Tækifæri fyrir frumkvöðla í íslenskum orkuiðnaði

Björgvin Skúli Sigurðsson
Auglýsing

Nýsköpun er und­ir­staða fram­þró­unar í öllum atvinnu­grein­um. Í orku­iðn­aði hefur umhverfið fyrir frum­kvöðla sjaldan eða aldrei verið betra og þar er Startup Energy Reykja­vik við­skipta­hrað­all­inn í lyk­il­hlut­verki. Lands­virkjun er stoltur bak­hjarl verk­efn­is­ins, ásamt Arion banka, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og GEORG, rann­sókn­ar­klasa í jarð­hita. Á und­an­förnum tveimur árum hafa 14 verk­efni tekið þátt í Startup Reykja­vik Energy og árang­ur­inn verið framar björt­ustu von­um, en  Icelandic Startups og Iceland Geothermal reka hrað­al­inn.

Orku­iðn­að­ur­inn stendur á tíma­mót­um. Sterkir inn­við­ir, ör tækni­þróun og öflug inn­lend þekk­ing auk vax­andi eft­ir­spurnar eftir íslenskri raf­orku skapa fjöl­mörg tæki­færi fyrir hug­vit­sama frum­kvöðla. 100% end­ur­nýj­an­leiki í íslenskri raf­orku­vinnslu færa land­inu enn frek­ari mögu­leika sem önnur lönd búa ekki við.

Und­an­farin 50 ár hafa Lands­virkj­un, Lands­net og önnur fyr­ir­tæki í orku­iðn­aði byggt upp inn­viði til að þjóna kröfu­hörðum alþjóð­legum við­skipta­vinum og almenn­ingi í land­inu. Virkj­an­ir, raf­orku­flutn­ings­kerfi, útflutn­ings­hafnir og fleiri inn­viðir hafa stór­bætt aðstæður til þess að fram­leiða fjöl­breyttar og verð­mætar útflutn­ings­vörur hér á landi.

Auglýsing

Sam­hliða hefur hér jafn­framt orðið til mikil og sér­hæfð þekk­ing á öllum þáttum raf­orku­vinnslu. Þessi þekk­ing skapar nú grunn fyrir vax­andi þekk­ing­ar­út­flutn­ing þar sem Íslend­ingar taka þátt í ýmsum fram­kvæmda- og þró­un­ar­verk­efnum á sviði end­ur­nýj­an­legrar raf­orku­vinnslu víða um heim.

Á und­an­förnum árum hefur ásókn íslenska raf­orku úr end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum auk­ist til muna og nú er svo komið að eft­ir­spurn er orðin meiri en fram­boð. Mörg alþjóð­leg fyr­ir­tæki eru áhuga­söm um að hefja fjöl­breytta starf­semi hér á landi með nýt­ingu íslenskrar raf­orku, auk ann­arra strauma frá jarð­varma­virkj­un­um.

Þrátt fyrir miklar fram­farir und­an­far­inna ára má gera bet­ur. Hægt er að draga lær­dóm af þeim árangri sem náðst hefur í sjáv­ar­út­vegi, þar sem útflutn­ings­verð­mæti byggð á annarri tak­mark­aðri auð­lind hafa stór­auk­ist und­an­farin á. Nýsköpun í vinnslu, vöru­þró­un, flutn­ing­um, öfl­ugri sölu- og mark­aðs­setn­ingu og full­nýt­ingu hafa skapað tæki­færi tengd fisk­veiðum fyrir fjöl­mörg fyr­ir­tæki og frum­kvöðla. Nú er svo komið að tæknin sem hefur orðið til við að þjón­usta sjáv­ar­út­veg­inn er sjálf orðin stór útflutn­ings­vara.

Lands­virkjun vill stuðla að því að hér sé sterkt stuðn­ings­net fyrir frum­kvöðla í grein­inni sem vilja byggja á þeim mikla árangri sem hér hefur náðst. Við sjáum mikil tæki­færi í efl­ingu nýsköp­unar í orku­iðn­aði hér á landi og styðjum háskól­ana til þess að efla nám og rann­sóknir á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum – enda er menntun og þekk­ing und­ir­staða öfl­ugs nýsköp­un­ar- og þró­un­ar­starfs. Lands­virkjun rekur þannig Orku­rann­sókna­sjóð og er þátt­tak­andi í klasa­sam­starfi Iceland Geothermal, auk þess að standa að Startup Energy Reykja­vik.

Með þessum stuðn­ingi vill Lands­virkjun hvetja frum­kvöðla í orku­tengdri nýsköpun til að stíga fram og koma hug­myndum sínum í fram­kvæmd. Fram­tíðin er björt og tæki­færin eru víða.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og við­skipta­þró­un­ar­sviðs Lands­virkj­un­ar.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
Kjarninn 2. desember 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None