Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar

Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.

Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun telur rétt að Lands­virkjun geri grein fyrir þeim for­sendum sem áform um stækkun Sig­öldu­virkj­unar byggja á, þ.e. spám um aukið rennsli og vænt­an­legri orku­fram­leiðslu að teknu til­liti til ólíkra sviðs­mynda um vænt­an­legt rennsli. Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Nátt­úru­grið hafa bent á að hönnun virkj­un­ar­innar á sínum tíma hafi verið hugsuð út frá auknu rennsli með nýrri miðlun á svæð­inu t.d. með bygg­ingu Kjalöldu­veitu. Stækkun stöðv­ar­innar auki ákaf­lega lítið raf­orku­fram­leiðslu hennar nema aukin miðlun komi til.

„Þó svo að Kjalöldu­veita sé hag­kvæm fram­kvæmd sem myndi auka rennsli til allra virkj­ana Lands­virkj­unar á Þjórs­ár­svæð­inu, þá er mögu­legt aukið rennsli frá Kjalöldu­veitu ekki for­senda fyrir stækkun virkj­ana á Þjórs­ár­svæð­inu og ekki er gert ráð fyrir því við mat á arð­semi verk­efn­anna,“ segir i svörum Lands­virkj­unar við þess­ari athuga­semd.

Í áliti Skipu­lags­stofn­unar á mats­á­ætlun áfor­manna segir hins vegar að í næsta skrefi umhverf­is­mats fram­kvæmd­ar­inn­ar, umhverf­is­mats­skýrslu, þurfi að gera skýr­ari grein fyrir til­gangi og for­sendum fyr­ir­hug­aðrar stækk­unar Sig­öldu­stöðvar sem og áætl­aðri orku­fram­leiðslu með hlið­sjón af fyr­ir­liggj­andi spám um aukið rennsli á vatna­sviði virkj­un­ar­inn­ar.

Auglýsing

Stofn­unin vill einnig að í umhverf­is­mats­skýrslu verði gerð grein fyrir mögu­legum sam­legð­ar­á­hrifum fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdar með öðrum áformum á virkj­ana­svæð­inu á vatns­rennsli og vatns­borð á áhrifa­svæði fram­kvæmd­anna. Leiði fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir til breyt­inga á vatns­rennsli og yfir­borði vatns sé enn­fremur þörf á að meta sam­legð­ar­á­hrif á líf­ríki. Að auki þarf að mati stofn­un­ar­innar að gera grein fyrir mögu­legri þýð­ingu þess að nýta vatns­afls­virkj­anir á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­inu til að bregð­ast við breyti­legri vinnslu vind­orku og hafa hlið­sjón af áhrifum þess við mat á sam­legð­ar­á­hrif­um. Þá skuli Lands­virkjun í umhverf­is­mats­skýrslu gera nán­ari grein fyrir áhrifum stækk­unar á rekst­ur, rað­tengdar virkj­anir og orku­ör­yggi.

Lands­virkjun áformar að stækka Sig­öldu­stöð um allt að 65 MW. Gert er ráð fyrir að bæta við fjórðu vél­inni í inn­taks­mann­virki virkj­un­ar­innar og bæta við fjórðu þrýsti­píp­unni. Sig­öldu­stöð myndi eftir stækkun geta skilað allt að 215 MW afli í stað 150 MW í dag en orku­vinnslu­geta stöðv­ar­innar yrði hins vegar sam­bæri­leg og hún er í dag nema til komi meira rennsli.

Sam­kvæmt mats­á­ætlun Lands­virkj­unar er til­gang­ur­inn með fyr­ir­hug­aðri stækkun Sig­öldu­stöðvar að auka sveigj­an­leika í orku­af­hend­ingu og gera fyr­ir­tæk­inu kleift að mæta afltoppum þegar eft­ir­spurn er í hámarki. Með því að nýta betur aukið rennsli sé Lands­virkjun að sinna hlut­verki sínu um að hámarka afrakstur af þeim orku­lindum sem fyr­ir­tæk­inu er trúað fyrir með sjálf­bæra nýt­ingu, verð­mæta­sköpun og hag­kvæmni að leið­ar­ljósi.

Hönnuð til stækk­unar

Sig­öldu­stöð var að sögn Lands­virkj­unar hönnuð þannig í upp­hafi að mögu­legt væri að stækka hana með því að bæta við fjórðu túrbín­unni. Um sé að ræða hag­kvæman kost til aflaukn­ingar þar sem mann­virki sem nú þegar eru til staðar yrðu nýtt bet­ur.

Stækkun Sig­öldu­stöðvar var í orku­nýt­ing­ar­flokki í drögum verk­efn­is­stjórnar 4. áfanga ramma­á­ætl­unar að flokkun virkj­un­ar­kosta. Auk stækk­unar Sig­öldu­stöðvar var þar einnig lagt til að stækkun Hraun­eyja­foss­stöðvar og stækkun Vatns­fells­stöðvar fari í orku­nýt­ing­ar­flokk. En á loka­dögum þings­ins í vor var sam­þykkt laga­breyt­ing sem felur í sér að stækk­anir virkj­ana þurfa ekki lengur að fara í gegnum ferli ramma­á­ætl­un­ar.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tökin Nátt­úru­grið hafa bent á og gera það einnig í athuga­semdum sínum við mats­á­ætlun Lands­virkj­un­ar, að stækk­unin muni ekki skila auk­inni raf­orku­fram­leiðslu nema að aukin miðlun vatns komi til. Hafa þau sagt Lands­virkjun ætla sér að byggja umdeilda virkj­un, Kjalöldu­veitu, ofar á vatna­svið­inu, í þessum til­gangi. Kjalöldu­veita er ný útfærsla á Norð­linga­öldu­veitu, hafa sam­tökin m.a. sagt, þótt mann­virkin myndu standa utan friðlands­marka Þjórs­ár­vera myndu þau nýta sama vatna­svið. Með stækkun Sig­öldu­stöðvar væri ætl­unin að fara „bak­dyra­meg­in“ að bygg­ingu Kjalöldu­veitu. Þessu hafnar Lands­virkj­un.

Virkjanir sem á að stækka: Sigöldustöð, Vatnsfellsvirkjun, Hrauneyjafossvirkjun

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Lands­virkjun veitti Skipu­lags­stofnun kemur fram að sam­hliða stækkun Sig­öldu­stöðvar verði einnig hugað að því að auka virkjað rennsli í Hraun­eyja­foss­stöð og auka rennsli í gegnum Búð­ar­háls­stöð. Skipu­lags­stofnun bendir í áliti sínu á að fjalla þurfi um og meta sam­legð­ar­á­hrif stækk­unar Sig­öldu­stöðvar með öðrum núver­andi og fyr­ir­hug­uðum fram­kvæmd­um. Meðal þess sem gera þurfi grein fyrir er hvort umræddar stækk­anir leiði til breyt­inga á rennsli neðan virkj­ana sem og breyt­inga á vatns­hæð í lónum á veitu­leið. Að sama skapi bendir stofn­unin á að gera þurfi grein fyrir mögu­legum áhrifum þess að nýta vatns­afls­virkj­anir á Þjórs­ár- og Tungna­ár­svæð­inu til að bregð­ast við breyti­legri vinnslu vind­orku. Lands­virkjun áformar að reisa þar vind­orku­ver, Búr­fellslund. Umhverf­is­mati þess er þegar lokið og þingið færði virkj­un­ar­kost­inn í orku­nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar með afgreiðslu sinni í vor.

Gera ráð fyrir meira rennsli vegna hlýn­unar

Í mats­á­ætlun Lands­virkj­unar kemur fram að síð­ustu ár hafi rennsli auk­ist vegna hlýn­unar loft­lags og að rennsli til Sig­öldu­stöðv­ar­innar sé meira í dag en það var þegar stöðin var byggð vegna ýmissa fram­kvæmda við veitur og miðl­an­ir. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi á sveigj­an­legt afl í raf­orku­kerfi Lands­virkj­unar upp að því marki að erfitt sé orðið að mæta hæstu afltopp­um.

Á næstu árum geri spár ráð fyrir mark­vert hærra með­al­rennsli í ám á Íslandi árin 2021-2050 heldur en var á árunum 1961-1990 þegar Sig­öldu­stöð var byggð, þannig megi búast við því að enn frekar verði gengið á laust afl í raf­orku­kerf­inu. Einnig sé ljóst að þörfin hafi auk­ist fyrir aukna orku­fram­leiðslu og sveigj­an­leika í afli til að anna orku­skiptum á kom­andi ára­tug­um.

Í umsögn Orku­stofn­unar á mats­á­ætl­un­inni kemur meðal ann­ars fram að ekki sé vikið að áætl­unum um vatns­nýt­ingu í grein­ar­gerð Lands­virkj­un­ar. Það er að segja ef rennsli yrði aukið í gegnum Sig­öldu­virkjun á álags­tíma sem gæti síðar haft áhrif á nýt­ingu virkj­un­ar­innar og ann­arra rað­tengdra virkj­ana er liði að lokum vatns­árs, m.a. með hugs­an­legri hættu á skerð­ingu líkt og gerð­ist síð­vetrar 2022.

Í athuga­semdum Nátt­úru­griða kemur meðal ann­ars fram að Lands­virkjun þurfi að gera betur grein fyrir því af hverju gengið hefur á sveigj­an­legt afl í raf­orku­kerfi Lands­virkj­unar en það sé ekki ein­ungis vegna auk­ins rennslis og fram­kvæmda við veitur og miðl­anir á Þjórs­ár-Tungna­ár­svæð­inu eins og hér sé gefið í skyn. „Skipu­lags­stofnun tekur undir með umsagn­ar­að­ilum og bendir á mik­il­vægi þess að greint verði nánar frá áhrifum stækk­unar á rekst­ur, rað­tengdar virkj­anir og orku­ör­yggi í umhverf­is­mats­skýrslu,“ segir í áliti stofn­un­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent