Aðstæður á Landakoti meginorsök hópsýkingarinnar

Engin loftræsting ásamt fáum salernum, ófullnægjandi hólfaskiptingu og litlum kaffistofum eru meðal fjölmargra ástæðna COVID-19 hópsýkingarinnar sem braust þar út og hefur kostað fjölda manns lífið, samkvæmt skýrslu frá Landspítalanum.

_mg_1138_raw_51_14282155382_o.jpg
Auglýsing

Ástand hús­næð­is, loft­skipta og aðbún­aður á Landa­koti er ófull­nægj­andi fyrir starf­sem­ina sem þar fer fram og lík­lega meg­in­or­sök þeirra miklu smit­dreif­ingar sem varð þegar hóp­sýk­ing breidd­ist út á spít­al­anum í síð­asta mán­uði. Þetta er mat Lovísu Bjarkar Ólafs­dótt­ur, sér­fræð­ings í smit­sjúk­dómum og sýk­ing­ar­vörnum hjá Land­spít­al­an­um, sem skrif­aði skýrslu fyrir Land­spít­al­ann um hóp­sýk­ing­una

Í skýrsl­unni er farið yfir atburða­rás hóp­sýk­ing­ar­inn­ar, en rekja mátti alls 98 COVID-19 til­felli til hennar frá 22.-29. októ­ber. Þar af voru 52 starfs­menn og 46 sjúk­ling­ar. Með­al­aldur starfs­manna var 43 ár, en með­al­aldur sjúk­ling­anna var 84 ár. Smitið náði til fjög­urra deilda, en á einni deild­inni sýkt­ust allir 14 sjúk­ling­arnir af veirunni. Í annarri deild smit­uð­ust 14 af 15 sjúk­ling­um, eða 93 pró­sent þeirra, og í enn annarri sýkt­ust sjö af átta sjúk­ling­um. 

Sam­kvæmt Lovísu er lík­legt að smit hafi borist inn á stofn­un­ina með nokkrum ein­stak­ling­um.  Hins vegar telur hún einnig hugs­an­legt að nokkur smit­anna milli starfs­manna megi rekja til náinna sam­skipta þeirra vegna fjöl­skyldu- og vina­tengsla utan vinnu­stað­ar, en hún bætir við að nýgengi smita í sam­fé­lag­inu hafi verið með hæsta móti á tíma hóp­sýk­ing­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Lovísa segir þó að margir sam­verk­andi þættir hafi valdið þá miklu útbreiðslu sem hóp­sýk­ingin náði, en flestir þeirra snúa að ófull­nægj­andi aðbún­aði á spít­al­an­um. 

Engin loft­ræst­ing er á sjúkra­stofum á Landa­koti, en sam­kvæmt Lovísu er ein­göngu útsog af snyrt­ingum á legu­deild­um, en eng­inn inn­blástur af nýju lofti. Í skýrsl­unni kemur einnig fram að starfs­fólk hefur kvartað undan lélegri loft­ræst­ingu á öllum vinnu­svæðum spít­al­ans. 

Til við­bótar við lélega loft­ræst­ingu kom í ljós að beitt hafi verið svo­kall­aðri kæfisvefns­véla­með­ferð á einum sjúk­lingi spít­al­ans, en síðar kom í ljós að hann var smit­aður af veirunni. Þessi með­ferð eykur dropa­fram­leiðslu ein­stak­linga og veldur því að vélin dreifir úða­ögnum frá önd­un­ar­færum í and­rúms­loft­ið. Að mati Lovísu gæti þessi dreif­ing, ásamt lélegri loft­ræst­ingu, hafa átt stóran þátt í því að smitin dreifð­ust vel innan spít­al­ans. 

3 sal­erni og 2 sturtur fyrir 19 sjúk­linga

Til við­bótar við lélega loft­ræst­ingu nefnir Lovísa marga aðra galla í aðbún­aði á spít­al­anum sem urðu þess vald­andi að sótt­varnir hafi ekki verið nægi­legar þar. Til að mynda voru fjöl­margir snertifletir inniliggj­andi sjúk­linga, líkt og sam­eig­in­leg sal­ern­is­að­staða, dag­stofa, tækja­salur og hópa­með­ferðir sjúkra- og iðju­þjálfa. Á einni deild voru ein­ungis þrjú sal­erni og tvær sturtur fyrir 19 sjúk­linga.

11-15 fer­metra kaffi­stofur

Aðstöðu og ábún­aði starfs­manna er einnig ábóta­vant sam­kvæmt Lovísu og var það til þess fallið að auka líkur á smit­dreif­ingu meðal starfs­fólks. Sem dæmi fyrir því nefnir hún að bún­ings­að­staða sé þröng og kaffi­stofur litl­ar, en stærð þeirra er á bil­inu 11 til 15 fer­metr­ar. Oft hefði reynst erfitt að halda tveggja metra fjar­lægð þegar starfs­menn­irnir tækju niður grímur í mat­ar­hlé­um.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent