Hið lífseiga Nintendo

Saga Nintendo er um margt óvenjuleg. Tölvur frá fyrirtækinu voru víða á heimilum en það hafa skipst á skin og skúrir í rekstrinum í gegnum tíðina. Kristinn Haukur Guðnason kafaði ofan í óvenjulega sögu þessa þekkta fyrirtækis.

Nintendo
Auglýsing

Jap­anska fyr­ir­tækið Nin­tendo hefur verið í tölvu­leikja­brans­anum í 44 ár, mun lengur en flestir sam­keppn­is­að­ilar þeirra. ­Saga Nin­tendo er þó mun lengri þar sem fyr­ir­tækið hefur komið víða við og ­stjórn­endur þess ekki verið hræddir við að taka áhætt­ur. Marg­sinnis hef­ur ­fyr­ir­tækið verið á von­ar­völ en ávallt komið fíleflt til baka. Saga Nin­tendo er ­saga af útsjón­ar­semi, þraut­seigju, nýunga­girni og snilli­gáfu nokk­urra manna.

Spiladíler mafí­unnar

Árið 1889 er merki­legt fyrir ýmsar sak­ir. Eif­fel turn­inn var vígð­ur, asperín kom á markað í fyrsta skipti, Jeffer­son Davis eini for­set­i ­Suð­ur­ríkj­anna lést og Adolf Hitler fædd­ist sem og Charlie Chaplin. Þetta ár ­stofn­aði Fusa­jiro Yamauchi lít­ið verk­stæði í japönsku borg­inni Kyoto sem hann nefndi Nin­tendo Koppai. Nafn­ið N­in­tendo hefur valdið mönnum miklum heila­brotum en almennt er þó talið að það þýði látið himna­ríki um heppn­ina. Koppai þýðir korta­spil og það er það sem fyr­ir­tækið fram­leiddi fyrstu 74 árin. Á 19. öld var jap­anska keis­ar­anum og rík­is­stjórn­inni mjög í mun að taka fyr­ir­ allt fjár­hættu­spil í land­inu og því voru hefð­bundin korta­spil með tölum sem við þekkjum á vest­ur­löndum bönnuð með lög­um. Yamauchi fram­leiddi aftur á mót­i svokölluð hanafuda spil, eða blóma­spil, sem höfðu lit­ríkar myndir af árs­tíðum og mán­uðum í stað talna. Hanafuda spil höfðu verið til um aldir í Japan en Yamauchi bjó til sín eig­in ­spil með eigin leik­regl­um, allt hand­gert af honum einum í upp­hafi.

Spil Yamauchi urðu vin­sæl og fljót­lega var farið að nota þau í fjár­hættu­spil. Jap­anska maf­í­an, eða yakuza, stýrði umtals­verðu fjár­hættu­spili í Kyoto og liðs­menn hennar not­uðu spilin frá­ N­in­tendo. Orðið yakuza kemur einmitt úr hanafuda spila­mennsku og þýðir tap­hönd. Yamauchi nýtti sér þessa starf­semi og fram­leiddi meira að segja spil sem ­sér­stak­lega voru stíluð inn á þennan mark­að, tengu, sem ein­ungis fjár­hættu­spil­arar not­uðu. Vegna auk­inna umsvifa og vin­sælda (og gæða­krafna frá mafí­unni) stækk­að­i Yamauchi við sig, réði inn starfs­fólk og hóf að fram­leiða spilin í vél­um. Hann ­byggði upp fyr­ir­tækið hægt og bít­andi og upp úr alda­mót­unum voru spilin seld um ­ger­vallt land­ið. Árið 1929 tók Sekiryo Yamuchi, ætt­leiddur tengda­sonur Fusa­jiro, við fyr­ir­tæk­inu og efldi dreifi­kerfi þess til muna. Nú voru Nin­tendo spilin seld í flest­u­m ­leik­fanga­versl­unum lands­ins og fyr­ir­tækið átti eftir að nota þetta dreifi­kerf­i ­seinna meir. Sekiryo stýrði fyr­ir­tæk­inu í 20 ár þar sem það gekk undir ýmsum nöfn­um en það var Hiroshi Yamauchi, þriðj­i ­for­seti Nin­tendo og afa­barn Sekiryo, sem umbreytti því eftir að hann tók við árið 1949.

Auglýsing

Prófum allt

Hiroshi var metn­að­ar­fullur ungur maður þegar hann tók við ­stjórn fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins. Hann breytti fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins m.a. með­ því að fram­leiða plast­spil og gerði samn­ing við Dis­ney um að fá að nota ­per­sónur úr þekktum teikni­myndum á spil­in. Nýr mark­aður hafði opn­ast fyr­ir­ N­in­tendo, þ.e. börn. Annar mark­aður opn­að­ist líka þegar Nin­tendo hófu að prenta ­spil með nöktum konum á, þar á meðal Mari­lyn Mon­roe. En þetta var ekki nóg, Hiroshi vildi stækka Nin­tendo enn meir. Hann hélt til Banda­ríkj­anna árið 1953 og heim­sótti stærstu korta­spila­fram­leið­endur Banda­ríkj­anna en varð fyr­ir­ von­brigðum þegar hann sá hversu lítil þau fyr­ir­tæki voru í raun og veru. Seinna heim­sótti hann hið nýopn­aða Dis­neyland, varð heill­aður og sá hveru stór ­fyr­ir­tæki í skemmt­ana­iðn­að­inum gátu orð­ið. Þessi ferð opn­aði augu Hiros­hi. Hann vissi að þó að Nin­tendo hefðu yfir­burða stöðu á jap­anska korta­spila­mark­að­in­um þá yrðu umsvif fyr­ir­tæks­ins ávallt tak­mörkuð við þennan litla mark­að, nema hann ­gripi í taumana og tæki áhættu.

Hiroshi setti Nin­tendo á markað í kaup­höll­inni í Osaka árið 1962. Mikið nýtt fé rann inn í fyr­ir­tækið og hann ákvað að nýta það til að auka um­svif­in. Það fyrsta sem honum datt í hug var að fram­leiða skynd­i-hrís­grjón en þessum tíma voru skynd­i-núðlur orðnar vin­sæl­ar í Jap­an. Þetta gekk væg­ast sagt illa og Hiroshi hóf leit­ina að næstu gróða­von. N­in­tendo opn­uðu svokölluð ást­ar­-hótel, þar sem við­skipta­vinir gátu dvalið í örfáa klukku­tíma, og leigu­bíla­stöðvar en bæð­i verk­efnin reynd­ust mis­heppn­uð. Fyr­ir­tækið setti ýmsar vörur á markað svo sem kúlu­penna, ljós­rit­un­ar­vélar og plast­kubba sem voru í lag­inu eins og jarð­hnetur en flestar reynd­ust mis­heppn­aðar einnig. Eitt fræg­asta flopp Nin­tendo á þessum ­tíma var hin svo­kall­aða chi­ritorie sem var ryk­suga með fjar­stýr­ingu. Ofan á þetta dvín­uðu vin­sældir hanafuda spil­anna til muna. Mark­aðsvirð­i N­in­tendo hluta­bréfa hrundu úr 900 yenum niður í 60 og skuld­irnar hrönn­uð­ust ­upp. Eini ljósi punkt­ur­inn var leik­fanga­fram­leiðsla fyr­ir­tæk­is­ins. Nin­tendo herj­uðu inn á markað þar sem risar á borð Bandai og Tomy höfðu yfir­burða­stöð­u. Ný­lið­arnir höfðu þó tvennt á sínu bandi. Ann­ars vegar öfl­ugt og rót­gróið dreifi­kerf­i ­síðan á tímum Sekiryo og svo ungan snill­ing sem vann í einni verk­smiðj­unni. Gun­pei Yokoi var raf­einda­fræð­ingur sem vann við við­hald véla en hann­aði ýmsa hluti í frí­tíma sín­um. Þar á með­al­ teygj­an­lega klípu­hendi sem Hiroshi sá fyrir slysni. Varan var mark­aðs­sett sem Ultra hand og seld­ist í meira en millj­ón ein­tök­um. [htt­p://n­in­tendo.wik­i­a.com/wik­i/Ultra_Hand] Í kjöl­farið var Yokoi ­gerður að leið­andi leik­fanga­hönn­uði innan fyr­ir­tæk­is­ins og Hiroshi átti ekki eftir að sjá eftir því. Yokoi hann­aði t.d. Ultra machine (vél sem varp­aði hafna­bolt­um) og Love tester (tæki sem mældi ást­ar­bylgur milli fólks) sem urð­u gríð­ar­lega vin­sæl og festu nafn Nin­tento kyrfi­lega inn í leik­fanga­mark­að­inn í Jap­an. Þetta var þó aðeins byrj­un­in. Á átt­unda ára­tugnum hófst hin eig­in­lega ­bylt­ing innan fyr­ir­tæk­is­ins.

Hin staf­ræna fram­tíð

Það má segja að tölvu­leikir hafi orðið til á átt­unda ára­tug sein­ustu aldar eða a.m.k. fóru þeir að verða iðn­aður sem fólk tók eft­ir. Fyrst í spila­kassa­sölum en svo inn á heim­il­um. Stjórn­endur Nin­tendo höfðu snemma ­mik­inn áhuga á að hasla sér völl á þessu sviði og tryggðu sér rétt­inn á að dreifa fyrstu sjón­varps­tengdu leikja­tölv­unni, Magna­vox Odyssey, í Japan árið 1972. Tölvan var mjög frum­stæð og ­seld­ist ekki vel en fræ­unum var stráð. Leikja­tölvan var komin til að vera og N­in­tendo ætl­uðu að vera með. Til að byrja með ákváðu þeir að ein­beita sér að spila­kössum og árið 1975 kom út þeirra fyrsti tölvu­leikur EVR Race. Tveimur árum seinna réð Hiroshi Yamauchi inn ungan hönn­uð að nafni Shi­geru Miyamoto sem ­reynd­ist mikið gæfu­spor. Árið 1981 hann­aði hann bylt­ing­ar­kenndan spila­kassa­leik að nafni Don­key Kong sem er almennt tal­inn fyrsti palla-­leik­ur­inn (plat­former). Leik­ur­inn átti upp­runa­lega að ver­a ­byggður á hinum spína­telsk­andi sjó­ara Stjána Bláa en leyfið frá­ ­kvik­mynd­aris­anum Para­mount, sem átti rétt­inn á Stjána, fékkst ekki. Miyamoto ­bjó því til nýjar per­sónur til að prýða leik­inn, apann Don­key Kong og Mario sem var byggður á skap­vondum leigu­sala Nin­tendo í Banda­ríkj­unum Mario Segale

Kvik­mynda­ver­ið Uni­ver­sal fór í mál við Nin­tendo þar sem þeir töldu Don­key Kong vera stælun á hálf­nafna hans King Kong en því máli var vísað frá. Don­key Kong sló í gegn og ­þykir í dag einn besti spila­kassa­leikur allra tíma og er ennþá spil­aður víðs ­vegar um heim. Per­són­urnar Don­key Kong og sér í lagi Mario hlutu heims­frægð og áttu eftir að fylgja Nin­tendo alla tíð.

Hiroshi Yamauchi var með­vit­aður um að fram­tíð tölvu­leikj­anna væri ekki á spila­kassa­sölum heldur inni á heim­il­un­um. Strax árið 1977 byrj­uð­u N­in­tendo að fikta við að hanna tölvur með inn­byggðum leikjum sem hægt var að tengja við sjón­varps­tæki. Það sama ár kom Atari 2600 leikja­tölvan á markað og seld­ist í tugum millj­óna ein­taka. Mörg önn­ur ­fyr­ir­tæki fram­leiddu leikja­tölvur en gæði þeirra og leikj­anna voru mis­jöfn. At­ari hrundu af stað eig­in­legu gull­graf­ara­æði í geir­anum sem lauk árið 1983 með­ al­gjöru hruni og gjald­þroti margra leikja­fyr­ir­tækja. Það voru hins veg­ar ný­lið­arnir í Nin­tendo sem björg­uðu leikja­tölv­unni. Þetta sama ár settu þeir sína fyrstu tölvu, Famicom, á mark­að í Jap­an. Hún reynd­ist mein­gölluð og Nin­tendo þurftu að inn­kalla hana en hug­myndin var góð og Yamauchi gafst ekki upp. Tveimur árum seinna var hún­ end­ur­bætt og sett á markað um allan heim sem Nin­tendo Enterta­in­ment System, NES. Við­tök­urnar voru væg­ast sagt ótrú­leg­ar. NES seld­ist í sam­an­lagt 62 millj­ón­um ein­taka og fyrsti tölvu­leik­ur­inn, Super Mario Bros, seld­ist í 40 millj­ónum ein­taka (met sem stóð í 21 ár). Árið 1989 kom svo út hug­ar­fóstur Gun­pei Yokoi, Game ­Boy. Það var hand­leikja­tölva sem seld­ist í tæp­lega 120 milljón ein­tök­um. Fyr­ir­tæk­ið ­sem byrj­aði með einum mynd­list­ar­manni á verk­stæði hund­rað árum áður var nú orðið langstærsta tölvu­leikja­fyr­ir­tæki heims­ins.Leikja­stríð

Ein­okun Nin­tendo á mark­að­inum stóð ein­ungis yfir í nokkur ár eða þangað til að annað jap­anskt leikja­fyr­ir­tæki, Sega, fór að láta á sér­ kræla. Árið 1988 settu Sega leikja­tölv­una Mega Drive (seinna Genesis) á mark­að og vin­sældir hennar juk­ust með hverju árinu í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins. N­in­tendo svör­uðu með Super Nin­tendo Enterta­in­ment ­Sy­stem (SNES). Á þessum tíma kom fram aug­ljós munur á fyr­ir­tækj­un­um. Leikir Sega voru stíl­aðir inn á eldri ­mark­hóp, voru hraðir og margir hverjir mjög blóð­ug­ir. Nin­tendo pössuðu aftur á móti upp á að hafa sína leiki sem fjöl­skyldu­vænsta. Þá kom fram gagn­rýni á fyr­ir­tækið sem hefur loðað við það allar götur síð­an, þ.e. að þeir geri tölvu­leiki fyrir börn. Sega náðu að toppa Nin­tendo í sölu eitt árið en heilt yfir unnu Nin­tendo stríðið við Sega. SNES var ein­fald­lega betri tölva ­með betri stýr­ingu. Stýr­ing Nin­tendo leikj­anna hefur ávallt verið hel­sta að­als­merki fyr­ir­tæk­is­ins og meiri áhersla lögð á hana heldur en aðra þætti eins og grafík eða hljóð.

Á meðan stríðið við Sega stóð sem hæst var annað og stærra ­stríð í gerj­un. Raf­tækj­aris­inn Sony var að koma inn á mark­að­inn og það vor­u N­in­tendo sem vöktu hann. Nin­tendo sömdu við Sony um að búa til leikja­tölvu ­fyrir sig þar sem leik­irnir yrðu bæði á hefð­bundnum leikja­hylkjum og ­geisla­diskum en riftu samn­ingnum vegna deilna um skipt­ingu gróð­ans. Sú tölva átti að heita Nin­tendo Play Station. Þess í stað ákváðu Sony að fram­leiða tölv­una sjálfir og árið 1994 kom hún á markað sem ein­fald­lega PlaySta­tion. Pla­ySta­tion ger­sigr­aði mark­að­inn með meira en 100 milljón seld ein­tök. Næsta ­tölva Sony, PlaySta­tion 2, varð mest ­selda leikja­tölva allra tíma með meira en 150 milljón seldra ein­taka. Vin­sæld­ir N­in­tendo dvín­uðu þrátt fyrir góða dóma þeirra tölva, Nin­tendo 64 og GameCube. Sega ját­uðu sig sigr­aða eftir útgáfu hinnar mis­heppn­uðu Saturn tölvu og ákváðu að ein­beita sér ein­göngu að gerð tölvu­leikja í fram­tíð­inni. Fram­tíðin leit ekki vel út fyrir Nin­tendo þegar banda­ríski ­tölvuris­inn Microsoft herj­aði svo inn á mark­að­inn árið 2001 með vél sinni XboX. Hvernig gat Nin­tendo sigrað tvö­ risa­stór alþjóða­fyr­ir­tæki með breitt vöru­úr­val? Nin­tendo höfðu ekk­ert ann­að bakland en tölvu­leiki.

Rús­sí­bani Iwata

Svarið fólst í nýjum for­seta Nin­tendo. Árið 2002 steig Hiros­hi Yamauchi loks­ins til hliðar eftir ótrú­legt 53 ára umbreyt­ing­ar­skeið ­fyr­ir­tæks­ins og við tók Satoru Iwata. Iwata hóf feril sinn með því að festa fyr­ir­tækið í sessi í hand­tölvum með­ ­út­gáfu Nin­tendo DS sem sló meira að ­segja Game Boy við. En Iwata vissi að til að lifa af yrðu Nin­tendo að ná vopn­um sínum á ný í gerð sjón­varps­tölva. Sony og Microsoft höfðu öfl­ugt dreifi­kerfi og fram­leiddu kraft­miklar tölvur sem erfitt var að keppa við. Nin­tendo ákváðu því að fara í aðra átt. Árið 2006 gáfu þeir út Wii, sem reynd­ist alger bylt­ing. Tölvan var ekki nærri eins öflug og tölvur helst­u keppi­nauta þeirra en gald­ur­inn var fólg­inn í fjar­stýr­ing­unni og hreyfiskynjara ­sem nam hana. Skyndi­lega opn­að­ist alger­lega nýr mark­að­ur, þ.e. fólk sem venju­lega hefði ekki gaman að tölvu­leikj­um. Stýr­ingin svo ein­föld að hver sem er gat spilað leik­ina, algjör and­staða við sífellt flókn­ari stýr­ingu hinna ­leikja­tölvanna. Margir Wii leikir kröfð­ust einnig mik­illar hreyf­ingar og N­in­tendo not­uðu þetta til að draga að fólk sem stund­aði lík­ams­rækt, yoga og fleira. Wii tölvur fóru að sjást í kennslu­stof­um, end­ur­hæf­ing­ar­stöðvum og öldr­un­ar­heim­il­um. Nin­tendo sem höfðu verið afskrif­aðir ein­ungis nokkrum árum áður voru skyndi­lega komnir aftur á topp­inn. Wii seld­ist í meira en 100 millj­ónum ein­taka og DS í meira en 150 millj­ón­um. Árið 2007 var Nin­tendo orð­ið næst verð­mætasta fyr­ir­tæki Japan (á eftir Toyota) og skar­aði frammúr­ að­al­keppi­nautnum SonyEn gæfan í tækni­geir­anum er fall­völt. Nýjasta afurð N­in­tendo, Wii U, hefur ekki reyn­st ­fyr­ir­tæk­inu jafn vel þrátt fyrir mun öfl­ugri vél og mikla útsjón­ar­semi með­ til­komu snert­iskjás. Ofan á það hefur nýjasta hand­tölvan, 3DS, valdið tölu­verðum von­brigð­um. Áhrif snjall­síma­leikja eru aug­ljós og Nin­tendo sem og aðrir þurftu að taka á sig tölu­vert högg vegna minnk­andi eft­ir­spurnar hand­tölvu­leikja. Árið 2011 hrundu hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og talið er að stærsti hlut­haf­inn, hinn aldni Hiroshi Yamauchi hafi tapað um 300 millj­ónum doll­ara á einum degi það árið. Þetta var jafn­fram­t ­fyrsta tapár fyr­ir­tæk­is­ins í 30 ár. Satoru Iwata lést úr krabba­meini í júlí ­síð­ast­liðnum ein­ungis 55 ára að aldri og við tók Tatsumi Kis­hishima, fyrr­ver­andi for­stjóri Poké­mon. Nin­tendo hafa látið lítið fyrir sér fara síðan hann tók við en þó hefur verið til­kynnt um nýja leikja­tölvu, titluð NX, sem ­á­ætlað er að komi út í mars árið 2017. Mikil leynd er yfir verk­efn­inu en Kis­hishima hefur lofað að það verði óvænt og bylt­ing­ar­kennt. Nin­tendo hafa alltaf haldið sér á mark­að­inum fyrst og fremst vegna útsjón­ar­sem­i og nýsköð­un­ar. Hvort að NX verði næsta snilld eða bana­biti fyr­ir­tæk­is­ins verður að koma í ljós því að Nin­tendo hafa ekk­ert annað bak­land til að falla á. Ef undan eru skilin hanafuda spilin sem þeir hafa fram­leitt sam­fellt í 127 ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None