Börn mega fara á æfingar og hægt verður að komast í klippingu og nudd í næstu viku

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur um tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra hefur fall­ist á til­lögur Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varn­ar­læknis um til­slak­anir á gild­andi sam­komu­tak­mörk­un­um. 

Sam­kvæmt þeim verður íþrótta-, æsku­lýðs- og tóm­stunda­starf barna í leik- og grunn­skólum verður heim­ilt á ný, í fram­halds­skólum verða fjölda­mörk aukin í 25 og hægt verður að hefja ýmsa þjón­ustu­starf­semi sem krefst snert­ingar eða mik­illar nánd­ar, eins og starf­semi hár­greiðslu- og nudd­stof­a. 

Almennar fjölda­tak­mark­anir mið­ast hins vegar áfram við tíu manns.

Nýju reglu­gerð­irnar um tak­mark­anir á sam­komum og skóla­haldi taka gildi 18. nóv­em­ber, á mið­viku­dag í næstu viku, og gilda til og með 1. des­em­ber næst­kom­andi. Í frétta­til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að draga enn frekar úr sam­komu­tak­mörk­unum í byrjun des­em­ber. 

Auglýsing
Í minn­is­blaði sótt­varna­læknis til ráð­herra leggur hann til að hægt verði farið í allar til­slak­anir á næst­unn­i. 

Breyt­ing­arnar sem taka gildi mið­viku­dag­inn 18. nóv­em­ber eru eft­ir­far­andi:

  • Starf­semi og þjón­usta sem krefst snert­ingar milli fólks verður leyfð með þeim skil­yrðum að not­ast sé við and­lits­grím­ur. Þetta á við um s.s. hár­greiðslu­stof­ur, nudd­stof­ur, öku- og flug­kennslu og sam­bæri­lega starf­semi. Hámarks­fjöldi við­skipta­vina á sama tíma er 10 manns.
  • Æfing­ar, íþrótta­starf, æsku­lýðs- og tóm­stunda­starf barna á leik- og grunn­skóla­aldri verður heim­ilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar tak­mark­anir settar varð­andi blöndun milli hópa. Fjölda­mörk í hverju rými fara eftir reglu­gerð um tak­mark­anir á skóla­starfi. Leik­skóla­börn og börn í 1.–4. bekk grunn­skóla mega vera 50 saman að hámarki en nem­endur í 5.–10. bekk að hámarki 25 sam­an.
  • Í skóla­starfi á fram­halds­skóla­stigi mega nem­endur og starfs­menn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota and­lits­grímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjar­lægð.
  • Veitt er und­an­þágu frá grímu­skyldu þeim sem ekki geta notað grím­ur, t.d. af heilsu­fars­á­stæðum eða ef við­kom­andi skortir þroska eða skiln­ing til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig und­an­þegnir grímu­skyldu geti þeir sýnt gilt vott­orð þess efn­is.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskýrsla Alþingi kom út árið 2010. Alls fann framkvæmdavaldið 249 ábendingar sem lúta að stjórnsýslunni við yfirferð sína á skýrslunni og segir að brugðist hafi verið við flestum.
Hvaða skýrsla um skýrslur er þetta eiginlega?
Síðdegis á föstudag birtist skýrsla sem Alþingi óskaði eftir í janúar árið 2018, um það hvernig framkvæmdavaldið hefði brugðist við ábendingum sem finna mætti í þremur rannsóknarskýrslum Alþingis, þar á meðal þeirri stóru um fall bankanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Ekki að leggja til 30 kílómetra hraða alls staðar
Andrés Ingi Jónsson þingmaður utan flokka leggur til að hámarkshraði í þéttbýli verði alla jafna 30 kílómetrar á klukkustund, nema gild rök séu fyrir hærri hraða. Með frumvarpi um þetta vill þingmaðurinn fara að fordæmi Hollendinga og Spánverja.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Lady Brewery hreyfingin býður fólki í leyniklúbb
Farandsbrugghúsið Lady Brewery ætlar að koma upp tilraunaeldhúsi þar sem íslensk náttúra í bjórgerð verður rannsökuð. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Helga Vala Helgadóttir leiddi lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður fyrir síðustu kosningar.
Samfylkingin fer „sænsku leiðina“ í Reykjavík og heldur ekki prófkjör
Það verður ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Uppstillingarnefnd hefur verið falið að stilla upp listum og leita eftir tilnefningum frá flokksfélögum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dæmi um fyrirsagnir frétta dagblaðanna á árunum 1985 og 1986.
Neituðu að kryfja lík alnæmissjúklinga
Í bók Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, Berskjaldaður, er að finna frásögn hjúkrunarfræðings af hræðslunni og fordómunum innan sem utan Borgarspítalans á níunda og tíunda áratugnum, þegar HIV-faraldurinn braust út.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent