Deildar meiningar um samkeppnishæfni til framtíðar þrátt fyrir óháða úttekt

Samtök álframleiðenda segja að þrátt fyrir að niðurstöður óháðrar úttektar sýni að raforkuverð til álvera sé almennt ekki að skerða samkeppnishæfni þeirra við önnur Vesturlönd, sé í skýrslunni ekki tekin afstaða til þess verðs sem býðst í dag.

Búrfellsvirkjun. Tekist hefur verið á um raforkuverð Landsvirkjunar á opinberum vettvangi undanfarin misseri og líklegt er að sú umræða haldi áfram.
Búrfellsvirkjun. Tekist hefur verið á um raforkuverð Landsvirkjunar á opinberum vettvangi undanfarin misseri og líklegt er að sú umræða haldi áfram.
Auglýsing

Þeir aðilar sem hafa deilt um sam­keppn­is­hæfni orku­sæk­ins iðn­aðar hér á landi að und­an­förnu virð­ast lík­legir til þess að halda áfram að takast á um mál­efn­ið, nú þegar úttekt hefur verið gerð af óháðu grein­ing­ar­fyr­ir­tæki, sem sýnir fram á að raf­orku­kostn­aður stórnot­enda á Íslandi skerði ekki sam­keppn­is­hæfni þeirra gagn­vart fyr­ir­tækjum í Kana­da, Nor­egi og Þýska­land­i.

„Sam­keppn­is­hæfni hlýtur að taka mið af núver­andi stöðu og fram­tíð­ar­horf­um,“ segir í frétta­til­kynn­ingu frá Samáli, sam­tökum álf­ram­leið­enda á Íslandi, sem benda á að í skýrslu grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Fraun­hofer sé ekki tekin afstaða til þess hvort það orku­verð sem býðst á Íslandi í dag sé sam­keppn­is­hæft, auk þess sem bent sé á að ein­staka raf­orku­samn­ingar hér á landi gætu haft áskor­anir í för með sér fyrir fyr­ir­tæki.

„Þessi nið­ur­staða stað­festir það sem við hjá Lands­virkjun höfum talið okkur vita, að við bjóðum grænu ork­una okkar á sam­keppn­is­hæfu verði. Það er gott að fá það stað­fest af sér­fróð­um, óháðum aðila,“ er hins vegar haft eftir Herði Arn­ar­syni, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, í frétta­til­kynn­ing­u. 

Auglýsing

Þar er þess einnig getið að Lands­virkjun hafi haft vilja til þess að opin­bera frek­ari upp­lýs­ingar um orku­kostnað álvera en koma fram í skýrsl­unni, en haft var sam­ráð við alla aðila um fram­setn­ingu nið­ur­staðna og komu fram athuga­semdir sem tekið var til­lit til, enda gögnin sem liggja að baki veitt í trún­aði.

Samál segir að ekki hafi verið horft til ákveð­inna þátta í sam­an­burð­in­um, sem geti haft áhrif á sam­keppn­is­hæfni auk raf­orku­verðs­ins. Sam­an­burð­ar­ríkin þrjú búi til dæmis yfir öfl­ugum heima­mark­aði, öfugt við Ísland, sem skapi skil­yrði fyrir öfl­uga virð­is­auk­andi áfram­vinnslu. Sam­tökin lýsa eigi að síður ánægju með að ráð­ist hafi verið í þessa úttekt og sömu­leiðis yfir­lýs­ingar Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur ráð­herra um að end­ur­skoða eigi flutn­ings­kerfi raf­orku með sam­keppn­is­hæfni að leið­ar­ljósi.

Stað­fest­ing á því að verð­stefnan hafi ekki nei­kvæð áhrif

Haft er eftir for­stjóra Lands­virkj­unar í til­kynn­ingu að fyr­ir­tækið hafi lagt sig fram um náið sam­starf við við­skipta­vini sína og sé ávallt reiðu­búið að skoða hvaða leiðir eru færar til að ná hag­stæðri nið­ur­stöðu fyrir báða aðila.

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.„Við reynum að leggja okkar af mörkum með því að sýna sveigj­an­leika m.a. í verði og styðja þannig við rekstur þeirra við þessar krefj­andi aðstæð­ur. Það er hins vegar gott að fá stað­fest­ingu á því að verð­stefna okkar hafi ekki nei­kvæð áhrif á sam­keppn­is­hæfni við­skipta­vina okkar á stórnot­enda­mark­aði. Ég er líka sann­færður um að end­ur­nýj­an­lega orkan gefur okkur sam­keppn­is­for­skot til fram­tíð­ar, nú þegar sífellt fleiri leita umhverf­is­vænna leiða í orku­mál­u­m,“ er haft eftir Herði.

Í til­kynn­ingu Lands­virkj­unar er einnig bent á að í skýrslu Fraun­hofer komi fram að álver hér á landi þurfi meiri orku en ella til fram­leiðslu sinn­ar, þar sem þau búi ekki yfir allra nýjasta bún­aði og tækni. Hörður segir áhyggju­efni að sama þróun hafi ekki orðið á Íslandi í Nor­egi, þar sem álver hafi náð að lækka orku­notkun sína umtals­vert á hvert fram­leitt tonn.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Hvaða skýrsla um skýrslur er þetta eiginlega?
Síðdegis á föstudag birtist skýrsla sem Alþingi óskaði eftir í janúar árið 2018, um það hvernig framkvæmdavaldið hefði brugðist við ábendingum sem finna mætti í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þar á meðal þeirri stóru um fall bankanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent