Tækifæri fyrir frumkvöðla í íslenskum orkuiðnaði

Björgvin Skúli Sigurðsson
Auglýsing

Nýsköpun er und­ir­staða fram­þró­unar í öllum atvinnu­grein­um. Í orku­iðn­aði hefur umhverfið fyrir frum­kvöðla sjaldan eða aldrei verið betra og þar er Startup Energy Reykja­vik við­skipta­hrað­all­inn í lyk­il­hlut­verki. Lands­virkjun er stoltur bak­hjarl verk­efn­is­ins, ásamt Arion banka, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og GEORG, rann­sókn­ar­klasa í jarð­hita. Á und­an­förnum tveimur árum hafa 14 verk­efni tekið þátt í Startup Reykja­vik Energy og árang­ur­inn verið framar björt­ustu von­um, en  Icelandic Startups og Iceland Geothermal reka hrað­al­inn.

Orku­iðn­að­ur­inn stendur á tíma­mót­um. Sterkir inn­við­ir, ör tækni­þróun og öflug inn­lend þekk­ing auk vax­andi eft­ir­spurnar eftir íslenskri raf­orku skapa fjöl­mörg tæki­færi fyrir hug­vit­sama frum­kvöðla. 100% end­ur­nýj­an­leiki í íslenskri raf­orku­vinnslu færa land­inu enn frek­ari mögu­leika sem önnur lönd búa ekki við.

Und­an­farin 50 ár hafa Lands­virkj­un, Lands­net og önnur fyr­ir­tæki í orku­iðn­aði byggt upp inn­viði til að þjóna kröfu­hörðum alþjóð­legum við­skipta­vinum og almenn­ingi í land­inu. Virkj­an­ir, raf­orku­flutn­ings­kerfi, útflutn­ings­hafnir og fleiri inn­viðir hafa stór­bætt aðstæður til þess að fram­leiða fjöl­breyttar og verð­mætar útflutn­ings­vörur hér á landi.

Auglýsing

Sam­hliða hefur hér jafn­framt orðið til mikil og sér­hæfð þekk­ing á öllum þáttum raf­orku­vinnslu. Þessi þekk­ing skapar nú grunn fyrir vax­andi þekk­ing­ar­út­flutn­ing þar sem Íslend­ingar taka þátt í ýmsum fram­kvæmda- og þró­un­ar­verk­efnum á sviði end­ur­nýj­an­legrar raf­orku­vinnslu víða um heim.

Á und­an­förnum árum hefur ásókn íslenska raf­orku úr end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum auk­ist til muna og nú er svo komið að eft­ir­spurn er orðin meiri en fram­boð. Mörg alþjóð­leg fyr­ir­tæki eru áhuga­söm um að hefja fjöl­breytta starf­semi hér á landi með nýt­ingu íslenskrar raf­orku, auk ann­arra strauma frá jarð­varma­virkj­un­um.

Þrátt fyrir miklar fram­farir und­an­far­inna ára má gera bet­ur. Hægt er að draga lær­dóm af þeim árangri sem náðst hefur í sjáv­ar­út­vegi, þar sem útflutn­ings­verð­mæti byggð á annarri tak­mark­aðri auð­lind hafa stór­auk­ist und­an­farin á. Nýsköpun í vinnslu, vöru­þró­un, flutn­ing­um, öfl­ugri sölu- og mark­aðs­setn­ingu og full­nýt­ingu hafa skapað tæki­færi tengd fisk­veiðum fyrir fjöl­mörg fyr­ir­tæki og frum­kvöðla. Nú er svo komið að tæknin sem hefur orðið til við að þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn er sjálf orðin stór útflutn­ings­vara.

Lands­virkjun vill stuðla að því að hér sé sterkt stuðn­ings­net fyrir frum­kvöðla í grein­inni sem vilja byggja á þeim mikla árangri sem hér hefur náðst. Við sjáum mikil tæki­færi í efl­ingu nýsköp­unar í orku­iðn­aði hér á landi og styðjum háskól­ana til þess að efla nám og rann­sóknir á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum – enda er menntun og þekk­ing und­ir­staða öfl­ugs nýsköp­un­ar- og þró­un­ar­starfs. Lands­virkjun rekur þannig Orku­rann­sókna­sjóð og er þátt­tak­andi í klasa­sam­starfi Iceland Geothermal, auk þess að standa að Startup Energy Reykja­vik.

Með þessum stuðn­ingi vill Lands­virkjun hvetja frum­kvöðla í orku­tengdri nýsköpun til að stíga fram og koma hug­myndum sínum í fram­kvæmd. Fram­tíðin er björt og tæki­færin eru víða.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og við­skipta­þró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None