnar til­kynnti ákvörðun sína; Vig­fús Bjarni Alberts­son, Bær­ing Ólafs­son, Guð­mundur Frank­lín, Heimir Örn Hólmars­son og Hrannar Pét­urs­son.  

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Sam­tökum atvinnu­lífs­ins og fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra, hefur íhugað fram­boð lengi. Hún gaf það út í þætt­inum Vik­unni á RÚV í gær að hún ætli ekki að gefa kost á sér.  Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir, sendi­herra í Frakk­landi, er komin til lands­ins til að ræða við bak­land sitt um mögu­legt fram­boð. Sam­kvæmt RÚV er stutt í að hún til­kynni ákvörðun sína. 

Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni. (Mynd: forseti.is)

Fleiri hafa verið nefndir í tengslum við fram­boð en hafa ekki gert upp hug sinn. Má þar nefna Stefán Jón Haf­stein, Ellen Calmon, Guð­rúnu Nor­dal og Sig­rúnu Stef­áns­dótt­ur. 

Kosn­ing í útlöndum hófst í dag

Kosn­ing utan kjör­fundar erlendis vegna for­seta­kosn­ing­anna má hefj­ast í dag, 30. apr­íl. Algeng­ast verður þó að fram­kvæmd kosn­ing­anna hefj­ist ekki fyrr en á mánu­dag, þar sem margar stofn­anir eru lok­aðar í dag. Ef Íslend­ingur hefur búið erlendis í meira en átta ár þarf að til­kynna sig aftur inn á kjör­skrá og rann frestur til þess út þann 1. des­em­ber síð­ast­lið­inn. 

Það hefur staðið lengi til að end­ur­skoða þessi lög um utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslu, í ljósi þess að kosn­ing hefst áður en það liggur ljóst fyrir hverjir verði end­an­lega í fram­boði. Þannig er auð­veld­lega hægt að kjósa fólk nú sem ekki hefur boðið sig form­lega fram og mun mögu­lega ekki gera það þegar á hólm­inn er kom­ið, og ekki hægt að kjósa fólk sem mun mögu­lega bjóða sig fram áður en fram­boðs­frestur rennur út. 

Tím­inn stytt­ist óðum

Til­kynna þarf fram­boð form­lega til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins í síð­asta lagi fimm vikum fyrir kosn­ing­ar, eða fyrir mið­nætti föstu­dag­inn 20. maí. Fram­boð­unum skal fylgja sam­þykki for­seta­efn­is, nægi­legur fjöldi með­mæl­enda sem vott­aður skal af við­kom­andi yfir­kjör­stjórn um að með­mæl­end­urnir séu kosn­ing­ar­bær­ir. For­seta­kosn­ing­arnar verða laug­ar­dag­inn 25. jún­í. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Samfylkingin, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að við meirihlutamyndun í Reykjavík
Þrír flokkar úr fráfarandi meirihluta ætla að fylgjast að í komandi meirihlutaviðræðum í Reykjavík. Þeir eiga tvo möguleika á meirihlutamyndun en haldi samfylgd flokkanna þá eru engir aðrir mögulegir meirihlutar án þeirra í stöðunni.
Kjarninn 16. maí 2022
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None