Deildar meiningar um samkeppnishæfni til framtíðar þrátt fyrir óháða úttekt

Samtök álframleiðenda segja að þrátt fyrir að niðurstöður óháðrar úttektar sýni að raforkuverð til álvera sé almennt ekki að skerða samkeppnishæfni þeirra við önnur Vesturlönd, sé í skýrslunni ekki tekin afstaða til þess verðs sem býðst í dag.

Búrfellsvirkjun. Tekist hefur verið á um raforkuverð Landsvirkjunar á opinberum vettvangi undanfarin misseri og líklegt er að sú umræða haldi áfram.
Búrfellsvirkjun. Tekist hefur verið á um raforkuverð Landsvirkjunar á opinberum vettvangi undanfarin misseri og líklegt er að sú umræða haldi áfram.
Auglýsing

Þeir aðilar sem hafa deilt um sam­keppn­is­hæfni orku­sæk­ins iðn­aðar hér á landi að und­an­förnu virð­ast lík­legir til þess að halda áfram að takast á um mál­efn­ið, nú þegar úttekt hefur verið gerð af óháðu grein­ing­ar­fyr­ir­tæki, sem sýnir fram á að raf­orku­kostn­aður stórnot­enda á Íslandi skerði ekki sam­keppn­is­hæfni þeirra gagn­vart fyr­ir­tækjum í Kana­da, Nor­egi og Þýska­land­i.

„Sam­keppn­is­hæfni hlýtur að taka mið af núver­andi stöðu og fram­tíð­ar­horf­um,“ segir í frétta­til­kynn­ingu frá Samáli, sam­tökum álf­ram­leið­enda á Íslandi, sem benda á að í skýrslu grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Fraun­hofer sé ekki tekin afstaða til þess hvort það orku­verð sem býðst á Íslandi í dag sé sam­keppn­is­hæft, auk þess sem bent sé á að ein­staka raf­orku­samn­ingar hér á landi gætu haft áskor­anir í för með sér fyrir fyr­ir­tæki.

„Þessi nið­ur­staða stað­festir það sem við hjá Lands­virkjun höfum talið okkur vita, að við bjóðum grænu ork­una okkar á sam­keppn­is­hæfu verði. Það er gott að fá það stað­fest af sér­fróð­um, óháðum aðila,“ er hins vegar haft eftir Herði Arn­ar­syni, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, í frétta­til­kynn­ing­u. 

Auglýsing

Þar er þess einnig getið að Lands­virkjun hafi haft vilja til þess að opin­bera frek­ari upp­lýs­ingar um orku­kostnað álvera en koma fram í skýrsl­unni, en haft var sam­ráð við alla aðila um fram­setn­ingu nið­ur­staðna og komu fram athuga­semdir sem tekið var til­lit til, enda gögnin sem liggja að baki veitt í trún­aði.

Samál segir að ekki hafi verið horft til ákveð­inna þátta í sam­an­burð­in­um, sem geti haft áhrif á sam­keppn­is­hæfni auk raf­orku­verðs­ins. Sam­an­burð­ar­ríkin þrjú búi til dæmis yfir öfl­ugum heima­mark­aði, öfugt við Ísland, sem skapi skil­yrði fyrir öfl­uga virð­is­auk­andi áfram­vinnslu. Sam­tökin lýsa eigi að síður ánægju með að ráð­ist hafi verið í þessa úttekt og sömu­leiðis yfir­lýs­ingar Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur ráð­herra um að end­ur­skoða eigi flutn­ings­kerfi raf­orku með sam­keppn­is­hæfni að leið­ar­ljósi.

Stað­fest­ing á því að verð­stefnan hafi ekki nei­kvæð áhrif

Haft er eftir for­stjóra Lands­virkj­unar í til­kynn­ingu að fyr­ir­tækið hafi lagt sig fram um náið sam­starf við við­skipta­vini sína og sé ávallt reiðu­búið að skoða hvaða leiðir eru færar til að ná hag­stæðri nið­ur­stöðu fyrir báða aðila.

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.„Við reynum að leggja okkar af mörkum með því að sýna sveigj­an­leika m.a. í verði og styðja þannig við rekstur þeirra við þessar krefj­andi aðstæð­ur. Það er hins vegar gott að fá stað­fest­ingu á því að verð­stefna okkar hafi ekki nei­kvæð áhrif á sam­keppn­is­hæfni við­skipta­vina okkar á stórnot­enda­mark­aði. Ég er líka sann­færður um að end­ur­nýj­an­lega orkan gefur okkur sam­keppn­is­for­skot til fram­tíð­ar, nú þegar sífellt fleiri leita umhverf­is­vænna leiða í orku­mál­u­m,“ er haft eftir Herði.

Í til­kynn­ingu Lands­virkj­unar er einnig bent á að í skýrslu Fraun­hofer komi fram að álver hér á landi þurfi meiri orku en ella til fram­leiðslu sinn­ar, þar sem þau búi ekki yfir allra nýjasta bún­aði og tækni. Hörður segir áhyggju­efni að sama þróun hafi ekki orðið á Íslandi í Nor­egi, þar sem álver hafi náð að lækka orku­notkun sína umtals­vert á hvert fram­leitt tonn.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisverð hér á landi hefur ekki hækkað mikið meira en í öðrum samanburðarríkjum okkar.
Svipaðar verðhækkanir hér og í nágrannalöndum
Mikil verðbólga og þrýstingur á fasteignamarkaði eru ekki séríslensk vandamál. Hvort sem litið er til neysluverðs eða húsnæðismarkaðarins hafa nýlegar hækkanir hér á landi verið á pari við það sem er að gerast í öðrum OECD-ríkjum.
Kjarninn 18. október 2021
Péter Márki-Zay hefur verið borgarstjóri í Hódmezővásárhely frá árinu 2018.
Márki-Zay leiðir ungversku stjórnarandstöðuna gegn Orbán
Óflokksbundinn íhaldsmaður á miðjum aldri sem heitir því að berjast gegn spillingu í Ungverjalandi mun leiða sex flokka kosningabandalag ungverskra stjórnarandstæðinga gegn Viktori Orbán og Fidesz-flokki hans í vor.
Kjarninn 18. október 2021
Eitt mál formlega komið á borð KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands hvetur þá sem telja á sér brotið að tilkynna um slík mál – öðruvísi sé ekki hægt að taka á þeim.
Kjarninn 18. október 2021
Joe Biden ætlaði sér stóra hluti í umhverfis- og velferðarmálum. Nú kann babb að vera komið í bátinn.
Metnaðarfull áætlun Bidens í loftslagsmálum í uppnámi
Demókratar takast nú á um hvort aðgerðaleysi í loftslagsmálum muni að endingu kosta meira heldur en að taka stór skref í málaflokknum nú þegar.
Kjarninn 18. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hvernig stöndum við vörð um lýðræðið?
Kjarninn 18. október 2021
Eignarhald á símamöstrum þriggja stærstu fjarskiptafyrirtækjanna hefur verið að færast úr landi á síðustu mánuðum.
Síminn vill selja Mílu til franskra fjárfesta
Síminn hefur undirritað samkomulag við franskt sjóðsstýringarfyrirtæki um einkaviðræður um sölu Mílu, sem sér um rekstur og uppbyggingu fjarskiptainnviða hér á landi.
Kjarninn 18. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
Kjarninn 18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent