Deildar meiningar um samkeppnishæfni til framtíðar þrátt fyrir óháða úttekt

Samtök álframleiðenda segja að þrátt fyrir að niðurstöður óháðrar úttektar sýni að raforkuverð til álvera sé almennt ekki að skerða samkeppnishæfni þeirra við önnur Vesturlönd, sé í skýrslunni ekki tekin afstaða til þess verðs sem býðst í dag.

Búrfellsvirkjun. Tekist hefur verið á um raforkuverð Landsvirkjunar á opinberum vettvangi undanfarin misseri og líklegt er að sú umræða haldi áfram.
Búrfellsvirkjun. Tekist hefur verið á um raforkuverð Landsvirkjunar á opinberum vettvangi undanfarin misseri og líklegt er að sú umræða haldi áfram.
Auglýsing

Þeir aðilar sem hafa deilt um samkeppnishæfni orkusækins iðnaðar hér á landi að undanförnu virðast líklegir til þess að halda áfram að takast á um málefnið, nú þegar úttekt hefur verið gerð af óháðu greiningarfyrirtæki, sem sýnir fram á að raforkukostnaður stórnotenda á Íslandi skerði ekki samkeppnishæfni þeirra gagnvart fyrirtækjum í Kanada, Noregi og Þýskalandi.

„Samkeppnishæfni hlýtur að taka mið af núverandi stöðu og framtíðarhorfum,“ segir í fréttatilkynningu frá Samáli, samtökum álframleiðenda á Íslandi, sem benda á að í skýrslu greiningarfyrirtækisins Fraunhofer sé ekki tekin afstaða til þess hvort það orkuverð sem býðst á Íslandi í dag sé samkeppnishæft, auk þess sem bent sé á að einstaka raforkusamningar hér á landi gætu haft áskoranir í för með sér fyrir fyrirtæki.

„Þessi niðurstaða staðfestir það sem við hjá Landsvirkjun höfum talið okkur vita, að við bjóðum grænu orkuna okkar á samkeppnishæfu verði. Það er gott að fá það staðfest af sérfróðum, óháðum aðila,“ er hins vegar haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í fréttatilkynningu. 

Auglýsing

Þar er þess einnig getið að Landsvirkjun hafi haft vilja til þess að opinbera frekari upplýsingar um orkukostnað álvera en koma fram í skýrslunni, en haft var samráð við alla aðila um framsetningu niðurstaðna og komu fram athugasemdir sem tekið var tillit til, enda gögnin sem liggja að baki veitt í trúnaði.

Samál segir að ekki hafi verið horft til ákveðinna þátta í samanburðinum, sem geti haft áhrif á samkeppnishæfni auk raforkuverðsins. Samanburðarríkin þrjú búi til dæmis yfir öflugum heimamarkaði, öfugt við Ísland, sem skapi skilyrði fyrir öfluga virðisaukandi áframvinnslu. Samtökin lýsa eigi að síður ánægju með að ráðist hafi verið í þessa úttekt og sömuleiðis yfirlýsingar Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ráðherra um að endurskoða eigi flutningskerfi raforku með samkeppnishæfni að leiðarljósi.

Staðfesting á því að verðstefnan hafi ekki neikvæð áhrif

Haft er eftir forstjóra Landsvirkjunar í tilkynningu að fyrirtækið hafi lagt sig fram um náið samstarf við viðskiptavini sína og sé ávallt reiðubúið að skoða hvaða leiðir eru færar til að ná hagstæðri niðurstöðu fyrir báða aðila.

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.


„Við reynum að leggja okkar af mörkum með því að sýna sveigjanleika m.a. í verði og styðja þannig við rekstur þeirra við þessar krefjandi aðstæður. Það er hins vegar gott að fá staðfestingu á því að verðstefna okkar hafi ekki neikvæð áhrif á samkeppnishæfni viðskiptavina okkar á stórnotendamarkaði. Ég er líka sannfærður um að endurnýjanlega orkan gefur okkur samkeppnisforskot til framtíðar, nú þegar sífellt fleiri leita umhverfisvænna leiða í orkumálum,“ er haft eftir Herði.

Í tilkynningu Landsvirkjunar er einnig bent á að í skýrslu Fraunhofer komi fram að álver hér á landi þurfi meiri orku en ella til framleiðslu sinnar, þar sem þau búi ekki yfir allra nýjasta búnaði og tækni. Hörður segir áhyggjuefni að sama þróun hafi ekki orðið á Íslandi í Noregi, þar sem álver hafi náð að lækka orkunotkun sína umtalsvert á hvert framleitt tonn.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent